Dagur - 09.07.1931, Side 2

Dagur - 09.07.1931, Side 2
134 DAGTJR 35. tbl. f Iffffifffffilfffffffiffií i Cement-»timbiirfariii W m* fáum vér nú i vikulokin. 0« Höfum nú fyrirliggjandi: Þakpappa mjög ódýran, m* Oalvaniserað járn, Eldfastan leir og steina, Elda- vélar svartar og emailleraðar af ýmsum gerðum. Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingavörudeildin, ittiiiiiiiiiiftiiiiiiiiiiœ My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Gríma 4. Utgefandi Porsteinn M. Jónsson. Efni þessa heftis er sem hér segir: Páttur af Árna Jónssyni (á Æsustöð- um). — Frá Bjarna á Kirkjubóli. — Frá séra Þorláki á Ósú — Skyggni séra Jóns á Álftamýri. — Frá séra Magnúsi Jónssyni í Saurbæ.-Geita- brú. — Frá Vask útilegumanni og Skeggja bónda i Stóradal. — Sagan af Birningi, Geirmundi, Hlaðgerði og Stfganda. — Sagan af Helgu karlsdóttur. — Hnífapörin. — Kolli og Svanhvít. — Völudysin í Leyn- ingshólum. — Hellir Bárðar Snæfells- áss. — Skelkussabreiðan. — Hvít- klædda stúlkan. - Drukknun Jónínu frá Bassastöðum. — Bessi. — Huldu- konan á Seljalandi. — Hvarf Snorra. — Pórveig smalastúlka. — Skinn- beðja. — Barnagullin. — Hervör. — Skritlur. Langflestar sögurnar í þessu hefti eru eftir handriti Hannesar Jónsson- ar í Hleiðargarði og Baldvins Jóna- tanssonar. Báðir segja vel frá. ------P — ! Austurför 5. bekkinya. Menn mun minni til þess réka, að vorið 1929 var sú nýbreytni hafin að ráði þáverandi dómsmála- ráðherra, að nemendur 5. bekkjar menntaskólanna beggja skyldu á vori hverju fara skemmti- og fróð- leiksför til einhverra af fegurstu og merkilegustu héruðum landsins. Skyldi rikið sjá þeim fyrir fari og flutningsgjaldi, en þeir kosta sig að öðru leyti. Petta vor var farið til Hornafjarðar. Síðastliðið vor var ferðast um Reykjanes og Suðurlands- undirlendið, og nú i vor var ákveðið að ferðast um Pingeyjarsýslur. Lagt var af stað frá Akureyri með varðskipinu »Óðni« að morgni hins 12. júní. Hafði »Óðinn« komið kvöldið áður með sunnanmenn, 20 að tölu, Var fyrir flokki þeim Guð- mundur G. Bárðarson prófessor. Voru viðtökur hér eigi sem skyldi, þvi að skipið kom fyr en gert var ráð fyrir, Við vorum 12 Norðlingarnir, sem för þessa fórum, og var Steindór kennari Steindórsson leiðtogi. Var för fyrst heitið til Grímseyjar. Veð- ur var eigi gott, norðankaldi og undiralda, og gerðust menn sjóveikir. í Grímsey dvöldum við rúma þrjá tima, og var dvölin eigi of löng í þessari nyrztu byggð lands vors. Vannst oss litt tími til þess að kynnast eyjarskeggjum, og hefði það þó fróðlegt verið. Hafa Grímsey- ingar æ afskekktir verið, og orðið að vera sjálfum sér nógir að mestu norður i fásinninu. Matföng verða þeir að sækja á úfinn ægi eða í hættulega hamra. Skapar þetta alit sérkenni og séreðli með þeim. Nú hafa Grímseyingar þó óbeint færst nær umheiminum, er þeir hafa m. a. annars fengið loptskeytastöð og útvarpstæki. En þrátt fyrir menning og framfarir mun náttúran og fram- vegis móta íbúa íshafseyjarinnar, bæði um skaphöfnog háttu. —Gríms- ey skoðuðum við all rækilega og þó einkum fugiabjörgin. Höfðu fæstir okkar að fuglabjargi komið, og þótti okkur fróðlegt