Dagur - 05.02.1931, Side 3

Dagur - 05.02.1931, Side 3
5. bl DAGUR 19 ágæt. Skólaandinn holiur og vekj- andi. Hegðun nemenda prýðileg. Virtist okkur þeir gera sér mikið far um að menntast og þroskast til þeirra viðfangsefna, sem göfgast telst að sinna í þjóðlífinu. Um það ber vitni skólablað þeirra og hið nýja skólaféiag, sem þeir hafa haidið uppi í vetur með vikulegum fund- um«. Allmikill hluti skýrslunnar er próf- fyrirlestrar eftir nemendur og erindi, sem þeir hafa fiutt. Perlur. F*etta prýðilega vandaða rit kom enn út fyrir síðustu jól. í því eru frumsamdar sögur eftir Stefán frá Hvítadal og jóhannes Friðlaugs- son, frumsamin kvæði eftir Jón Magnússon, Jónas Thoroddsen, Sig- urð Einarsson og Sigurð Guðjóns- son, mikið af þýðingum bæði í bundnu máli og óbundnu, þar á meðal þrjú kvæði þýdd af Magnúsi Ásgeirssyni og ýmislegt fleira. í ritinu eru og margar ágætar myndir. Efni ritsins er alltísenn: fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt; löunn. 4. h. 1930. Efnið er sem hér segir: Kristinn E. Andrésson: Frá heimsstyrjöldinni miklu (mynd). Halldór K. Laxness: Nýja ísland (saga). G. Geirdal: Flugið (kvæói). Siguróur Skúlason: Ferðaminningar (3 myndir). Helgi Péturss: Frægasta bókin og hin nýja liffræöi. Per Hallström : Fálkinn (saga). Magnús Ásgeirsson þýddi. Sigurður Einars- son: Prjár bækur (3 myndir). A. H.: Ennýall (mynd). Jak. Jóh. Smári og Á. H.: Ritsjá. -----o---- Ávarp til Hvítbekkinga. Á siðastliðnu ári hefir alþýðuskól- inn á Hvítárbakka starfað í aldar- fjórðung. Á vori komandi hættir skólinn starfsemi á Hvítárbakka og flyzt í ný húsakynni i Reykholti. Stofnfundur sambands gamalla nem- enda skólans, sem haldinn var á Pingvöllum þ. 26. júní s. 1, ákvað að beita sér fyrir þvi að gefið yrði út rit til minningar um skólann. Stjórn sambandsins hefir núáveðið að gefa ritið út, ef nægileg þátttaka fæst. Er ætlað að ritið verði um 5 arkir í stóru broti og prýtt mörg- um feyndum. Verðið er áætlað 5 kr. Gert er ráð fyrir að fyrv. og núv. kennarar skólans og aðrir aðstand- endur hans riti nál. tvær arkir minningarritsins; aðrar tvær arkir eru ætlaðar nemendum skólans, gömlum og núverandi; myndir frá Hvítárbakka og skólaiífinu þar munu fylla eina örk. Nú eru það viðsamleg tilmæli vor til nemenda skólans og kennarafrá upphafi vena hans, að þeir sendi oss til birtingar í ritinu stuttar grein- ar, endurminningar eða kveðjur í bundnu máli eða óbundnu. Er nauðsynlegt, að handritin séu kom- in til núverandi skólastjóra, Lúðvígs Guðmundssonar, eigi síðar en síð- asta vetrardag, þ. 22. april, en þann dag verður skólanum slitið aðfullu að Hvítárbakka og jafnframt hald- Fasteignasala. Góð íbúð hér í bænum fyrir meðal fjölskyldu er nú til sölu og afnota frá 14. maí n. k. — Mjög aðgengileg kjör. Sveinn Bjarnason. inn aðalfundur i sambandi gamalla nemenda. Vegna skólaslitanna og fundarins er í ráði að taka skip á leigu og fari það frá Reykjavík að morgni dags þ. 22. apríl og bíði fundar- manna í Borgarnesi og haldi þaðan til Rvíkur næsta morgun. Allir þeir, er óska að eignast minningarrit skólans, Hvítbekkingar og aðrir, eru vinsamlega beðnir að tilkynna skólastjóranum það fyrir lok þessa skólaárs, því að endan- lega ákvörðun um ritið er eigi hægt að taka fyr en Ijóst er orðið, hve þátttakan verður