Dagur - 16.04.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1931, Blaðsíða 1
DAGUR ternur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- »on í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112 Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XIV. ár. Akureyri, 16. apríl 1931. 16. tbl. Væri nu ei huosanlegt? Það er orðinn mikill siður í- haldsins hér á Akureyri að kalla á Björn Líndal þegar einhver stór- ræði vaka fyrir því. Hinar póli- tísku uppeldisstofnanir þess eru ekki frjórri en það, að jafnvel úti á Svalbarði leita þeir sér atbeina þegar einhvers þykir við þurfa. En þá er eftir að vita hvernig þessi »meðhjálpari« íhaldsins reynist í þeim þrekraunum, sem fyrir hann eru lagðar og verður þar fundurinn í Samkomuhúsinu á þriðjudagskvöldið ekki óglöggur mælikvarði. Eins og kunnugt er, varð íhaldinu svo mikið um, er það fékk að heyra að búið væri að rjúfa þing og kosningar ættu að fara fram eftir átta vikur, að boðað var til fundar í dauðans of- boði, til hvers var mönnum ekki ljóst, og er ekki enn. Fyrstu ræð- una flutti' Sveinn Bjarnason og hélt sér sæmilega við efnið, þ. e. umræðurnar um þingrofið. En ræða hans hefði vel mátt vera ó- flutt, því á endanum kom það fram hjá ræðumanni að hér væri ekki um neitt einsdæmi að ræða og enn síður ólöglegt athæfi. Næstur talaði »meðhjálparinn« frá Svalbarði, og talaði um flest milli himins og jarðar, annað en það, sem fundurinn átti að snú- ast um, að ætlun manna. Engum, með sæmilega góðri skynsemi gat dulist, hvílíkan skrípaleik þessi íhaldshetja var að leika. Það er að vísu ekki ógreindarlegt, í hópi heimskra kjósenda, að hrúga saman svívirðingum og getsökum um andstæðinga sína rétt fyrir kosningar, en allir sæmilega greindir menn geta ekki goldið slíka framkomu með öðru en fyr- irlitningu, og málstað sínum og framkomu þarf hann ekki að þakka það, að hann fékk gott hljóð á fundinum, heldur skiln- ingi andstæðinga sinna á almenn- um velsæmisreglum, en þann skilning virðist íhaldið eitthvað skorta ennþá, ef dæma má eftir framkomu þess undir næstu ræðu, ræðu Brynleifs Tobiassonar. »Er nú hugsanlegt«, svo notuð séu orð Björns Líndals — að nokkr- um hafi dulist sá aflsmun- ur, sem fram kom á milli þessara tveggja ræðumanna. Brynleifur tók þegar í byrjun föstum tökum á þessu þingrofs- máli, og sýndi fram á með skýr- um rökum að hér væri ekki um neina óvenjulega eða ólöglega leið að ræða heldur sjálfsagða. I fáum og skýrum dráttum færði hann sönnur á, að hér væri aðeins um eðlilega rás viðburðanna að ræða, sem alls ekki gæfi tilefni til þessa uppþots, sem þarna var stofnað til. Hinn þroskaði hluti áheyrend- anna mun heldur ekki hafa verið i neinum vafa um að hér var far- ið með rétt mál, og ekki þykir mér ósennilegt að sumir hefðu þá óskað að ekki hefði verið stofn- að til þessa fundar, sem nú var orðinn að hinu skoplegasta frum- hlaupi. Væri nú ekki hugsanlegt að eitthvað væri athugavert við póli- tískan þroska slíkra manna, er stofna til svona funda? Hlaupa saman og vaða elginn um það, sem þeir virðast ekki bera skyn á og bæta svo ofan á skömmum og svívirðingum á andstæðinga sína. Eg held að úr þessu myndi nú rætast, ef þeir hlýttu sjaldnar leiðsögn Björns Líndals og hans líka en létu greind sína ráða fyrir barnalegri fljótfærni og íhalds- þröngsýni. Vésteinn. -----o---- * Skyldi það vera menningarleysi ? Það er flestra manna mál, þeirra er sóttu fundinn á þriðju- dagskvöldið og ekki voru áður hatursmenn stjórnarinnar, að Brynleikur Tobiasson hafi kné- sett lögmennina tvo, er hófu á- deilur á stjórnina vegna þing- rofsins. Talaði hann rökfast, svo að hvergi skeikaði og sannaði, að hér hefði það eitt verið gjört, er væri stjórnskipulega rétt. Fór þó fyrsta. ræða Brynleifs svo í taug- arnar á íhaldsmönnum, að þeir hófu fótastapp í hvert sinn, er hann byrjaði að tala eftir það. Var hópur »ungra Sjálfstæðis- manna« á svölum uppi er það gerðu, og tóku undir það nokkrir gráhærðir íhaldsmenn niðri í salnum. Hljóðnaði þó »músík« þessi von bráðar, enda hefur þeim sennilega ekki sýnst’ Brynleifur líklegur til að hopa fyrir hreim þessara sjálfstæðissöngva. Þá lýsti »sjálfstæðið« sér í taln- ingu á atkvæðagreiðslunni um vantrauststillögu þá, er