Dagur - 09.07.1931, Síða 4
136
DAGUR
35 tbl.
Pakkir.
Öllum þeim, fjœr og nœr,
sem sýndu okkur vinsemd og
hlutiekningu eftir brunann d
Helgastöðum s.l. vetur, vottum
við hérmeð okkar innilegustu
þakkir.
Helgastöðum í Reykjadal i. júlí '1931.
Maria Sigfúsdóttir. Jónas Friöriksson.
Yfirlýsing.
Að gefnu tiletni votta eg undirritaður,
að fósturdóttir min, Sigriður Jónsdóttir,
10 ára að aldri, heiir leigió i kikhósta fyrir
tjórum — 4 — arum sioan, og þar af leið-
andi hvorki getur fengið hann nú, eða
Fréttir.
smittað aóra.
Ak. 6.-7.-'31.
Vottar: M*8nú# Jónsson.
Sig. Júl. Fnðriksson,
Árni Sigurðsson.
þá líka frelsi. — Af sögunni Skál-
holt verður ekki séð að framkoma
Ragnheiðar stjórnist af einbeitt-
um vilja á að brjótast undan kúg-
un og valdboði, heldur af ófram-
sýni, kærulausri þrjózku og
stundareigingirni.
í viðskiptum þeirra Daða koma
aldrei í ljós aðrar eðliskenndir
hjá Ragnheiði en köld, ástríðurík
eigingirni. Göfug, elskandi kona
mundi meta heiður ástvinar síns
öllu öðru meir.
En Ragnheiður notar sér vald
sitt yfir Daða án nokkurs tillits
til þess, þó hún geri hann að ó-
dreng og lítilmenni gagnvart
sjálfum sér og öðrum.
Ragnheiður hugsar aldrei fram
í tímann, hún lifir í augnablikinu,
kærulaus fyrir afleiðingunum.
Þegar Helga í Bræðratungu gerir
henni það drengskaparbragð að
taka hana á heimili sitt, til að
vernda hana fyrir reiði biskups,
sem hefði getað kostað hana lífið
undir kringumstæðunum, þá fær
hún ekki önnur laun hjá Ragn-
heiði en vanþakklæti.
Undir glæsilegustu kringum-
stæðum væri móðurtilfinning
Ragnheiðar máske eðlileg, þegar
hún verður vör við fyrstu hreyf-
ingar fóstursins, en í Ragnheiðar
sporum var óblandin sæla fráleit;
meiri ástæða var til alvarlegrar í-
hugunar um það, hvaða framtíð
þessi vesalings ósjálfbjarga vera
átti í vændum. Ragnheiður bar á-
byrgðina á tilveru hennar, og
vissulega hefði hún mátt beygja
hné og biðja ófætt bamið fyrir-
gefningar á að hafa kallað það til
lífsins.
En Ragnheiður er óneitanlega
sjálfri sér samkvæm bókina út;
hjá henni, sem móður, ríkir sama
eigingirnin og ábyrgðarleysið eins
og hjá henni fyr sem ástmey.
Það lítur næstum svo út, að
sumir nútíðar rithöfundar álíti
það köllun sína, að þrýsta því inn
í vitund lesenda sinna, að menn-
irnir séu ekki annað en sálarlaus-
ir líkamir. En énn er það ekki
orðið, og verður vonandi aldrei,
að íslenzk alþýða bregðist svo
sönnu manneðli, að slík skrif
finni samhljóm í sál hennar.
1 febrúar 1931.
Inpibjörg Tryggvadóttir,
Hallgrhnur Hallgrímsson lireppstjóri
frá Rifkelsstöðum varð áttræður síðastl.
sunnudag. Á sama tíma hafði hann
gegnt hreppstjórastörfum í Öngulstaða-
hreppi í 49 y2 ár og sagði því starfi þá
lausu. í vor varð hann fyrir áfalli af
bifreið, sem orsakaði það, að hann sá
sér ekki fært að vera lengur í hrepp-
stjórastöðunni.
Hiallgrímur var á yngri árum helzti
frömuður framfara og' félagsmála í
sveit sinni og glæsimenni í sjón.
Forstjóraskifti urðu við Landsbanka-
útibúið hér um síðustu mánaðamót. Lét
Júlíus Sigurðsson af starfinu, en við
tók Ólafur Thorarensen, er verið hefir
fulltrúi við aðalbankann í Reykjavík.
Hefir Júlíus haft forstjórastarfið með
höndum frá því iað útibúið var fyrst
sett á stofn árið 1902 og staðið prýði-
lega í stöðu sinni, sem sjá má af því,
að bankaútibúið hefir haft um 800 þús.
kr. í hreinan ágóða eftir tímabilið, þótt
annarsstaðar hafi orðið töp á rekstri
bankans.
Leikfélag Reykjavíkur sýndi »Hall-
stein og Dóru« í 6. og síðasta sinn hér
á Akureyri í gærkveldi. Við allar leik-
sýningarnar hefir verið húsfyllir.
Leikfólkið hverfui' suður aftur undir
næstu helgi.
Basjarbruni. Á sunnudaginn var brann
íbúðarhúsið að Brekku í Norðurárdal.
