Dagur


Dagur - 11.06.1931, Qupperneq 3

Dagur - 11.06.1931, Qupperneq 3
31. tbl. DAGUB 119 Kosningarathöfnin. Þegar kjósandi á^Akureyri kemur inn i kjörstjórnarklefann, fær hann i hendur kjörseðil, sem lítur þannig út: Einar Olgeirsson Erlingur Friðjónsson Guðbrandur ísberg Kristinn Guðmundsson Með þenna seðil fer kjósandinn inn i kjörklefann, tekur stimpil, er liggur þar á borði, og stimplar yfir hvíta depilinn, framan við nafn þess manns, er hann vili kjósa; síðan þerrar hann með þerriblaði, sem er við hendina, brýtur seðilinn í sama brot og áður og stingur honum niður i atkvæðakassann hjá kjörstjórninni. Peir kjósendur, sem kjósa vilja Kristinn Ouðmundsson, stimpla yfir hvita depilinn framan við nafn hans. Litur þá seðillinn þannig út: Einar Olgeirsson Erlingur Friðjónsson Guðbrandur ísberg Kristinn Guðmundsson Oleymið ekki að þerra, svo svertan úr stimplinum klessi ekki út frá sér. Litill madur hreykinn. Litli máðurinn við »fslending« glennir sig yfir því. í gær, að Jónas Jónsson hafi verið dæmdur í lítilfjörlega sekt fyrir blaðaum- mæli um Jón Þorláksson, og sem J. Þ. höfðaði mál út af. Það er auðvitað engin nýjung, þó menn verði að greiða ofurlítið gjald fyr- ir að segja sannleikann. Það er kunnugt, að menn í íhaldsliðinu hafa tekið upp þann lítilmannlega ósið að elta andstæðinga sína með málaferlum, einkum þó J. J. Hitt er og á allra vitund, að Jón- asi Jónssyni hefði verið það inn- an handar og auðvelt verk að höfða 10 meiðyrðamál móti hverju einu frá andstæðingum sínum og fá þá dæmda í stórsekt- ir fyrir rógburð og mannorðs- þjófnað, en hann er upp úr því vaxinn . að hefna sín á andstæð- ingum sínum með málaferlum og sektum. En stórt skarð mundi höggvið í eigur litla mannsins við Isl., ef J. J. hefði farið þá leið. Á þrá kommúnista að rœíast? Kommúnistar þrá byltingu, en sú þrá þeirra hefir enn ekki orð- ið að virkileika. Nú glæðist von þeirra, því Jak. Möller hótar bylt- ingu, ef Framsókn komist í meiri hluta við kosni'ngarnar. Sýnist því ekki um annað að ræða fyrir kommúnista, en styðja að því með atkvæðum sínum að þetta megi verða. Annars eru þeir byltinga- hugsjón sinni ekki trúir. ---o---— Á víðavangi. Byltingarhótun Ihaldsins. Eins og kunnugt er reyndu í- haldsmenn með tilstyrk jafnaðar- manna og Gunnars frá Selalæk að koma á stjórnarbyltingu í Reykja- vík í aprílmánuði síðastl. En þetta fór allt út um þúfur fyrir þeim og reyndu þeir þá að hylja skömm B. S. O SlMl 260 B. S. O. AÐ FAGRASKÓGI hefjum við fastar ferðir laugardaginn 13. júní og framvegis á Iaugardögum og sunnudögum, farið verður frá bifreiðastöðinni kl. 6 e. h. — Athygli skal vakin á því, að vegurinn frá Akur- eyri að Holtavörðuheiði er nú þegar orðinn bílfær og munum við aka vesturum framvegis, ef farþegar fást. Munið, ef yður vantar bíl, að hringja í síma 260. pr. ‘BIFREIÐASTÖÐ ODDEYRAR Vilhiálmur fónsson. sína bak við fyrnefndan Gunnar. Nú hefir hræðsla mikil gripið um sig í forustuliði íhaldsins yfir því, að Framsókn nái hreinum meirihluta við kosningar þær, er nú fara í hönd. Hefir því Jakob Möller, fyrsti frambjóðandi í- haldsins í Rvík, verið látinn birta þann boðskap í Vísi, að verði úr- slit kosninganna á þessa leið, skuli stofnað til nýrrar byltingar og handaflið látið ráða. í þessum byltingarboðskap íhaldsins felst það, að forvígismenn flokksins kalli saman götuskríl sinn í höf- uðstaðnum, til þess að hindra það með líkamlegu ofbeldi að þingið geti komið saman og sinnt störf- um í