Dagur - 02.07.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 02.07.1931, Blaðsíða 2
130 DAGtra 34 tbl. fflfflllflflffflffffilfg Postulíns- og glervörur nýkomnar í mjög fjölbreyttu úrvali: 2® ' Kaffistell 6 manna frá kr. 8.25 SK? Matarstell 6 — — - 26.00 22 Kaffistell 12 — — - 26,50 Bollápör, postulíns — - 0.35 Kökudiskar — — 0.35 2® Mjólkurkönnur, fjöldi tegunda. Ávaxtastell. 22 Sykurker og könnur o. fl. o. fl. ■J Kaupfélag EyfirSinga. Járn- og glervörudeildin. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. menntamálanefndar með samhlj. átkv. Nefndarálit kom aldrei og málið ekki tekið á dagskrá fram- ar. — (Frh.). • ..o---- 1 leikhúsitm. Hallsteinn og Dóra. Það vakti ekki litla tilhlökkun meðal leikvina hér á Akureyri, þegar það vitnaðist ekki alls fyrir löngu, að von væri á úrvalsleik- kröftum frá Reykjavík hingað norður, er hefði það velþegna er- indi að reka, að sýna bæjarbúum og fólki úr nærsveitunum nýjan sjónleik eftir vinsælasta skáld þjóðarinnar, Einar H. Kvaran. Har. Bjömsson sem Hallsteinn í 4. þ. Loks rann sú langþreyða stund upp. í gærkvöldi var leikurinn, Hallsteinn og Dóra, sýndur í fyrsta sinni á leiksviði hér á Ak- ureyri, fyrir troðfullu húsi — auðvitað. Það mun sjaldgæft, að slík leiksókn fáist að frumsýn- ingu hér. Efni leiksins hefir áður verið getið lítillega hér í blaðinu. Verð- ur það ekki rakið hér nánar, held- ur aðeins minnst nokkrum orðum á meðferð leikendanna á hlutverk- unum. Fátítt mun það vera, að allar aðalpersónur í leik séu sýndar al- gerlega hrukkulaust frá því fyrsta til hins síðasta; en svo er það þó í þessum leik, að minnsta- kosti fyrir sjónum meðalmanns- ins. Sérlega glöggt listaauga kann að finna þar einhver smálýti, ef til vill. • Tvær aðalpersónurnar, og þær sem allra mest veltur á, eru þau Hallsteinn og Dóra. Þessar per- sónur eru svo ólíkar sem verða má. Hann ískaldur heimshyggju- maður, hún ímynd kvenlegrar blíðu og yndisleika. Þrátt fyrir þenna geysilega mismun, takast með þeim óslítandi ástir — eitt- hvert afl bindur þau saman um tíma og eilífð. Haraldur Björnsson leikur Hallstein. H. B. er sá eini af leik- endunum, sem er almenningi hér persónulega kunnur á leiksviðinu, og það á þann hátt, að enginn ef- ast um hans miklu hæfileika og hvassa skilning, þegar til leiklist- ar kemur. Þrátt fyrir það, hefir hann ekki þótt fylla jafnvel út í öll hlutverk sín og er það ekki að undra. í þetta skifti tekst honum einna bezt, þó áður hafi vel verið, og er leikur hans víðast frábær- lega góður, ekki sízt í 3. þætti, þegar hégómlegt stærilæti Hall- steins hefir náð hástigi. — Þóra Borg sýnir Dóru, og er leikur hennar einkar snotur og viðfeld- inn. Sama er að segja um meðferð systur hennar, Emilíu, á hlutverki Finnu. — Gunnþórunn Halldórs- dóttir fer með hlutverk Geirlaug- ar, móður Hallsteins, og er leikur Þóra Borg sera Dóra í fyrsta þætti. hennar allur látlaus og eðlileg snilld, svo að lengra verður naum- ast komizt. — Gunnhildi, ekkju- frúna, sýnir Marta Kalman svo skemmtilega, að ósvikin unun er að, og er þó lyndiseinkunn þess- arar persónu leiksins í