Dagur - 03.03.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 03.03.1932, Blaðsíða 2
34 DAGUR 9. tbl. Baðker. Vatnssalerni. Handvaskar, eldhúsvaskar. Skólp- og vatnsleiðslur. AHar tegundir tengistykkja og vatnshana. Seljum enn þessar vörur með sama lága verði og verið hefir. Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingarvörudeild. Föstudaginn 26. febrúar andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri Ragna Stefánsdóttir. Jarðarförin er ákveðin 8. marz og hefst með húskveðju kl. 1, e. m., frá heimili hinnar látnu, Brekku- götu 15. Eiginmaður, foreldrar og systkini. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að Póra Árna- dóttir frá Syðra-Laugalandi, andaðist 24. febr. s. I. Jarðarförin er ákveðin að Munkaþverá, mánudaginn 7. marz, og hefst kl. 12 á. h. Aðstandendur. að gullgildi, er ekki sami mæli- kvarði og áður, að upphæð, sem fellur um 30 prc. að gullgildi, er ekki jafn há og áður. K. G. Grein þessi átti að koma í sið- asta blaði, en komst ekki vegna þrengsla. - o------- Að utan. Töluverðar óeirðir hafa verið á Indlandi, hér og þar, síðan Gandhi var fangelsaður. En erfitt er að vita vissu sina i þeim efnum, ;er stjórnin gætir þess sem vandlegast, að blöð þar skýri sem minnst frá þeim atburðum. Eitthvað af herliði hefir og nýlega verið sent til Ind- lands frá Englandi, en þvi að vísu haldið fram, að eigi sé það meira, en það sem árlega er þangað sent í skarðið fyrir það málalið er endað hefir herþjónustutima sinn þar eystra. Þó er vist, að venju meiri undir- búningur á sér nú stað á Bretlandi meðal herliðsins. Sem stendur eru um 60,000 brezkir hermenn á Indlandi og auk þess er þar á að skipa 165,000 indverskra hermanna, undir forystu brezkra og indverskra hershöfðingja. Að auki geta Bretar fengið um 40,000 her- menn frá indverskum þjóðhöfðingj- um, og geta einnig gripið tii 20,000 lögreglumanna þar, er vandir hafa verið við vopnaburð. En heirnilt er sljórninni að hafa 68,900 brezka hermenn undir vopnum þar eystra, án þess að nokkuð sérstakt sé um að vera. En talið er að fbúatala Indlands nemi alls 318,000,000, * * * Á Indlandi hefir nýlega verið lokið við stórkostlegasta áveitufyrir- tæki, er ráðist hefir verið í frá því sögur hófust. Hafa 77,000 menn starfað að því í 9 ár samfieytt. Möskvar áveituskurða- (hyphan) og flóðgáttanetsins eru alls um 10,000 kilómetrar á lengd. Úr efni því, er farið hefir I flóð- og stifiugarða, hefði mátt gjöra steinsteypuvegg 15 þumlunga þykkan, 6 feta háan og 837 kílómetra langan. Alls hefir verkið kostað um eða yfir 400,000,000 krónur. Ræktun eyðilanda þeirra, er áveitan frjóvgar er talið að muni framfleyta eða veita atvinnu 2,500,000 manns. — Hinn brezki yfirverkfræð- ingur, Charlton Scott Cbolmeley Harrison, var aðlaður, að verkinu loknu. En tíðindum þótti indversk- um þjóðernissinnum það sæta, að hans >hægri hendi«, hinum ind- verska verkfræðingi, A. A. Musto, er sjö Iöng og ströng hitasumur hafði á hendi aðalumsjón verksins, var að þvi loknu engu launað. * * * Josef Vissarionovitsj Dzhugasvili, kunnari undir gælunafninu Stalin (stálmaðurinn, eða >Stælir<), er Len- in gaf honum, kunngjörði nýlega frá Moskva hina aðra piatiletka (fimm ára áætlun) Sovietstjórnarinnar, er koma skal I framkvæmd á árunum 1933 — 1937, að báðum þeim árum meðtöldum; Eins og kunnugt er, skyldi upprunalega hinni fyrstu piatiletka komið í framkvæmd i árs- lok 1933, en var breytt þannig, eftir nokkurn tíma, sökum þess hve stjórninni leizt vel á byrjunina, að hún skyldi komin f fulla framkvæmd á fjórum árum, eða i árslok 1932. Eigi reyndist stjórninni þó mögulegt að koma svo miklu i framkvæmd árið sem leið, sem til þess þurfti hlutfallsiega, og ætlar hún þvi að iáta vinna þvi meira í ár. Gerir fjárhagsáætlun hennar ráð fyrir, að verja 21.000.000.000 rúblum, (um 65,000.000.000 krónum), til fullnað- arframkvæmda fyrstu fimm ára áætl- unarinnar á árinu 1932. Helmingur þessarar geysifúlgu skal veittur til stóriðnaðarbóta. Til landbúnaðar eru ætlaðar 4,400.000.000 rúblur (um 21% meira en ífyrra), til samgöngu- bóta 3,300.000.000 rúblur. Níutiu- miljón tonn af kolum skal numið á þessu ári, eða 31.400.000 tonnum meira en i fyrra. Aðalhöfundur hinnar annarar pi- atiletka er talinn Valerian Kuybyshev, formaður G o s p 1 a n, (áætlunar- nefndar ríkisins), er setið hefir við samning áætlunarinnar siðan i sum- ar, Pá er áætlunin var kunngerð um daginn, flutti hann ræðu, og komst meðal annars svo að orði: >Hin djúptæka kreppa í löndum kapitalismans er öflugasta sönnun þess að óðum líður að Ragnarökkri