Dagur - 28.01.1932, Side 2

Dagur - 28.01.1932, Side 2
14 DAGUR 4. tbl. -#-# » # #-#■##-# # * *»**/# # #• # #- #,.#, #-#-#- -# # # • # 4 1 Prjónasaumur. 1 »• Tökum sjóvetlinga með góðu JJ| verði, ef þeir koma til okkar fyrir #§g »• febrúarmánaðarlok. Áríðandi að vetl- •» 2# ingarnir, sérsiaklega þumlarnir, séu #§^ Jj ve/ s/dr/r. Jj| »• Kaupfélag Eyfirðinga. Jg MMMMMMMMMIttHIHi skýrir ísl. ekki. Blaðið lætur or- sök fara á eftir afleiðingu. Er rit- stjóri íslendings auðsýnilega að leiða hér fram algerlega nýja hugsunarfræði. Þegar á allt er litið, verður ekki annað sagt en að ritstjóra ísl. hafi farizt heldur óhöndulega í leit sinni eftir orsökum kreppunnar. Hefir honum farnast líkt og manninum, sem fór að leita að norðurheimsskautinu og þóttist hafa fundið það, þótt síðar væri leitt í ljós að hann hefði ekki nærri því komið. Islendingsrit- stjórinn hlýtur svipaða frægð fyrir afrek sín eins og heim- skautsfarinn fyrir það að látast finna það, sem hann ekki fann. Blað kaupmanna hér í bænum hefir minnzt Kaupfé- lags Eyfírðinga með nokkrum orð- um 15. þ. m. — íslendingur segir, að Dagur hafi »gumað« mikið af aukningu sjóða K. E. A. árin 1929 og 1930 og lýst þeim »fagurlega«, »þó að öðrum væru þeir ekki sjá- anlegir sem sjóðir i venjulegri merkingu*. í þessu sambandi bætir svo blað kaupmanna þvi við, að gleraugu ritstjóra Dags »stækki jafn- an talsvert, er hann líti yfir fram kvæmdir og starfsemi K. E. A.«. Dagur hefir haldíð þeirri venju að skýra frá sjóðeignum K. E. A. að afloknum hvers árs aðaifundi, og þá jafnframt skýrt frá helztu framkvæmdum og starfsemi félags- ins á liðnuári. Innstæður sjóðanna, bæði séreignar- og sameignarsjóða, hafa verið sundurliðaðar, og siðan sýnd heildarútkoma þeirra og vöxt- ur á árinu. Heildaryfirlit þetta hefir verið sem hér segir síðustu árin: í árslok 1927 sjóðir alls 1075 þús. . - 1928 - - 1320 — - - 1929 - - 155ö — - - 1930 - - 1758 — Heimildir þær, er þessar niður- stöður hafa byggzt á, eru gögn þau, sem legið hafa fyrir aðaifundi; bafa þau gögn verið úr höndum framkvæmdastjóra félagsins og end- urskoðenda þess. Þar sem nú að blað kaupmanna segir, að öðrum en Degi væru sjóðir þessir »ekki sjáanlegir«, og að »gleraugu ritstjórans stækki jafn- an talsvert, er hann lítur yfir fram- kvæmdir og starfsemi K. E. A.«, þá hlýtur að liggja í þessum um- mælum kaupmannablaðsins sú að- dróttun, að tilfærðar sjóðeignir hafi verið falsaðar í Degi; annaðhvort hafi sjóðirnir alls ekki verið til, eða þá að þeir hafi verið minni en frá er skýrt. Ætlist íslendingur til, að ummælin verði ekki skilin á þenna hátt, verður hannaðjáta, að hann hafi ekkert meint með þeim; þau hafi þá einungis verió staðlaust þvaður út I loftið. Pess vegna er hér með skorað á rifstjóra Islendings að sanna eftir- farandi atriði, ef hann getur og hann vill ekki heita minni maður: í fyrsta lagi: Að læra sönnur á, að Oagur hali skýrl rangt trá sjóðeignum i Kauplélagi Eyfirðinga og gela pá upp hinar réttu tölur. í öðru íagi: Að sanna pað, að Ðagur hati gefið rangar upplýsingar um aðrar (ramkvæmdir og slatfsemi K. E. A. og sýna tram á, hvar pær ranglærslur eru og i hverju