Dagur - 16.07.1931, Blaðsíða 4
140
DAGUR
36. tbl.
Góður gestur.
Hingað til Akureyrar kom með
Lagarfoss 4. júlí, miss May Morris,
dóttir enska skáldsins William
Morris. W. Morris var hinn mesti
íslandsvinur. Kom hann hingað tví-
vegis og ferðaðist mikið um landið.
Ávann hann sér ást og virðingu
allra þeirra, sem kynntust honum
sakir Ijúfmennsku og göfugmann-
legrar framkomu. Dóttir hans, miss
Morris, er enginn eftirbátur föður
síns í því að unna íslandi, né held-
ur hins að vinna hylli fólks. Petta
er í þriðja skiftið, sem hún kemur
til íslands. Hefir hún eignast hér
marga vini og veit eg með vissu,
að þeir fagna allir komu hennar.
Miss Morris hefir ferðast mikið
nm Evrópu og aðrar heimsálfur. En
ekkert land, sem hún hefir séð,
þykir henni jafnríkt af dásemdum
og fsland. Pó hún sé nú nokkuð
við aldur, hikar hún ekki við að
leggja upp í löng og erfið ferðalög
um byggðir, fjöll og firnindi. Pví,
til mikils er að vinna: aukinnar
þekkingar á hinu dásamiega fslandi.
Miss Morris les íslenzku. Er hún
óþreytandi að fletta upp orðum,
því ekki vill hún hlaupa yfir nokk-
urt orð án þess að skilja merkingu
þess. Hún hefir oft skrifað um ís-
Iand í erlend blöð. Lýsa skrif henn-
ar einlægu vinarþeli til lands og
þjóðar.
Miss Morris hefir verið sæmd
fálkaorðunni íslenzku.
Miás Morris er hámentuð kona,
gáfuð og marghæf.
Heimili hennar, Kelmscott Manor,
er víðfrægt fyrir fögur listaverk,
stórt bókasafn og fleiri dýrmæta
hluti. Sjálf er hún yfirlætislaus og
ljúfmannleg f framkomu, eins og
þeirra er háttur, sem mikið er í
spunnið. í fylgd með henni hér er
miss Lobb, vinkona hennar og stall-
systir og tvær amerískar hefðar-
konur.
Guðrún Jóhannsdottir
frá Ásláksstöðum.
■ "'fl'—
Fr éttir.
Haraltí Höffdino prófescor við Kaup-
mannahafnarháskóla er látinn.
Leikentíurnir úr Heykjavík fóru suður á
laugardaginn var, sumir með fslandi og
sumir í bílum.
Alpingismennirnir Einar Árnason, Bern-
harð Stefánsson, Guðbrandur ísberg, Ing-
ólfur Bjarnarson og Björn Kristjánsson
fóru héðan áleiðis til þings í bíi á Iaugar-
daginn. í för með þeim var Páll Eggert
Ólason bankastjóri.
Geir Jónasson stúdent hér í bæ hefir
fengið loforð um styrk úr Snorrasjóði til
sögunáms við háskólann í Oslo. Er styrk-
urinn 1200 kr. á ári í 4 ár.
HeÍffl komnar frá Kaupmannahöfn, eftir
fjögra ára dvöl þar, eru mæðgurnar ung-
frú Anna Magnúsdóttir og frú Marzelía
Kristj ánsdóttir móðir hennar, ásamt fóstur-
dóttur þeirra ungfrú Jóhönnu Jóhannsdótt-
ur, sem lokið hefir námi við söngskóla
Konunglega leikhússins í Höfn meðágæt-
um vltnisburði.
$£ýO\
þvottadufiið þjóðfrœga er ávalt til hjá
Kaupféiagi Eyfirðinga.
Notíð VIH
d alla potta og pönnur.
Allir pottar þlnir, frá minsta
'skaftpottinum upp I stóra slát-
jurpottinn eru fljóthreinsaðastir
með VIM. Dreyfðu VIM á
deiga ríu o'g hver einasti blett-
ur eða bruna-skánir eða önnur
óhreinindi, hverfa í skyndi.
