Dagur - 24.09.1931, Side 2

Dagur - 24.09.1931, Side 2
178 DACTJK 46. tbl WítWlfttfltHtfHftlHWi ™* Postulínsvörur •* nýkomnar. Úrval af kínverskum handmáluðum kaffi- og súkkuladestellum. Bollapör, kökudiskar, mjólkurkonnur. Hvergi meira úrval og verðið lægra en en á nokkurri útsölu. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii My ndastof an Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. heimilda, sem bankinn hefir nú, komi eigi til frádráttar á innstæðu hans. (Framh.). íhaldsflokkurinn hefir aðalfylgi sitt í kaupstöðum landsins. í sveit- unum fer fylgi hans síhnignandi, sem sjá má af síðustu þingkosning- um. í nálega öllum sveitakjördæmum varð hann í miklum minni hluta. Það er alveg víst, að flokkurinn á sér engrar uppreisnar von í þeim kjördæmum, enda mun forystu- mönnum hans það sjálfum Ijóst. Eina von hans í framtíðinni eru því kaupstaðakjðrdæmin. En þó sækir mjög i það horf, að ekki virðist blása byrlega fyrir honum þar heldur. ísafjörður er honum tapaður. Seyðisfjörður sömuleiðis. Á Akureyri eru ihaldsmenn orðnir i miklum minni hluta. Hafnarfjörð unnu ihaldsmenn iþetta sinn.enfullyrt er, að það hafi einungis verið fyrir handvömm andstæðinganna. Reykja- vík og Vestmannaeyjar eru einu kaupstaðakjördæmin, þar sem íhald- ið er enn i greinilegum meiri hluta, og þó sækir Framsókn svo mjög á i Reykjavik, að íhaldsforkólfunum þar stendur stuggur af. Pá eru tveir kaupstaðir, sem ekki eru sérstök kjördæmi: Neskaupstað- ur og Siglufjörður. Hinn fyrnefndi tilheyrir Suður-Múlasýslu, hinn síð- ari Eyjafjarðarsýslu. { báðum þessum kaupstöðum hefir fylgi við íhalds- stefnuna gengið mjög saman, og gætir áhrifa ihaldsmanna þar mjög litið við kosningar. Einkum eru þó brögð að þessu á Siglufirði. í eng- um kaupstað landsins er íhaldið eins smáskítlegt og vanmáttugt sem þar; hvergi er íhaldið f öðrum eins vesaldómi og á Siglufirði. í vesaldómi sinum er íhaldið á Siglufirði að myndast við að gefa út blað, er nefnist »Sig!firðingur«. Biaðið er vesait eins og flokkurinn og hæfir þar hvað öðru. Eina hlut- verk þess er að taka allra verstu þynnkuna úr Isafold og gæða les- endum sinum á henni i smáskömmt- um og margfaidri þynningu. Er öll þessi þynning list út af fyrir sig. Áhrif þessa blaðaðrverpis eru eins og efni standa tik Pað er sjaldgæfur atburður að heyra »Siglfirðings« nokkurstaðar getið að nokkru. Á- stæðan fyrir því að þessa vesala blaðs er minnst hér, er grein ein, er birtist f því 5. þ. m. undir fyrir- sögninni »Dýpra og dýpra*. Er hún skrifuð í tilefni af þvf, er Dagur sagði um stjórnarmyndunina 27. f. m. Hefir sú umsögn hlaupið iila í taugarnar á aðstandendum »Sigl- firðingsc. Blaðið er að jóðla á þeirri stað- hæfingu Jóns Porlákssonar, að Fram- sóknarstjórnin sé minni-hluta-stjórn, af þvi að Framsókn hafi ekki hlotið meiri hluta allra greiddra atkvæða við siðustu kosningar. Allir þeir kjósendur, sem greitt hafi atkvæði frambjóðendum annara flokka, hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Pess- vegna hafi núverandi stjórn engan rétt haft til þess að setjast að völdum. Petta er aðaluppistaðan í grein »Siglfirðings*. En svo kryddar höf. þenna rétt sinn með >óþverra«, »lygi«, >heimsku«, »strákskap«, »ill- girni« og fleiru slíku að hætti ósið aðra sorpritara. Nú er það öllum vitanlegt, að ekki fékk (haldsflokkurinn meiri hiuta atkvæða við Alþingiskosning- arnar. Hann var í augljósum og greinilegum minni hluta. Samkvæmt kenningu »SigIfirðings« hefir því flokkurinn hlotið vantraustsyfirlýs- ingu meiri hluta þjóðarinnar. Sá sannleikur er öllum kunnur, að enginn einn flokkur fékk meiri hluta atkvæða við sfðustu kosningar. byggi8 hefði átt stjórnarmyndun á slikum meiri hiuta, þá hefði landið orðið að vera stjórnlaust eftir síð- ustu kosningar. Ekki myndi nú blað litla íhaldsins á Siglufirði hafa fellt sig vel við það. Meini »SigI- firðingur< nokkuð með gambri sínu um minni-hluta-stjórn Framsóknar og réttleysi þess flokks til stjórnar- myndunar, þá hlýtur hann að eiga við samsteypustjórn íhalds- og jafnaðar- manna. En þá var sá hængur á, að þeir tveir flokkar höfðu til samans aðeins 19 manna þingfiokk, en Framsókn 23 þingmenn. Veit ekki íhaldsblaðið á Siglufirði, að það hefði verið beint brot á gildandi stjórnskipunarlögum, að 19 manna þingflokkur hefði myndað stjórn f trássi við 23 þingmanna flokk? Er vitsmunalegur vesaldómur þess á svo háu stigi að vita ekki, að auk brotsins var samsteypustjórnarmynd- un á þessum grundvelli alómöguleg af öðrum ástæðum ? Ailt hjal blaðs- ins um minni hluta stjórn Fram- sóknar er því ekki annað en óvita- skapur, sem raunar er ekki svara- verður. Pegar Jón Porláksson lýsti því yfir í efri deild,að Framsóknarstjómin væri minni hluta stjórn, var hann að vörmu spori spurður um það, við hvaða ákvæði stjórnskipunarlag- anna hann miðáði þessa fullyrðingu sína. J. P. gat ekki bent á það og er ekki farinn að svara þeirri spurn- ingu enn. Ástæðan fyrir þögnhans er á aiira vitorði. Hann vissi það vel, að stjórnin var mynduð á al- gerlega réttan hátt, samkvæmt gild- andi reglum —á þingræðisgrundvelli. Pessvegna kaus hann að þegja. Hann hafði vit á því. J. P. er af ýmsum talinn fremur greindur maður, þó að greind hans hafi stundum viljað fara út um þúfur f seinni tlð, þegar ofsinn hefir gripið hann. Auðsýnilega er mikili munur á greind Jóns Pórl. og greind »Sigl- firðings*. Vitsmunir blaðsins eru mikið grennri. Pá reynir »Siglf.« að narta í fyrv. fjármálaráðherra, Einar Árnason. Telur íhaldsblaðið hann hafa verið alófæran til þess að gegna ráðherra- störfum og þykist færa fram tvær sannanir fyrir því. Önnur er sú, að bann sé >hæglátur bóndi«. Er þetta hnupl úr gamalli Morgunblaðs- þynnku. Hin sönnunin er sú, að E; Á. hafi notið aðstoðar við lán- tökuna hjá Hambro’s Bank í fyrra. En hvernig var það með iántöku Magnúsar Guðmundssonar 1921? Naut hann ekki einnig aðstoðar Kúlu-Andersens og Páls Torfasonar við þá lántöku, sem trægt er orðið ? Áreiðanlega var það svo. Og sú aðstoð varð meira að segjanokkuð dýr. Ef »Siglf.