Heima var aðeins húsfreyjan með 4
ungum börnum. Þegar menn komu til
hjálpar, var eldui'inn orðinn svo magn-
aður, að litlu sem engu varð bjargað.
íbúðarhúsið var byggt úr steinsteypu
með timburþiljum.
Slys vildi nýlega til í Hvammssveit í
Dalasýslu. Ósyndur maður var að baða
sig í sundpolli og drukknaði.
Danir eru að senda hingað til lands
skipaflota til síldveiða, eftir því sem
útvarpsfrégn hermir.
Síldveiði er nú byrjuð frá Siglufirði.
Markús Kristjánsson, píanoleikari og
tónskáld, andaðist í Reykjavík 4. f. m.,
tæpra 29 ára að aldri.
Bókmenntafélagið hélt aðalfund sinn
í Reykjavík 17. f. m. Forseti, dr. Guð-
mundur Finnbogason, skýrði frá störf-
um félagsins. í ár fá félagar þessar
bækur: Skírni, Annála, Fombréfasafn
og fræðibók, sem heitir Stærðfræðin,
eftir A. N. Whitehead, þýðandi dr. G.
F. Lokahefti Fornbréfasafnsins kemur
út næsta ár, og skýrði forseti frá því,
að stjórnin sæi sér ekki fært að halda
útgáfunni lengur áfram, en mundi í
þess stað hverfa að því ráði að gefa út
æfisögur merkra Islendinga. Munu
fjölda margir félagar fagna þeirri
ráðabreytni.
U. M. F. A. fer skemmtiför, n. k.
sunnudag, að Hraunsvatni. Lagt verður
af stað á vörubifreiðum, frá Bifröst,
kl. 8 f. h. Sætið kostar kr. 2.50—3.00
fyrir manninn. Þátttalcendur gefi sig
fram í járn- og glervörudeild K. E. A.
fyrir kj. 4 e. h. á laugardag.
Gott veður er nú á degi hverjum og
fer gróðurvextinum nokkuð fram,
rflonmiii
í kirkju, skóla og heimahús eiga engan
*inn líka að hljómfegurð, vönduðum
frágangi og völdu efni.
0 QfjnQ eru frægustu og voldugustu flygel- og pianofram-
öt uullu leiðendur veraldarinnar.
Viðskipti beint við verksmiðjurnar. Mjög aðgengilegir greiðsluskilmálar.
Aðalumboð Sturlaugur Jónsson & Co. Reykjavík
Umboð fyrir Norður- og Austurland Sveinn Bjarman.
» VIM
Ein dós af VIM er sá vinur, sem bezt
í raun reynist búkonu hverri.
Öviðjafnanlegt til að hreinsa, þvo,
nudda og fægja málma, mar-
mara, málningu, hnífa, leir, vélar,
glös, glugga, olíuborna dúka,
baðker og látúnsmuni.
Fyrir VIM hverfur ryð,
óhreinindi, blettir, flekkir
o. s. frv.
V \
,&1- \ Hreinsar °2 fæg'r alla
A>V"4V\ hluti, rispar ekkert
né rákar<
M V 122-10
IEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLI&HT. LNGlANtt
mjög falleg vasaúr fyrir kr. 1 39. Ennfremur ýmsar útgengilegar
vörur, svo sem: pappírsvörur, smávörur o. m. fl. Lægsta heild-
söluverð. Duglegir sölumenn, biðjið um verðlista, sem yður verður
sendur endurgjaldslaust. Exportmagasinet, Box 39, Köbenhavn K.
Herkúles
sláttuvélar.
Það er engin tilviljun að vér höfum selt
— 500 sláttuvélar á fjórum árum —
og að allir sem hafa fengið þéssar vélar eru vel ánægðir með þær.
Valið á vélunum veldur þessu.
Herkúles vélarnar bregðast ekki.
Höfum til alla varahluti í vélarnar.
Samband ísl. samvinnufélaga.
TAPASTHEFIR ljóssteingrár hest-
ur 8 vetra gamail, mark: heilrifað
hægra, fjðður framan vinstra. Brenni-
merktur JPP á báðum framhófum,
ættaður úr Húnavatnssýslu. Finnandi
gjöri aðvart i síma í Hóla i Laxar-
dal.
JÓN PÉTURSSON,
Auðnum, S.-Þingeyjarsýslu.
Tapast hefir rauður hestur, Ijós á
fax og tagl. Einkenni: 2 hvítir
blettir, annar aftan við fax, hinn
á síðu, járnaður. — Sást siðast
á vesturleið fram hjá Varðgjá. —
Pá, sem kynnu að finna hest þenna,
bið eg að gera mér aðvart, í síma.
Húsavík 2. júlí 1931.
Stefán Halldórsson.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.
HLJÓÐFÆRl ýmisleg,
grammofóna og jazz-
band, er bezt að kaupa
frá Ernst Reinh. Yoigt
Markneukirchen 907 Þýzkaland. Verðskrár
ókeypis, sérstakar fyrir orgel og piano.
nýkomnir.
Járn- og glervörudeildin.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6,