Dagur - 22.04.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 22.04.1931, Blaðsíða 1
D AGUR temur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Ámi Jóhauns- gon í Kaupfélagi Eyfirft- inga. • •• • •• XIV . ár. | Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími llg Uppsögn, bundin við ára mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. de*. Akureyri, 22. apríl 1931. j 17. tbl. Fyrra Iaugardag var lögð fram á Alþingi tillaga um að lýsa van- trausti á núverandi rikisstjórn. Flutningsmenn voru ó þingmenn úr íhaldsflokknum og vitanlegt var að allur þingflokkurinn stóð á bak við vantraustið. Hitt var og vitan- legt, að þingmenn jafnaðarmanna myndu greiða vantraustinu atkvæði. Þeir höfðu áður gefið út svohljóð- andi tilkynning til forsætisráðherra: »Vér undirritaðir alþingismenn Alþýðuflokksins á Alþingi 1931 til- kynnum yður hér með, herra for- sætisráðherra, að eins og yður áð- ur er kunnugt, er hlutleysi Alþýðu- flokksins gagnvart ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins lokið, og erum vér nú í andstöðu við ríkisstjórnina. Virðingarfyllst Jón Baldvinss. Héðinn Valdemarss. 2. landskj. 2. þm. Reykvíkinga. H. Ouðmundsson. Sigurj. Á. Ólafss. þm. ísfirðinga. 4- þm, Reykvíkinga. Erlingur Friðjónsson. þm. Akureyrar. Pannig var það þá vitanlegt, að 17 íhaldsmenn og 5 jafnaðarmenn myndu greiða atkvæði með van- trausti á núverandi ríkisstjórn, en það er meiri hluti þingsins. En lengra en þetta náði samkomulagið ekki. Alþýðublaðið hafði lýst þvf yfir skýrum stöfum, að jafnaðar- menn myndu hvorki styðja íhalds- flokkinn til stjórnarmyndunar né veita honum hlutleysi til þess. Auk þess hafði þingmaður úr miðstjórn íhaldsflokksins lýst því yfir á fundi í neðri deild, að meó öllu væri ó- ráðið hvað við tæki eftir samþykkt vantraustsyfirlýsingarinnar. Priðjudaginn 14. apríl kl. 1 e. h. var vantraustsyfirlýsing sú, er íhalds- menn ætluðu að koma fram, með fulltingi jafnaðarmanna, á dagskrá í sameinuðu þingi. En áður utnræður hófust um vantraustið, kvaddi for- sætisráðherra sér hljóðs utan dag- skrár og flutti þann boðskap kon- ungs, að Alþingi væri r 0 f i ð og 'nýjar kosningar skyldu fram fara 12. júní næstkomandi. Pegar forsætisráðherra hafði lokið máli sfnu, ui;ðu óspektir nokkrar í þingssalnum og stóðu einkum fyrir þeim Héðinn Valdemarsson og ÓI- afur Thors. Nokkrir jafnaðar- og fhaldsmenn hrópuðu hver í kapp við annan: »Niður með stjórnina*, — »niður með konunginn* o. fl. Þegar þessi tíðindi spurðust, hafði allmikill mannfjöldi safnast saman utan við Alþingishúsið. Komu þá fram á svalir hússins Jón Baldvins- son, Ólafur Thors, Héðinn Valdi- marsson, Magnús Jónsson, Sig. Eggerz og Haraldur Guðmundss. og töluðu til fólksins og boðuðu til funda í samkomuhúsum bæjar- ins. Ólafur Thors hrópaði meðalann- ars út til mannfjöldans: „Nú tökum við Héðinn Valdimarsson höndum saman.“ Síðan þetta skeði hafa nokkrir menn i íhalds- og jafnaðarmanna- flokknum haldið uppi látlausum æsingum út af þingrofinu. Nú mun margur spyrja: Hvaða ástæða er til alls þessa gauragangs »hinna sameinuðu« ? Hvað er það, sem hefir átt sér stað? Vantraust á landstjórnina stendur fyrir dyrum, en engar líkur voru fyrjr að Alþingi, eins og það nú er skipað, gæti myndað stjórn. Þá er einn vegur fyrir hendi. Hann er sá að fela kjósendum lands- ins að mynda stjórn með því að velja þá menn á þing, sem geta framkvæmt nýja stjórnarmyndun. Forsætisráðherra leggur til að máiinu verði skotið undir dóm pjóðar- innar. Pessvegna er þingið rofið og kosningum flýtt. Dómur þjóðarinnar á að skera úr. Pað er þungamiðja málsins, Forsætisráðherra hefir lýst því yfir, að stjómin starfi aðeins til bráðabirgða og að þing verði kvatt saman til stjórnármyndunar þegar eftir kosningar. Ef stjórnarandstæðingar halda að dómur þjóðarinnar gangi þeim í vil, þá ætti þeim síst að vera á móti skapi að honum sé flýtt. Eftir framkomu þeirra verður ekki litið öðruvísi á en að þeir hræðist dóm pjööarinnar og viiji því slá honum á frest. Að vísu bera stjórnarandstæðingar annað fyrir en hræðslu við dóm þjóðarinnar. Peir reyna að halda því fram að með þingrofinu sé stjórnarskráin brotin. Einar Arnórs- son prófessor hefir gengið á mála hjá stjórnarandstæðingum til þess að halda þessari kenningu fram. Byggir hann hana á 18. gr. stjórn- arskrárinnar, en sú grein hljóðar svo: Konungur stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveður hvenær þvi skuli slitið. Þinginu má eigi slíta fyr en fjárlðg eru samþykkt. Konungur getur kvatt Aiþingi til aukafunda. Pað er í þessari grein stjórnar- skrárinnar, sem forvígismenn stjórn- arandstæðinga með Einar Arnórsson í broddi fylkingar þykjast heyra brothljóð um leið og þing er rofið, áður en fjárlög eru afgredd. En mjög hefir þeim fatast skilningur eins og tíðum verður um þá menn, sem mikil geðæsing grípur. Peir hafa í þessu efni ruglað saman tveimur ólíkum hugtökum: að slíla þingi og að rjúfa þing. Tilvitnun 18. gr. ræðir eingöngu um pingslil, en í 20. gr. stjórnarskrárinnar eru aftur á móti fyrirmæli um pingrof á þessa leið: Konungur getur rofið Alþingi, og skai þá stofnað til nýrra kosninga áður en tveir mánuðir séu liðnir frá því er það var rofið, en Alþingi stefnt saman eigi síðar en átta mánuðum eftir að það var rofið. Eins og sjá má af tilvitnuðum greinum stjórnarskrárinnar er skýr munur gerður á þingslitum og þing- rofi. Með því að slíta þingi er átt við það að þingmenn hætti störfum að sinni, án þess þeir missi umboð sitt. Aður en slík athöfn fer fram, þurfa fjárlög að vera afgreidd samkv. 18. gr. stjórnarskrárinnar. Pingrof þýðir allt annað. Pað þýðir, að allir þingmenn, aðrir en hinir landskjörnu, eru sviftir þing- mennskuumboðum sínum. Frá því að Alþingi er rofið og þar til hið nýkjörna þing er komið saman, eru ekki aðrir þingmenn til í Iandinu en þeir landskjörnu; og samkvæmt 20. gr. stjórnarskrárinnar er það engum skilyrðum bundið og því engin takmörk sett, hvenær konungur getur rofið þing. Petta hefir lögmaðurinn í Reykja- vík, dr. jur. Björn Pórðarson, sýnt mjög Ijóslega fram á í grein í Tím- anum 15. þ. m.; og annar merkur lögfræðingur hefir í sama blaði sannað, að þetta eru skoðanir helztu stjórnlagaftæðinga bæði utan lands og innan. Einar Arnórsson stendur því nokkuð einmana uppi með þá kenn- ingu sína að með þingrofinu 14. þ. m. hafi verið framið stjórnarskrár- brot. Að því er vitað er, fellst eng- inn meiri háttar lögfræðingur, hvorki á fslandi eða f Danmðrku, á lög- skýringu hans í þessu efni. -----o—— Þingvísa um vantraustið. . Óvarlegur ástarblossi oftast hefir bruna í för. Áblástur af ihalds-kossi er á Kaupa-Héðins vör. -----o—. Fjártiagur ríkisins. Nefndarálit. Á flokksþingi Framsóknarmanna, sem nú er nýlega lokið, var kosin 7 manna fjárhagsnefnd, er falið var að afla sér yfirlits um fjárhag rík- isins og fjármálastjórn og leggja fyrir þingið álit sitt Og tillögur. f nefndinni áttu sæti sr. Sigfús Jóns- son kaupfélagssjóri á Sauðárkróki, Guðmundur Kristjánsson bóndi á Víkingavatni í Norður-Pingeyjar- sýslu, Jósesp Jónsson bóndi á Mel- um í Hrútafirði, Hallgrímur Níels- son hreppstjóri á Grímsstöðum í. Mýrasýslu, Hallur Kristjánsson bóndi á Grishóli á Snæfellsnesi, Jónas Björnsson bóndi i Gufunesi í Kjós- arsýslu og Hólmgeir Porsteinsson bóndi á Hrafnagili i Eyjafirði. Degi áður en flokksþinginu lauk lagði fjárhagsnefndin fram álit sitt og hafði sr. Sigfús orð fyrir nefnd- inni. Var nefndarálitið samþykkt f einu hljóði af þinginu og fer það hér á eftir. »Á flokksþingi Framsóknarmanna 1931 vorum vér undirritaðir kosnir f nefnd til þess að athuga nokkur má), sem snerta fjárhag ríkisins. Mál þessi eru þau, sem nú skal greina: 1. Skuldir ríkisins. 2. Rekstursreikningur ríkisins yfir árið 1930. 3. Bókhald ríkisins. 4. Ábyrgðir ríkissjóðs. A þeim stutta tíma sem vér höf- um haft yfir að ráða, höfum vér athugað þessi mál eftir föngum og skal nú í stuttu máli að þeim vikið, hverju fyrir sig. Um það eru eflaust allir sam- mála, að æskilegast væri, að skuld- ir rikisins væru sem allra minnstar. En þess ber að gæta að fé þarf til framkvæmda, og ef ekki hefði ver- ið horfið að þvf ráði að taka lán til þess að hrinda f framkvæmd þeim umbótum, sem orðið hafa á þjóðarbúinu síðari árin, þá mund- um vér eiga stórum Iengra í land til þess að ná því umbótatakmarki, sem meginhluti þjóðarinnar hefir óskað og þráð að náð yrði; Vér lítum svo á, að þótt skuldir ríkisins haf.i hækkað að mun við hina síðustu lántöku, sem allir ffokk- ar þingsins voru sammála um að fela núverandi stjórn áð taka, þá hafi sú skuldahækkun verið nauð- synleg og sjálfsögð, til þess að kost- ur yrði á að koma í framkvæmd

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.