Dagur - 22.04.1931, Blaðsíða 2
06
DAGUR
17."tbK
pffffffifffiiiiiifffisiie
| Málningavörur 3
Zinkhvíta nr. 1. Zinkhviía, kemisk hrein. Titanhvíta.
W* Dækhvíta. Mislit málninif í öllum litum löguð og
olíurifin. — Lökk allskonar. — Terpentína, Fernis, Purk-
efni, Emaillering, Málduft allir litir o. fl. o. fl. Penslar í
fjöibreyttu úrvali. — Stórkostleg verðlækkun á allri máln- 1
BN ingavöru. Hvergi úr meiru að velja. Hvergi lægra verð.
S! Kaupfélag Eyfirðinga. *S
BH járn- og Olervörudeildin. Hfc
mummmmmmmm
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
þeim stórfelldu og víðtæku umbót-
um, sem gjörðar hafa verið á svo
mörgum sviðum. til þess að búa f
haginn fyrir þjóðina og bæta lífs-
skilyrði hennar. Að voru áliti hefir
fáum eða engum lánum, sem ríkið
hefir tekið, verið jafnvel, og því
sfður betur, varið, en láni því, sem
núverandi stjórn tók á næstliðnu
ári. Aldrei hefir meðferð ríkisfjárins
yfirleitt sýnt jafn Ijósan vott víð-
gýni og umbótaáhuga og síðustu
þrjú árin. Aldrei hefir jafnmiklu fé
verið varið til styrktar og eflingar
landbúnaðinum, aldrei jafnmiklu til
sjávarútvegs, aldrei jafnmiklu til
nauðsynlegra opinberra bygginga,
brúa, vita og sima, aldrei jafnmiklu
til samgöngubóta á sjó og landi,
aldrei jafnmiklu til fræðslumála o,
fl. o. fl.
Fénu hefir því ekki verið kastað á
glæ, heldur varið til þeirra umbóta,
er brýna nauðsyn ber til og megin-
þorri landsmanna óskuðu og þráðu.
Við uppgerð á tekjum og gjöld-
um rikisins yfir árið 1930, sem fjár-
málaráðherra hefir lagt fram á yfir-
stendanda Alþingi, höfum vér ekk-
ert að athuga, og erum þess full-
vissir, að þar sé allt rétt tilfært,
eftir þvi sem vitað varð á þeim
tíma, ei uppgerð þessi fór fram á.
Hið nýja rikisbókhald, sem þeg-
ar er byrjað að taka upp, teljum
vér að hafi marga kosti umfram
það gamla, og álitum, að þó því
kunni að fylgja einhver aukinn
kostnaður í byrjun, þá muni það,
ásamt breyttri og bættri endurskoð-
un landsreikninganna, reynast hag-
felldara og öruggara en hið eldra.
Teljum vér því æskilegt, að það
verði lögfest.
f sambandi við framangreint álit
á fjárhag ríkisins, leyfum vér oss
að bera fram svofellda tillögu:
»Flokksþing Framsóknarmanna
1931 Iitur svo á, að í rekstri þjóð-
arbúsins í tíð núverandi stjórnar
komi umbótahugur hennar ljóst
fram, og sé í fullu samræmi við
stefnu og kröfur Framsóknarflokks-
ins. Flokksþingið vottar því stjórn-
inni og samverkamönnum hennar,
alþingismönnum Framsóknarflokks-
ins, þakkir fyrir þann áhuga, áræði
og atorku, til alhliða umbóta, sem
hún og þeir hafa sýnt«.
Pá er fjórða atriðið: Ábyrgðir
ríkissjóðs.
í árslok 1929 voru ábyrgðir rík-
isins um 10‘A miljón, þar af voru
5 miljónir króna ábyrgðir vegna
Landsbankans, og er ekkert við
það að athuga.
