Dagur - 13.05.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 13.05.1931, Blaðsíða 1
DAOUR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- lon í Kaupfélagi Eyfirö- inga. Afgreiðsian er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- ' mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. de*. XIV . ár. | Akureyri, 13. maí 1931. 21. tbl. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að ástkær eigin- maður minn, Kristján Ferdinand Jóhannsson, andaðist að heimili sínu, Gránufélagsgötu 55, Akureyri, laugardaginn 9. þ. m. Jarðarför hans er ákveðin að Bægisá, miðvikud. 27. þ. m, kl. 12 á hádegi. En húskveðja fer fram frá heimilinu daginn áður kl. 1 e. h. 12. maí 1931, Ásdís Jónsdóttir. Framboð. Dr. Kristinn Guðmundsson, kennari við Menntaskólann hér, erráðinn fram- bjóðandi Framsóknar við aiþingis- kosningarnar 12. júní n. k. Dr. Kristinn er vestfirzkur, fædd- ur og alinn upp á Rauðasandi við Breiðafjörð. Hann stundaði fyrst nám við al- þýðuskólann á Núpi í Dýrafirði og las því næst utanskóia tii gagn- fræðaprófs. f Menntaskólanum i Reykjavík sat hann 1 vetur og las þvi næst á einum vetri tii stúdents- prófs og lauk því vorið 1920. Er það næsta fágætt, og engum heygi- um hent, að ijúka stúdentsprófi á svo skömmum tima og sitja aðeins einn vetur i skóia. Að ioknu stúdentsprófi hóf hann laganám við Háskólann í Reykja- vík og tók þar heimspekipróf með I. einkunn. Síðan fór hann utan og stundaði hagfræðinám og rikis- og þjóðarrétt við þýzka háskóla. Varði hann ritgerð um hagfræði- ieg efni við háskólann í Kiel haust- ið 1926 og var sæmdur doktors- nafnbót. Síðan fékkst hann við verzlunarstörf í Reykjavík og Pýzka- landi, þar til hann gerðist kennari við Menntaskólann hér í fyrrahaust. Dr. Kristinn er þvi einn hinn há- menntaðasti fslendingur, sem nú er uppi, i þjóðfélagsmálum. Verður vart sagt að slíkum mönn- um sé ofaukið á Alþingi fsiendinga. Hafa þeir löngum helzt til fá- ir verið, enda ekki margra völ. Kjósenda á Akureyri biður nú þroskaraun. Hve dýrt meta þeir hina beztu þjóðfélagslega menntun, sótta til kunnustu háskóla hinnar mestu menningarþjóðar ? Vilja þeir, fyrir augum alþjóðar fella á sjáifa sig þann dóm, að slíkt kjörvopn sé lítils virði, er berjast skal við hin vandráðnustu úrlausnarefni ? Aliir íslendingar þekkja gamia sögu um sjómenn, er lentu í haf- villum fyrir hundruðum ára. Stýrimann greindi á við háseta, er kváðu hann fara villur vega. For- inginn var til kvaddur. Hann kvað þann skyldi ráða, er bezt vissi, þvi að betur dygði hans ráð, þótt einn væri, en margra annarra. Síðan hefir um margar aldir stafað Ijóma af nafni Ólafs pá, og enn mun lengi bjart um það i íslenzkum hug. Margt er óbreytt þótt aldirnar renni. En vits er vant er stýra skal skipi i höfn. Enn er þekking eins manns betri en skoðanir margra, er minna vita. Okkur skortir ekki tölu þingmanna. Pað er minna virði, hvort Reykja- vík sendir 4 eða 5 fulltrúa á þing, en hitt, að þeir kunni sem gerst skil þeirra mála, er leysa skal. Um það verður eigi deilt, að dr. Kristinn er, sökum menntunar og hæfilelka, öllum öðrum hér betur búinn til forystu i þjóðmálum, að engum löstuðum. Sætir þá flokkarígur og dægur- þras fullum firnum, ef meginþorri kjósenda viðurkennir eigi svo aug- ljós sannindi. Dr. Kristinn hefir nú dvalið hér á Akureyri um hrið og mörgum kynnzt. Um vinsældir hans og traust er óþarft að fjölyrða, og verður eigi hér gert. Kjósendur á Akureyri, allir er eigi eruð leiddir af blindri flokkstrú eða áleitnum atkvæðasmölum. Sýnið, að þið virðið menntun og mannkosti, hversu hátt sem eldur æsinganna Ieikur 12. júni. Kjósið dr. KRISTINN GUÐMUNDSSON. -----0----- Stjórnmálaufliræður. (Framh.). í þessu yfirliti um fjárhag rík- issjóðsins sýndi Eysteinn Jónsson fram á það, að aukiiar skuldir ríkissjóðsins vegna hans eigin framkvæmda í stjórnartíð Fram- sóknar (1927—1930) hefðu num- ið 2,8 milj., en aukning í sjóði á sama tíma hefði verið 1,8 milj. Þannig sannaði hann, að skulda- aukning ríkissjóðsins vegna hans eigin fyrirtækja á árunum 1928— 1930 hefði