Dagur - 04.06.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 04.06.1931, Blaðsíða 3
28. tbl. DAGUR 109 Gannfræðapróf vorið 1931. 1. Ólafur Kristmundss., Strandas. I. eink. 7.22 2. Lúðvík Ingvarsson, S.-Múl. I. eink. 7.18 3. Ólafur Sigurðsson, Ak. I. einkt 6.90 4. Gústaf Lárusson, ísafj. I. eink. 6 86 5. Bárður Jakobsson, ísafj. I. eink. 6.82 6. Kristjana Ásbjðrnsdóttir, N.-Múl. I. eink. 6.79 7. Jóhann Havsteen, S.-Ping. I. eink. 6.66 8. Marteinn Jónsson, Skfj. I. eink. 6.62 9. Friðjón Sigurðsson, Vestm. I. eink, 6.60 10. Kristinn Júlíusson, S.-Múl. I. eink. 6.58 11. Friðrik Mðller, Ak. I. - 6.53 12. Kristján Jóhannesson, V.-ísafj. I eink. 6.51 13. Sigurður Gunnarsson, N.-Ping. I. eink. 6.49 14. Stefán Bjarnason, S.-þing. t. eink. 6.49 15. Bjarni Pálsson, Árn. I. — 6.48 16. Ragnar Jóhannesson, Dal. 1. eink. 6.38 17. Steinar Pálsson, Árn. I. — 6.31 18. JósafatJ.Líndal, Hún. I. — 6.25 19. Rannveig Ingimarsdóttir, Ak. l.eink. 6.13 20. Vilhjálmur Ouðmundsson, Skfj. I. eink. 6.12 21. William Möller, Sf. I. — 6.12 22. Eirikur Pálsson, Ef. I. — 6.11 23. Bj. Björnsson, Bstr. I. — 6.10 24. Kristj. Jónasson, Skf. I. — 6.07 25. Björg Baldvinsd. Ak, I. — 6.03 26. Karl Strand, S.-Ping. I. — 6.01 27. Ágústa Jóhannsdóttir, ísafj. I. eink. 6.00 28. Björn Ásbjörnsson, N.-Múl. II. eink. 5.90 29. GunnarEinarss.Arn.il. — 5.90 30. Jakob V. Havsteen, S.-Ping, II. eink. 5.87 31. Herm. Stefánss. Skf. II. — 5.74 32. Jón Jónsson, Dal. II. — 5.74 33. Borgþór Björnsson, N.-Ping, II. eink. 5.71 34. Guðjón Klemensson, Gk. II. eink. 5.69 35. Þorgils Steinþórsson S.-Ping. II. eink. 5.68 36. Bj. Björnsson, Nfj. II. — 5.63 37. Bragi Eiríkss., ísafj. II. — 5.63 38. Páll Jóhannss., Ak. II. — 5.58 39. Ouðr.Jónsd., ísafj. II. — 5.56 40. Sigfrfð Einarsd., Ak. II. — 5.49 41. Asgerður Guðmundsdóttin Sf. II. eink. 5.47 42. Páll Daníelss., Skf, II. — 5.46 43. Adolf Björnsson, Hafnfj. II. eink. 5.43 44. Jónatan Jakobsson, Hún. II. eink. 5.43 45. Brandur Jónsson, Strand. II. eink. 5.40 46. Andrés Péturss., Sf. II. — 5.25 47. Ólafur Markússon, ísafj. II. eink. 5.20 48. Snorri Benediktsson, Ak> II. eink. 5.20 49. Páll Bríem, Skagf. II. - 4.92 50. PórðurSveinss., Ak. II. — 4.7Ö 51. Jóhannes Jósefsson, Hún. (utanskóla) II. einki 4.68 52. Garðar Jónsson, S.-Múl. III, eink. 4.33 53. Jóhanna Pórarinsdóttir, ísafj, III. eink. 4.31 54. Guðlaug Einarsdóttir, Ak. III. eink. 4.04 Fjórir utanskólanemar gengu frá prófi og einn innanskólanemi stóðst eigi próf. Einn nemandi gat, sökum sjúkleika, eigi lokið við gagnfræða- próf. Prófdómendur voru þeir Bjarni Jónsson, bankastjóri, Davíð Stefánsson, skáid, séra Friðrik Rafnar, Gústai Agúsls- son, stud. math., Helgi Skúlason, augn- íæknir, Steingrímur Jónsson, bæjarfógeti og Vigfús Jónsson, málari. --- 0-------- Brot úr sögu Alpinyis. Rœktunarsjóðslögin. Á þingunum 1916, 1917 og 1919 vöktu fulltrúar ýmsra bændakjör- dæma máls á að koma þyrfti á fót lánsstofnun fyrir landbúnaðinn. Fengu þær tillögur allgóðar und- irtektir hjá flestum þingmönnum, þó sumir, eins og til dæmis Björn Kristjánsson, álitu þýðingarlaust að hreyfa því máli, þar sem ó- hugsandi væri að hagkvæmari lán gætu fengizt landbúnaðinum til handa, en þau, sem veðdeild Landsbankans