Dagur - 07.01.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 07.01.1932, Blaðsíða 2
2 DAGUR 1. tb!. mmmmmmmmm S« ii ■« ii b h tm m Pað er ódýrt og fljótlegt að vinna úr því. — Breytir sér aldrei, hvorki við hita né kulda, þegar það er einu sinni er komið á vegg. Komið og athugið þetta efni þið, sem nærri búið. Skrifð og fáið upplýsingar þið, sem fjærri búið. Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingavörudeildin. HttHUHHHMHiUMMS ^ j _ an fram 12. júní. Kosningabar- daginn var hinn harðasti. And- stöðuflokkar Framsóknar spiluðu út öllum sínum »trompum« til varnar því, að flokkurinn næði meirihluta. Jafnaðarmenn buðu fram sína menn í sveitakjördæm- um, þar sem þeir sáu sér leik á borði að veikja fylgi Framsóknar en styrkja íhaldið. Allt kom þó fyrir ekki. úrslit kosninganna urðu þau, að Framsókn sigraði með hreinum meiri hluta, hafði 23 þingsæti af 42 og hlaut stór- um mun aukinn atkvæðafjölda. í 14 kjördæmum af 27 alls hlaut Framsókn meiri hluta atkvæða. Þau kjördæmi voru þessi: Mýrasýsla, Dalasýsla, Barða- strandarsýsla, Vestur-ísafjarðar- sýsla, Strandasýsla, Vestur-Húna- vatnssýsla, Austur-Húnavatns- sýsla, Eyjafjax-ðarsýsla, Suður- Þingeyjarsýsla, Norður-Þingeyj- arsýsla, Norður-Múlasýsla, Aust- ur-Skaf taf ellssýsla, V estur-Skaf ta- fellssýsla, Árnessýsla. í eftirtöldum 6 kjördæmum fékk íhaldsflokkurinn meiri hluta at- kvæða: Reykjavík, Hafnarfirði, Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Borgar- fjarðarsýslu, Norður-isafjarðar- sýslu, Vestmannaeyjum. Alþýðuflokkurinn hafði meiri hluta í tveimur kjördæmum, ísa- firði og Seyðisfirði. Þá eru eftir 5 kjördæmi, þar sem enginn flokkurinn hlaut meiri hluta atkvæða. Eru þau þessi: Snæfellsnessýsla (íhaldsmenn hæstir), Skagafjarðars. (Fram- sókn hæst), Akureyri (íhalds- menn hæstir), Suður-Múlasýsla (Framsókn hæst), Rangárvalla- sýsla (íhaldsmenn hæstir). Eftir þingrofið lýsti forsætis- ráðherra yfir því, að stjórnin starfaði sem bráðabirgðastjórn, þar til kjósendur hefðu fellt dóm sinn um ágreiningsmálin. Jafn- framt báðust þeir Jónas Jónsson og Einar Árnason lausnar úr ráðuneytinu, til þess að sýna að þeim væri ekki persónulega annt um að sitja að völdum. Varð þá Sigurður Kristinsson, forstjóri Sís, atvinnumálaráðherra í bráða- birgðastjórninni og þar til ný skipun yrði á ger. Á sumarþing- inu varð svo sú breyting á ráðu- neytinu frá því, sem verið hafði fyrir þingrofið, að Ásgeir Ásgeirs- son varð fjármálaráðherra í stað Einars Árnasonar, sem reyndist ófáanlegur til að halda því starfi áfram. Eftir kosningasigur Framsókn- arflokksins voru andstæðingarnir svo lamaðir, að á sumarþinginu treystu þeir sér ekki til að sinna eldhúsvei’kum, eins og venja þeirra hafði veríð að undanfömu. Þó reyndi Magnús Jónsson prest- ur og prestsefnakennari að stofna til upphlaups við dómkirkjuna, í sambandi við guðsþjónustugerð þingsetningardaginn, en það bar engan árangur. Það, sem fyrst og fremst olli kosningasigri Framsóknarflokks- ins, var að sjálfsögðu hinn mikli stuðningur flokksins til handa framförunum í landinu síðustu árin; í öðru lagi spillti launmakk foringja íhaldsflokksins og Al- þýðuflokksins fyrír báðum þeim flokkum og í þriðja