pær séu fólgnar. Hali íslendmgur ekki orðið við þessari áskorun innan háifs mánaðar hér frá, verður litið svo á að hann sé lagður á flótta í þessu máli. Þá flytur sama kauprnannablað lesendum sínum þær fréttir, að Kaupfélag Eyfirðinga geti ekki greitt viðskiftamönnum sinum »nokkurn eyri í peningum*. Til þess að sýna hve ráðvandur íslendingur er, þegar hann er að segja lesendum sínum frá ástæðum K. E. A., skal hér með lýst yfir því, að á síðasta ári, kreppuárinu mikla 1931, greiddi féiagið viðskiftamönnum sfnum I peningum 948 — niu hundruð fjörutfu og átta — púsund kr., eða hátt upp í eina niiljón kr. Þetta kallar biad kaupmanna, að félagið geti ekki greitt nokkurn eyri í peningum til viðskifta- manna sinna. Af þessu er það ljóst, að það er ekki hægt að trúa nokkru orði af þvl, sem íslendingur segir, þegar Kaupfélag Eyfirðinga á I hlut. Þá veður hann i ósannindunum upp í axlir. En gerir hann það á eigin ábyrgð, eða á ábyrgð keppinauta K. E. A., kaupmannanna, sem eiga blaðið ? Frfmann 8. Arngrimsson datt á götu í síðustu viku og mjaðmarbrotnaði. Liggur hann nú hér á sjúkrahúsinu. Laugarnar í Gierárgili. (Niðurl.). Enn eru eftir afvatninu0,3 sek/l. Vil eg nota 0,1 sek/l. til upphitun- ar i búningsklefum I sundskálanum en 0,2 sek/l. til opinbers baðhúss fyrir bæinn. Svarar þetta vatnsmagn til 25 kerlauga (190 lítra) á sólar- hring, þó helmingur vatnsmagnsins sé hafður til þess að hita baðhúsið. Að mðrgu Ieyti er heppilegt að inn- rétta kjallarann í samkomuhúsinu Skjaldborg fyrir slíkt baðhús. Notkun vatnsins skiftist þá þannig: Til hitunar Menntask. 2,2 sek/l. — — Barnask. 1,3 sek/l. Bað- og þvottavatn f Menntaskólann 0,1 sek/l. Bað- og þvottavatn í Barnaskólann 0,1 sek/h Til upphitunar í fata- klefa I sundskála 0,1 sek/l. Böð og upphitun I baðhúsi 0,2 sek/l. Samtals 4,0 sek/l. Og auk þess 3,6 sek/l. frá hús- hituninni I sundþró bæjarins. Þess ber að gæta að stækka þarf ofna I báðum byggingunum dálítið, en að öðru leyti þarf ekkert að breyta miðstöðvunum. Eru þá katl- arnir altaf til taks, ef eitthvað skyldi koma fyrir laugarvatnið. Einnig getur maður hugsað sér, að I mikl- um kuldum geti laugarvatnið orðið ónóg, sérstaklega í Menntaskólan- um, sem er gamalt og gisiö tréhús. Er þá hægt að kynda miðstöðvar' katlana og hita laugarvatnið eftir vild, áður en það fer út f miðstöðv- arofnana. Notast þá hiti úr vatn- inu fyllilega eins vel og við venju- lega mióstöðvarkyndingu. Hvers virði að laugavatnið er fyrir skólann, er auðvelt að gera sér ljóst. Mennaskóiinn brennir 100 tonnum kola, sem að laugavatnið gæti komið í staðinn fyrir. En ger- um ráð fyrir, að 15 tonn þyrftu til að skérpa á vatninu köldustu daga vetrarins. Sparast samt 85 tonn. Með 45 kr. verði eru það 3425 kr. árlega. Leggi skólinn fram 10.000 kr. i leiðsiu laugarinnar og aukn ingu miðstöðvarofna sinna, greið- ast þær með spöruðum kolum á næstu 3 árum. Eftir það kostar hitinn ekki annað en skólans hluta af viðhaldi leiðslunnar. Llkt er með Barnaskólann. Segjum að hann eyði 10 tonnum til þess að skerpa á vatninu. Hann sparar samt 55 tonn á 45 kr. eða 2475 kr. árlega. Leggi sá skóli 7.500 kr. til