Dagur - 05.02.1931, Blaðsíða 1
DAGUR
(temur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
*on í Kaupfélagi Eyfirö-
inga.
Afgreiðslan
er hjá J6ni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talslmi 112.
Uppsögn, -bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XIV. ár.
Akureyri, 5 Febrúar. 1931.
5. tbl.
Sigurfljóð Lyngdal verður jarðsungin þriðjpdaginn 10. þ. m.
Athöfnin hefst frá heimili hennar, Hafnarstræti 97, kl. 1 e. h.
Foreldrar og systkini.
Innilegar þakkir ^fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu víð
andlát og jarðarför Stefaníu Guðríðar Stefánsdóttur.
Aðstandendurnir.
Minninprathöfii.
Mynd Páls /. Árdal af-
hjúpud í barnaskólanum.
Fæðingaidagur Páls J. Árdal var
1. febrúar og bar í þetta sinn upp
á sunnudag. Að morgni 2. þ. m.
fór fram stutt minningarathöfn um
hann í barnaskóla Akureyrar að
viðstöddum kennurum skólahs,
skólabörnunum og aðstandendum
skáldsins hér í bæ. Ljósmynd af
skáldinu, sem kennarar gáfu skól-
anum, var afhjúpuð, og þrír af
samkennurum Páls mæltu um hann
nokkur minningarorð. Ingimar Eydal
minntist hans sem kennara, Kristján
Sigurðsson sem skálds og Kristbjörg
Jónatansdóttir sem manns. Mintust
ræðumenn hans meðal annars á
þessa leið:
Kennarinn. (Úr ræðu I. E.).
Mér er fyrir barnsminni hve oft eg
heyrði minnst á unglingspiit einn,
sem var á næsta bæ við mig, þegar
eg var lítill drengur. Hann vakti
talsvert umtal, af því að hann þótti
nokkuð frábrugðinn því, sem al-
mennt gerðist meðal unglinga þar
f sveit. Hann vakti yfir ánum hátt
uppi í fjallshlið um bjartat sumar-
nætur, og það var sagt, að hann
stytti sér stundir i hjásetunni með
því að semja skáldsögu og yrkja
Ijóð. Skömmu síðar kom skáldsaga
sú, sem smalinn hafði tekið saman
i hjásetunni, út á prenti, ög nefndist
hún >Skin og skuggi*. Henni fylgdi
og kvæðið »Fossinn og eikin< og
annað smákvæði til um íslenzka
náttúrufegurð að sumarlagi. Höf-
undurinn, Páll Jónsson frá Helga-
stöðum, sem löngu síðar nefndist
Páll Árdal, varð brátt þjóðkunnur
sem skáld, Áðurnefnd saga og kvæði
hans áttu miklum vinsældum að
fagna, einkum meðal æskulýðsins.
Börnin eru »vinir vors og blóma<,
en eins og kunnugt er, söng Páll
vorinu tíðum lof og dýrð í kvæðum
sínum. Vorljóð hans, hrein og þýð,
snertu við innstu strengjum í brjóst-
um barnanna og fundu hæfilegan
hljómgrunn i sálum þeirra.
Næmur skáldsmekkur Páls Árdals
og opið auga fyrir öllu fögru i
náttúrunni og mannlífinu gerðu hann
svo einkar vel hæfan til þess að
móta barnssálina, gljúpa og áhrifa-
næma. Vafalaust hefir það verið
mikið happ fyrir Akureyri, að barna-
skóli bæjarins fékk að njóta hæfileika
og starfskrafta þessa ágæta fræðara
um tugi ára. Fjöldi bæjarbúa hafa
verið nemendur hans á æskuárunum.
Pað er ekki á nokkurs manns færi
að meta réttílega þau víðtæku áhrif,
sem þessi kennari hefir haft með
sinu langa starfi við þessa mennta-
stofnun bæjarins. Að líkindum hefir
Páll Árdal verið mestur andlégur
sáningarmaður í þessum bæ. Og
frækorn þau, er hann sáði i sálar-
akur barnanna, hafa eflaust gefið
margfalda uppskeru síðar í lífi þeirra.
Pess vegna minnast bæjarbúar hans
með. þakklæti og virðingu, og þá
ekki sizt við samkennarar hans,
því hann var ekki eingöngu kennari
barnanna, hann var og á marga lund
kennari okkar samkennara sinna.
Páll Árdal var orðlagður vega-
gerðarmaður. Pjóðvegir þeir, er
hann lagði um landið, þóttu bera
af að traustleik og prýðilegum frá-
gangi. Pau verk lofa meistara sinn.
En hann var og vegagerðarmaður
í öðrum og æðra skilningi. Með
öllu sinu kennslustarfi í meira en
40 ár var hann ávalt að ryðja
æskulýð Akureyrar braut til meiri
menningar og þroska. Vegna þeirrar
vegagerðar minnumst við hans nú
í dag.
Á fæðingardegi Páls Árdalds, 1.
febr., var það siðvenja ýmsra vina
hans að heimsækja hann. Nú er
þeim heimsóknum lokið. I þess
stað viljum við nú bjóða mynd
hans dvalarstað í hinum nýju
salakynnum barnaskóla Akureyrar.
Megi mynd og minning Páls Ardals
ávalt verða bjart leiðarljós á vegum
þessa skóla.
