Dagur - 16.07.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 16.07.1931, Blaðsíða 3
36. tbl. DAGUR 139 Fyrir mína hðnd, barna minna og annara vandamanna, þakka eg innilega öllum, nær og fjær, sem veittu aðstoð og sýndu hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar. Siglufirði 13. júlí 1931. Sigurður Egilsson. Söderbiom erkibiskup var mikils- háttar vísindamaður, og kveður mest að rannsóknum hans og ritum um sögu trúarbragðanna. Svo er sagt, að föður hans, sem var prestur, hafi ekki þótt sonur sinn liklegur í æsku til mikilla afreka, en það fór á aðra leið. Dó gamli maðurinn hjá syni sínum f Uppsala biskups- garði. Vísindamennska Söderblom's er að vísu að ágætum höfð, en það sem sérstaklega hefir aflað honum frægðar og frama er skörungsskap- ur hans um forustu til einingar og bræðralags meðal kristinna kirkju- deilda. Hefir engum manni orðið jafn mikið ágengt sem honum í þeim efnumi Pað sem gerði hann að slíkum fóringja var máttugur og hrífandi persónuleiki, frábær lær- dómur, sálrænn skilningur ásamt með fágætu hleypidómaleysi i kirkju- legum efnum og óviðjafnanlegur áhugi, bjartsýni og óvenjumikið starfsþrek. Takmark hans var öflug og bróðurieg samvinna allra krist- inna kirkjudeilda, til siðbóta gjör- völiu mannkyni og til bættra kjara smælingjanna. Hann þreyttist aldrei á því að brýna fyrir klerkum og kennidómi, að hlutverk þeirra væri að gera mannlífið bjart og fagurt. Taldi hann klerkum skylt að taka mikinn þátt í félagsmálastarfsemi þjóðanna. Rígurinn milii kirkjudeild- anna ætti að hverfa. Trúarbragða- kerfin væri ekkert aðalatriði. Árið 1925 var kirkjuþingið mikla haldið í Stokkhólmi. Sóttu þaðfull- trúar allra kristinna kirkjudeilda, nema rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Petta þing var verk Söderblom’s. Samvinnan milli fulltrúa kirkjudeiid- anna, er þarna tóku þátt hundruðum saman í þinghaldi, undir forustu Söderblom’s, var hin ákjósanlegasta. En Svíanna mikli höfuðprestur gætti þess vandiega að ganga á snið öll trúbragðaleg og pólitísk ágrein- ingsefni. Hann lagði áherzlu á, að það væri miklu fleira, sem væri sameiginlegt, heldur en hitt, sem sundur dreifði. Og á þeim grund- velli starfaði þetta kirkjunnar þinga- þing með farsællegum árangri. ísinn var brotinn. Samvinna hafin með fjarskyldum þjóðum og kirkjudeild- um, sem áður höfðu iöngum litið hornauga hver til annarar, sakir kenningakrits og hleypidóma. í heimalandi sínu var S. mjög mikils virtur. Átti hann mikinn þátt í hinni merkilegu ungkirkjuhreyf- ingu Svia og var mikið lesinn og vinsæll rithöfundur. — Hann var ræðuskörungur mikill og mælti jafn vel á þýzka, franska sem enska tungu. Einn af allra mestu mönnum ver- aldarinnar er með Söderblom til moldar genginn, b. Nátturufrœðing’urinn nefnist rit eitt, sem Ouðmundur G. Bárð- arson og Árni Friðriksson byrjuðu að gefa út fyrir nokkru síðan. Er svo tii ætlast að út komi af því minnst 12 arkir á ári, eða sem svarar einni örk á mánuði, og kostar hver örk 50 aura eða 6 kr. árgangurinn. í tímariti þessu eru birtar smá- greinar við alþýðuhæfi um ýms efni í dýrafræði, grasafræði, jarðfræði, landafræði, eðlisfræði, efnafræði, stjðrnufræði og öðrum greinum náttúrufræðinnar. I hverri örk eru og fleiri eða færri myndir efninu til skýringar. Útgefendur segjast láta prenta ritið í 2000 eintökum og að öli þessi eintök þurfi að seljast til þess að útgáfan geti borið sig og ritið verði gert sæmilega úr garði. — Flestir íslenzkir náttúrufræðingar hafa Iofað að skrifa greinar í ritið, til þess að efni