almenn. Ennfremur er æskilegt að þeir, er hafa í hyggju að koma til skólaslit- anna og sækja sambandsfundinn, tilkynni skólastjóranum það með nokkrum fyrirvara, og geti þess þá um leið hvort þeir komi um Rvík. Hvítárbakka 13 janúar 1931. F. h. Nemendasamb. alþýðuskóla Borgaríj. Lúövíg Guðmundsson Eirikur Aibertsson skólastjóri prestur að Hesti Friörik Porvaldsson hafnarvörur í Borgarnesi. -----0----- Síldareinkasalai. (Framh.). Aukning sildarneyzlunnar á mann í Svíþ/óð sem annarstaðar. Eins og það er á meðvitund margra íslendinga, að sænskar stálvörur séu beztar, eins er það á meðvitund flestra Svía, að »Is- landssill« sé betri en önnur síld. Svo mætti því virðast — enda á- litið af flestum islendingum, er rætt hafa síldarmálið undanfarið — að ómögulegt sé að auka söl- una til Svíþjóðar fram yfir 250 þús. til 300 þús. tunnur á ári, meðan landið er ekki fólksfleira, um 6 miljónir. En þetta er alger- lega röng skoðun. Neyzhma á niann mætti milcið auka í Svíþjóð. Eg er víst einn af þeim fáu ís- lendingum, ef ekki sá eini, sem unnið hefi á síldar- og fiskskrif- stofu í Svíþjóð. Virðist mér þvi rétt að setja hér nokkur atriði er eg sérstaklega veitti eftirtekt, þó eg hinsvegar gæti skýrt frá ýmsu fleiru, sem margan íslendinginn myndi furða. Fyrst er þá þetta: enginn fs- lendingur hefir nokkru sinni hreyft hönd til að auka neyzlu hins sænska almennings á ís- lenzkri síld, og aðeins sárfáir Svíar hafa gert tilraunir til þess. Það er síldin sjálf, sem rutt hefur sér brautina hjálparlaust eða lít- ið, þrátt fyrir illa verkun, og hirðuleysi flestra, sem með hana hafa farið frá því hún var tekin úr sjónum fyrir Norðurlandi og þar til hún kom í eldhúsið í Sví- þjóð. Eg þekki fjölskyldur bæði efn- aðar sem fátækar í í Gautaborg og annarstaðar í Svíþjóð, sem neyta svo mikillar íslandssíldar að nemur sem samsvarar 10—20 kilo á hvern meðlim fjölskyldunn- ar á ári, jafnvel 25—30 kg. En aftur hef eg komið á þá staði, ekki allfáa, þar sem íslandssíld er illfáanleg. Við getum því reiknað út að ef hvert mannsbarn í Svíþjóð neytti sem samsvaraði aðeins 15 kg. á ári (rúmlega síld á viku), myndi geta selzt þar 800 þús. tunnur ár- lega. Minna en helmingurinn myndi nú duga, og það vel. Og svo eru til menn sem vilja halda því fram, að ekki sé hægt að selja meir en 250 þús. til 300 þús. tunn- ur, og ómögulegt sé að auka söl- una upp úr því. Þetta eitt ætti að nægja til að hrekja þessar vit- lausu staðhæfingar þeirra manna, sem vit þykjast hafa á hlutunum. En hér koma fleiri tölur. Fyrir 50 árum síðan (árið 1881) veidd- ust hér við land af útlendingum sem islendingum 167.705 tunnur, og seldust mestmegnis til Sví- þjóðar. Þó illa væri verkað seldist þetta þá fyrir líkt að krónutali pr. tunnu og nú selst ef síldveiðin er rúmlega á meðalveg, og þó er verðlagið svo breytt, að t. d. tóm- tunnur kostuðu þá 2 krónur en nú um þrisvar sinnum meira. Maður getur fundið ástæðurn- ar fyrir kjprstöðunni, sem hér hefir verið, sumpart í því að ekki eru nema sárafá, ef þá fleiri en eitt einasta, síldarheildsölufirma í Sviþjóð, sem staðizt hefur brot- sjóana meira en 10 til 15 ár. öll önnur hafa orðið að hætta, hafa orðið gjaldþrota eða brejdt um vörutegund. Og jafnvel þau firmu, sem ekki hafa orðið alger- lega undir í bardaganum hafa fengið