veitti. Samkvæmt þingsályktun frá þinginu 1919 semur svo atvinnu- málaráðherra við Böðvar Bjarkan lögfræðing um að fara utan til að kynna sér fyrirkomulag fast- eignalánsstofnana í öðrum lönd- um og gera tillögur um fyrir- komulag slíkrar stofnunar hér á Zandi. Fer svo B. B. utan og aflar sér ýmsra gagna og upplýsinga um þessi efni víða um lönd. Síðan semur hann frv. til laga um Ríkis- veðbanka íslands ásamt nákvæmri greinargei'ð og skýrslum um fyr- irkomulag slíkra stofnana í flest- um löndum Norðurálfu. Frv. þetta ber svo meiri hluti peningamálanefndar fram á þingi 1921, af því það hafði orðið of síðbúið til þess, að stjórnin gæti flutt það. Minni hluti nefndarinnar ræð- ur frá að samþykkja frv. Feerir hann þær ástæður fyrir því, að frv. sé byggt á allmikið öðrum grundvelli en þingsál. frá 1919 gerir ráð fyrir, þar sem þetta verði almennur fasteignabanki, en ekki sérstök lánsstöfnun fyrir landbúnaðinn. Einnig er það tal- inn galli, að ræktunarsjóður og kirkjujarðasjóður renni inn í rík- isbankann, en þeir sjóðir hafi áð- ur veitt betri lán en útlit sé fyrir að ríkisveðbankinn geti veitt. Sig. Stefánsson leggur til að vísa málinu frá með rökstuddri dagskrá í trausti til þess, að stjórnin taki það til ítarlegri rannsóknar. Var sú till. felld með 22 atkv. gegn 4. Frv. var síðan samþykkt til Ed. Kom þar einnig fram tillaga um að vísa málinu frá, en var felld með 8 gegn 6 atkv. AUir Fram- sóknarmenn í deildinni voru á móti. Frv. síðan samþ. með 8 gegn 6 atkv. Sögðu þá já þeir, sem voru móti dagskrártill., en hinir nei. Þessi banki var aldrei stofnað- ur. Var því borið við að fé væri ekki fáanlegt til þess. En síðar á árinu 1921 var enska lánið al- ræmda tekið og mestallt sett í bankana, en stjórninni, sem réði hvað við féð var gert, virtist víst minni þörf á að stofna Ríkisveð- bankann en að fleyta íslands- banka nokkur ár enn. Á þinginu 1921 var svo borin fram till. til þingsál. frá Fram- sóknarmönnum að veita lán til landbúnaðar með lægri vöxtum en til sjávarútvegs vegna áhættumis- munar atvinnuveganna, en enginn árangur varð af því. Árið 1923 bera svo Framsókn- armenn í efri deild fram frv. til laga um að lánsstofnanir veiti lán til landbúnaðar með lægri vöxtum en til sjávarútvegs. Ástæðurnar eru þær fyrir þessu, að vaxtakjör hljóta að fara eftir því, hvað lán séu áhættusöm, en viðurkennt sé, að lán til landbúnaðar séu áhættu- minni en til útgerðar. í því sam- bandi benda þeir á töp bankanna vegna útgerðarinnar. — Málinu var vísað til fjárhagsnefndar. Meiri hlutinn vill samþ. frv. með litlum breytingum, en minni hlutinn, Björn Kh. og Sig. H. Kvaran, vísa því frá með rök- studdri dagskrá. Um málið sagði B. Kr. í öðru sambandi: »Þá talaði sami þm. (Jónas Jónsson) um skiftingu veltufjár milli atvinnuveganna og vildi halda, að því bæri að skifta jafnt milli landbúnaðar og sjávarút- vegs. Ef landbúnaðurinn ætti að fá helming veltufjárins, gæti hann enga bankahæfa tryggingu sett fyrir svo hárri upphæð. Enda gegnir allt öðru máli með land- búnað og sjávarútveg. Landbún- aðurinn vinnur svo mjög með sínu eigin veltufé. Jörðin sjálf og bú- stofn er aðalveltufé hans.... Þeg- ar nú þessi þm. (J. J.) heldur að skifta beri veltufé jafnt milli þessara atvinnuvega, gefur hann aðeins til kynna, að hann þekkir ekki einu sinni upphaf stafrofs viðskiftalífsins«. Rökstudda dagskráin var felld með 7 gegn 5 atkv. íhaldsmanna. Málið síðan afgreitt til Nd. með 8 gegn 3 atkv. og dagaði þar uppi. Á Alþ. 1924 ber Tryggvi Þór- hallsson fram frv. til laga um stofnun búnaðarlánadeildar við Landsbankann. Á bankinn að leggja deildinni til 500 þús. kr. á ári til útlána. — Tilgangur deild- arinnar er: 1. Að veita lán til jarðabóta. 