Dagur - 16.04.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 16.04.1931, Blaðsíða 3
16. tbl. DAGUR 63 engir »landráðamenn«, svo þessu leyndarmáli hef eg ekki þorað að ljósta upp fyr en nú. Nú þarf enginn að skammast sín fyrir að hafa slegizt í för með því hetju- vali, er fyr á tímum leitaði lands fyrirheitanna, Vínlands hins góða. Voru það hugdjarfir fram- sóknarmenn, sem þráðu sjálfstæði engu síður en forfeður okkar, er endur fyrir löngu sigldu- þessa sömu leið: út eftir Víkinni og vestur á bóginn milli Skotlands og Orkneyja, til íslands. En í þetta skifti förum við framhjá íslandi. Seint á kvöldi reika eg einn á efstu þiljum og horfi í vestur, í áttina til íslands. Logar kveldsól- arinnar gylla haf og himin. Eg stari mig blindan á uppsprettu þessa dýrðarljóma glóanda gulls. Og bjart hefur verið yfir íslandi í huga mínum öll þessi löngu út- legðarár. Við fórum framhjá íslandi. Og mér er órótt innanbrjósts eins og eftir ófyrirgefanleg trygðarof. Síðasta bréfið að heiman á ef til vill nokkra sök á því. Eg vissi að mér yrði ekki svefnvært, svo eg svaraði því um nóttina. Umborð í Stavangerfjord, 31. ág. 1920. Góði, háttvirti vinur! --------Eg gat ekki búizt við öðru, en að þú grunaðir mig um græsku. Þið eruð þeir steingjörv- ingar, efnishyggjumenn. Nei, þér er ómögulegt að trúa því, að eg sé hættur að lifa sjálfum mér, að eg, hondlaður af Kristi, fórni öllu, sem mér er kærast í heiminum, og fari þetta á hans vegum. Háskólavistin • hafði þau áhrif á þig eins og svo marga aðra mæta menn, að trúaralvöru kallar þú nú hræsni, hita ofstæki og sann- færingu þröngsýni. Efnishyggjan er eins og fleinn í holdi, og er sársaukinn óþolandi, rekist þið á lifandi kristindóm. Læt eg mér því lynda þótt þú hrindir mér nú frá þér. Þó langar mig nú til að hnippa i þig, forðum vinur, og vita hvort þér hefur ekki sortnað fyrir aug- um aðeins í bili og sért nú farinn að ná þér aftur. Mig grunar að þú munir ekki álíta mig verri mann fyrir það, þótt eg leiti fyrst Guðs ríkis, og að þú þrátt fyrir allt eigir ef til vill eftir að taka nokkra hluti í »útgerðinni« minni. Því uni eg ver að þú skulir bregða mér um ræktarleysi, um að eg gerist liðhlaupi, þegar mest- ur er mannaflaskortur í landinu okkar. Eg skil þig fullvel og fyr- irgef. En sjálfur er eg sannfærð- ur um að sá, sem er »hlýðinn hinni himnesku vitrun«, muni sér í engu til skammar verða. Ekki mun eg geta gleymt fóst- urjörðinni. Allir erum við tengdir henni böndum, sem hvorki tími né fjarlægð fá rofið og hver sem starfi okkar er. Að lifa Jesú, að þóknast honum, reynast honum trúr til æfiloka, það er mér nú fyrir öllu. Og mik- ið gagn vinn eg íslandi, geti eg nú fengið þig til að slást með í sigur- för hans, sem er að leggja undir sig heiminn og mun lifa og ríkja eilíflega. Er það einlæg ósk mín — að skilnaði. / Ameríku. Eftir 10 daga indæla sjóferð komum við til New York. Er mik- ið gefandi fyrir að sjá þá miklu borg. En eftir fjögurra mánaða dvöl var mér þó farið að dauðleið- ast þar. Tímann, sem eg hafðist við í New York, notaði eg einkanlega til að búa mig undir þann starfa, sem beið mín í Kína. Þrennt er mér ógleymanlegt frá verutímanum þar: Útsýnið úr turni Woolworth byggingarinnar, sem er ein allra hæsta og prýði- legasta bygging í heimi. Kristin- dómsstarfið þar í