þá skelli, að þau eru nú til- tölulega lítið betur stæð, en þá er þau fyrst sáu dagsins ljós. Þegar svona er ástatt er ekki að búast við að nokkuð sé gert af hálfu heildsalanna til að auka eftir- spurnina eftir íslenzkri síld meðal hins neytandi almennings. Þeir ,sem »spekúlerað« hafa í síld hafa haft það á tilfinningunni, að t. d. tiíkostnaður við auglýsingar eða annað »propaganda« frá þeirra hálfu væri aðeins að vinna fyrir gýg. Þeir hafa sumir hverjir kært sig kollótta þó þeir skemmdu fyr- ir öðrum, ef þeir aðeins gætu komið út vondri síld sinni, sem annars lá undir enn meiri skemmdum. Eg skal setja eitt dæmi: Eg kom fyrir nokkrum ár- um á stað einn í Svíþjóð, sem að vísu var út úr, en þó ekki meir en svo, að þangað gengu oft á dag áætlunarbílar frá járnbrautarstöð um 15 kilometra burtu. Eg át á matsölustað, en síldin sem maður fékk var óæt. Þótti' mér þetta kynlegt svona um jólaleytið og spurði gestgjafann. Kerling sagði mér að hún hefði keypt þessa síld 11 mánuðum áður, og tjáði hún mér um leið að enginn vildi borða hana. Eg fékk að athuga síldina í turinunni. Skal eg ekki dæma um það, hvernig snemmveidd júlísíld er eftir l/2 árs geymslu, en grun hef eg um að þetta hafi verið slík síld, sem send var á þennan lítið eitt afvikna stað í janúar af því hún gat ekki selzt strax í júlí eða ágúst. Sýnir þetta glöggt andann, sem búið getur bak við hjá sum- um síldarheildsölunum. — Kerl- ingin sagðist aldrei mundu kaupa aftur íslandssíld, svo eg fékk kvartil af góði’i síld og sendi henni að gjöf. Síðan hef eg frétt að hún noti 15 til 20 tunnur á ári. Þau lönd utan Svíþjóðar, sem líkleg væru sem stöðugir kaup- endur — því ekkert er leggjandi' upp úr þeim, sem kaupa eitt árið mikið og hitt ekkert — að ís- lenzkri síld að meira eða minna leyti eru: Danmörk, Finnland, Þýzkaland, Eystrasaltslöndin, Rússland, Frakkland og Banda- ríkin. Nú verður að hafa hugfast, að það er tvennt gerólikt, að leita að markaði, og að skapa markað. Frá því sjónarmiði legg eg því ekki mikið up púr sölu til Rúss- lands, Þýzkalands og Eystrasalts- landanna. Þar hafa önnur síldar- framleiðslulönd trygga fótfestu, efti rað hafa selt þangað um mörg hundruð ár. Þar er það t. d. með skozka og hollenzka síld eins og með íslenzku síldina í Svíþjóð; í meðvitund fólksins er komið hver tegundin sé bezt. — Ljóst dæmi er t. d. að Crown Mat.fulls (skozk) seldist í einni borg við Eystrasalt á 68—70 shillings, en fslandssíld á norskar kr. 22—24. Skárri er það nú munurinn á gæðum sem réttlætir slíkan mis- mun á verði, og þó vitum við, að íslandssíldin fersk er betri en nokkur önnur síld veraldarinnar. Eg mun koma inn á þetta frekar í næsta kafla. Þau lönd, sem vinna mætti í markað fyrir íslenzka síld eru Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Frakkland og Bandaríkin. Þar eru ekki fyrir keppinautar, sem hafa þá sérstöðu að geta lifað á svo að segja meðfæddri meðvit- und neytendanna um gæði síldar einhvers sérstaks lands. Um Rússland er það að segja, að ef það land byrjar fyrir alvöru að kaupa aftur skozka síld, eru litlar vonir með islenzku síldina. Sala okkar þangað er og verður neyð- arúrræði, nema fyrir verð, sem samboðið er ekki þessari' vöru. (Framh.). Ingólfur Gs. Espholin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.