Dagur - 16.04.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1931, Blaðsíða 2
62 DAGUR 16. tbl. borna til ánauðar. Allt fer að einu; söguþekkingin, dómgreindin og innrætið. Nei. F*etta er allt svo ógáfulegt og engum orðum eyðandi að rök- semdaleiðslu ritstjórans. En munum hina djúpu fyrirlitningu ósnoturra ihalds- manna fyrir alþýóunni, sem svo að segja gægjist fram úr hverri hugsun heimskra blaðamanna og birtist nú í smekklausum ritstjórnargreinum hinnar þríhöfðuðu ísafoldar. Munum þetta við kosningaborðið næst. Y; -----0---- Aðalbjörn fóhannsson frá Hólakoti við Grenivík. Nokkur kveðjuorð. Það skeður margt á langri leið, segir máltækið. Þegar roskinn maður lítur yfir farinn lífsveg sinn, bregður upp mörgum myndum, sem hann á ekki gott með að átta sig á, það koma í Ijós margir viðburðir, sem hans skammsýna auga á erfitt með að sjá, að skaparinn geti látið miða öðrum til góðs, en eg trúi því þó, að hans alvizka og algæzka láti allt stuðla að því, að efla hið góða. Þegar menn leggja upp í ferðir, er það mikils um vert, að vera sem bezt útbúinn, að þeim efnum, sem koma að haldi á leiðinni, sem þeir geta treyst á, þó vegurinn verði eitthvað ógreiður og sem gefi þeim vissu um, að þeir séu á réttri leið, þó sorta beri í loft og ógerla sjáist hvað fara skal. í gærmorgun þegar eg heyrði sagt fráfall þitt, vinur minn, átti eg ekki gott méð að geta trúað því, og gat ekki skilið að það væri nokkr- um fyrir beztu að þú flyttir svo skyndilega frá okkur. Þú, sem varst svo vel útbúinn að þeim fararefnum sem gott og göfugt lífsstarf út- heimtir. Þó þú værir ekki auðugur af tímanlegum fjármunum, þá hafðir þú gnægð af þeim auði sem varan- legur er, sem náungum þínum og öllum almenningf eru dýrmætari en gull og silfur. Þú áttir kærleiksríkt og hreint hjarta, það sýndi sig í framkomu þinni, sem var svoóeig- ingjörn, og hjálpfýsi við náungann. Þar að auki varstu betur útbúinn eð líkamshreysti og andlegri atgervi en almennt gerist, og hafðir áhuga fyrir öllum þeim málum, sem þú huggðir sveit þinni og þjóðfélagi til gagns og frama, Eftir almennum mælikvarða, var ekki nema hálffarin leið þín. Á fertugasta afmælisdaginn þinn fluttir þú burtu. Það er sárt að hugsa til þess þegar svo góðir og nýtir fé- lagar eru kallaðir frá manni á bezta ' aldri. Sem menn vona að eigi eftir að njóta ávaxtanna af því góða, sem þeir hafa sáð f félagslífinu við aðra. Oss þykir erfitt fjærstöddum náung- um og vinum að reyna þetta, en þyngst verður raunin konunni með þremur ungum börnum ogföðurn- um á tíræðisaldri, sem Iiggur rúm- fastur, en með heilbrigða sál, sem ber sigursveginn silfurlitaðann fyrir langt og vel unnið dagsverk. Eg leyfi mér í nafni sveitunga þinna, Aðalbjörn Jóhannsson, að þakka þér lífsstarfið, sem þú vannst af dáðríkum hug, þakka þér þær heilbrigðu skoðanir sem hvarvetna gerðu vart við sig hjá þér. Þú fanst það* svo glöggt, að trúræknin er það akkerið, sem alltaf þarf að vera til taks að leggja lífsfleygið við svo það ekki beri í strand þegar öldu- gangur lífsins skellur á því. Vér geymum minningu þína. Og þessi fornu orð, sem tðluð voru fyrir öldum slðan »Hvar sem eg heyri góðs manns getið minnist eg fóstra míns þvf svo reyndi eg hann að öllum hlutum«, þau geta einnig minnt á þig. Ægissíðu