að líta þau og líf þeirra. Leiðsögumaður okkar, Óðinn Geirdal, sýndi okkur sigaútbúnað allan og iýsti sigaðferðum. Graslend þótti okkur Grímsey vera, og var þó lítt sprottið nú, sakir vorkulda, Áður en við færum frá eyjunni átum við egg óspart og birgðum okkur upp til ferðarinnar. Frá Grímsey var haldið til Kópa- skers. Sótti í sama horfið um sjó- veiki, og gerðust mönnum ótrygg Grímseyjareggin. Loks Iétti þó böli þessu, og komum við til Kópaskers um kvöldið. Fengum við hinar ágætustu viðtökur hjá Birni kaup- féiagsstjóra Kristjánssyni. Hafði hann og útvegað okkur bíla og greiddi götu okkar á allan hátt. Frá Kópa- skeri var haldið kl. 3 um nóttina í bezta veðri á bilum tveim áleiðis til Ásbyrgis. Var það skemmtileg för. Er Axarfjörður hin friðasta sveit og skógi vaxinn viða. Bar það og vott um búsæld góða, að á öðrum hvorum bæ, er við fórum framhjá, sáum við steinhús i smið- um. Undir Öxarnúpi námum við staðar og skoðuðum Grettisbæli, sem þar er. Var síðan haldið rakleítt til Ásbyrgis, í Byrgismynninu eystra stigum við af bílum og gengum siðan eftir Byrginu endilöngu. Get eg að minnisstæðar verði okkur öllum stundir þær, er við dvöldum i þeim hamrasal í glaða sólskini. Innst í Byrginu er skógur all stór- vaxinn, en feyskinn víða. Voru menn eigi á eitt sáttir um hvað valda myndi. Á Meiðavöllum, við Byrgis- munnann hinn vestri, biðu bílar okkar. Var nú haldið án tafar til Kópaskers, en þar beið >Óðinn< okkar. Var farangur þegar fluttur á skip og siglt af stað, og var okkur á land skotið um kvöldið undir Hallbjarnarstaðakambi á Tjörnesi, Slógum við þar tjöldum. Veður var yndislegt og vakti vorsólin á bárum úti fyrir. Næsta dag allan (14, júní) dvöldum við á þessum stað, enda var nóg að skóða, þar sem eru hin merkilegu Tjörnesslög. Tjörnesslög þessi eru um 700 m. þykk jarðmyndun á vestanverðu Tjörnesi. Skiptast þar á skeljalög, surtarbrandslög og basaltlög. Af skeljalögum þessum má ráða aldur laganna. Eru í elztu lögunum skeljar af suðrænum uppruna, og eru nú flestar aldauða eða lifa sunnar í höfum. Hefir þá loptslag hér verið svipað og á Englandi er nú eður Noregi sunnanverðum. Ofar koma skeljar af norrænum uppruna, og sýna þær, að loptslag hefir verið að kólna. f efstu lögunum eru svo skeljar, er nú lifa við Norðurland. Má því úr lögum þessum lesa þátt merkilegan f myndunarsögu lands- ins. Var Guðmundur prófessor óþreytandi að skýra fyrir okkur lög þessi, enda hefir hann fyrstur manna skýrt þau og skilið, og frægð fyrir hlotið. Kolanáma er þarna, en er nú eigi unnin. í fjör- unni lá steinn stór og undarlegur ásýndum. Sagði Guðmundur hann kominn frá Grænlandi með ís. í fylgd með okkur þenna dag, var Kári bóndi Sigurjónsson á Hall- bjarnarstöðum. Hygg eg hann allra manna fróðastan um Tjörnesslög, næst Guðmundi, Myndi og margan undra, að sjá hjá sveitabónda úti á annesi vísindabækur á ensku og þýzku, svo sem við sáum hjá hon- um, er hann bauð okkur heim. Pað bar við á ferðum okkar þenna dag, að við urðum að vaða fyrir forvaða nokkurn, þvi að fallið var að. Voru þar hamrar háir og ægilegir og slúttu geigvænlega yfir sig. Dvaldist okkur