borginni, sem er afar fjölþætt og áhrifaríkt. Og svo Chinatown, kínverski borgarhlutinn. Eru þar þúsundir manna alkinverskra í siðum og háttum, klæðaburði og mataræði. Skammt fyrir sunnan New York er hinn fagri höfuðstaður Banda- ríkjanna, Washington. Við gætum nú snúið við, farið til Englands og svo um Miðjarð- arhaf og Suez til Kína. En skemmra og ódýrara er að fara með hraðlest vestur að Kyrrahafi. Þaðan er aðeins 15 daga sigling til Shanghai í Kína. Hröðum við okkur nú til Pen- sylvania járnbrautarstöðvanna, stærstu járnbrautarstöðva í heimi og keyrum með amerískum hraða vestur á bóginn. f Buffaló bíður lestin eftir þér, fýsi þig að sjá Niagarafossinn. En svo ökum við allt hvað af tekur til Chicago. Þar eru fáeinir landar, fjölmarg- ir Norðmenn og fleiri Svíar en í nokkurri borg í Svíþjóð, að Stokk- hólmi þó fráteknum. Minneapolis er aðalaðseturstað- ur Skandináva í Ameríku. — Eina íslenzka samkomu hélt eg þar í norskri kirkju; sóttu hana um 30 manns. Erfitt mun vera að halda þar uppi íslenzkum félagsskap. Nokkru seinna flutti eg erindi' í kirkjunni að Minneota. Er þar ein af elztu byggðum fslendinga vestan hafs. — Flestir eru 'þó landar okkar í Canada, eins og kunnugt er. Formaður kirkjufélagsins sýndi mér þann sóma, að mælast til þess að eg flytti erindi um kristniboð á kirkjuþingi, sem halda átti að Lundar í Manitoba, þá um vorið. Eg kom til Winnipeg í byrjun júní og gafst góður tími til að lit- ast um. Saga íslenzku frumbyggjanna í Ameríku, ætti engum íslending að vera ókunnug. Kalinri, sem við fengum að erfðum til Ameríku- faranna myndi þá hverfa með öllu. Okkur er ekki með öllu ó- kunnugt um lífskjör þeirra og frama síðustu árin. En mikið vantar þó á að eðlilegt samband og sjálfsögð samvinna komist á með íslendingum vestan hafs og austan. Það er spá mín að eftir 1980 muni okkur hvorki skorta hlýhug né virðingu livor í annars garð. 17. júní var eg viðstaddur af- hjúpun minnisvarða Jóns Sig- urðssonar, á ákaflega fögrum stað í Winnipeg. Var þar marg- menni saman komið, ræðuhöld mikil og hátíðabragur. Nokkru síðar var eg við jarðar- för frú Láru, ekkju síra Jóns heitins Bjarnasonar. Mun hún merkust kona verið hafa þeirra, er ísland gaf Ameríku. Eg sá hana látna og geymi í huga mín- um undurfagra andlitsmynd þess- arar göfugu hefðarkonu. Á kirkjuþingi var eg beðinn að fara vestur á Kyrrahafsströnd og þjóna þar, þangað til eg færi alfari til Kína, fjórum söfnuðum, er prestlausir höfðu verið nokkuð lengi. Bæði þingið og söfnuðirnir, sem eg kyntist, gáfu mér nokkra hug- mynd um hagi og starfshætti inn- an kirkjufélagsins. Er eg þess fullviss, að löndum vestan hafs er engu fninni þörf á öflugri og rót- tækri trúarvakningu, en okkur í þjóðkirkjunni heima. í kirkjulegu félagsstarfi eru þeir auðvitað okkur fremri. Enda er kirkjufé- lagið og Jóns Bjarnasonar skólinn þeirra stærsta mál. Þó að eg kynni bezt við mig sunnanverðu landamæranna, þá var eg nú stórheppinn að eiga kost á að fara með kanadisku Kyrrahafsbrautinni vestur yfir Klettafjöllin. Náttúrufegurð Kyrrahafs- strandar er orðlögð. Þar mundi eg hafa ílenzt, væru lífsgæðin mér fyrir mestu. Ferð yfir Kyrrahaf. 