« vill þræta fyrir þetta, má benda honum á, að i fjárauka- lögum fyrir árið 1930, 10. gr. 5, Stendur skýrum stöfum: »Greitt Páli Torfasyni, uppbót fyrir aðstoð við töku enska lánsins 1921 - 10000,00 krónur«. o ■■ ■- Erling Krogh, norski söngvarinn, söng hér tvö næstsiðustu kvöldin i siðustu viku, á fimmtudagskvöldið i Nýja-Bió, á föstudagskvöldið f Samkomuhúsinu. Bæði kvöldin var aðsókn nokkur, én ekki mikil, og mikið minni en söngurinn átti skilið; munu ýmsar gildar ástæður hafa valdið því, en líklega þó peningaskortur almenn- ings þyngstur á metunum. Erling Krogh er talinn einn af allra yinsælustu söngmönnum f heimalandi sínu, Noregi, ef ekki sá vinsælasti meðai almennings. Áður en hingað kom hafði hann sungið allmikið í Reykjavik við mikinn orðs- tír. Hér á Akureyri var söng hans tekið með óblandinni gleði áheyr- enda, og varð hann að endurtaka sum lögin, enda þurfti ekki að dekstra honum, þvf hann er ólatur tmi )l itífl FÆÐl fæst keypt á Skólavörðustig 19 hjá frú Sigríði Björnsson frá Svalbarðs- eyri. Norðlendingar sem ætla sér að kaupa fæði i Reykjavik i vetur ættu því að leita fyrir sér þar áður en þeir reyna annarsstaðar. Upplýsing- ar gefnar i síma nr. 1535 (hjá Theodór Jakobssyni). VESKl týndist í fyrra- kvöld sunnan við kirkjuna. Skilist gegn fundarlaunum að Krabbastíg 1. að syngja. Rödd hans er frábær að þrótti, þoli og mikilleik, Og hann kann að beita henni & réttan hátt. Nýlunda var það að heyra út- lendan söngvara syngja íslenzkan teksta undir islenzku lagi. Pað var hið alkunna og vinsæla lag »Syst- kinin* eftir Bjarna Porsteinsson. Af útlendum Iögum má nefna Tonerna eftir Sjöberg, En Dröm eftir Grieg, Ved Rundarne eftir sama höfund, Röde Roser eftir Rygaard og ekki sízt rússnesku þjóðvisuna Stenka Rasin, allt prýðilega sungið. Tage Möller aðstoðaði við hljóð- færið og fórst það afbrigða vel. ------o----- Jörð nefnist tímarit með myndum, og er 1. hefti fyrsta árg. nýkomið út. Ritstjórinn er síra Björn O. Björns- son prestur að Ásum i Skaftártungu, en prentað er ritið í prentsmiðju Odds Björnssonar föður ritstjórans. Petta nýútkomna hefti er mjðg vandað að öllum frágangi, og efnið fjölbreytt eins og eftirfarandi efnis- skrá ber með. Er hún á þessa leið: 1. Heilsun. (Ritstj.). — 2. Trúin i Jesú nafni. (Ritstj.). — 3. Likams- rækt. (Ritstj.). — 4. »Matur er manns- ins megin«. (Ritstj.) — 5. Efnagerð- in innan i þér. (Ritstj.)—6. 1 gamla daga. I. Að traða — í tröðinni; II. Hrófveizla. (Eftir Eyjólf hreppstjóra Guðmundsson á Hvoli í Mýrdal). 7. Samlíf þjóðar við náttúru lands sfns. (Ritstj.) — 8. Tvídægra. Saga. (Giovanni Boccaccio). — 9. Davið Stefánsson frá Fagraskógi. Ný kvæði. (Ritstj.) — 10. Ástir. (Ritstj.) — 11. Hvað hefðir þú gert i þessum spor- um? (Pýtt). — 12. Útsýn kristins nútfmamanns yfir samtíð sína. (Ritstj.) — 13. Björgun úr dauðadái. (Eftir Snorra Halldórsson, héraðslækni í Síðuhéraði). — 14. Fræðslumál ís- lendinga. I. (Ritstj.) — 15. Andrea Delfin. (Skáldsaga frá Feneyjum eftir Paul Heyse). — 16. ísland f fararbroddi. (Ritstj.) — 17. Lista- menn. Ljóð. 1. Söngvarinn. 2. Hljóm- leikarinn. 3. Skáldið. 4. Myndhöggv- arinn. 5. Málarinn. (Eftir Pétur Sig- urðsson).—18. Rðkkurskraf. (Ritstj.) Eins og ofangreind efnisskrá sýnir, hefir ritstjórinn sjálfur lagt efni rits- ins til að mestu leyti, og er þarúr mörgu að moða. Ritið er í senn eigulegt, efni þess alþýðlega fram- sett, fræðandi og skemmtandi. —■ ■ o ■ ■ ■

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.