Dagur - 20.08.1931, Side 2
158
D!KrCB
41. tbl.
I
ssffffiiifffifffiffvffffig
"* Timburfarmur
nýkominn.
Allar tegundir af ágætu sænsku timbri
— unnið og óunnið.
Pantanir afgreiddar um land allt með
mjög stuttum fyrirvara.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Byggingarvörudeild.
SHiHIHHUttiUUttiUÍ
My ndastof a n
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
sjálfsagt að haida á Akureyri áður
en skólar byrja.
Verum vakandi og samtaka 1
Snorri Siyfússon.
Önnur blöð á Akureyri eru vin-
samlega beðin að ljá þessum grein-
arstúf rúm. Sn. S.
------o----
Eru það álög?
íhaldsblöðin halda áfram að verja
spellvirkin, sem gerð voru á Ping-
vallakirkju í vor og sem getið var
umhér i blaðinu fyrir nokkru. Pað
er ekki nóg með að blöð þessi telji
ölvuðu mennina, sem spellvirkin
frömdu, alsaklausa, heldur umhverfa
þau málinu svo gersamlega, að
varpa sektinni yfir á herðar lög-
gæzlumannsins á Pingvöllum fyrir
það að gefa útvarpinu skýrslu um
skemmdirnar á Pingvallakirkju. Siða-
iærdómur blaða íhaldsflokksins er
i þessa leið: Pað er fallegt af stú-
dentum f Reykjavik að fara út f
sveit, drekka sig þar fulla, ráðast
siðan að kirkjum og mölva þær.
Petta kalla blöð fhaldsins að »gera
sér glaðan dag<. En sá, sem segir
frá þessu fallega (I) framferði stú-
dentanna, hann er sá seki að dómi
blaðanna. Hver maður með fullri
greind hlýtur að sjá, að i þessari
rökfærslu er hin argasta hugsunar-
villa. Ef stúdentarnir hafa ekkert
aðhafst annað en >gera sér glaðan
dag< eftir venju siðaðra manna, þá
er sannarlega engin synd að segja
frá þvi. Saklaus gleði er engum til
minkunar. En það er skömm að
því að svívirða kirkjur landsins í
ölæði.
fslendingur, er út kom 31. f. m.,
gerir spellvirkismál þetta að umtals-
efni. Skýrir blaðið svo frá, að Dagur
hafi sagt þannig frá þessu efni, að
það hafi verið »stjórnarandstæðing-
ar, sem gert hafi sig seka um þá
óhæfu að vera fullir á Pingvöllum
og brjóta tvær eða þrjár rúður i
Pingvallakirkjuc. Við þessa frásögn
fsl. er nú það að athuga, að Dagur
hefir hvergi látið þess getið, að
það hafi verið »stjórnarandstæðing-
ar<, sem drukku sig fulla og unnu
spellvirkin á Pingvöllum; blaðinu
hefir verið'með öllu ókunnugt um
til hvaða stjórnmálaflokks spell vírkjar
þessir töldust, en af þessum orðum
fsl. má ráða, að þeir hafi tilheyrt
íhaldsflokknum, enda er ekki ósenni-
legt að svo hafi verið, og þakkar
Dagur ísl. fyrir þessar upplýsingar.
Fer þá jafnframt að verða skiljan-
legri ákafi ritstjóra íhaidsblaðanna I
þá átt að verja óhæfuna, þegar
þeirra eigin flokksmenn eiga Ihlut,
því þeir hafa oft orðið berir að
þvi áður að taka upp vörn fyrir
hverskonar ósóma innan flokks síns.
Svo var það t. d. með fjársvikin í
Brunabótafélaginu.atkvæðafölsunina
í Hnífsdal, sjóðþurðina I Barða-
strandarsýslu, fiskveðssvikin í Hafn-
arfirði, vaxtatökuna i Reykjavík,
kviksetningartilraunina o; fl. o. fl.
Mönnum verður að spyrja: Eru
það álög á vesalings íhaldsritstjór-
unum að verja ósómann i hvaða
mynd, sem hann kemur fram?
-----o----—
Höfðingleg gjöf.
