Dagur - 13.05.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 13.05.1931, Blaðsíða 3
21. tbl. DAGUR 85 lán ofan, til þess að halda við dýrtíðinni. At'nugun hefði verið gerð á húsaleigunni í Rvík og hefði sú athugun leitt það í Ijós, að unnt myndi að lækka hana um 2 miljónir kr. Væri rétt að farið í stjórn bæj- armálanna, gætu útsvör á almenn- ingi lækkað mikið. Foringjar verka- manna hefðu tekið upp þá bardaga- aðferð gegn þessu þjóðarmeini, dýrtíðinni í Rvík, að krefjast hækkandi kaupgjalds og látið þar við sitja, en í raun og veru væri þetta engin lækningútaf fyrir sig. Pessir menn hefðu ekkert að þvf unnið að afla verkalýðnum nauðsynjavara með sannvirði. Að þessu ynnu samvinnu- menn. Þeir hefðu t. d. keypt klæða- verksmiðju og með því að skifta við hana, myndu verkamenn geta fengið allt að helmingi ódýrari fatn- að en áður. Með því að taka upp þann sið að láta varðskipin veiða fisk í •frístundum sínum, gæti fisk- verðið lækkað um helming og hefðu veiðar björgunarskipsins verkað mjög í þessa átt. (Framh). ----o---- Á vídavangi. Dansinn í Hruna. Pegar Sigurður Kristinsson varð ráðherra á dögunum, skolaðist nafn- ið í meðferðinni í kauptúni einu á Vestfjörðum og varð úr nafnið Sig- urður Kristjánsson. Nokkrar íhalds- hræður i kauptúninu urðu glaðar við og trúðu þeirri fjarstæðu, að Sig. Kristjánsson fyrv. þjónn íhalds- ins á tsafirði, en sem nú starfar við ísafold, væri orðinn ráðherra. Höfðu þessar ihaldssálir engan hemil á gleði sinni út af þessari miklu upp- hefð Sigurðar isfirska, slógu upp veizlu mikilli sín á milli og dönsuðu heila nótt. Næsta morgun vitnaðist hið sanna, sem sé það að Sigurður Kristjánsson væri enn í sömu nið- urlægingunni og áður og engar líkur væru fyrir, að hann kæmist upp úr henni. Tóku þá hinir dans- andi íhaldsmenn ógleði mikla, hættu leiknum og voru hinir sneypuleg- ustu. Ekki batnar pað. síslendingur* segir að Ólafur Thors hafi ekki sagt, að Kaupfél. Eyf. hafi fengið 300 þús. kr. lán hjá Búnaðarbankanum, heldur hafi hann látið svo um mælt, að pen- ingarnir hafi »runnið« til félagsins á þann hátt, að samvinnubændur í Eyjafirði hafi fengið peninganaað láni, og félagið á þann hátt notið góðs af þeim; Samkvæmt þessu liggur svívirðing sú, sem Ól. Thors talaði um, í því, að bændur í sam- vinnufélagi hafi fengið lán I Bún- aðarbankanum. Peir eiga þá að hans skoðun að vera útilokaðir frá því. Hann sér eftir fénu til samvinnu- bænda, eftir því sem >ísl.« segist frá. Engum, sem til þekkir, mun koma þessi túlkun »ísl.« á hugsun- arhætti Ól. Th. á óvart. Breytt veður i lotti. íhaldsmenn hafa fram að þessu látið blöð sín lýsa Tryggva Pór- hallssyni sem vilja- og þreklausu rolumenni, er væri leiksoppur í höndum annara. Nú kveður mjög við annan tón í herbúðum íhaldsins. Nú er honum lýst þar sem einu mesta ofurmenni, er veraldarsagan hafi af að segja, Á þessum sterka manni brotna nú hinar stoltu bylgjur íhaldsins og breytast í máttlausa froðu. Hann sparkar hinum óttaleg- asta manni úr ráðherrastól og brýtur allt — þar á meðal konunginn sjálfan — undir járnsterkan einræðisvilja sinn. — Eftir því sem íhaldsmönn- um segist frá, eru slíkir afreksmenn sem núverandi forsætisráðherra sjald- gæfir. Mega foringjar íhaldsins, ekki meiri menn en þeir eru fyrir sér, »prísa sig sæla«, ef Tryggvi Pórhallsson mer þá ekki alla með tölu undir hæl sér þegar minnst varir. Getur ekki pagaö. Pað er Ólafur Thors, sem ekki getur þagað yfir leyndarmálum flokks síns. íhaldsmenn ætluðu að halda því leyndu, að þeir hefðu gert samning við Héðin Valdimarsson um stóru kjördæmin, sem getið var í Degi fyrir skömmu, þar sem tilætlunin var að ræna sveitirnar alit að helm- ingnum af þingfulltrúum þeirra. í Skagafirði báru t. d. íhaldsmenn á móti þvi á fundum þar, að nokkur hæfa væri fyrir þessu. En á fundi á Stórólfshvoli játaði Ólafur Thors, að aðalatriði samninganna um kjör- dæmaskipunina væru þau, sem áður hefir verið frá skýit. Er mælt að flokksbræður hans kunni honum litla þökk fyrir að Ijósta þessu upp og hafi mjög við orð, að hann geti ekki þagað yfir neinu og þvaðri í öllu. flllt sannanlegt. Siglfirðingur, blað íhaldsins