þess gæti orðið sem fjölbreyttast. Af Náttúrufræðingnum eru hingað komin 5 fyrstu arkarheftin ogflytja þau margvíslegan og skemmtilegan fróðleik. Má þar nefna ritgerð um helíum, aðra um köiiyulæmar, um búskap náttúrunnar I sjónum, selatárið á Húnaflða 1918, konuríki meðal liskanna, frá Heklu og Hekluhraunum og margt fieira. Almenningur ætti sízt að Iáta undir höfuð leggjast að afla sér þekkingar í náttúrufræði, þegar þess er kostur á jafnauðveldan hátt og nú gefst færi á. Kaupið þvf Nátt- úrufræðinginn og lesið hann kost- gæfilega ykkur til menningarauka og ánægju, -----o----- Um stúdenta frá Akureyrarskóla. Memitamálaráðið veitir á ári hverju fjórum stúdentum styrk til náms erlendis. Að þessu sinni hlutu tveir stúdentar héðan styrk þennan, Sigurður Þórarinsson frá Hofi í Vopnafirði, til náttúru- fræðináms, og Jón Magnússon frá Sveinsstöðum í Þingi, til sænsku náms og sænskra bók- mennta í Stokkhólmi. Annar þeirra stúdenta frá Reykjavíkur- skóla, er styrkinn fékk, var Eð- varð Árnason frá Akureyri. Hann stundaði nám hér í Akureyrar- skóla fimm vetur, en var aðeins síðasta veturinn í Reykjavíkur- skóla. Hann ætlar að leggja stund á símaverkfræði. Tveir stúdentar héðan urðu styrks aðnjótandi úr Snorrasjóði, Ármann Halldórsson frá fsafirði, til heimspekináms, og Geir Jón- asson á Akureyri, til sagnfræði- náms í Oslo. Ingólfur Davíðsson stud. mag. frá Hámundarstöðum hefir ný- lega lokið fyrsta hluta magister- prófs við háskólann í Kaup- mannahöfn, í eðlisfræði og efna- fræði, með mjög hárri fyrstu einkunn. Nýtur hann styrks í sumar úr Menningarsjóði til rannsókna hér á landi. Sláttur er nú allvíða í byrjun hér um sveitir. Qrassprettu miðar vel áfram þar sem jörð er ekkl ikemmd. Verði hagstæð tíð og nýting heyja góð, getur betur úr rætzt með heyskapinn en á horfðiit um tíma, G ram mofón pIötu r söngplötur eftir frægustu söngvara heimsins, svo sem: Caruso, Chaliapine, Hislop, Gigli, Schipa o. fl. Ennfr. ísl. söngvarana: S. Birkis og Pétur Jónsson o, fl. Fiðluplötur spilaðar af Kreisler, Elman, Heifetz, Marteau, Johan Nielsen, 12 ára undrabarninu, Menuhin o. fl. Pianosolo-plötur spilaðar af Backhaus, Cortot, Paderewski, Pachman o. fl. Orkesterplðtur, meðal annars: »Syrpa af íslenzkum þjóðlögum< safnað og raddsett af Emil Thoroddsen. Orgel- Cello- og kórplötur, þar á meðal plötur sungnar af hinum heimsfræga Don-Kósakkakór, sem talinn er meðal frægustu karlakóra heimsins. Nýjustu dansplötur. Væntanlegar með Dr. Alexandrine í næstu viku hinar bráðskemtilégu plötur sungnar af Comédia Harmonists (Quintet). Harmonikuplötur eftir Gellin og Borgström o. fl. Ennfremur allar nýju íslenzku Columbiaplöturnar. — GRAMMOFÓNAR í miklu úr- vali, nýkomnir. Ferðafónar frá kr. 65.00 til kr. 145.00. Borðfónar á 145.00 — 175.00 og skápfónar á kr. 300.00. Grammofónverk, tónarmar, diskar, hljóðdósir, sjálfstopparar, sem má setja á alla fóna. Orammofónnálar. Hljóðfæraverzlun Ounnars Sigurgeirssonar. Vikuskýrslur um slldarleitina frd Flugfélaginu. I. Dagana 30. júní til 4. júlí flaug Súlan síldarflug samtals um 7 tíma um svæðið frá Vestfjörðum til Skjálfandaflóa. Leitað var á vestanverðum Húnaflóa norður með Ströndum, á Skagagrunni, Skagafirði inn fyrir Drangey og Málmey, á Eyjafirði og Skjálf- anda til Húsavíkur. Yfir nokkuð af svæðinu var flogið oftsinnis. Engin síld sást enda leitarveður fremur óhagstætt og tvo síðustu dagana varð ekkert flogið vegna veðurs. Skip hafa ekki orðið vör síldar nema eitt skip veiddi um 300 tunnur á Húnaflóa. 