Ráðsmaður spítalans hefir beðið
»Dag< að skýra frá því, að Por-
steinn M. Jónsson .bóksali hafi nú
í vikunni gefið bókasafnl spítalans
bækur fyrir ca. 200 kr., alls 40 bindi
og Nýjar Kvöldvökur frá upphafi,
Kann hann Porsteini hinar beztu
þakkir, fyrir bókasafnsins hönd, fyr-
ir þessa höfðinglegu gjöf. — Bóka-
safn spítalans er fátækt af bókum
og í lélegu ástandi. Væri mikil þörf
á þvi áð koma lagi á það og afla
þvi nokkurs bókakosts. Hefir Por-
steinn riðið myndarlega á vaðið.
Færi vel á því, að margir komi á
eftir og styrki bókasafnið með ráð-
um og dáð. — Blaðið vill beina
þeim vinsamlegu tilmælum til ís-
lenzkra bókaútgefenda, að þeir sendi
bókasafni þessu forlagsbækur sínar.
Er þess að vænta, að þeir vlkist
vel undir það. — Ennfremur vill
blaðið benda á, að vel mundu vera
þegnar lesnar og notaðar bækur,
útlendar og innlendar, er bæjarbú-
ar og aðrir kunna að eiga, en ætla
ekki sérstaklega að hirða um.
—----o-----
I.
Síðastliðinn laugardag söng ung-
frú Jóhanna Jóhannsdóttir hér i
Samkomuhúsi bæjarins. — Ekki var
það samt í fyrsta sinni að bæjar-
búar sæju hana hér á senunni það
kveld, eða þeir af bæjarbúum sem
dvalið hafa hér að síaðaldri síðast-
liðin fimmtán ár. Margir mundu
eftir henni, sem ofurlítilli bjarthærðri
smámeyju, sem stóð einmitt á þess-
um sama stad, frammi fyrir hundr-
uðum af áheyrendum og sagði þeim
sögur, las þeim kvæði eða söng
fyrir þá ýmsa smásöngva. AUt fór
það fram með barnslegri einlægni,
en þó merkilega Ijósum og lifandi
skilningi á því, sem hún fór með.
Og bæjarbúar höfðu hinar mestu
mætur á þessari bjarthærðu og lit-
friðu smámeyju. Pað var naumast
að menn hér væru hættir að kalla
hanajóhönnu litlu, þegar hún lagði
héðan frá landi fyrir nokkrum árum
síðan til Kaupmannahafnar, þar sem
hún hefir síðan dvalið við söngnám,
þangað til nú f sumar. Okkur Ak-
ureyrarbúum gaf hún fyrstum tæki-
færi til að hlýða á sig opinberlega
eftir heimkomuna á laugardagskveld-
ið var, eins og áður er sagt. Flest
öll sæti f salnum voru setin, og
biðu áheyrendur hennar með nokk-
urri óþreyju. — Pað sem fyrst vakti
eftirtekt mfna, er hún kom fram á
senuna, og dynjandi lófatakið mætti
henni frá áheyrendum, var það hvað
hún var lik henni Jóhönnu litlu
eins og eg mundi fyrst eftir henni.
Sama Ijósa hárið, sami bjarti yfirlit-
urinn, sömu augabrúnirnar, og þær
Ijósar eins og hárið. Par var ekkert
falskt, máð eða litað. Og f raun og
veru er hægt i stuttu máli að segja
það sama um söng hennar yfirleitt.
Hann var ófalskur að öllu leyti,
ótilgerður og ósvikinn. Hver tónn
hreinn, og farið með allt af hinni
mestu einlægni, og svo gersamlega
laust við ðfgar, ofstopa eða gönu-
hlaup. Röddin er ekki mikil ennþá,
en hún hefir á henni fullkomið vald,
og einkennilegt virðist mér það vera
hvað það helzt vel í hendur við
Ijósan og, mér liggur við að segja,
rólegan skilning á því, sem hún fer
með. Söngskráin var fjölbreytt og
allerfið með köflum, en lögin ^tel
og smekklega valin. Mér virtist hún
vera dálítið hikandi f fyrstu, og var
það nú máske eðlilegt, en öll voru
lðgin vel sungin og vel með farin.