á Siglufirði, segir, að þó Jón Porláks- son sé ekki eins mælskur og Tryggvi Pórhallsson, þá geti Jón sannaö allt, sem hann segi, líka það að frá 12. júní til 4. júlí séu 12 dagar! Hvernig sönnunin hljóðar, getur blaðið ekki um. Bardagi tíl eilítöar. Óiafur Thors segir i Mbl. 29. april, að >Sjálfstæðismenn< ætli að berjast s>tileilítðar« fyrir því, að Tryggvi Pórhallsson fari frá völdum. Pessi ráðageró um »eilífðarbardaga« er veigamikil sönnun fyrir því, að »sjálfstæðismenn« telji Tryggva Pór- hallsson allfastan i sessi. En fyrir- kviðanlegur hlýtur þessi langi bar- dagi að vera fyrir Ólaf Thors og samherja hans. ------o------ S im s k ey í i. (Frá FB). Rvík 12. maí. Miklar óeirðir hafa orðið á Spáni síðan á sunnudag, vegna æsinga af völdum kaþólskra; hefir múgurinn brennt mörg Jesúítaklaustur og kirkjur, en samkvæmt síðustu fregn- um er kyrð að komast á aftur. Khöfn: Leiðangursmennirnir Court- auld og Watkins eru komnir heilu og höldnu til Watkinscamp. Norsk loftskeytafregn hermir, að hjálparleiðangurinn, sem leitaði að Orænlandsfaranum Wegener hafi .......................••••••« .••••• ••••••••• .••••. .•••••••••••••••••••••._.«••. * •• _•. •Z :•••••••••••• • •* * • * •*• ••••••••••••• •• • •• • •••••* *•• ••••• ••••••••••••••• •••••• ••••••••• •••••• •••••••••••••••*•••••*•••*•••••• Karlmanna, við peysuföt, við kjólbúning, á unglinga langmest úrval í BRAUNS VERZLUN. Páli Sigurgeirsson. ••••••-••••*••••••••••••• •‘••••••••••••< • •• • •Z *••■••••••■•• * ~ ••••••••••••••«••••••••••••••••*• « ,•••••••••••••••• •••• • •••• •••••• •••• »•••••••••••••••,,•••• ••••••••••* *• *•* •• • • •••••••••••••••*••••••••• sennilega farizt. Mjðg óttast menn um afdrif Wegener sjálfs. Oslo: Kolstad hefir myndað stjórn. Útfluttar vörur í aprílmánuði nema 2,698,370 kr., en alls á árinu til aprílloka 12,108,640 kr. — Aflinn 1. maí 219,201 þur skippund; fisk- birgðir 214,805 skpd. Sagt er, að efstu sæti Sjálfstæð- islistans við Alþingiskosninguna verði þannig skipuð: JakobMöller, Einar Arnórsson, Magnús Jónsson, sem sagður er vilja vera í 3. sæti. Listinn mun verða birtur á morgun; VerzL NORDIIRLAHl. (Björn Björnsson frá Múla). Sími 118. Símn.: Bangsi. Pósth. 42 Sezta fermingar- g/ofin er góð myndavéi Fréttir. ðll þau börn, sem aetla að verða í vor- skóla Hannesar J. Magnússonar, mæti í nýja barnaskólanum 20. þ. m. kl, 1 e. h. Fimleikasýningu hafði Hermann Stefáns- son leikfimiskennari í Samkomuhúsi bæjar- ins í fyrrakvöld. 1 sambandi við sýning- una flutti Sigurjón Pétursson frá Álafossi fyrirlestur um likamsmenningu. Gagniræðaskóla Akureyrar var siitið »íð- asta laugardagskvöld. Upp í 2. bekk luku 33 nemendur prófi, en í iðndeildinni gengu 30 nemendur úndir próf og luku 9 þeirra burtfararprófi. Tveir hinna síðasttöldu hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi góða úrlausn á sérstökum prófefnum Þeir heita Aðai- steinn Þórarinsson og Pétur Aðalsteinsson. Skólastjórinn flutti langa ræðu um hiut- verk alþýðuskóla og viðhorf menntamála með þjóðinni. í kjörstjórn við Alþingiskosningar voru kosnir á bæjarstjórnarfundi í gær: Stein- þór Guðmundsson, Tómas Björnsson og Kristján Árnason. Auk þess voru 6 menn kosnir í undirkjörstjórn og jafnframt sam- þykkt að kjósa í 3 kjördeildum. í yfirkjör- stjórn voru kosnir Hallgrímur Daviðsson (með hiutkesti milli hans og Ingimars Ey- dal) og Jakob Karisson; bæjarfógeti sjálf- kjörinn, Dánardægur. Christen Havsteen fyrrum kaupstjóri er nýlátinn í Khöfn. Hann var orðinn nokkuð við aldur. Nýlátinn er á Oddeyri Kristján Jóhanns- son fyrrum bóndi í Hörgárdal (oft kennd- ur við Flögusel); roskinn maður, kvongaður. Veöráttan er fremur köld. Snjó leysir hægt úr fjöllum og tún grænka lítið enn. 0-------- &Cfils öl drekka alllr gódlr íslendingar. Fæst alstaðar þar sem öl er selt. Gólf-lakk á trégólf og linoleum- dúka. — Margar teg- undir.—Bezt og ódýrast. Járri- og glervörudeildin. HLJÚÐFÆRI ýmisleg, grammofóna og jazz- band, er bezt að kaupa frá Ernst Reinh. Voigt Markneukirchen 907 Þýzkaland. Verðskrár ókeypis, sérstakar fyrir orgel og piano,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.