ógöfugra lagi. —'Þá er nú Friðfinnur Guð- jónsson. Hann leikur ófeig vinnu- mann. f höndum liðléttings, eða jafnvel meðalmanns, mundi þetta hlutverk hafa orðið fremur leiðin- legt, en F. G. fer svo með það, að naumast segir hann svo setningu, að menn ekki hlægi og komist í gott skap. Er þó f jarri þvi að leik- ur Friðfinns sé nokkur skrípa- leikur; hann er þvert á móti' ein- staklega látlaus og sannur. Jafn- vel þó ekki væri öðru fyrir að fara en leik F. G., ættu menn ekki að láta það farast fyrir að koma í leikhúsið. Þá eru aðeins smærri hlutverk- in ónefnd. Magnús, 12 ára dreng, sýnir Sigrún Magnúsdóttir frá ísafirði og ferst það prýðilega. — Tvö smáhlutverkin eru í höndum Akureyringa. Margrét Stein- grímsdóttir leikur Stínu vinnu- konu, og Jón Norðfjörð leikur EFNAGERÐAR-V0RUR eru þekktar um allt land, vörugæði og verðlag viðurkennt af öilum sem reynt hafa. íslendingar! Kaupiö íslenzkar vörur. Umboðsmaður vor á Akureyri er Eggert Stefánsson Brekkugötu 12. — Sími 270. H|f Efnagerð Reykjavíkur. lækninn. Bæði hlutverkin eru sómasamlega af hendi leyst. Útbúnaður útisenunnar í 3. þætti er hinn unaðssamlegasti. Það er Freymóði að þakka. — í 4. og síðasta þætti sér inn í »dular- lönd eilífðarinnar, þaðan, sem sér bjarma á »lífsins fjöll« í fjarska«. Þar talast þau við, Hallsteinn og Dóra, bæði komin »yfir um«. Að leikslokum í gærkvöld var höfundur leiksins kallaður fram og fagnað með lófataki. Leikend- ur voru og kallaðir fram og nokk- ur hlýleg orð mælt til Friðfinns Guðjónssonar og honum þökkuð 40 ára leikstarfsemi. Líklegt er, að Akureyringar og aðrir þeir, er þess eiga kost, fylli leikhúsið í þau fáu skifti, sem leikurimi verður sýndur. Hafi svo höfundur leiksins og leikendur alúðarþökk fyrir kom- una og góða og uppbyggilega skemmtun, er þeir veita. Leikhúsgestur. -----0---- S íms keyti' (Frá FB). Rvík. 1. júlí. Graf Zeppelin kom kl. hálf sjö í morgun inn yfir bæinn og flaug í hring til kl. 8. Gekk loftfarinu vel að draga upp póstinn af Eski- hlíðinni. Loftfarið hvarf í austur- átt kl. 8% og hefir sennilega far- ið austur með suðurströndinni á- leiðis til Noregs. Skýjað loft. Þús- undir sáu brottför loftfarsins, en fáir komu þess. Heimsflugmennirnir, Post og Gatty, eru nú á leiðinni frá Al-; aska til New York. Gangi sá á- fanginn að óskum, ljúka þeir heimsfluginu á 8 dögum. Flugið er talið met í fræknleik. Menntaskólanum er slitið. 42 stúdentar útskrifuðust; 30 úr máladeild og 12 úr stærðfræði- deild. Von er á þýzka flugmanninum Granau hingað um 20. júlí. Er það þriðja sínni, sem hann flýgur hingað. Héðan flýgur hann til Grænlands, til að kanna flugskil- yrði þar. Forsætisráðherra hefir fallizt á, að líkneski Jóns Sigurðssonar verði flutt á Austurvöll, en líkn- eski Thoiwaldsens verði flutt í skemmtigarðinn við tjörnina. Aft- ur á móti' verði líkneski Hannesar Hafsteins fyrir framan stjórnar- ráðið ásamt Kristjáni 9. Búizt er við, að bæjarstjórnin samþykki þessar ráðagerðir. Sprettuhorfur hafa yfirleitt Friðfinnur Guðjónsson sem ófeigur og Emilía Borg sem Finna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.