laugaleiðsl- unnar og aukningu ofna sinna, greiðast þær einnig í spðruðum kol- um á 3 árum. í okkar eldsneytissnauða landi væri óhæfa að gefa ekki gaum að hverju því, sem dregið getur úr eldsneytiskaupunum. Vona eg, að þessi athugun um verðmæti laug- anna f Oierárgili verði til þess, að þeim (og öðrum laugum viðsvegar á landinu) verði enn meiri gaumur gefinn hér eftir en hingað til. Á milli jóla og nýárs 1931. Sveinbjörn Jónsson. #-##-# # # # • • # # #-•■♦ # # # o Síldareinkasalan. Eg sé enga ástæðu til að halda áfram biaðadeilum, hvorki við Helga Pálsson eða aðra, um jafnaugijóst mál eins og það, að samkvæmt lögum um Sfldareinkasölu íslands hefir stjórn einkasölunnar verið sjáifráð um, hvort hún tæki við sildinni fullverkaðri eða annaðist * verkun hennar sjálf. Fyrsta grein laganna tekur af allan vafa um það. Má því eins vel vísa þeim, sem kynnu að vilja komast að fastri niðurstöðu um þetta mál, til laganna sjálfra, í stað þess að þreyta fólk með áframhaldandi þrætum um siíkt í blaðagreinum. Af þessum sökum sé eg heldur ekki ástæðu til að svara, frekar en þetta, grein Helga Pálssonar í síð- asta tbl. íslendings, því að aðalefni greinarinnar er endurtekning þeirrar lögvillukenningar um söltunarskyldu einkasölunnar, sem »Síldarsaltandi< hafði fundið upp, en var að fullu hrakin í grein minni »Sildareinka- salan enn«. Böðvar Bjarkan. -----o------ Fréttir. MannsláL Síðastl. mánudag, andaöist hér á sjukrahúsinu Hannes Ó. Magnússon Bergland, Hannes sál. var um mörg ár starfsmaður á skrifstofum Kaupfélagg Ey- firðinga. Hann var ágætum hæfileikum búinn, starfsbæfur í bezta lagi og prýði- lega vel að sér; einkum var tungumála- kunnáttu hans viðbrugðið. Hannes sá). var jafnan glaður í lund, skemmtinn í viðræðum og öllum góður. Þeim, sem kynntust honum, varð því eink- ar hlýtt til hans. Síðustu árin var hann þrotinn að heilsu, Karlakór Akuroyrar endurtók söngskemmt- un þá, er getið var í síðasta blaði, á sunnudaginn var. Að því sinni mátti heita húsfyllir i gtóra salnum í Samkomu- húiinu. Bátur fersl. Vélbíturinn »Hulda< úr Keflavík flutti fisk til Reykjavíkur i sið- ustu viku, en fékk ekkl afgreiðslu þar vegna kaupdeilu; varð þvi að snúa aftur með farminn og héfir ekki komið fram siðan. Hefir varðskipið Þór Ieitað hans árangurslaust i þrjá daga og er fullvíst y alið, að báturinn hafi farizt. Á honum voru 4 menn, 3 úr Keflavik og 1 úr Rvik, Réttarhöld hafa staðið yfir í Reykjavík út af bátstapa þessum. Kaupdeilur miklar eiga sér nú stað syðra milli sjómanna annarsvegar og út- gerðarmanna hinsvegar. Gilda þessar deil- ur bæði fyrir togara og línuveiðara, Eink- um hefir kveðið mikið að þeim i Kefla- vik. Hafa verkamannafélögin i Reykjavík og Hafnarfirði fyrir tilstilli Alþýðusam- bandsins sett bann á alla afgreiðslu á vör- um til og frá Keflavik. í síðustu viku tóku bátaformenn i Keflavik formann verklýðs- félagsins þar og fluttu hann nauðugan til Reykjavíkur og hótuðu honum illu, ef hann kæmi til Keflavíkur aftur. Hefir for- maður verklýðsfélagsins, sem mun eiga heimili i Reykjavík, kært þessar aðfarir fyrir lögreglustjóra.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.