Dagur - 27.08.1931, Side 1

Dagur - 27.08.1931, Side 1
DAOUR Umur út á hverjnm fimta- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Árni Jóhanna- *en i Kaupfélagi Eyfiró- inga. Afgreiðsían «r hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgöto S. Talsimi 112. Uppsögn, bnndin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. XIV. ár. Akureyri, 27. ágúst 1931. 42. tbl. TRYGGVI ÞÓRHALLSSON forsætis- og at- vinnumálaráðherra. JÓHflS JÚNSSON dóms- og kennslumála- ráöherra. flSGEIR flSGEIRSSON fjármálaráðherra. Úrslit kosnitiganna 12. júní í sumar og hinn mikli kosningasigur Framsóknarflokksins, sem í þeim fólst, var fyrst og fremst stórfeld traustsyfirlýsing þjóðarinnar til þeirr- ar landsstjórnar, sem farið hafði með völdin síðasta kjörtimabil. Pað var því i alla staði eðlilegt og raunar sjálfsagt, að sömu menn skipuðu ráðherrastöðurnar og áður hafði verið, svo framarlega sem þeir væru fáanlegir til þess. Petta hefir líka að mestu leyti farið svo. Sið- astliðinn föstudag skýrði Tryggvi Pórhallsson frá því. í báðum deild- um þingsins, að sú breyting væri orðin i ráðuneytinu, að Sigurður Kristinsson hefði beðizt lausnar úr ráðherrastöðu þeirri, er hann hefir skipað til bráðabirgða síðan í vor, og að hann hefði fengið þá lausn. Ennfremur að ráðuneytið væri nú skipað eins og að ofan greinir, með þeirri verkaskiftingu sem þar er tekin fram. Breytingin á skipun landsstjórnar- innar, frá því sem hún hefir verið á síðasta kjörtímabili, er i því einu innifalin, að Ásgeir Ásgeirsson hefir tekið við fjármálaráðherraembættinu af Einari Árnasyni. Mun hinn síðar- nefndi hafa reynst ófáanlegur til þess að gegna því starfi áfram. Sezt hann nú að búi sínu heima á Eyrarlandi, og munu allir þeir, sem kunna að meta vel unnin störf, unna honum þess sannmælis, að hann hafi setið sjálfum sér og bændastéttinni til sóma i ráðherra- dómi. Að Einari Ámasyni frágengnum mun hafa verið leitað eftir því við Sigurð Kristinsson, að hann héldi áfram ráðherrastörfum, en þegar til kom hafi hvorki hann né aðrir séð fært að missa hann frá hinu um- fangsmikla og ábyrgðarrfka forstjóra- starfi við Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Endirinn varð því sá, að Fram- sóknarfiokkurinn hallaðist að þvi að fela Ásgeiri Ásgeirssyni fjármálaráð- herrastöðuna, og vékst hann undir þann vanda. Hinir ráðherrarnir tveir, þeir Tryggvi Pórhallsson og Jónas Jóns- son, voru raunar sjálfkjðrnir f sinn fyrri verkahring, svo framarlega sem þeir ekki skoruðust með öllu undan þeim störfum. Báðir eru þeir svo þjóðkunnir af stjórnarstörfum sínum á undanfðrn- um árum, að þeim þarf ekki að lýsa, hvorki fyrir samflokksmönnum þeirra eða andstæðingunum. Þeir hafa báðir verið í fararbroddi á framsóknarleið þjóðarinnar nú um skeið og markað mörg og djúp spor á þeim vegum. Pau spor vísa framsæknum mönnum meðal þjóð- arinnar leið á ókomnum tímum, en jafnframt hræða þau spor ístöðu- litlar íhaldssálir, og það er sízt að harma. Síðan þessir tveir menn tóku við stjórnartaumunum og gerðust for- ingjar Framsóknarmanna, hefir fylgið við stefnu þeirra farið sívaxandi ár frá ári, eins og kosningar til Al- þingis hafa berlega sýnt. Petta öra, vaxandi fylgi við Framsóknarstefn- una, sem þeir Tr. P. og J. J. hafa einkum markað, hefir skotið and- stæðingunum til beggja handa mjög skelk f bringu, eins og viðburðir siðustu tima hafa glöggt borið vott um. Fjármálaráðherrann nýi er að vísu óreyndur í þeirri stöðu. Hann er yngstur ráðherranna, aðeins 37 ára gamall. Árið 1912 tók hann stú- dentspróf frá Rey javíkurskóla og embættispróf í guðfræði við háskól- ann 1915. Eftir það var hann um skeið utanlands; gegndi siðan bisk- upsritarastörfum og þar á eftir var hann starfsmaður í Landsbankanum. Frá 1918 til 1926 var hann kennari f Kennaraskólanum, en var þá settur fræðslumálastjóri og skipaður i þá stöðu árið eftir; hefir hann gegnt því starfi síðan. — Árið 1923 var Asgeir kosinn á þing í Vestur-ísa- fjarðarsýslu og endurkosinn 1927 og 1931. í síðara skiftið lögðu báðir andstæðingaflokkarnir mikið kappá að fella hann, en hann bar þrátt fyrir það glæsilegan sigur úr býtum, og sýnir sá sigur, hversu mikils trausts hann nýtur í kjördæminu. Hann hefir verið einn hinn mesti atkvæða- maður á Alþingi og hefir einkum látið fjármálin og menntamálin til sin taka; hefir hann átt sæti i fjár- hagsnefnd og menntamálanefnd. Arið 1925 var hann kosinn í milli- þinganefnd í bankamálum og 1926 f Alþingishátíðarnefnd. 