friði. Ætlast er til, að þessi hótun f- haldsblaðsins skjóti. kjósendum landsins skelk í bringu, svo að þeir þori ekki annað en kjósa frambjóðendur Ihaldsflokksins. Á síðustu stundu á að hræða menn til fylgis við Morgunblaðsliðið með hótun um líkamlegt ofbeldi og hryðjuverk frá þess hendi. Geta leiðtogar stjórnmálaflokks sokkið dýpra en þetta í aumlegum og lágum hugsunarhætti ? Hvað segja kjósendur að fela slíkum leiðtogum forsjá þjóðmálanna eft- ir svo skammarlega. framkomu ? Á bak við byltingarhótunina býr ekkert annað en látalæti sam- vizkubitinna lítilmenna, sem ör- vænta um illan málstað sinn frammi fyrir þjóðinni, þegar að úrslitum dregur. Hótunin er smánarleg lítilsvi'rðing gegn kjós- endum, því hún gerir ráð fyrir þeim sem huglausum ræflum, er leggist í duftið fyrir stóryrðum smámenna. Minnist þess, kjósendur, við kjörborðið, að Reykjavíkurvaldið hefir gert tilraun til að hræða ykkur frá sannfæringu ykkar með hótun um ofbeldi. Minnist þess og, að Héðinn Valdimarsson og flokksmenn hans á þingi hafa tjáð sig reiðubúna að mynda stjórn með þeim mönnum, sem nú hóta að troða lög landsins undir fótum, ef þið ekki reynist hlýðnir og auðsveipir Reykjavikurvald- inu. Sýnið með atkvæðum ykkar, að þið þorið að kjósa andstæðinga hótunarmannanna — frambjóð- endur Framsóknarflokksins. Breiðu bökin. Jafnaðarmenn lýsa því marg- oft yfir, að stefna þeirra í tolla- og skattamálum sé sú, að afnema tolla á neyzluvörum almennings, en hækka í þess stað skatta á há- tekjum og stóreignum. Á þenna hátt létti á fátækri alþýðu, en gjöldin færist yfir á hið breiða bak auðmannanna. Aðaltekjustofn framtíðarinnar á samkvæmt þess- ari kenningu að vera hátekjur og stóreignir auðmanna. Þetta er nú allt gott og blessað, það sem það nær og lætur vel í eyrum. En hér kemur annað til greina. Jafnaðar- menn vilja ennfremur afnema alla auðmenn, allar hátekjur og stóreignir. Sýnist það ekki sem heilbrigðast að byggja aðaltekjur ríkisins þannig á feigum stofni, kippa »breiða bakinu« burtu og setja ekkert í staðinn. Rétta leiðin í þessu máli virð- ist óneitanlega vera sú, að stefnt sé að því að gera allan almenning að bjargálna mönnum, sem í sam- einingu geti myndað hið »breiða bak«, er borið fái uppi nauðsyn- legar tekjur handa ríkissjóðnum. Stefna samkeppnismanna er þessi: Fámenn auðmannastétt og fjöldi öreiga, sem eiga að fá að draga fram lífið af náð auðmann- anna. Stefna sameignarmanna: Ein- tómir öreigar, sem ríkið á að veita atvinnu og ala önn fyrir. Stefna samvinnumanna: Hvorki auðmenn eða öreigar, held/wr bjargálnamenn, studdir til sjálf- bjargar af frjálsum, félagslegum samtökum. Niðurrifsstefna Ihaldsins. Framboðsfundir hafa verið haldnir í öllum kjördæmum lands- ins síðustu vikurnar. Sérstaka eftirtekt hefir það vakið hvar- vetna um landið, að frambjóðend- ur íhaldsflokksins hafa ekkert fram að bera, er varðar framtíð- ina. Hvergi bólar á neinni nýrri hugsjón í ræðum þeirra eða fram- faraviðleitni, heldur sífelt vol yfi'r því, hvað mikið fé hafi farið í framkvæmdir á síðasta kjörtíma- bili, og hve mikið tómlæti Fram- sóknarstjórnin hafi sýnt í því að greiða þær eyðsluskuldir, er f- haldið lét eftir sig. Á þenna hátt er stefna íhaldsmanna auðsýni- lega orðin hrein niðurrifsstefna og annað ekki. Þykir kjósendum, sem von er, sú stefna 'fremur ó- frjó og lítt aðlaðandi, og mun fylgi þeirra við niðurrifsstefnu í-i haldsraanna laga sig eftir því.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.