á páskadaginn 1931. ðskell Hannesson. -----0---- Skáldakritur. Deila hefir risið milli amerísku skálanna Sinclair Lewis og Theo- dors Dreisers. Dreiser og Lewis eru báðir í miklu áliti fyrir sögur sínar og þykj- ast auðvitað góðir fyrir sig. Sinciair Lewis fékk bókmennta- verðlaun Nóbels s. I. haust. Ein hin kunnasta saga hans er »Elmar Gantry«. Hræsni og svivirðilegum yfidrepskap amerískra presta og trú- boða er þar lýst með allsterkum dráttum. Kona Lewis er einnig rit- höfundur. Dreiser hefir einnig skrifað margar merkar sögur, t. d. Babbit, Main Street og The American Tragedy. Hann fór fyrir nokkrum árum til Rússlands og er hann kom heim aftur ritaði hann bók er nefnist »Dreiser Looks at Russia« þ. e. Dreiser virðir Rússland fyrir sér. Skömmu áður hafði kona sú er nú er gift Lewis, ferðast um Rúss- land og skrifað greinar um það í timarit. En eftir að hún giftist Lewis bar maður hennar það á Dreiser, að hann hefði stolið um þrjú þús- und orðum úr tímaritagreinum konu sinnar og birt sem sín eigin orð og athuganir. Fyrir skömmu síðar voru Dreiser og Lewis staddir í veizlu í New-York. Lewis átti að halda ræðu en stóð þá upp og lýsti yfir því, að hann mundi ekki tala meðan sá maður væri í salnum er stolið . hefði þrjú þúsund orðum úr ritum konu sinn- ar. Skömmu síðar gekk hann burt og var álitið að hann hefði yfirgef- ið samkvæmið, en það var ekki, því sfðar um kvöldið mættust skáld in Lewis og Dreiser, og þá rétti Dreiser Lewis tvo löðrunga vel úti látna, og nú ílýgur sagan um þessa atburði heimsendanna á milli. Sóttvörnunvmi hefir verið létt af. Ægir kom hingað sl. sunnudag. Með honum komu nokkrir af þeim erindrek- um er sóttu aðalfund S. 1. S. og flokksþing framsóknarmanna í Rvík. Lagwfoss kom 15. þ. m. .austan um, frá Hamborg. Boðað var til almenns borgarafundar hér í bænum þann 14. þ. m. í tilefni af þingrofinu. Sjálfstæðismenn boðuðu til fundarins, og var hann í fyllsta máta jnarklítill. Þingrof. fyrir einhleyp- ann mann. Eins og þegar er alkunnugt, var Alþingi rofið samkvæmt kon- ungsúrskurði, 14. þ. m. Áður höfðu þeir Jón Þorláksson. Jón ólafsson, Magnús Guðmundsson, Magilús Jónsson, Thors og Egg- erz flutt þingsályktunartillögu um vantraust á stjórninni, og var vitanlegt að vantraustsyfirlýsing sú yrði studd af jafnaðarmönn- um. út af pingrofinu, hafa orðið nokkrar æsingar í Reykjavík. Hafa Sjálfstæðis- og Jafnaðar- menn beitt sér fyrir þeim. Hafa þeir nú fallist í faðma. Lýst bless- un sinni hver yfir öðrum og flutt æsinga ræður af svölum þing- hússins, og farið í hópum heim til forsætis- og dómsmálaráð- herra. Þeir er sérstaklega hafa haft orð fyrir þeim flokkum eru: Thor Thors, Hendrik Ottóson og Torfi Hjartarson. Forsætisráðherra talaði til fólksins og fékk gott hljóð; skýrði hann frá ástæðum til þingrofsins. Benti á að yfir lýst hefði verið af andstöðuflokkunum, að þeir sæu sér ekki leið til að mynda stjórn, þess vegna hefði beina leiðin orð- ið sú að leita úrskurðar þjóðar- innar. Til þess að gefa lesendum Dags enn fyllri skýrslu um þetta mál, er hér birt greinargerð stjórnar- innar fyrir þingrofinu, á öðrum stað í blaðinu. v ------0----- Fr éttir. Bazar heldur Kvenfélagið »Hlíf« á sumardaginn fyrsta í »Skjaldborg«. Þær konur sem ætla að gefa muni á bazarinn