aðeins verið 1 milj. kr. hærri en sjóðaukning á sama tíma. Þetta sýnir, að ef eigi hefði þurft að sinna afborgunum eldri lána ríkissjóðsins, hefði verið unnt að greiða allar framkvæmd- irnar af tekjum hans að undan- skilinni 1 milj. kr. Og ennfremur er við þenna samanburð ljóst höfuðatriði máls- ins, þ. e. að ef ríkissjóður hefði á þessum tíma eigi fengið áföll af bönkum landsins, en þó einkum íslandsbanka, hefði hagur hans á tímabilinu batnað sem svaraði mismun á þeim verðmætu eign- um, sem hann hefir lagt í og þeirri 1 milj. kr., sem hann hefir aukið skuldir umfram sjóðeign. Meðal eigna þeirra, sem ríkissjóð- ur hefir aflað sér á þessu tíma- bili og standa eiga á móti þessari 1 milj., eru Landsimastöðin í Rvík, útvarpsstöðin, strandferða- skipið Súðin og Landsspítalinn, auk alls þess sem lagt hefir verið í nýjar símalínur, vita, vegi, brýr o. fl. slíkar framlívæmdir. E. J. færði þannig ljós rök fyr- ir því, að svo að segja allt það fé, serrf greitt hefir verið úr ríkis- sjóði í stjórnartíð Framsóknar umfram það, sem notað var í tíð fhaldsins, hefir gengið til verk- legra framkvæmda og menningar- mála. Á þeim 3 árum, sem hér eru tekin af stjórnartíma Framsókn- ar, hafa bein starfræksluútgjöld ríkissjóðs aukist um tæplega 2,5 milj. kr. Er hér aðallega um að ræða aukið embættaeftirlit, toll- gæzlu og aukinn reksturskostnað pósts og síma, *og hafa því þessi auknu útgjöld haft í för með sér tekjuauka vegna bættrar inn- heimtu og aukins reksturs pósts og síma. Þá kom Eysteinn Jónsson að öðrum höfuðþætti fjármálastarf- semi ríkissjóðsins, þ. e. afskiftum hans af bankamálum landsins. Enda þótt ríkissjóðurinn hafi get- að annast allar sínar framkvæmd- ir, án þess að auka skuldir sínar umfram sjóðaukningu svo nokkru verulegu nemi á árunum 1928— 1930, hefir, hann orðið að auka skuldir sínar vegna bankanna og síldarbræðslustöðvarinnar. Nem- ur þessi aukning á áranum 1928 —1930 9,4 miljónum. Er sú skuldaaukning sem hér segir: Stofnfé Landsbankans kr. 3,0 milj. Hlutafé Útvegsbankans — 1,5 — Til Búnaðarbankans — 3,6 — Til Síldarbræðslunnar — 1,3 — kr. 9,4 milj. Búnaðarbankinn og Síldar- bræðslan eiga að standa straum af sínum hluta þessa fjár, og frá Landsbankanum fær ríkið í vexti 6%, ef starfsemi bankans gengur sæmilega, en af því fé, sem lagt var til útvegsbankans, er eigi unnt að búast við vöxtum eða af- borgunum frá bankanum sjálfum. Ennfremur hefir ríkissjóður orð- ið að leggja fram af inneign sinni í íslandsbanka, af enska láninu frá 1921, 3 milj. kr. til hluta- bréfakaupa í útvegsbankann og verður að gera ráð fyrir að ríkis- sjóður standi straum af þeirri upphæð fyrst um sinn. Niðurstaðan og aðalatriði máls- ins verða því þessi: 1. Allar framkvæmdir ríkis- sjóðsins hafa verið unnar fyrir tekjur hans, að undanskilinni einni miljón, sem tekin hefir ver- ið að láni umfram sjóðaukningu og afborgun skulda. Á móti þess- ari í miljón standa því allar eign- ir, sem aflað hefir verið síðustu 3 árin. 2. Skuldaaukning og þar með aukin vaxta- og afborganabyrði ríkissjóðsins stafar svo að segja að öllu leyti af framlögum hans til bankanna og þá sérstaklega ís- landsbanka og er því höfuðorsök- ina að finna í meðferð þess banka á því fé, sem honum var trúað fyrir af hálfu ríkis og almenn- ings. Árleg byrði ríkissjóðs af ís- landsbanka er um það að vera 550,000 kr. Upptök þeirra þyngsla, sem nú hvíla á ríkissjóði, er því að finna í hinum stórfeldu bankatöpum (33 miljónum) sem áttu sér stað undir handarjaðri íhaldsmanna og að nokkru að tilstilli ýmsra máttarstoða íhaldsflokksins. Allir vita, að íhaldsmenn gerðu Islands- banka að pólitísku vígi sínu, og þegar bankinn hafði tapað öllum varasjóð sínum, öllu hlutafénu og að auki að minnsta kosti 3/2 milj. kr., vildu fhaldsmenn láta ríkis- sjóðinn taka alla ábyrgð á þessu - mikla þrotabúi, svo að þeir gætu haldið áfram. villtu fjársukki í skjóli hans. Fáist þjóðin til að athuga þetta, mælti E. J., þá er sigur Fram- sóknar viss 12. júní. Eftir að Eysteirm hafði lokið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.