lagi varð páskagrein Morgunblaðsins, sem áður er getið, til þess að þjappa bændum fastar saman svo sem fyr er frá skýrt. IV. Við þessi áramót lifum við á al- varlegri tímamótum en venjulega hefir verið áður í náinni fortíð. Því veldur verzlunarkreppan. Ekki er það þó svo að skilja, að verzlunarkreppan sé nýtt fyrir- brigði í sögu þjóðarinnar. Hin versta óáran af völdum hræðilegr- ar verzlunar hefir kvalið íslenzku þjóðina svo öldum skifti fyr á tímum. Á þessum hörmungatím- um féllu að vísu margir úr hungri og harðrétti, en þó tókst þjóðinni í heild að þrauka bágindin af og varðveita mál sitt og menningu. Að vísu verður því ekki neitað, að þrautirnar af völdum einokunar- verzlunarinnar drápu að nokkru dáð og kjark úr íslendingum, en jafnframt sköpuðu þær ódrepandi seigju í landsmenn, sem gengið hefir í arf til niðjanna. Sá arfur ætti nú að koma að góðu haldi í erfiðleikum hinnar nýju verzlun- arkreppu, sem raunar er ekki annað en barnaleikur hjá því sem áður var. Reynir nú á þolriíin í Islendingum, hvoi’t þeir svigna fyrir hverjum köldum vindgusti. Um þessi áramót horfir marg- ur maðurinn með ugg og kvíða til framtíðarinnar. Reikningslokin ei’u flestum erfið. Hvað tekur við, ef enn þrengir að? spyrja menn. Gott er þá að minnast orða Njáls: »Verðið vel við og mælið ei'gi æðru, því að él eitt mun vera, og skyldi langt til annars slíks«. Um þessi ái'amót eiga við oi’ð Jónasar: »Dauft er í sveitum, hnýpin þjóð í vanda«. En ef þjóðin trúir á »hul- inn vemdarkraft«, trúir á sixm eiginn mátt og gæði síns eigin lands, þá mun sú trú leysa hana úr öllum vanda fyr en seinna. Æðruorð og kvíðahugsanir eru aldrei neitt bjargráð. Karlmann- legra og drengilegra er að hugsa sitt ráð með stillingu og festu skapgerðarinnar og leita hinna skynsamlegustu úrræða í hverjum vanda. Ef íslenzka þjóðin snýst nokkurnveginn einhuga á þá sveif, þá mun henni boi’gið. Vissa er fyrir því, að erfiðleikar nýja ársins verða miklir, en allt veltur á að við kunnum að taka þá rétt- um tökum. Séum við menn til þess, þá geta jafnvel þrengingar ársins orðið okkur gæfuvegur, þá getur nýja árið orðið okkur far- sælt ár þrátt fyi’ir erfiðleika þess. ----o---- Síldareinkasalan og Otto Tulinius. Ef gera skal réttan samanburð á verðfallt íslenzkrar útflutningssíldar, miðað við verðfall annara afurða, verður að sjálfsðgðu að reikna með verði hverrar vðrutegundar í út- flutningshæfu standi, saltsíldar f tuunum að meðtöldum verkunar- launnm, saltfiskjar f pökkum, ullar f sekkjum o. s. frv., allt venjulega miðað við verð vörunnar frftt um borð f skip á fslenzkri hðfn. Petta var gert f grein minni um Síldar- einkasðluna f >Degi«, og er það óhrekjanlegt, að verðfallið á salt- sfld f ár, miðað við saltsíldarverð 1927, er samkvæmt þeim reikningi 34 prc., ef eftirstöðvar síldarinnar seljast svo að allar núverandi skuld- ir Einkasölunnar greiðist. Útreikningur sá, sem O. Tulinius hefir gert f fslendingi nýlega, er aftur á móti marklaus og algerlega viilandi ef um það er að ræða, að fá samanburð á verðfalli saltsfldar, miðað við aðrar vðrur. Pað er sjálfgefið að þegar saltsíldin í út- flutningshæfu standi, eins og kaup- endur taka við henni, feliur til muna, getur