Dagur - 02.07.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 02.07.1931, Blaðsíða 1
D AGUR keraur út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- ■on I Kaupfélagi Eyfirú- inga. Afgreiðslan er hjá Jónt Þ. Þór, Norðurgötu 8. Talsimi 112. Uppsögn, bundin vifi ára- mót, sé komin tíl af- p greiðsluinanns fyrir 1. dea. XIV . ár. | Akureyri, 2. júlí 1931, 34. tbl. Eftir Alþingiskosningarnar 1927 hafði einn af hinum fölinu fram- bjóðendum íhaldsflokksins orð á því, að hann skildi ekki, hvers vegna flokkurinn hefði farið svo illa út úr kosningunum sem raun varð á. Lfkti hann kosningabarátt- unni við spilamennsku. Hann vissi ekki annað, en Ihaldsmenn hefðu haft góð spil á hendinni og vel hefðu þeir spiiað. Pannig hefðu þessi tvö gróðaskiiyrði verið fyrir hendi, en engu að síður hefðu spilamennirnir tapað. Hver gat ástæðan verið? Svo spurði hinn fallni frambjóðandi íhaldsins og gat ekki svarað. En sá maðurinn, sem talinn er einna greindastur í íhaldsflokknum, nema þegar hann ætlar skrifa í Morgunblaðið, svaraði spurning- unni óhikað. Og svarið var á þessa leið: Kosningaósigurinn stafar af því, að »hundar« íhaldsins geta ekki orðið að »matedorum«. Með öðrum orðum: Sumir frambjóðendur Ihalds- ins voru lélegir menn, sem kjós- endur vildu ekki líta við. Árið 1931 er enn gengið til sams- konar kosninga. íhaldið segist hafa tóma »matedora< á hendinni og spilar þeim út. Peir falla hrönnum saman. Sjálfur greindi maðurinn, sem má ekki skrifa í Mbl., svo að hann verði ekki heimskur, býður sig fram — o g f e 11 u r. Fyrir kosningarnar sögðust íhalds- menn aldrei hafa haft eins góð spil sem nú. Sterkan þingmeirihluta kváðust þeir öðlast að kosningunum afstöðnum. 24 til 27 þingsæti voru þeim viss fyrir fram. Auðvitað með tilstyrk Héðins Valdimarssonar. Og ekki var það neinn venjulegur ósig- ur, sem Framsókn átti að bíða eftir því sem Ihaldsmönnum sagðist frá. >Húðstrýking« og »kaghýðing« átti að verða hlutskifti Frathsóknar- manna, sagði ísafold. Minna mátti það ekki verða. Svo koma kosningaúrslitin. Fram- sókn fær 23 þingsæti — hreinan meiri hluta, og íhaldið 15. Ihaldsmenn verða fyrst lamaðir og vefst tunga um tönn. Peir höfðu sjáifir orðið fyrir pólitískri húðstroku frá hendi kjósenda. Sfðar, er þeir taka að átta sig Ktið eitt, skýtur upp spurningum i huga þeirra: Hvi erum við svo grátt leiknir? Hvers vegna töpuðum við í spilinu? Höfðum við ekki góð spil og spiluðum við ekki vel? Hinum gáfaða manni, Arna Páls- syni, varð nú jafnt svarafátt og öðrum. Hann ' gat ekki fært fr&m sömu ástæðuna og 1927. Hann hafði afvopnað sjálfan sig með þvi að bjóða sig fram og falla. Ekki var hann >hundur« í spilum íhalds- ins. Pað var því ekki annars kostur en viðurkenna, að »matedorarnir« hefðu ekki komið að gagni. Pað hlaut þvi að hafa verið haldið illa á spilunum. Og fhaldsmenn tóku að halda fundi í Reykjavík og kenna hver öðrum um ósigurinn. Sumir köst- uðu sökinni á ritstjóra flokksins, einkum Sigurð Kristjánsson, sem fluttur hafði verið af ísafirði í her- búðir ísafoldar, til þess að segja Valtý Stefánssyni til í pólitfskum vopnaburði. Sú kennsla hafði að engu haldi komið, annaðhvort af tornæmi lærisveinsins eða hæfileika- skorti kennarans. En líklega" hefir hvorttveggja verið fyrir hendi. Aðrir kenndu Sig. Eggerz um ófarirnar. Hann hefði með slægð komizt inn í Ásgarð' íhaldsins og spillt þar öllu. Hans vegna hefði flokkurinn kastað sinu gamla og góða heita, farið að kenna sig við >sjálfstæði og fengið hneisu af. Mælt er, að enn aðrir hafi varpað sökinni á Ólaf Thors. Pólitísk faðm- lög hans og Héðins Valdimarssonar hafi komið óorði á heiðarleik flokks- ins og kastað skugga á velsæmi hans, sem ekki var of mikið fyrir. Enginn hafði verið háværari en Óh Th. út af sambúð Framsóknar og jafnaðarmanna á siðasta kjörtímabili. Nú gerði Ól. Th. sjálfur tilraun til að koma á fót hinu hneykslanlegasta daðri milli íhaldsins og kratanna. Auðvitað hlutu kjósendur að sjá óheilindin í þessu framfeiði öllu< Pannig er mæit að sambúðin hafi verið innanborðs á þjóðmálaskútu íhaldsins. Hver reyndi að ýta sök- inni af sér og yfir á bróður sinn. En út á við kenna íhaldsmenn »ranglátri kjördæmaskipun* um ó- sigur sinn. Dreifbýlar sveitirnar hafi of mikinn rétt f hlutfalli við þéttbýlt Seltjarnarnesið. En nú ber þess að gæta, að íhaldsmenn höfðu margsinnis lýst yfir því, að sveitirnar væru snúnar til fylgis við þá og búnar að yfir- gefa Framsóknar-»svikara«, sem þeir kölluðu. Samkvæmt eigin kenningum fhaldsins, gat þvi ekki »rang!