Dagur - 03.09.1931, Page 2

Dagur - 03.09.1931, Page 2
166 DAGTTR 43."tbL Sllfllfilillfffllflilflii r _ nýkomnar. Pottar af öllum stærðum og tegundum. Katlar, kaffikönnur, tekatlar, fötur, sápu- sóda- og saltílát, ballar, þvottaföt, þvotta- stell, (vatnskönnur, dörslög, hlemmar, aus- t3| ur, spaðar ofl. — Verðið ávalt það lægsta. Kaupfélag Eyfirðinga. JjS Járn- og Glervörudeildin. miiiiiiiiiiiiiiiiiiHffi Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. kafi; nemendur mistu alian farang- ur sinn og nærri lá, að norska kennslukonan hefði lent i höndum kommúnista. Prestaskólinn í Kunc- how varð að hætta um það leyti, er vorpróf átti að byrja. Samverka- menn okkar i Fanghsien og Yun- yang hafa orðið að yfirgefa starf sitt »vegna háskasemda af völdum ræningja*. Kristniboðar okkar geta þó sagt, eins og Páll, »við höfum verið að- þrengdir en ekki ofþrengdir*. Fleiri menn og konur hafa á sfðustu 18 mánuðum lent í höndum ræningja og látið lif sitt í þjónustu fagnaðar- erindisins í Kína, en nokkurt und- anfarið ár síðan eftir aldamót, Helmingur aðatstöðva okkar hafa verið lagðar i eyði á skömmum tíma, en heita má, að enginn sam- verkamanna okkar hafi orðið fyrir misþyrmingum. A milli Iveggja elda. 16. maí komu nommúnistar skyndi- lega til Sh.w kai, sem er allstór bær, 30 km. lyrir sunnan Laoho- kow. Sló þá miklum óhug á menn; hvað grimmd og siðleysi snertir komast ekki verstu ræningjaflokk- arnir í Honan til jains við kommún- ista. Við vorum nú á milli tveggja elda, því að um sama leyti höfðu 10 þús. ræningjar hafið umsát um Nanyung. Er sá bær fyrir norðan Laohokow. Par eru þrjár kristni- boðsfjölskyldur. Skamt frá Shihwakai er hátt fjall, sem heitir Haishan. Pangað förum við til sumardvalar, hefir verið sagt frá því í þessum bréfum áður. Nokkru áðuren kommúnistar komu’ hafði félagi minn einn farið upp á Haishan. Sendu kommúnistar 200 vopnaðra manna til að leita hans. Peir brutust inn í flest húsin og eyðilögðu eins mikið og timi gafst til. Annars gripu þeir í tómt. Kristni- boðinn var farinn. Slíkar »veiðifarir« hafa þeim oft heppnast betur. Tvo katólska presta drápu þeir skammt frá Haishan. Tveir evangeliskir kristniboðar og sex katólskir hafa verið í haldi hjá þeim i marga mán- uði, þ. e. a. i. hjá þessari einu her- sveit. — Kristniboða taka þeir þó ekki fremur en aðra menn útlenda. I lok maímánaðar er loks afráð- * ið að kristniboðarnir fiestir færu til Hankow og yrðu þar til haustsins. Katólsku trúboðarnir höfðu þá flú- ið fyrir löngu. Við hefðum þó farið til okkar stöðva í Honan, en svo hittist á, að þar var samgöngubann af völd- um ræningja. Rústir. Kommúnistar tóku þrjá stærstu bæina í nágrenni við Laohokow, en ræningjar iögðu fjórða bæinn i rústir. Á fimm aðalstöðvum okkar er nú Iftið eftir annað en rústirnar. Kristni- boðarnir frá þessum stöðvum hafa oftsinnis verið staddir i mikilli hættu. Tvær fjölskyldur flúðu frá Fangh- sien. og alla ieið til Yunyang, 9 daga ferðalag yfir fjöll og dali; gegnir furðu hvernig kommúnistar og ræningjar hafa hvað eftir annað farið á mis við kristniboðana. Pegar þetta er ritað eru kristni- boðarnir frá þessum stöðvum allir komnir til Laohokow, 13 manns fullorðinna og 11 börn. Farangur getur ekki heitið að þeir fengju með sér og hafa því orðið fyrir til- finnanlegu tapi, misst fatnað, hús- muni og bækur. Félag okkar hefir beðið tjón svo nemur tugum þúsunda króna. En allt er þetta smámunir saman- borið við hvað allur almenningur á þessum slóðum hefir tapað og liðið. í aðeins einu héraði, Hunan, segja kínversk blöð, að kommún- istar hafi drepið þar 450 þús. manna. Heil byggðalög hafa lagzt I eyði og meginhlutinn af stórum borgum i rústum. Hankow. Er við komum til Hankow, vor um við betur stödd en félagar