'iá- n. Vikuna 5. til 11. júlí flaug Súl- > an síldarflug 4 daga, samtals um 9 tíma, yfir svæðið frá Húnaflóa til Eyjafjarðar og þar á meðal margsinnis milli Akureyrar og Siglufjarðar. Einnig var flogið út til þess að athuga erlend veiði- skip. Síld sást á þessum stöðum: Undir landi hjá Sölvabakka á Húnafirði, 10 sjóm. norður af Skaga, á Haganesvík, undan Dala- tá og út af Siglufirði; ennfremur út af ólafsfirði og inni á Eyja- firði fyrir norðan Hrísey. Flesta dagana var veður fremur óhent- ugt til sildarleitar og þrjá dagana varð ekkert flogið vegna veðurs. Mörg skip farin til veiða og hafa aflað vel. o Spekingurinn heimskunni, Leo Tolstoy, segir á einum stað í ritum sínum, að hamingjuleysi mannanna komi ekki fyrst og fremst af því, að þeir vanræki hið nauðsynlega, heldur miklu fremur af hinu, að þeir gjöri það sem sé óþarft. Mér virðast þessi orð spekingsins óvíða sannast eins átakanlega eins og f viðhorfi mannkynsins til eiturnautn- anna. Sú var tiðin að lítt þótti sæmandi meðalsnotrum mönnum, að skifta sér af slíkum málum, en þó er nú svo langt komið, að barátta er hafin um heim alian, bæði með lagaboð- Foto for og efter Brugen af Hebe Haarcssens. — Dcnne Herrc, 57 Aar, va* skaldct i ovcr 10 Aar, men en kort Kur med Hebegav ham nyt, tæt Haar, uden »graa Stænk«. — Áttesteret vidnefast af Myndighederne. — Hebevædsken er en Fond af lægekraftige Urteessen* ser, som ved relativ Samvirke gor Haarbunden sund, fjemer Haarfcdt og Skæl. standser Haartab og bevlrke* ny, kraftig Vækst. Skaldede benytter den forste Hebe Haaressens, 3»dobbelt stxrk, Kr. 6,00 Hebe do., plus 50 pCt. Antigraat. » 5,00 Hebe Antigraat, mod graa Haar, » 4,00 Hebe Queen, Damcrnes Yndling. » 4,00 Hebe Haartinktur. fin Special . » 3.00 y Hebe Normal, Bornehaarvand, • 2,00 Hebe Champoo. antiseDtisk. dt. Pk. » 0.25 AUe i store Flasker. Faas overalt. Skriv til HEBE FABRIKKER, Kabenhavn N. um og frjálsri starfsemi, á móti sum- um tegundum eiturnautna, t. d. áfengi og opiumnautn. En éin er sú tegund eiturnautna, sem nú á 20. öidinni fer sigurför um allan heim og á sér dýrkendur jafnt í hreysi sem höllum, það er tóbaks- nautnin. En hér mun fara enn sem fyr, að lítt þyki eyðandi hugsun á slíka smámuni, ekki sizt nú þegar »stóru málin*, stjórnmálin — fylla hvers manns hug. En hvað er stórt og hvað er smátt? Einmitt ramm- vitlaust mat á þvi er meginorsök flestra þeirra óheilla, sem við látum apast að bæði i einstaklingslifinu og því opinbera. Úr hinum mörgu þráöum, er okkur virðast svo nauða- ómerkilegir, er sá mikli þáttur slung- inn, sem við í dagiegu tali nefnum »lífið«, hvort sem er einstaklinga eða heilla þjóða. Eiturnautnirnar eru ein tegund slíkra þráða, sem hvorki gjöra lífið sterkara eða veita því meira gildi, heidur hið gagnstæða, og með fullri virðingn fyrir »stóru málunumc ætla eg að verja örfáum línum til að minnast á eina tegund þessara nautna, tóbaksnautnina, jafn- vel þótt sumir haldi þvi fram að enga þýðingu hafi að berjast á móti þessu, siik hefir skoðun manna ætíð verið, þegar byrjað hefir verið á að venja menn frá einhverri villi- mennsku. En það, sém kemur mér sérstak- lega til að rita þessar Iínur, er hin sívaxandi tóbaksnotkun barna og unglinga. Fyrir mér er þetta þvf fyrst og fremst uppeldislegt vanda- og alvörumál. Tóbaksnotkun er blettur villimennsku á mannkyninu og þessvegna til skammar. En þegar hún hefir hertekið börnin og ungl- ingana, er hún orðin að alheims- böli eins og reynt mun verða að sýna fram á, (Framh.). Hmnes J. Magnússoru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.