át kjördæmaskipun* orðið orsök til ósigursins. Með þvf aðhalda þeirri orsök á lofti, eru fhaldsmenn að s!á niður fyrri staðhæfingar sínar og gera þær að hégóma einum. Enda er ósigur íhaldsflokksins ekki annað en bein afleiðing af lélegum málstað »matedora< hans. -----o— Brot úr m Alpinyis. Menníaskólinn á Akureyri. Á Alþingi 1923 ber Þorsteinn M. Jónsson fram frv. um að gera Gagnfræðaskóla Akureyrar að menntaskóla. Ástæðurnar, sem hann fæx-ir fyrir því, eru meðal annars þær, að ódýrara sé að stunda xxám á Akureyri en í Rvík. Þar sé fátæklingum ókleift að kosta sig, svo úr þessu verði nokkurskonar einokun Reykvík- inga og efnamanna utan höfuð- staðarins í því að ná stúdents- menntun. Málinu var vísað til mennta- málanefndar. Nefndin klofnaði. Meiri hlutinn vildi fella fi'v. Miixni hlutinn (Þorst. M. J. og Gunnar Sigurðs- son) vill samþykkja það. Framsögumaður (Sig. Stef.) segir um frv.: »Því er ekki að leyna, að eg hygg frv. ekki komið fram af neiixni slíkri vöntun (þ. e. aðstöðu til að ná stúdentsprófi), heldur beint af metnaði Norðlend- inga«. Jón Þorl. segir: »Ræða háttv. flutningsmanns (Þorsteins Jónss.) bar það greinilega með sér, að þetta er borið fram sem kappsmál og metnaðarmál að mestu leyti«. Og síðar: »Nei, á bak við stendur eingöngu norðleixzkur fjórðungs- metnaður«. Magnús Jónsson tekur svipað í málið. Allir gera þeir lítið úr því, hvað ódýrara sé að stunda nám á Akureyri en í Reykjavík, ef heimavistum sé komið upp við menntaskólann þar. Magnús Jónsson bar fram til- lögu um að vísa málinu frá. Var það samþykkt með 14 gegn 12 at- kvæðum. • Á Alþ. 1924 bera þeir Bernharð Stefánsson og Ásgeir Ásgeirsson fram till. til þingsál. um að heim- ila framhaldsnám undir stúdents- próf við Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri að þvl tilskyldu, að það Alúðarþakkir tii allra, er sýndu samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Ouðrúnar Sumarliða- dóttur. Aðslandendur. auki ekki útgjöld ríkissjóðs til skólaixs. Ástæður fyrir því eru færðar hinar sömu og áður, og ennfremur að nú muni vera hús- rúm og kennslukraftar við skól- ann, sem ekki verði annars notað- ir til fulls. Andmælendui-nir eru hræddir um, að þetta verði vísir að lærð- unx skóla á Akureyxi og að þetta leiði af sér aukinn kostnað. Björn Líndal telur, að málið eigi ekkert erindi til þingsins. Kennarar séu sjálfráðir að kenna, og stjómin geti leyft húsið. Annars óttast hann, að framkvæmd þessi muni auka tölu stúdenta. Vill harm vísa nxálinu til stjómarinnar, og þó hefir forsætisráðherra (J. Magn.) lýst sig tillögunni mótfallinn. Fellt var að vísa málinu til stjórnarinnar með 13 gegn 13 at- kvæðum og tillagan samþykkt með 14 gegn 13 atkv. íhaldsmanna. Á Alþ. 1926 ber Bemhai’ð Stef- ánsson fram fxv. um að stofna fullkominn menntaskóla á Akur- eyri. Ástæðaxi fyrir því meðal annars sú, að fram sé komið frv. um að gera menntaskólann í Rvík að óskiftum, lærðum skóla, og þar með verði slitið sambandinu milli hans og Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri. Ástæður að öðru leyti þær sömu og áður. Björn Líndal segir, að það hafi ekki verið neinn sérlegur merkis- viðburður, þegar leyft var að hafa fi’amhaldsnám við Gagnfræða- skóla Akureyrar á Alþ. 1924. Það hafi ekki verið annað en það, sem stjómin gat sjálf gert. Bei’nh. Stef. bendir á, að stjórn- in myndi aldrei hafa leyft þetta, nema með þvi móti að þingið skoraði á hana að gera það. Magnús Jónsson mælir móti frumvarpinu og færir þessar venjulegu ástæður fram: Að þetta sé eingöngu metnaðarmál Norðlendinga; að ekki sé teljandi ódýrara að stunda nám á Akur- eyri en í Reykjavík og að þetta gagni eingöngu Akureyri og grendinni, því öðrum megi á sama standa hvort þeir sæki nám til Akureyrar eða Rvíkur. Frv. var vísað til 2. umræðu og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.