Líndal flutti. Fundarstjóri hafði skipað fjóra teljara í húsinu. Töldu þeir að tillagan hefði hlotið 62 at- kvæði. Fannst þá fundarboðenda einum að þeir hefðu haft skrambi lítið fyrir snúð sinn: sókn Líndals til Svalbarðseyrar, bílkeyrslu með auglýsingar um fundinn út um bæinn, og húsaleigu fyrir kvöldið, svo hann kallaði til fundarstjóra að tillagan hefði hlotið 72 at- kvæði! Þá var leitað mótatkvæða og fundu teljarar 39, þegai" einn þeirra hafði dregið frá 3 atkvæði ungra manna, er standa á kjör- skrá, en hann taldi ekki hafa at- kvæðisrétt. Þegar hann var spurður, hverjir þeir væru og beðinn að benda á þá, svaraði hann: »Eg veit ekki hvað þeir heita, þekki þá samt og veit að þeir standa ekki á kjörskrá!« — Síðan úrskurðaði fundarstjóri til- löguna samþykkta með 68 atkv. gegn 39. Sannleikurinn er sá, að tillagan var samþykkt með sem næst 45 atkv. gegn 42. Er þó hægt að sanna að minnsta kosti tveir greiddu henni atkvæði, sem eigi standa á kjörskrá. Teljarinn gleymdi að draga þá frá, og á eft- ir að sanna, að þrímenningarnir hafi ekki átt rétt til að greiða at- kvæði. Hvorttvegja þetta er lítið en skemmtilegt sýnishorn af menn- ingu, sannleiksást og óhlutdrægni »Sjálfstæðisins« hér í bænum. Eða skyldi það vera menning- arleysi ? Ftindarma'ðiir. ------o---- Gleymum ekki — munum heldur. »Ótugtar sæði áður varst og aumur saurinda seggur, illa fer þér að upphrokast aska og moldarþrekkurc, Gamalt sálmvers. Sigurður hinn ísfirzki gerizt nú mannfræðingur. Skýrir hann frá því í ísafold, að til séu á landi hér tvær manntegundir. Önnurmanntegundin er komin af stórbændunum norsku, sem í öndverðu námu hér land. Fólk þetta er hreinræktaður stofn, hefir aldrei blandast hinni mannteg- undinni Og hatar alia kúgun. »Deír eru sjálfstæðir menn i skoðunum, stórhuga i áformum, vandir að virðingu og drenglyndi. Menn þessir eru nú i minnihluta. Pað eru Sjálfstæðismennc. Hin manntegundin, eríöndverðu var fámenriari og »fædd var tii aö lúta Öðrum« eru niðjar þrælanna. Pað man hefir orðið frjósamt, og aukið kyn sitt örar en hinir — liklega af því að það var á lægra menningar- stigi! — og því er sá flokkur nú mannfleiri, og í meirihluta í lands- málum. Pað eru samvinnumenn og sosialdemokratar. Samkvæmt kenningu Sigurðar eru i fyrra flokknum íhaldsmennirnir: Hálfdán í Hnífsdal, Sigurður sjálfur, Einar Jónasson, Jóhannes Jóhannes- son, Valtýr og Árni frá Múla, en í síðara flokknum eru: Tryggvi Pór- hallsson, Jónas Jónsson, Einar Árnason, Benedikt Sveinsson, Har- aldur Guðmundsson og allir sam- vinnumenn í landinu. Samkvæmt þessu á Sigurður, sem gengið hefir á mála hjá íhaldinu og selt sig, að sjálfs hans sögn, að vera sjálfstæður í skoðunum! Árni frá Múla, sem ætlaði til Ameríku, en komst aldrei lengra en til Kaup- mannahafnar, er stórhuga í áform- uml Og þeir Einar Jónasson, Hálf- dán i Hnífsdal og Jóhannes Jóhannesson eru vandir að virðingu sinni og drenglyndi! Pessir menn teljast tii aðalsins íslenzka, en ætt Pórhalls biskups og Haralds Guð- mundssonar (Reykjahlíðarættin) eru þrælsættir, sömuleiðis aðrar ættir samvinnumanna og sosialista „eru afrennsli einnar og sömu æðar, prælabióðs- ins gamla“. Svo fagurlega kemst höfundurinn að orði. Teljið þið ekki góðir samvinnu- menn, verkamenn og alþýða, íhaldið hafa hlotið með Sigurði, prest, sem því hæfir, og sæmir vel málstað flokksins, hæfilegan andlegan leið- toga, skýran og skorinorðan, frjáls- huga, Ijúfan og lítillátan. Hér er ekki á þessa mannfræði- kenningu Sigurðar minnst vegna þess að hún sé virði þess að um hana sé ritað, heldur sökum þess, að andstæðingar íhaldsins verða að gefa gaum lifsskoðun og stjórn- málaskoðun þeirri, sem að baki stendur kenningu Sigurðar, og kemur skýrt fram í greininni skoð- anakúgun, í 7. tölubl. ísafoldar. — Par hefir Sigurður birt þá skoðun samherja sinna, að peim einum beri verðmætin og valdið í landinu. »Ríkið, það er eg sjálfurc, mætti veraeink- unnarorð þessara manna. Og til þess að reyna að færa einhver rök fyrir því, að hinir frjálslyndari flokkar eigi engan rélf til að ráða málum þjóðarinnar skipar hann allri alþýðu í flokk þrælanna fornu og afkomenda þeirra, sem hann telur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.