fersksildin fljótt orðið verð- laus ef allur annar framleiðslukostn- aður, tunnur, salt, verkunarlaun og útflutningsgjald á að greiðast að fullu og jafnhátt og áður var. Þvf að þá lendir a 111 verðfallið á ein- um þættinum i framleiðslunni, þ. e. fersksfldinni sjálfri. En þótt fá megi út gffurlegt verðfall á fersksildinni á þann hátt, verður ekkert af því ráðið um hitt, hvort verðfall á salt- sfld á útlendum markaði hefir orðið hiutfallslega meira eða minna en á ððrura fslenzkum markaðsvðrum, Að öðru Ieyti hirði eg ekki um að svara einstðkum atriðum f grein O. T., þótt margt sé þar á sömu bók lært og þessi fyndni hans um 100% verðfallið á fersksfldinni. Til- gátum hans um ábyrgðarskyldu einkasölustjórnarinnar út afsumum greiðslum hennar, verður svarað með úrskurði dómstóla ef til kem- ur, og mun einkasölustjórnin bfða róleg þess úrskurðar. Böðvar Bjarkan. -----o í grein minni um daginn: >Bæj- arstjórnin og iðnrafmagnið* tók eg svo til orða, að olfumótor rafstöðv- arinnar mundi hafa verið settur tvisvar í gang í fyrravetur. Orðaði eg þetta svo óákveðið, af þvf að eg taldi það svo lítilvægt atriði f þessu máli, að eg hafði ekki aflað mér sérstakra sannana um það. Á siðasta bæjarstjórnarfundi upplýsti bæjarstjórinn, að mótorinn hefði verið settur hundrað og þrisvar sinnum f gang. Má vel vera að þetta sé rétt hjá bæjarstjóranum og leiðréttist það hér með, eftir ósk hans. Aftur væri æskilegt að bæjarstjór- inn vildi leiðrétta það ranghermi, sem hann hefir á tveim síðustu bæjarstjórnarfundum frætt bæjar- fulltrúana og háttvirta tilheyrendur um, að Bræðurnir Espholin hafi, er þeir starfræktu fiskþurkunarhús sitt hér, notað mikið af rafstraum til hitunar við fiskþurkunina, og greitt fyrir hann 25 aut kw.st. eins og annað rafmagn til iðnaðar. Þetta er nefnilega alrangt. I fiskþurkunar- húsi Espholinsbræðra hér i bænum hefir aldrei verið notað rafmagn ti| hitunar við fiskþurkun. Til hitunar- innar var notaður kolaofn. En all- stór rafmótor var notaður til þess að hreyfa loftið, er kolaofninn var búinn að hita það, þ. e. rafmótor- inn sneri loftsnældu og loftsnældan biés heitu lofti, sem kolaofninn halði hitað, eftir þurkgðngunum og sogaði óupphitað loft i staðinn. Pessi raf- straumur, sem fiskþurkunarbúsið hefir notað, er því iðjustraumur, og eðlilegt að hann væri seldur sem annar straumur til iðnaðar, eða á 25 au. kw.st. Hlýtur bæjarstjórinn að skiija þetta, þegar honum er bent á það, því hann er víst há- skólagenginn maður. Og sjálfsagt verður hann fús til að koma með- nefndarmönnum sfnum f rafveitu- nefndinni í skilning um það líka. Á síðasta bæjarstjórnarfundi ját- aði bæjarstjórinn að skilja mætti verðskrá rafveitunnar á tvo vegu, hvað iðnrafmagnið snerti og að leita þyrfti úrskurðar stjórnarráðsins um það, hvernig þetta bæri að skiljast. Einnig lýstu flestir rafveitu- nefndarmennirnir því yfir, að gjald- skrá rafveitunnar skyldi verða end- urskoðuð hið bráðasta. Iðnaðarmenn eru vel ánægðir með þetta hvort- tveggja. En væri ekki fuil þörf á að setja f nefndina rafmagnsfróðan mann, áður en endurskoðunin fer fram? Sjálfsagt leiðréttist af sjálfu tér

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.