Dagur - 07.01.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 07.01.1932, Blaðsíða 1
D AOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- *on í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • •• • • • XV ár. [ -■#-■# # #~# #-#- Akureyri, 7. janúar 1932, Jarðarför Kristjáns Jóhannessonar á Jódísarstöðum fer fram mánudaginn 11. janúar að Munkaþverá og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 11 f. h. nefndan dag. Aðstandendurnir. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að konan mín, ingibjörg V. Ásbjörnsdóttir, andaðist hér á sjúkrahúsinu l.þ. m. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 12. þ. m. og hefst kl. 1. e. h. með húskveðju frá heimili okkar Ránargötu 4. Gunnar Jónsson. Kærar þakkir öllum, er heiðruðu minningu Porbjargar Stefáns- dóttur frá Skógum, styrktu hana í veikindunum og veittu okkur hjálp og samúð við andlát hennar og útför. Svanfríður Bjarnadóttir, Ingvi Rafn, fóhann Ó. Haraldsson. f allur landslýdur. fiökk fyrir hið liðna. S__:____________________f i. Árið 1931, sem nú »er liðið í aldanna skaut«, mun lengi verða minnisstætt í sögu íslenzku þjóð- arinnar. Ekki mun þó ársins getið vegna stórfelldra ytri náttúruvið- burða. Hvorki hafa eldgos eða ís- ar angrað landslýðinn, ekki held- ur neinar drepsóttir eða harðindi af náttúrunnar völdum, þvert á móti hefir árið verið eitt hið bezta frá þessari hlið skoðað. Tíðarfar- ið hefir verið sérlega gott frá upphafi ársins til enda. Skepnu- höld á síðastliðnu vori reyndust að öllu samanlögðu góð, þrátt fyr- ir léleg hey eftir óþurkasumarið 1930. Síðastliðið vor var óvenju- lega þurkasamt framanaf, svo að til vandræða þótti horfa með gras- sprettu. Úr þessu rættist þó fram- ar öllum vonum, því þegar fram í sótti, brá nokkuð til votviðra víð- asthvar um landið, og þó að töður yrðu sumstaðar í rýrara lagi, varð útheysskapur á flestum stöðum þeim mun betri. Yfir heyannatím- ann voru þurkar ágætir og það, sem mestu skiftir, nýting heyj- anna ágæta góð. Má því svo að orði kveða, að niðurstaðan af hey- öflun í sveitum landsins hafi að meðaltali verið mjög sæmileg. Það, sem af er vetrinum, og und- anfarið haust, hefir verið gæða- tíð og oftast líkari því að sumar væri en vetur. Milt og hagstætt tíðarfar, sam- fara vel verkuðum og sæmilega miklum heyfeng, hafa löngum þótt nægja til þess að kölluð væri árgæzka til landsins hér á íslandi. Þegar svo þar við bætist almenn heilbrigði landsfólksins, hefir flest þótt leika í lyndi fyrir þjóð- inni. Þá hefir árgæzkan til sjávarins ekki verið síðri á liðna árinu. Uppgripaafli hefir verið bæði hvað síld- og þorskveiði snertir, og vegna hinnar hagstæðu tíðar gekk fiskverkun allstaðar á land- inu svo vel, að mestallur sá fiskur, sem í landinu lá, var fullverkað- ur og kominn í hús um miðjan október. Framleiðsla íslendinga til lands og sjávar hefir þannig gengið að óskum á liðna árinu. II. Fyr á tímum hefði annað eins ár og 1931 verið talið veltiár á ís- landi. Mikil og góð framleiðsla á- samt almennri heilbrigði voru í augum manna slík hnoss, að þeg- ar hvorttveggja þetta var fyrir hendi, var talið veltiár. Nú er öld- in orðin önnur. Þrátt fyrir ár- gæzkuna hefir liðna árið verið eitt hið þungbærasta, er yfir ísland hefir komið um langa hríð. Það gæti virzt sem stór mótsögn væri hér komin inn í líf þjóðarinnar, en þetta á sínar eðlilegu rætur í breyttum háttum í atvinnulífi þjóðarinnar og breyttum aðstæð- um á marga lund. Kröfurnar til lífsgæða og lífsnautna hafa breytzt og færzt út á ýmsa vegu. Það, sem áður var kallað lífvæn- legt og vel viðunandi, er nú dæmt og léttvægt fundið. Menn sætta sig ekki lengur