Dagur - 16.07.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 16.07.1931, Blaðsíða 1
DAGUR fcemur út & hverjxun fimto- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Árni Jóhaims- son í Kaupfélagi Eyfirfr- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 8. Talsimi 118, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Samvinnu-iðnaður. Áður fyr var það fðst regla hér á landi, að heimilin önnuðust sjáif um ailan tilbúning kiæðnaðar, sem heimilisfólk þurfti á að halda. Nú eru tímar sliks heimilisiðnaðar að mestu undir lok liðnir. Eftir að fólksstraumurinn hófst úr sveitunum til kaupstaðanna, varð ekki mannafli til að leysa fyrgreind verk afhðnd- um og á kaupstaðaheimilum er ullariðnaður sama sem enginn. Nú um sinn er ullin flutt óunnin úr landi og fæst fyrir hana mjög lágt verð. Á sama tíma er flutt inn í landið ógrynni af tilbúnum fatn- aði. Þenna útlenda fatnað kaupir fóik unnvörpum og þykir þægilegt að bregða sér i búðina þeirra er- inda. En hyggindin eru hér sett skör lægra en þægindin. Hinn út- lendi tilbúni klæönaður er ekki sniðinn við hæfi neinna sérstakra manna og fer því löngum illa. Auk þess slægist fátækt fólk einkum eftir þvi að kaupa ódýrustu fötin og hefnir það sín oftast grimmilega, því þau endast sáralítið. Séu fötin góð, eru þau of dýr fyrir fátæklinga. Pað eru lítil búhyggindi að selja óunna ull úr landi lágu verði og kaupa i staðinn haldlitinn útlendan fatnað. Pess vegna ber að vinna að þvi, að ísiendingar klæðist ein- göngu fötum úr heimaunninni is- lenzkri ull. Klæðaverksmiðjur hafa risið upp hér á landi og létta þær mjög undir með að ná þessu marki. Pær fram- ieiða haldgóða, fallega fatadúka úr islenzkri ull og hafa til sölu handa almenningi. En eins og áður er fram tekið, þarf fólk nú orðið, vegna breyttra lifnaðarhátta og aðstöðu, að kaupa svo að segja allan fatnað tilbúinn. Pað er þvi ekki nóg, að efnið f fötin sé á boðstólum, það þarf líka að sjá fólkinu fyrir tilbúningi þeirra — saumaskapnum. Erfiðleikarnir fyrir almenning í þessu falli eru tvennskonar. í fyrsta lagi er örðugt að fá föt saumuð vegna mannfæðar þeirra, sem til þess eru hæfir, og í öðru lagi er saumastarf klæðskera of dýrt fyrir fátækari hiuta alþýðu. Pví verður niðurstaðan sú, að fátækt fólk neyð- ist til að kaupa útlendu, tilbúnu, lélegu fötin sér í skaða. Samband íslenzkra samvinnufé- laga, sem á siðastliðnu sumri keypti klæðaverksmiðjuna Oefjun, hefir nú tekið sér fyrir hendur að gera til- raun í þá átt að ráða bætur á þessu. Pegar hinir nýju eigendur verk- smiðjunnar fóru að athuga rekstur hennar, varð þeim það Ijóst, að til þess að gera þorra manna mögulegt að eignast föt úr dúkum verksmiðj- unnar, þurfti að sjá mönnum fyrir ódýrum og góðum saumaskap. Pvf var það, að jafnframt og ópnuð var útsala fyrir Oefjunardúka í Reykjavík um miðjan maí síðastlið- inn, setti Sambandið upp saumastofu við hliðina á útsölunni, þar sem menn geta fengið saumuð föt úr Gefjunardúkum eftir máli, fyrir mjög hóflegt gjald. Oeta menn þannig valið sér efni í fötin, ráðið sjálfir sniðinu á þeim og hafa jafnframt tryggingu fyrir því, að fötin fari vel, því valinn klæðskeri veitir sauma- stofunni forstöðu. Fyrsta mánuðinn, sem saumastof- an starfaði, voru pantaðir um 80 fatnaðir, og hafa pantanir farið vax- andi síðan. Sézt af þessu að sauma- stofunnar hefir verið full þörf og að alþýða Reykjavíkur kann að færa sér starfsemi hennar i nyt og meta hana að verðleikum. Pað, sem mestu skiftir fyrir ai- menning í Reykjavík i þessu efni, er í því fóigið að mönnum gefst kostur á að velja sér falleg, haldgóð og skjólleg föt með vægu verðii Saumalaun hjá klæðskerum i Reykja- vík, ásamt »tilleggí«, hafa verið frá 80 til 90 kr. Saumastófa Sambands- ins setur saumalaun og »tillegg« 57 kr. á karlmannafatnað og hefir þannig lækkað þenna kostnaðarlið um nálega þriðjung. Kosta þáfötin uppkomin kr. 83—118 eftir verði dúkanna. Er þetta eitt sýnishórn þess, hvernig samvinnumenn sjá leiðir út úr ógöngum dýrtíðarinnar í verki, þar sem aðrir standa ráðþrota með hendur í vösum én þeytta túla. En Samb. ísl. samvinnufél. ætlar ekkí að láta staðar numið við saumastofuna í Reykjavík. Hér á Akureyri er einnig ráðgert að Gefjun opni saumastofu í byrjun september næstkomandi, til þess að sauma fyrir menn úr Gefjunardúkum á sama hátt og í