okk- ar‘að því leyti, að við höfðum þó sumarfatnað meö okkur. Hankow er ein af mestu Og mikilvægustu borgum Kínaveldis. Er fjögra daga sigling hingað frá hafnarbænum Shanghai, uppeftir stórfljótfnu Yangtsi-kiang, (Blá á). í Hankow eru nokkur hundruð út- lendra manna (Rússar aðallega)auk Japana, sem munu vera nokkuð á fjórða þúsund. — Verðlag er hér líkt og í útlendum stórborgum. Húsaleiga er t. d. afarhá. Ómögu- Hérmeð tilkynnist, að dóttir, systir og mágkona okkar, Vil- helmína Friðrika Oddsdóttir, andaðist að Kristneshæli mánu- daginn 31. ágúst. Þuriður Guðmundsdóttir. Lilja Oddsdóttir. Tryggvi Oddsson. Haraldur Oddsson. Ragnar Bryn/ólfsson. OÓSINA íoumSS Allir munir skfna skærar séu þeir fægðir úr VIM. Oluggar og gler sindra, steindir hlutir, eggjárn og postulíni Pottar og pönnur skína séu þeir fægðir úr ViM. Um leið og VIM hreinsar grómið gefur það gljáa. VÍM sparar tíma og erfiði. Engin vistarvera má VIM-laus vera. X ** fAGAP- tffi FÁGÁ wy M M V 121-10 LEVER, 8R0THERS UMITEQ, PORT SUNUGHi; £N: legt var að fá íbúðir með hús- gðgnum. Við eigum húsgögn bæði f Tengchow og á Haishan, og höf- um naumast efni á að kaupa hús- gögn á þriðja staðnum. Annars óaði okkur við að setjast að í Hankow, á heitasta tíma árs- ins. Hitarnir hér eru óþolanlegri en viða í hitabeltis löndum. Á ensku máli er Hankow oft kallað »The white mans grave«, þ. e. gröf hvítra manna. Eiga hitarnir og matariu-veikin sök á þvi. Lokapáltur. Pegar þetta er skrifað, gegni eg störfum á skrifstofu ameríska biblíu- félagsins hér i Hankow, á meðan forstjórinn er í sumarleyfi. Um þetta leyti árs er lítið að gera; annars hvílir starfið aðallega á fimm kín- verskum skrifstofuþjónum. — S. I. ár seldi þetta eina félag 8 þús. heilar biblíur, 160 þús. nýjatesta- menti og útbýtti 500 þús. einstakra bibliurita, auðvitað með tilstyrk kristniboðanna víðsvegar í Kína. Konan mín og börnin fóru með hinum kristniboðunum til Kuling. Er það hátt og fagurt fjall. Og þar eru sumarbústaðir mörg hundruð útlendra manna. Um 7 þúsundir útlendra manna vinna nú að útbreiðslu fagnaðar- boðskaparins i Kína, og fleiri inn- lendir verkamenn en nokkru sinni áður. En þess er að gæta, að íbúar Kínaveldis eru fleiri en heimsbúar allir voru á dögum Knsts. Heill ykkur öllum og heiður, sem viljið vinna að þvi, að >Guðsríki drottni, dauðans vald þrotni, komi kærleikans tíðir!< Hankow, China. ii, júlí, 1931. OlafMf Úlafsson. EFNACERÐAR-VBRUR eru þekktar um allt land, vörugæði og Verðlag viðurkennt af öllum sem reynt hafa. íslendingar! Kaupið íslenzkar vörur. Umboðsmaður vor á Akureyri er Eggert Stefánsson Brekkugötu 12, — Sími 270. Efnagerð Reykjavíkur. Hl Leiðrétting. I »íslendingi 31. júlí s.I. hefir ein- hver óþekktur náungi tekið sér fyrir hendur að rita greinarstúf um ný- lega útkomnar Skýrslur um nokkrar framkvæmdir rikisins 1927—’30, en sem andstæðingar Framsóknarstjórn- arinnar hafa valið hið heppilega nafn: »Verkin tala«. Meðal annars segir greinarhöf. um bók þessa: »Á bls. 85 er sagt frá barnaskóla- húsi við Hrafnagil I Eyjafirði (áður prentað í Tímanum), og mun eiga að skoða það sem eitt af afrekum Framsóknarstjórnarinnar. En við þetta vil eg gera litla athugasemd. Vorið 1924 var þinghús Hrafna- gilshrepps ieist I Hrafnagilslandi.- í kjallara hússins var ein stofa þegar tekin til notkunar sem skólastofa tveggja mánaða tfma á hverjum vetri. Auk þess er það fundarstofa yngmennafélags sveitarinnar. Fram- sóknarstjórnin hefir þar engu breytt og ekkert gert. Um það er hrepps- búum sjálfum kunnugast*. Hér fer greinarhöf. alrangt með í verulegu atriði. Hreppsbúum er einmitt ekki kunnugt um að Fram- sóknarstjórnin hafi »ekkert gertc, eins og hann segir, Peim er þvert

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.