2. Að veita lán til nýbýla og til stofnunar mjólkurbúa. 3. Að veita lán til félaga fast- eignaeigenda, er hafa með höndum samvinnumannvirki til jarðabóta. Vextir af lánum úr deildinni mega ekki vera hærri en 4% og lánstíminn 20 ár minnst og þau afborgunarlaus fyrstu 4 árin. í gi'einargerð frv. er ástæðan fyrir því, að frv. þetta kom fram, talin sú, að ekki sé greiður að- gangur að lánum fyrir landbún- aðinn og litlar líkur fyrir því að úr því rætist, þar sem ekki verði séð að Ríkisveðbankinn verði stofnaður fyrst um sinn, þó til séu lög um hann. Enda er gert ráð fyrir, að búnaðarlánadeildin renni inn í hann, verði hann stofnaður. Frv. var vísað til landbúnaðar- nefndar. Leggur hún til, að nokkrar breytingar verði gerðar á frv., svo sem: 1. Að vextir verði 5%. 2. Lánstíminn minnst 25 ár. 3. Lánin afborgunarlaus fyrstu 5 árin. Álits Landsbankans hafði verið leitað um frv., og hafði hann lýst sig þessu mótfallinn. Telja þeir Jón Þorl. og Magn. Jónsson þessa undanfærslu bankans um að taka á sig það, sem honum var ætlað í þessu, mjög eðlilega. Urðu um málið langar umræður, og kom frá Magn. Guðm. breytingartill. þess efnis, að vextirnir af lánun- um mættu vera 1% hærri' en af sparisjóðsinnstæðum, og við hana breytingartill. frá Magn. Torfas. um að þeir mættu þó ekki vera hærri en 6%. Báðar þessar till. og einnig till. nefndarinnar um lánstímann voru samþ. Frv. svo breytt samþ. með 23 gegn 3 atkv. og sent Ed. Á móti því voru Jón Þorl., Magnús Jónsson og Sigurjón Jónsson. í Ed. urðu litlar umræður um málið. Á móti því lagðist B. Kr. og einnig talaði Jón Þorl. þar á móti því. Þó var það samþ. með 9 atkv. og afgreitt sem lög frá al- þingi. I umræðum um þetta mál, lýstu ráðherrarnir yfir þvf, þegar þeir vildu fella það, að þeir myndu leggja fyrir næsta þing frv. til laga um lánsstofnun fyrir land- búnaðinn. Til þess að efna þetta, leituðu þeir aðstoðar Bf. Isl., sem svo skipaði þriggja manna nefnd til að semja frv. um breytingar og aukning á Ræktunarsjóði fsl. f nefndina voru skipaðir: Thor Jensen, Sigurður búnaðarmála- stjóri og Halldór Vilhjálmsson skólastjóri. Sömdu þeir frv. til laga um Ræktunarsjóð hinn nýja og sendu ríkisstjórninni. Sömu- leiðis afhenti hún það stjórn Bf. ísl., sem lagði það fyrir búnaðar- þing. Hafði fjárhagsn. þess málið til athugunar og lagði til, að bún- aðarþingið skoraði á Alþ. að sam- þykkja það að mestu óbreytt og væri sérstaklega lögð áherzla á að ekki yrði breytt ákvæðum í viss- um greinum, sem sérstaklega var bent á. Þessar tillögur samþykkti bún- aðarþingið samhljóða. Á þinginu 1925 kom fi*v. þetta svo fram í tvennu lagi. Tr. Þ. bar fram frv. Búnaðarfélagsnefndar- innar óbreytt (frv. til 1. um Ræktr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.