þarna nokkra stund, og tók- um við lagið að vanda. En því get eg þessa, að er við vorum í tjöld komin nokkrum stundum síðar, heyrðum við gný feiknlegan. Hrundi þá hamarinn yfir slóð vora, þar er við höfðum áður sungið. Sögðu bændur þar, að svo stórt hrun hefði eigi orðið í hálfa öld. Vantaði hér lítið á, að syngja mætti: >Sjá hér hve illan enda«. Næsta morgun var veður fúlt og rigndi allmikið. Var farangur nú fluttur á bát inn að Köldukvísl, en þangað lét Sigurður Bjarklind kaup- félagsstjóri sækja hann í bil. Sjálf gengum við til Húsavíkur. Á Húsavík höfðum við viðdvöl skamma, en þó vannst okkur tími til að sjá bókasafn Pingeyinga og bókavörðinn, öldunginn Benedikt Jónsson frá Auðnum. Einnig skoð- uðum við hina fögru kirkju Hús- vlkinga. Var síðan haldið af stað og var EFNAGERDAR-VBÍUIR eru þekktar um allt land, vörugæði og verðlag viðurkennt af öllum sem reynt hafa. íslendingar! Kaupið íslenzkar vörur. Umboðsmaður vor á Akureyri er Eggert Stefánsson Brekkugötu 12. — Sími 270. H|f Efnagerð Reykjavíkur. ferðinni heitið að Laugum. Komið var við á Laxamýri. Veður hafði batnað og var útsýni fagurt yfir Laxá og hólma. Fengum við að skoða herbergi það er Jóhann skáld fæddist í Sigurjónsson. Er hrópað hafði verið ferfalt húrra fyrir Jóhanni Sigurjónssyni, var á- fram ekið inn skógi klætt og skrúð- grænt Aðaldalshraun. Komumst við að Laugum um kvöldið, og þótti mönnum gott að koma í hlýjan skólann og hressandi laugina. Lág- um við í rúmum um nóttina. Næsta dag (16. júní) var lagt á Mývatnsheiði. Færð var ili á heið- inni, en þó komumst við svo langt á bílunum sakir vaskleika hinna reykdælsku bílstjóra, að skammt var þá til Mývatns er vér þurftum af að stiga. Gengum við það er eftir var leiðar. Komum við fyrst að Arnarvatni, og voru þar viðtökur góðar, Síðan héldum við til Álfta- gerðis, en þar stigum við á báta og sigldum í fögru veðri norður til Reykjahlíðar og slógum þar tjöidum um kvðldið. (Framh.) Sifluröur Dórarinsson. Brot úr sju Alpingis. . Ú X (Framh.). Á Alþ. 1927 er borin fram í sameinuðu þingi tillaga til þings- ályktunar af Jónasi Kristjáns- syni, Bernh. Stef., Jak. Möller og Einari Árnasyni um að leyfa stú- dentspróf við Gagnfræðaskóla Akureyrar þá um vorið, fyrir þá, er höfðu notið framhaldsnáms. Framsögum., J. Kr., telur dýi*t og erfitt fyrir pilta að norðan að taka próf syðra, og að trygging ætti að vera fyrir því, að prófið sé jafngilt og frá menntaskóla Rvíkur, ef háskólinn sendi próf- dómendur norður. Magnús Guðm. lýsir yfir því, að háskólaráðið telji, að þeir, sem stundað hafi nám og tekið próf við Gagnfræðaskóla Akureyrar, eigi engan rétt á að innritast við háskólann. Umsögn þá byggi há- skólaráðið á þessari grein há- skólalaganna: »Hver sá, kona eða karl, er lok- ið hefir stúdentsprófi við Hinn al- menna menntaskóla eða annan lærðan skóla jafngildan, á rétt á því að vera skrásettur háskóla- borgari«. Háskólaráðið telji Gagnfræða- skóla Akureyrar ekki jafngildan Hinum almenna menntaskóla, og próf við hann gefi því engan rétt. Leggur því M. G. til að tillagan verði felld.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.