hins kapitalistiska heims, Framgang- ur sósíalismans i Soviet-Bandaríkj- unum er bezta sönnunin um yfir- burði hins sósiala þjóðskipulags.c — Eru þessi ummæli skilin á þá leið, að Stalin-stefnan (að ná sem glæsilegustum árangri heima i Rúss- landi) muni happadrýgri Trotsky- stefnunni (gjörbyltingu um allan heim) til þess að meiri hluti allra þjóða sannfærist um yfirburði þjóð- skipulags sósfalista og komi því á hjá sér sem fyrst. Hin fyrsta piatiletka lagði aðalá- herzluna á framleiðslu allskonar véla til landbúnaðar, rafvirkjunar og alls- konar stóriðnaðar. Hin nýja piatiletka leggur aðaláherzluna á framleiðsiu og endurbætur iífsnauðsynja, og skulu pær allar að minnsta kosii prefald- aðar í árslok 1931 írá pvi sem nú er. Petta risaverk, að búa 147,000.000 þrefalt betur, að húsnæði, fæði, klæðum, skæðum, pennum, prjónum, kötlum, kirnum, pottum, pönnum, byttum, borðum, amboðum og axla- bandahnöppum o. s. frv., o. s. frv. hefir ráðstjórnin falið á hendur Isidor E. Liubimov, er forstöðu veitir þeirri deild atvinnumálaráðs- ins, er umsjón hefir með þesssum framkvæmdum. Eigi er þó til þess ætlast að iðju- laus verði hin deild atvinnumála- ráðsíns, undir forystu Grigoriy Ordzhonikidze, er stjórnaði fram- kvæmdum fyrstu fimm ára áætlun- arinnar. Peirri deild, er hefir með höndum stóriðnaðarframkvæmdir hinnar nýju fimm ára áætiunar, er t. d. ætlað á árunum 1933-1937 að auka raf- magnsframleiðsluna úr 17- i 100 þúsund miljón kílówattstundir; kola- framleiðsluna um 160 miljón tonn; járnframleiðsluna um 22 miljón tonn; þrefalda oHuframieiðsluna; sjálfbirgja Rússland að eir og efnagerð; leggja 30,000 kílómetra af járnbrautum; auka stórum þjóðvegi, bíla og flug- vélaframleiðslu; þrefalda sykurrófna- framleiðslu; tvöfalda hör- og baðm- ullarframleiðslu og koma akuryrkj- unni í það horf að framleiða megi 130,000,000 tonn af allskonar korn- tegundum sumarið 1937, að áætl- aðri meðal uppskeru. I sambandi við þessa áætlun var tekjuskattur hækkaður að mun, um leið og hún var kunngjörð. Kemur það lítt niður á alþýðu manna, en verður því tilfinnanlegri viðskifta- mönnum og k u 1 a k-bændum er at- vinnu reka á eigin ábyrgð f ágöða- skyni fyrir sjálfa sig. Hækka hin nýju lög tekjuskatt þeirra um helming. Ýms blöð í Bandaríkjunum láta f ljós óánægju við stjórn sfna og fjármálamenn, f tilefni af þvf, að brezkir baðmullarkaupmeno keyptu nýlega baðmull af Rússum fyrir 11,000,000 krónur, þrátt fyrir það að stórum lægra verð er nú á baðmull i Bandaríkjunum. En þvf kaupa Bretar eigi þaðan, að i Banda- ríkjunum er ekki gjaldfrest eða lán að fá nema með afarkostum. ----o---- Söngur. * Ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir og hr. Hreinn Pálsson efndu til söng- skemmtunar í Samkomuhúsi bæjar- ins síðastl. föstudag. Óneitanlega mun mönnum hafa þótt fróðlegt að fá þarna tækifæri til að heyra þessa tvo langbeztu söngvara okkar hér saman á söngsviðinu, enda var hús- ið þéttskipað áheyrendum. Sungu þau ýmist hvort í sinu lagi eða bæði sarnan (tvo >dúetta< eftir Björgvin Guðmundsson og einn eftir Verdi). Pað mun nú ef til vill vera að bera f bakkafullan iækinn að minnast hér itarlega á söng Jóhðnnu, því það hefir nokkrum sinnum áður verið gert hér i blað- inu, en þó mun eg fara um hann fáeinum orðum. Geta má þess, að söngur hennar var að þessu sinni fluttur af jafnnæmum skilningi og smekkvisi sem endranær, er eg hefi haft ástæðu til að hlusta á hana. Dáiítillar þreytu kenndi f rödd hennar stundum, sem getur hafa orsakast af þvf hve heitt var i salnum. Á list hennar er aldrei oflátungsháttur, ekkert til að sýnast. Röddin er björt og hljómfögur; ef til vill skortir eitthvað á að hún sé nægilega jöfn, bezt er hún á háum tónum, ogþó hún sé ekki mikil, er hún þannig >lögð<, að hún hljómar út í hvert horn í salnurn. Söngskráin var sér- lega fjölbreytt. Sinn hluta hennar söng Jóhanna prýðilega, og get eg ekki verið að fara út í hin einstöku atriði viðfangsefnanna. Pá er Hreinn. Sá, sem þetta ritar, hefir enga löngun til aðkastaminnsta skugga á þenna vinsælasta alpýðu- SÖngvara okkar fslendinga, en þar sem hann fyllir svo mikið rúm f sönglífi okkar núorðið, verðurekki bjá þvf komizt að gera miklar kröf- ur til hans á þvi sviði. Ekki er um að villast að rödd hans er að mörgu leyti snjöll og viða hreimfögur, einkum ef hann syngur ekki mjðg sterkt, en hún er langt frá þvi að vera nægilega tamin. Einn ókost hefir söngur hans; það kemnr stundum fyrir, að það er aiitof mik- ill klökkvi í röddinni f túlkun tiP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.