Reykjavík; Verður saumastofa þessi í hinu nýja verzl- unarhúsi Kaupfélags Eyfirðinga, og hefir ungur og efnilegur maður verið sendur utan, til þess að búa sig undir að veita saumastofunni forstöðu. Hvaðaverð verður áfata- saum hér, mun enn óráðið. Enhitt er fullráðið að nota einungis fyrsta flokks efni og vanda hið bezta til vinnunnar. Enn er f ráði, að Kaupfélag Ar- nesinga setji upp saumastofu á JÁRÐÁRFÖR Sesselju Jóhannesdóttur, er andaðist að Ytri-Tjörnum 8, júlí s. 1., er ákveðin að Munkaþverá mánu- daginn 20. þ. m. og hefst kl. 2 e. hád. Aðstandendur. Selfossi hið fyrsta og væntanlega verður það gert á fleiri útsölustöð- um verksmiðjunnar Gefjun i náinni framtíð. f höndum Samb. ísl. samvinnu- félaga hefir klæðaverksmiðjan Gefjun tvennskonar hlutverk af höndum að inna. Hún leitast við að gera is- Ienzka ull að verðmætri vöru og hún leggur kapp á að framleiða hentuga og ódýra dúka i fatnað banda landsmönnum. Til þess að ná þessu marki, er nauðsynlegt að framleiðslan geti orðið sem mest. Pví meiri sem framleiðslan er, því ódýrari geta dúkarnir orðið. Eftir að verksmiðjan er komin í hendur samvinnufélaganna, er hægurinn hjá að láta hana hafa þá beztu ull, sem völ er á, til vinnsiu. Á þann hátt er hægt að tryggja það, að efnið í dúkunum sé fyrsta flokks vara. Með þessu skipulagi, sem hér hefir verið vikið að, er mönnum með öðrum orðum tryggð vönduð nauðsynja- vara, sem enginn getur án verið, og með svo lágu verði sem unnt er. Hér er því ekki um neitt gróða- bragð að ræða frá hendi hins nýja eiganda Gefjunar, því Sambandið keypti verksmiðjuna með það eitt fyrir augum að reka hana til al- menningsheilla. Er þess þvi að vænía, að ekki einungis samvinnumenn landsins styðji þenna mikilsverða vísi til inn- lends iðnaðar, sem hér er hafinn, heldur og allur almenningur i land- inu. Pað á hann að gera sjálfum sér til hagsbóta. Og það gera menn með því að kaupa og klæðast föt- um úr Gefjunardúkum, saumuðum á saumastofum verksmiðjunnar. Aðalsfeinn Krislinsson fratnkvæmdastjóri og Stefán Rafnar hafa verið hér fyrir norð-. an að undanförnu og fara suður í dag. Geysir fór á Iaugardaginn í bílum til Sauðárkróks og söng þar á laug- ardagskvöld og tvisvar á sunnudaginn fyrir troðfullu húsi áheyrenda í hvert sinn. Geysilegur fjöldi fólks var á Sauðárkrók þessa daga; kom frá Óláfsfirði, Siglufirði Húnavatnssýslu og Skagafirði og var gerður hinn ágætasti rómur að söng Geysis elns og vsnta mátti, (Niðurl.). Pann 17. júní var veður fagurt. Var þá frítt að líta yfir hina »vænu bygð með vatnamiðin fáguð og skygðc. Árla dags var gengið af stað og var ferð fyrst heitið til Námafjalls. Var sú leið oss vísuð sem Israels- mönnum forðum, þvf að reykjar- stólpá lagði upp af fjallinu. Víða var staðar numið áieiðinni, því margt var að sjá. Skoðuðum við hraun þau er runnu 1725 og 1728. Eru þau gróðursnauð. I fylgd með okkur var Jón bóndi í Reykja- hlíð, og er hann gagnkunnugur leiðum og örnefnum. Á Námaskarði var staðar numið og litast um. Var þaðan útsýn góð yfir fjðllumgirta Mývatnssveitina, en til austurs gat að líta viðlend öræfi, prýdd fögrum fellum og fjðllum. Austur undir Námafjalli eru bullandi brennisteins- hverir, en í fjallinu sjálfu eru hinir gömlu brennisteinsnámar. Er fjallið allt sundur soðið og rýkur úr gilj- um og gljúfrum, Er það grænt viða en gras hvergi, og stafar græni liturinn af brennisteini. Frá brennisteinshverunum varnú stefnt til Vftis. Lá sú leið norður með Dalfjalli. Er það fjall sundur sprungið víða, enda hefir gosiðþar (1728). Nú er það víða kjarri vaxið. Á leiðinni komum við að tóptum nokkrum þar sem heitir i Grænadal. Sagði jón okkur að þaðan væri Grðndalsnafn komið, og hefði hinn elzti Gröndal fæðst þarna. Erfið reyndist leiðin til Vitis, og komust fæstir lengra en að litla Víti. Er það organdi gufuhver og all ægi- legur. Nokkrir gengu upp á Krðflu, og þrir sunnanmenn gengur austur að Dettifossi. Frá Víti var farin skemmstu leið til Reykjahlíðar. Lá hún yfir úfið og úlfgrátt apalhraun. Á heimleiðinni gengum við nokkrir upp á Hlíðar- fjall. Segir Thoroddsen útsýn þaðan stórfenglega, og er það eigi ofsagt. Sást þaðan austan frá Dimmafjaila- garði vestur í Vindheimajökul og norðan úr Dumbshafi suður i Vatna- jökul. Kveldað var er við komum {

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.