15. september 192Í stigum við á skipsfjöl í Vancouver B. C. og komum til Shanghai í Kína 1. okt- óber. Kyrrahafið er víst ekki vitund kyrlátara en önnur útihöf. Að þessu sinni bar það þó nafn með rentu. Get eg ekki hugsað mér in- dælla ferðalag. Skipið gerði auð- vitað sitt til. Það var 17 þúsund smálestir og með öllum þeim ný- íízku þægindum og útbúnaði, sem nú eru gerðar kröfur til. Ekki er ýkjalangt síðan sam- göngur hófust milli Evrópu og Kína. Franz Xavier, hinn nafn- kunni »postuli austurlanda«, var fyrsti kristniboðinn, sem þangað fór sjóleiðina. Síðan eru liðin 370 ár. En rúmum 30 árum áður lenti fyrsta skipið frá Evrópu í kín- verskri höfn, Canton í Suðurkína. Var það frá Portúgal. I kjölfar þess sigldu síðar Spánverjar og Hollendingar. 1637 kom enskt skip í fyrsta sinni til Canton. Og 20 árum síðar var kínverskt te flutt til Englands í fyrsta skifti. »Te« er kínverskt orð, framborið í Kína ta. — Síðan áttu Englend- ingar allra þjóða mest viðskifti við Kínverja. Þá leiðina, er við nú höldum, sigldi fyrsta ameríska skipið árið 1784. Og með amerísku teskipi sigldi Robert Morrison, braut- ryðjandi envangeliska trúboðsins í Kína, árið 1807. Þótti það þá langt ferðalag og hættulegt. Er sitthvað að fara nú til Kína. — Suezskurðurinn, fullger 1869 og Panamaskurðurinn 1915, hafa haft geysimikla þýðingu fyrir siglingasambandið við Kína. Og með síberísku járnbrautinni, er tók til starfa árið 1896 og kostaði 1600 miljónir króna, hraðekur maður nú frá Leningrad til Pe- king á 14 dögum. Eg er eini íslendingurinn um borð í e.s. Empress of Russia. Langt hefði líklega orðið að bíða eftir samfylgd einhvers landa. Farþegarnir flestir á fyrsta og öðru farrými eru enskumælandi, en þó harla ólíkir að útliti og framkomu. Hér eru fjölmargir nautnasjúkir auðkýfingar, skart- konur og hefðardrósir, »Globe- trotters« og kaupsýslumenn og nokkuð á annað hundrað kristni- boðar og kristniboðslæknar. Fá- einir Kínverjar og Japanar fylla flokkinn. En svo eru þeir flestir »americanized«, að þjóðernið sér maður af andlitseinkennum að- eins. En komirðu niður í »kjallar- ann«, hið geysistóra þriðja eða fjórða farrými aftast og neðst í skipinu, er nokkuð öðruvísi um- horfs. Þar ægir öllu saman og minnir á götulíf í bæjum á Aust- urlöndum. Enda eru þar mörg hundruð Kínverjar. Þeir sitja undir þiljum liðlangan daginn, reykja og spila upp á peninga, segja sögur og leika kínverska skopleiki. Ekki vantar götusala og handiðnamenn. Og ótal óhreinir krakkar gera sitt til, að ekkert vantar á að hér sé fullkomin kín- versk götulífs-mynd. í raun og veru hagar nú þannig til í heiminum, að mikið svipar til skipulagsins um borð í Es. Em- press of Russia. Hvítir menn uppi á fyrsta og öðru farrými, en Æs- ir niðri í »kjallaranum«. Mjög hafa hvítir menn verið ó- réttlátir og ágengir í viðskiftum sínum við Æsi. T. d. má taka, að þeim er nú bannað með lögum að búsetja sig í: Evrópu, Afríku, Ástralíu og Norður- og Suður- Ameríku. — Til þess eru þó nokkrar eðlilegar orsakir, þó ekki verði þess getið hér. Á norður hluta sjötta megin- lands veraldar, Asíu, hafa Rússar fyrir löngu tileinkað sér mikil landflæmi. Gilda þar sömu órétt- látu útilokunar-lögin. Gulir menn og -Indverjar, nálega helmingur alls mannkynsins, búa fyrir sunn- an og austan hálendið mikla, á svæðinu austan frá Kóreu og vest- ur að Indus. (Framh.). ölafwr ólafsson. Tengchow, Honan, China. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.