eru beðnar að koma þeim til skila fyrir 19. þ. m. Mununum veita móttöku ungfrú Kristbjörg Jónatans- dóttir, Aðalstræti. Prú Elísabet Frið- riksdóttir, Hafnarstræti 103, og Jó- hanna Þór, Norðurgötu 3. Kúban Kósakkakór (26 manna), kem- ur með »Island« í dag og syngur með- an skipið stendur við. Má það reiknast stór viðburður í sönglífi < þessa bæjar, að svo frægur kór sem þessi heimsæki okkur. Menn þessir hafa það að at- vinnu að ferðast land úr landi og syngja. Hafa þeir ferðast um öll lönd Norðurálfu og víða í Ameríku og al- staðar hlotið mjög góðar viðtökur. Þess má einnig geta að þeir syngja nær ein- göngu rússneska söngva og “mun öllu söngelsku fólki verða mikill fengur að kynnast þeirri musik, þar sem Rússar eru taldir standa meðal fremmstu þjóða á musiksviði. Sala aðgöngumiða að söngnum er þegar byrjuð. Fást þeir í Hljóðfæra- verzlun Gunnars Sigurgeirss., sími 94. Ritstjóri Dags er væntanlegur heim með íslandi’ í dag. Ungmennafélag Akureyrwr stofnar til sumarfagnaðar í Samkomusal bæjarins á sumardaginn fyrsta. Nánar auglýst sfðar. Hörður Eydal Gilsbakkaveg 5. Kaffikvöld Vesturfara er ákveðið 20. þ. m. Þeir er áður hafa ákveðið sig til þátttöku vitji aðgöngumiða hjá Jóni Rögnvaldssyni, í Bókaverzlun Kr. Guð- mundssonar, ekki síðar en á hádegi n. k. laugardag. Dettifoss kom frá Reykjavík í morg- un, hraðferð. Selfoss, Island og Súðin öll væntan- leg í dag. -----o----- ■ Frá hali til hafs. Eg hef átt því láni að fagna að kanna leiðirnar þrjár, sem íslend- ingum standa opnar til Kína. — En ferðaminningar þessar, frá því er eg fór til Kína fyrra skift- ib, hafa ekki birzt á prenti áður. Hér segir þó ekki af því ferðalagi lengur en til þess, er við nálguð- umst Japan. Um dvölina þar og Fúsijama-för mína, hef eg skrif- að í Eimreiðina, 3. hefti 1929. Og um ferðalög okkar lengst norður í Miðkína hefur »Bjarmi« flutt nokkrar greinir. Að sJcilruÆ. 28. ágúst 1920 sigldum við út eftir óslófirðinum. Á bryggjunni stóð mikill manngrúi, ljósklædd- ur, iðandi eins og blómskrúð í sumarblæ. Hraðskreiðir mótor- bátar fylgdu okkur langt út á fjörð. Og nú lítur bryggjan út eins og hvít rönd að baki okkur. Það sáum við síðast til vina okk- ar. 1500 farþegar standa á þilj- um. Við horfum hljóðir til lands og veifum hvítum vasaklútum. Hefurðu ferðast um norðan- verðan Noreg að sumarlagi? Hef- urðu farið með Björgvin-ósló- járnbrautinni? Hefurðu séð fjöll og dali og firði þessa fagra lands, vötnin, skógana og akrana? — Þá hefur þér fundizt sem þú hafir séð ísland endurborið, eins og þú sást það í huganum, er við heima sungum fslandsljóð Hannesar Hafstein. Og í Noregi hef eg ótal sinnum notið þess, að eg er íslendingur. órjúfanleg bönd, forn og ný, tengja mig Noregi, landi og lýð. Að leggja af stað í langferð er flestra meina bót. Sjóferð með góðu skipi er að minnsta kosti ó- brigðult meðal við hugsanateppu, sem margir þjást af. Ferðalög eru kostnaðarsöm, en maður fær æf- inlega eitthvað í aðra hönd. Og skömm á sá ferðalangur skilið, sem engu hefur að miðla þeim, er heima sitja. Eg er allt í einu staddur í hóp Ameríkufaranna! — Þegar eg var 8 ára, langaði mig svo til að fara til Ameríku, að eg lá heilar nætur andvaka. En í okkar sveit voru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.