Notið einnig VIM á postulín
M V 120-10
og allan annan
borðbúnað. Við
hvað semhreinsa
þarf á heimilinu
má nota VI M.
fcEVER BROTHERS LIMIfeo.
ROftT SUNöGHl*. tNGLAND.
KAPPREIÐARNAR
á Melgerðismelum, sunnudaginn 19. júlí, hefjast klukkan 2 síð-
degis. — Aðgangur 1. króna.
Mörgum fallegum gæðingnum mun hleypt þar og ættu allir
þeir, er hestum unna, að nota sunnudaginn til að horfa á
kappreiðar þessar.
Stjórn hestamannafélagsins „Léttira:
Sumargistihús
er starfrækt í nýja skólahúsinu í Reykholti.
Ungfrú MARGRÉT AUÐUNSDÖTTIR Reykholti gefur upp-
lýsingar.
ALFA LAVAL
mjólkursigti og sigiisbotnar (vattbotnar) eru ó-
missandi til þess að framleiða hreina og heil-
nœma mjólk.
Samband ísl samvinnufélaga.
drekka allir góðir
Isiendingar.
Fæst alstaðar þar sem
öl er selt.
Simskeyti.
(Frá FB).
Byík 8. júlí.
Deilan milli Dana og Norð-
manna um Austur-Grænland held-
ur áfram. f seinasta orðsending-
arsvari sínu setja Norðmenn eft-
irfarandi skilyrði fyrir því að
málinu verði vísað til dómstólsins
í Haag:
1. Danir fallist fyrir fram á að
norsku stjórninni verði heimilt að
helga sér Austur-Grænland, ef
dómstóllinn úrskurði landið engr-
ar þjóðar eign (no mans land).
2. Danastjórn ábyrgist þrátt
fyrir málaferlin, að ástandið hald-
ist óbreytt, miðað við 1. júlí- í ár.
Útflutningur á tímabilinu jan.
—júní nemur 17.814,590 kr., en
var á sama tímaífyrra 19,494,000
kr. Aflinn 1. júlí var 370,968 þur
skippund, en fiskbirgðir 327,000
skpd.
Tvö skemmtiferðaskip eru hér
í dag, bæði bresk. Annað kom frá
Ameríku, en hitt frá Englandi.
Hér er góðviðri og þurkur.
Rvík 141 júlí.
Vegna fjárhagsörðugleika hefir
fjölda banka verið lokað um stund-
arsakir í Pýskalandi, en alþjóða-
bankinn hefir gert ráðstafanir til að
viðhalda gengi marksins á peninga-
mörkuðum heimsins.
Pingmenn flestir, ef ekki allir,
komnir.
Sláttur er að byrja austanfjalls,
en almennt byrjar hann þó ekki
fyr en eftir næstu helgi.
Skemmtiskip er væntanlegt hing-
að í fyrramálið og annað á fimmtu-
dag.
Tvö fisktökuskip eru nýfarin héð-
an til Spánar.
Kristinn Stefánsson cand. theol.
er ráðinn skólastjóri við Reykholts-
skóla.
Rvík 15. júlí.
Tveir þýzkir botnvörpungar
rákust á skammt frá Dyrhólaey
og skemmdust báðir mikið. Dró
sá, sem minna skemmdist, hinn á-
leiðis til Vestmannaeyja, en sá,
sem var í eftirdragi, sökk skammt
frá eyjunum. Við hinn botnvörp-
FJÁRMARK mitt er: Alheilt hœgra, bragð
Jraman bití aftan vinstra. — Markið er
samþykkt af markadómara.
LÁRA SIGURÐARDÓTTIR,
Stöng, Skútustaðahreppi.
unginn var gert til bráðabirgða í
Vestmannaeyjum. En skipshöfn-
in af þeim sem sökk fer utan með
Islandi.
Skipakvíin. Byrjað er að byggja granda
norður af gömlu Torfunefsbryggjunni til
skjóls fyrir skipakvína.
Prentsmiðja Odds Bjömesoaar.
Rltstjórl:
Ingimar Eydal, Gilsbakkavag 6,
XSJl