Aðrar ábyrgðir voru ca. 5lU milj.
króna. Par af hér um bil 23U milj.
fyrir bæjarsjóð Reykjavíkur. Um
sumar af þessum ábyrgðum er það
fullvíst, að þær hafa fallið (Vest-
mannaeyjar) og munu falla (Kári) á
rikissjóð, og nema þær upphæðir
að minnsta kosti hálfri milj. króna:
í tilefni af þessum ábyrgðum ltyfir
nefndin sér að bera fram þessa
tillögu:
»FJokksþingið telur nauðsynlegt,
að gætt sé ítrustu varfærni í því,
að binda ríkissjóð ábyrgðum, nema
sérstaklega brýn nauðsyn sé til,
vissa fyrir því, að þær verði til al-
menningsheilla, og full trygging
fyrir því, að ríkissjóður bíði ekki
fjárhagslegt tjón af þeim.c
Reykjavík, 7. apríl 1934.
Sigfús Jónsson.
Quðm. Kristjánsson.
Jósep Jónsson.
Hallgr. Nielsson.
Hallur Kristjánsson.
Jónas Björnsson.
Hólmgeir Þorsteinsson.c
------O----
Kúban Kósakkarnir.
26 manna kór, undir stjórn Leo-
nid Iwanoff, kom hér til bæjarins
með íslandi síðast, og söng hér
þrisvar sinnum.
Pað er mjög sjaldgæft, — þó
ekki sé það dæmalaust,—að hingað
komi útlendir sðngflokkar. En hitt
er með öllu einsdæmi að jafnsnjall-
ir listamenn og þessir Kósakkar
virtust vera, láti til sín héyra hér.
Á söngskrá flokksins voru nær
eingöngu rússnesk lög, þar á meðal
voru Sstjenjka Rasin og Sðngur
ferjudráttarmannanna á Volga.
Alls fór kórinn með 12 lög, én
fjögur þeirra lék hann á hljóðfæri
og söng undir. Varð.að öllu þessu
hin bezta skemmtun, sem þeir, er
hlýddu á, munu lengi minnast.
------o...—
Framsóknarmaina.
HLJ0ÐFÆR1 ýmisleg,
grammofóna og jazz-
band, er bezt að kaupa
frá Ernst Reinh. Voigt
Markneukirchen 907 Þýzkaland. Verðskrár
ókeypis, sérstakar fyrir orgel og piano.
Priðjudaginn 31. marz s.l. kl. 5
síðdegis var flokksþing Framsóknar-
manna sett í Reykjavík af forsætis-
ráðherra Tryggva Pórhallssyni, sem
var forseti flokksþingsins. Birtist
þingsetningarræða hans i næst síð-
asta tölubl. Dags.
Ritarar þingsins voru Metúsalem
Stefánsson búnaðarmálastjóri og
Ragnar Ásgeirsson ráðunautur.
í framkvæmdanefnd þingsins voru
Guðbrandur Magnússon forstjóri,
Hannes Jónsson dýralæknir og Sig-
urjón Guðmundsson starfsmaður á
skrifstofu Tfmans.
Pátttakendur fyrir hin einstöku
kjördæmi landsins voru að tölu sem
hér segir:
Borgarfjarðarsýsla 4
Mýrasýsla 8
Snæfells- og Hnappadalssýsla 23
Dalasýsla 8
Barðastrandarsýsla 4
ísafjarðarsýsla 10
ísafjörður 3
Strandasýsla 9
Húnavatnssýsla 16
Skagafjarðarsýsla 28
Eyjafjarðarsýsla 14
Siglufjörður 6
Akureyri 11
Suður-Pingeyjarsýsla 13
Norður-Pingeyjarsýsla 12
Norður-Múlasýsla 5
Suður-Múlasýsla 25
Austur-Skaftafellssýsla 3
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Rangárvallasýsla 18
Arnessýsla 15
Gullbringu- og Kjósarsýsla 13
Vestmannaeyjar 1
Hafnarfjörður 3
Reykjavík 70
Samtals 323
Mál þau, er flokksþingingið tók
til meðferðar, voru þessi:
1. Fjárhagsmál.
2. Utanríkismáh
3. Heilbrigðismál.
4. Byggingamál.
5. Verslunar- og samvinnumál.
6. Sjávarútvegsmál.
7. Fóðurtryggingamál.
8. Raforkumál.
9. Bankamál.
10. Skattamál.
11. Landbúnaðarmál.
12. Iðnaðarmál.
13. Menntamál.
14. Verkamannamál.
15. Samgöngumál.
16. Skipulagsmál flokksins.
17. Blaðaútgáfumál flokksins;
Vinnubrögðum flokksþingsins var
hagað þannig að eftir 1. umræðu
var hvert þessara mála falið sérstakri
nefnd til athugunar, sem síðan
lagði fram álit sitt og tillögur. Var
þá málið tekið til 2. umræðu og
afgreiðslu.
Auk þess var kosin sérstök alls-
herjarnefnd, til þess að hafa umsjón
með nefndastörfum flokksþingsins
í heild sinni.
Á flokksþinginu voru flutt fjögur
erindi af eftirgreindum mönnum
eins og hér segir;
Tryggvi Pórhallsson forsætisráð-
herra, um landbúnaðarmálin.
Jónas Jónsson dómsmálaráðherra,
um dömsmálin.
Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður,
um stjórnmál.
Hermann Jónasson lögreglustjóri,
um verkamannamál.
Flokksþinginu lauk aðfaranótt
föstudagsins 10. þ. m. kl. að ganga
3. Sleit þá forseti því með stuttri
ræðu.
í þinglokin var svohljóðaadi yfir-
lýsing samþykkt einum rómi:
»FlokksDing Framsóknarmanna lýsir fyllsfa
trausti á núverandi ríkisstjórn og vottar
henni pakkir fyrir ötola forystu í stefnumálum
tlokksins, alpjóð tll heilla«.
Síðar mun gefast tækifæri til að
birta ályktanir þær, er samþykktar
voru á flokksþinginu í hinum ein-
stöku málum, er að framan greinir.
í sambandi við flokksþingið var
eitt kvöld haldið samsæti á Hótel
Borg. Stóð það fram á nótt og
voru þátttakendur fast að þremur
hundruðum. Var fjöldi af ræðum
fluttar í samsætinu og var það að
öllu hið ánægjulegasta.
í heild sinni sveif andi ánægjunnar
og eindrægninnar yfir störfum flokks-
þingsins.
Á víðavangi.
Sannsögli Mbl.
Jaróabótastyrkurinn er aó þessu
sinni 585 þús. kr. Hefir allur sá
styrkur verið útborgaðurfyrir nokkru.
Hinn 11. þ. m., nokkru eftir að
allur styrkurinn var útborgaður,
skýrir Morgunblaðið frá þvf, að
ríkisstjórnin geti ekki greitt fé þetta
af höndum og fer háðulegum orð-
um um fjármálaráðherra út af því.
Pað er ekki annað sjáanlegt en
Morgunblaðsmönnum sé orðið það
ósjálfrátt að segja ósatt.
Rannsóknarnefnd
hefir lögreglustjórinn í Reykjavík
tilnefnt, til þess að athuga tildrögin
að gjaldþroti íslandsbanka í fyrra.
I nefndinni eru Pórður Eyjólfsson
lögfræðingur, Stefán Jóh. Stéfáns-
son hæstaréttarmálaflutningsmaður
og Einar Arnórsson prófessor.
Veldur hver á heldur.
Pegar Jón Porláksson var ráð-
herra, sneri hann góðærinu upp í
hallæri með gengishækkunarstefnu
sinni.
Framsóknarstjórnin hefir farið.
öðruvísi að. Góðærið undir stjórn
hennar hefir orðið orsök hinna
mestu framkvæmda, sem átt hafa
sér stað síðan land byggðist og
sem þjóðin mun lengi að búa.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
hélt fund á laugardagskvðldið og
gengu 37 menn inn í félagið. Skríll-
inn úr andstæðingnflokknum reyndi
að trufla og eyðileggja fundinn en
tókst það ekki.