við hið fábrotna og nægjusama líf, er forfeðurnir lifðu, nema að neyðin knýi þá til að taka upp slíka hætti. Það, sem veldur því að liðna ár- ið hefir verið þungbært íslending- um, er verzlunarkreppan. Hún var að sönnu að nokkru gengin í garð hér á landi árið 1930, en magnaðist þó ekki alvarlega fyr en á síðasta ári. Mitt í árgæzk- unni féllu afurðir landsins gífur- lega í verði. Kaupmáttur almenn- ings í viðskiftalöndum vorum hef- ir þorrið geipilega vegna harðrar atvinnukreppu, sem að nokkru leyti á rót sína að rekja til of- framleiðslu þessara landa, en þó einkum til úrelts og óhagkvæms skipulags meðal þjóðanna. Verzl- unarkreppan hér á landi er því aðvífandi böl, hún er einn angi af heimskreppu þeirri, sem nú þjáir mannkynið. Það er því ekki ólag eða skortur á framleiðslu, sem leikið hefir ís- lenzku þjóðina hart á liðna árinu, heldur er það sölutregða fram- leiðslunnar. Sú sölutregða orsakar verðfall á afurðunum, er gerir at- vinnuvegunum erfitt fyrir. Nær þetta jöfnum höndum til landbún- aðar- og sjávarafurða. Fyrsta og helzta ráðið, til þess að halda viðskiftunum við útlönd á réttum kili, er takmörkun á inn- flutningi jafnframt fullnægingu eigin þarfa með hjálp innlendrar framleiðslu sem allra mest. Á þessum örðugu tímum þurfa fs- lendingar að læra það að búa meira að sínu en áður hefir verið. Til þess þarf lífsvenjubreytingar og óskaðlegan sparnað. En óskað- legur er sá sparnaður, sem á eng- an hátt spillir líkamlegri eða and- legri orku mannsins. Það er meira að segja enginn vafi á því, að ýmsar lifsvenjubreytingar, sem mikinn sparnað gætu haft í för með sér, myndu reynast mörgum manninum hollar og efla bæði lík- amlega og andlega dáð og hreysti. Innflutningshöft þau, er sett voru á ofanverðu síðasta ári, stefna að þessu marki. En þau hefðu mátt koma nokkru fyr. III. Ýmsra viðburða úr stjórnmála- lífinu er að minnast frá síðasta ári. Má þar fyrst nefna sameining íhalds og jafnaðarmanna í einn flokk á vetrarþinginu. Það, sem sameinaði þessa andstæðinga, var óttinn við vaxandi fylgi Fram- sóknarflokksins. Var sem olíu væri helt í eld, þegar Framsókn- arflokksþingið var haldið í Rvík síðla vetrar og fulltrúar mættu þar úr öllum kjördæmum landsins. í þeirri andrá birtist hin nafntog- aða páskagrein Morgunblaðsins um mennina með »mosann í skegginu«, Varð grein þessi eitt hið bezta kosningavopn íhaldsins gegn sjálfu sér og þokaði sveita- mönnum enn þéttar saman við næstu kosningar. Samdráttur hinna fyrnefndu þingflokka mælt- ist illa fyrir og varð meðal annars til þess að Alþingi var rofið og ágreiningsmálunum á þann veg skotið undir dóm þjóðarinnar. Leiddi þessi atburður sem kunn- ugt er til stjórnlausra æsinga í herbúðum andstæðinga Fram- sóknar í Reykjavík. Var hver æs- ingafundurinn haldinn af öðrum, þar sem foringjarnir hvöttu jafn- vel til ofbeldis- og hryðjuverka. Létu forkólfar æsingamanna svo um tíma, sem þeir myndu taka stjórn landsins í sínar hendur með valdi, setjast umboðslausir að þingstörfum og gera þannig upp- reisn gegn gildandi reglum. Þótti þá mörgum sem þeir menn væru ekki vel fallnir til að taka að sér stjórn landsins, sem ekki kynnu að stjórna sjálfum sér betur en hér reyndist. En öll þessi »stóru áform« í- haldsins og bandamanna þess köfnuðu skyndilega til mikilla vonbrigða fyrir íhaldsæskuna i höfuðstaðnum, sem dreymdi um mikil æfintýri. En til þess að leyna ósigrinum og flóttanum frá »stóru áformunum«, var gripið til þess ráðs að skella skuldinni á þann eina utanflokksmann, er setu hafði átt á þinginu, sem búið ■var að rjúfa. Kosningar til Alþingis fóru síð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.