Skáldiö. (Ur ræðu K. S.). Páll
Árdal hefir ort kvæði, er hann nefnir
»Eg og reyniviðarrunninn<. Hann
lýsir þar leikjum sínum í bernsku,
sem um flest eru likir leikjum annara
drengja. En eitt bar þó frá í leikjum
hans og veitti hinum unga sveini
mest yndi, og það var að hlú að
smávöxnum reyniviðarrunni, sem óx
á hólnum, þar sem hann geymdi
gullin sín.
»Eg veitti honum vökvun, þegar sól
á vorin brenndi þurran biómsturhól.
Pað skemmti mér að annast viðinn væpa,
eg vann þann starfa æ með ljúfu geði.
Við limið hans og laufið fagurgræna
eg lék mér oft af sannri hjartans gleði.
En bezt þó minnar bernsku unað jók
hve blessuð plantan góðum þroska tók.<
Eg minnist ekki á kvæði þetta
vegna þess að það hafi skáldskapar-
gildi fratnar öðrum kvæðum Árdals,
heldur vegna þess, að í verkum
litla drengsins speglast ást hans á
vanþroska, hjálparvana einstaklingi
í ríki jurtanna, og hans mesta yndi
er að veita fóstur þessu olnboga-
barni og verða var við framförina
og þroskann, sem runninn tók af
veigum vatnsins. Drengurinn svalaði
þar í fyrsta sinn hvorttveggja í senn
samúð og hjálparfýst sinni, sann-
leiksleit og fegurðarþrá. Fyrir mér
er þessi aðferð hans i bernsku
táknandi fyrir lífsstarf hans og
skáldskap.
En litli reyniviðarrunninn — klíist-
urinn islenzki — verður mér líka ímynd
mannsins sjálfs, sem fæddur er
fram til fjalla, þar sem flest skortir,
fátækur af hvers kyns kjörgripum,
sem nauðsynlegir eru til þroskans.
En eins og smárunninn verður
að viði vænum, þegar honum eru
sköpuð skilyrðin, eins verður vöxtur
sveinsins svo mikill, þegar hann
fær að vökva sál sína andlegum
döggvum, að limið að síðustu nær
út til allrar þjóðarinnar — það eru
verk skáldsins.
í æsku bar Páll Árdal heita þrá
til náms, og þó hann aflaði sér
þeirrar menntunar er tök voru á,
fanst honum þó æskudraumarnir
líða skipbrot. En þó merkið væri
sett hærra en maðurinn komst, auðn-
aðist honum fyrir sterka skapgerð
að verða skáld, skáld, sem náð
hefir að hjarta þjóðarinnar. Lífsskoð-
un hans var hrein og sterk, og
byggir hún upp öll beztu ljóð hans.
Ouðstrú hans var traust. Hann var
sannfærður um sigur hins sanna
og góða í baráttu lífsins. Sú sann-
færing var hans erfðahluti, og óx
máttur með árum, og dvínaði aldrei.
•Lífið er leiftur
ljóss að ofan
bráðfleygt blik,
á bárum tímans,
en eilíft þó; aldrei sloknað
getur geisli
guðiegs eðlis*.
Ást Ardals á íslenzkri náttúru,
sem kviknaði i bernsku, dapraðist
aldrei. Hjá honum fá dýr og blóm,
lækir og lindir mannamál og moldin
sál. Petta allt lýtur sömu lögum og
mennirnir og er skáldinu imynd
þeirra. Honum er Ijúft að láta
náttúruna túlka háleit sannindi, og
þangað sækir hann líkingarnar,
þegar hann kveður um mannlifið.
Og þessi náttúruást gerir hann
bjartsýnan á tilgang lífsins. Fátt
var Árdal jafnilla við og grófan og
bölsýnan skáldskap, hvort heldur
var i bundnu máli eða óbundnu.
Slika stefnu hataði hann. Skáld-
skapinn skyldi nota til að fræða,
þroska og betra mannlifið, til þess
ætti að velja fagrar myndir, en ekki
Orýlur, sem hræddu.
Páll Árdal var smekkmaður á ís-
lenzka tungu. Hann hafði ágæta
þekkingu á rími og Ijóðagerð. Fram-
setning hans var Ijós, kveðandinn
lipur, og hann kunni manna bezt
að samræma Ijóð sin sönglögum,
enda var hann söngvinn og list-
rænn að eðlisfari. Dómgréind hans
var glögg, og sá hann oft betur
en aðrir hið skoplega í fari manna
og hæddi það í ljóði, en hann var
óáleitinn og fór litt með slíkt, nema
i hópi kunningja sinnn.
Börnin góð! Paðerekki tilviljun,
að þegar þið veljið ykkur Ijóð til
upplesturs komið þið oftar með
Ijóð Páls Árdals en nokkurs annars
skálds. Ljóð hans hafa þá kosti,
að þið megið njóta þeirra. Árdal
var skáld barnanna og hefir ef til
vill ort fleiri Ijóð við barnahæfi en
nokkurt annað íslenzkt skáld.
{ æsku heyrði skáldið rödd, sem
sífellt hljómaði i sálu hans, og
aldrei hljóðnaði fram að síðasta
fótmáli. Pessi rödd var lofsöngur
Ilfsins, ljóssins og vorsins. Hún
varð leiðarstjarna hans, frá þvi hann
hlúði að reyniviðarrunninum og þar
til hann, kominn yfir sjötugt, orti
eitt af sínum síðustu kvæðum I
Minningarrit Skaftfellinga
fæst hvegi í bókaverzlunum, vegna þess,
að bókin er seld afar-ódýrt. Nokkur ein-
tök fást í Prentsmiðju Odds Björnssonar.