Pó þótti mér mest koma til með-
ferðar hennar á >Svanasöng á heiði<
eftir Sigv. Kaldalóns, svo og >Sol-
veigs Sang< og »Prinsessen< eftir
Orieg. »Prinsessen< söng hún svo
vel, að eg tel varla hægt að fara
betur með það jag,
Framkoma hennar öli var hin
prýðilegasta, látlaus og einlæg, og
var sðng hennar að maklegleikum
vel tekið af áheyrendum. Varð hún
að endurtaka margt af lögunum, og
syngja að lokum aukalag. Var kveldið
hið yndislegasta i alla staði, og
hafði gefið mér bjartan unað og
íjúfa nautn. ÁheyrandL
II.
Ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir
söng i fyrsta sinn f Samkomuhúsinu
EFNAGERÐAR-VfiRUR
eru þekktar um allt land, vörugæði og
verðlag viðurkennt aí öllum sem reynt hafa.
íslendingar! Kaupið íslenzkar vörur.
Umboðsmaður vor á Akureyri er
Eggert Stefánsson
Brekkugötu 12. — Sími 270.
H|f Efnagerð Reykjavíkur.
á laugardagskvöidið fyrir fullu húsi.
Var ‘ hinni ungu söngkonu tekið
með hrifni og miklu lófataki af til-
heyrendum, sem hún fyllilega verð-
skuldaði.
Eins og flestum Akureyringum er
kunnugt, hefir Jóhanna stundað
söngnám á hljómlistaskólanum i
Kaupm.höfn undanfarin 3 ár. Lauk
hún fullnaðarprófi með ágætis eink-
unn og glæsilegum vitnisburði kenn-
ara sinna siðastliðinn vetur. Auk
þess naut hún tilsagnar frægrar
söngkonu, Margherita Flor, sem
syngur við Konungl. leikhúsið f
Khöfn. Og nú er hún komin eftir
glæsilegt og tiltölulega stutt nám
og býður Akureyringum krafta sina
og kunnáttu i hinni fögru og göf-
ugu list — sönglistinni.
Pessi fyrsta sðngskemmtun henn-
ar tókst að minum dómi prýðilega.
Hún hefir hreina og fagra sópran-
rödd, syngur af kunnáttu og skiln-
ingi á hlutverkunum, sem hún fer
með. Söngskráin var fjölbreytt og
vel valin, margt góð-kunningjar.
Pessar línur áttu ekki að vera neinn
dómur á söng ungfrúarinnar. En
eg get ekki látið vera að minnast
sérstaklega á nokkur númer. T. d,
»Solveigs Sang< og »Prinsessen<
eftir Orieg, sem hún fór frábærlega
vel með, aria úr >Messias< eftir
Hándel, >Rosa< eftir Tosti, að
ógleymdu siðasta númerinu á söng-
skránni >Nun beut die Flur< eftir
Haydn. Og ísl. lögin: »Svanasöng-
ur á heiði«, >Sprettur< og lögin
eftir P. Jónsson: »Nótt» og »Heið-
bláa fjólan<. — Öll framkoma ung-
frúarinnar var prúð og látlaus, og
hafi hún þökk fyrir þessa ánægju-
legu kvöldstund.
Eg vil með línum þessum vekja
athyggli Akureyringa á þvi, að hér
í bæ hefir tilfinnanlega vantað kenn-
ara í söng. Margir hafa dágóða
söngrödd, en kunna ekki að stjórna
henni og fegra sem skyldi. Nú er
ráðin bót á þessu. Jóhanna er sezt
hér að og hefir auglýst kennslu;
býður fram krafta sina til að efla
söngkunnáttu. Pið ungu meyjar og
sveinar, sem söngrödd hafið, notið
þið nú tækifærið og látið ekki þessa
ungu söngkonu koma hingað er-
indislaust.
Söngvinur.
Bílastöðin Bifröst hér i bænutn hefir nu
þrjú sumur i röð efnt til skemmtiferða
fyrir sjúklinga i Kristneshæli og lagt til
bifreiðar til þessara ferða fram og aftur
endurgjaldslaust. Er þessi höfðinglega
rausn og hugulsemi við sjúklingana lofs-
verð, enda eru þéir þakklátir fyrir þessa
mannúðlegu greiðasemi.
Mannslát Oísli J. Ólafsson landsíma-
stjóri er nýdíinn í Kaupmannaböfn eftir
uppskurð. Hann var maður á besta aldri
og prýðilega gefinn eins og hann áttikyntii,