1927 var hann kosinn formaður gengisnefnd- ar og kosinn i utanrikismálanefnd 1929. Loks var hann árið 1930 kosinn forseti sameinaðs Alþingis og féll þá í hans hlut að hafa aðal- stjórnina á Alþingishátfðinni. Orkar það ekki tvímælis, hvorki meðal innlendra eða útlendra hátíðargesta, að honum hafi farizt það vandasama starf prýðilega úr hendi. A þessu stutta yfirliti sézt, að Á. Á. hefir haft margvísleg og mikilvæg trúnaðarstörf með hðndum, þó enn sé hann ungur maður, og hvarvetna þótt hinn liðtækasti til verka. Ásgeir Asgeirsson er einn hinn glæsilegasti maður i sjón, ágætlega gáfaður og prýðilega máli farinn. Pegar alls þessa er gætt, er ekki að undra þó að hann yrði fyrir valinu f fjármálaráðherrasætið. Pegar forsætisráðherra hafði til- kynnt stjórnarmyndunina fefri deild, kvaddi Jón Þorláksson sér hljóðs og lýsti yfir þvf, að hann og hans flokkur litu á hina nýju Framsókn- arstjórn sem minnihluta-stjórn. Dómsmálaráðherra fór þess þá á leit við J. P., að hann vitnaði til þeirra ákvæða í stjórnskipunarlögun- um, sem hann styddi þessa yfirlýs- ingu við. Pað gat Jón ekki, og féll svo tal þetta niður. Petta skraf Jóns Porl. ber þess vott, að honum hættir til, eins og áður, að fara með reikningsvillur. Allir vita, að þingmenn eru alls 42. Af þeim styðja 23 þingmenn Framsóknarstjórnina. Pað þarf ein- kennilegt reikningshöfuð til þess að finna það út, að 23 séu minna en helmingurinn af 421 En þannig hefir þó J. P. hlotið að reikna. Pá lýsti Jón Baldvinsson því yfir í sama skifti, að hann og hans flokkur væri i andstöðu við nýju stjórnina. Pótti víst flestum sú yfir- lýsing óþörf, því bæði var það vitað áður, og svo þarf stjórnin ekki á stuðningi jafnaðarmanna að halda, ekki einu sinni hlutleysi þeirra. í neðri deild brast og eitthvað í Ólafi Thors og fleiri íhaldsmönnum, þegar stjórnarmyndunin var tilkynnt þar. Andstæðingar Framsóknar hafa verið langleitir eftir nýju stjórninni. Hvað eftir annað hafa þeir spurt mæðulegir á svip: »Hvenær fáum við að sjá framan f nýju stjórnina?* Pað lítur út fyrir, að þeir hafi saknað Jónasar í landsstjórninni. Nú er for- vitni andstæðinganna svalaði En þá er eins og þyrmi yfir þá enn meira en áður. Pólitísk mæða sýnist ætla að verða hið eina hlutskifti þeirra. ——o—— fhaldsmenn hafa'tekið upp þann sið að uppnefna andstæðinga sina í blöðum sínum. Framsóknarflokk- inn kalla þeir nú aldrei annað en »Afturhaldsflokk< og Framsóknar- menn >Afturhaldsmenn«; Tryggva Þórhallsson nefna þeir sjaldan sínu rétta nafni, en uppnefna hann »Trampe«; Jónas Jónsson uppnefna þeir löngum >Mussolini« o. s. frv. Pannig sýnast íhaldsmenn ætla að halda áfram, þar til þeir hafa upp- nefnt flesta meiri háttar andstæðinga sína. Petta uppnefnisfár íhaldsmanna eða blaða þeirra kemur þvf undar- legar fyrir sjónir, þar sem þeir hafa legið Framsóknarmönnum mjög á hálsi fyrir það, að þeir hafi haldið áfram að kalla andstöðuflokkinn þvi nafni, er hann hafði sjálfur valið sér oggengið undir, þar til forráðamönn- um hans hugkvæmdist að kasta þvf fyrir borð og hnupla í þess stað nafni annars stjórnmálaflokks, sem var fremur vel þokkaður f hugum landsmanna; hugðust íhaldsmenn gera þetta sér til pólitísks fram- dráttar, og lá þvf ekki annað en eigin- girni að baki nafnaskiftanna. En þetta herbragð þeirra hefir algerlega misheppnast sem vonlegt var. »Sjálf- stæðis«nafnið hefir orðið þeim til dómsáfellis og athlægis meðal allra skynbærari manna. Ömurleg mega örlög þess stjórn- málaflokks vera, sem telur það móðgun við sig að vera nefndur þvi nafni, sem hann sjálfur hefir valið sér og gengið undir svo árum skiftir. Að sjálfsögðu hefir flokkur- inn valið sér heiti í samræmi við stefnu sfna. En nú er svo komið, að íhaldsmenn telja sér skömm gerða með þvf að kenna þá við stefnu sfna. Þeir eru því orðnir hræddir við bæði nafn sitt og lands- málastefnu — hræddir við sjálfa sig. En það er ekki nóg með það að íhaldsmenn séu orðnir hræddir við sjálfa sig, heldur eru þeir farnir að nota nafn sitt sem hræðu frammi fyrir þjóðinni. Pó að orðið fhald og afturhald tákni ekki nákvæmlega það sama fræðilega séð, þá er þó fhalds- mönnum það Ijóst, að í vitund alþýðu renna hugtök þéssi saman í eitt. Þegar því íhaldsmenn upp- nefna Framsóknarmenn með aftur- haldsheitinu, þá eru þeir að klina sfnu eigin nafni á andstæðingana f þeim tilgangi að sverta þá f auguro

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.