Dagur - 07.04.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 07.04.1932, Blaðsíða 2
54 r DXGUR 14. tbl. Ilf f f f I f f f I f f f f f f if ilf if f I,: Nú er JSLENZKA VIKAN“ komin. En þá viku verða allir Islendingar að klæðast sem mest íslenzkum fatnaði, en ÍSLENZKDH fatnaður er ekki annað en það, sem búið er til úr íslenzkri ull. Höfum nú til sölu: Sokka, hálfsokka og leista. — Nærfatnað. Peysur á full- orðna og böm. Vetlinga. Allt búið til úr al-íslenzku efni. Kaupfélag Eyfirðinga. unin á íslandi var gefin frjáls 'að fullu og öllu árið 1854. Hefir þetta framfaraspor orðið landi og iýð eitt hið blessunarríkasta. Þá var hitt ekki síður mikils virði, að árangurinn af striti hans í þarfir þjóðarinnar var stjórnarskráin 1874, sem að vísu enganveginn fullnægði kröfum ís- lendinga, en veitti þeim þó góða fótfestu í framhaldandi sjálfstæð- isbaráttu, sem endaði með full- veldi islands árið 1918. Jón Sigurðsson var frá því hann komst á manndómsaldur og til æfiloka höfðingi og leiðtogi ís- lendinga í öllum greinum. Fram- úrskarandi kjarkur og staðfesta var það, sem einkenndi hann mest, enda hafði hann sett í inn- sigli sitt orðin: aldrei að vílcja (frá réttu máh). Jón Sigurðsson ruddi þjóðinni braut til frelsis og hverskonar framfara og varðaði veginn fyrir ófæddar kynslóðir. Þó hann sé horfinn af sjónarsviðinu fyrir fullum 50 árum, er hann enn í dag og mun lengi verða leiðtogi íslendinga í menningarbaráttu þeirra. Allir þeir Islendingar, er hér hafa verið nefndir, og vitanlega ýmsir fleiri, hafa á einn eða ann- an hátt vakað yfir málefnum þjóðarinnar, eins og móðir yfir sjúku barni. Þeir eru sáðmennirn- ir, sem gengið hafa út og sáð góðu sæði í akur þjóðlífsins. Þeir eru vormenn íslands. Við njótum uppskerunnar, þar sem þeir sáðu. Skylda okkar er, að minnast þeirra ætíð með þakklæti og lotn- ingarfullum huga. En það er ekki nóg. Sú skylda hvílir einnig á okkur að taka okkur þá til fyrir- myndar og reyna að líkjast þeim í daglegu lífi okkar og störfum. Brautryðjendur, í sama skilningi og þeir voru, geta að vísu ekki allir orðið. En ef hver og einn reynir að feta að einhverju leyti í fótspor þeirra eftir þeim mætti, sem honum er gefinn, þá full- nægjum við þessari skyldu. Ef við getum ekki orðið brautryðj- endur, þá reynum að vera góðir liðsmenn. Þess væntir fsland bæði af mér og þér. Eins og kunnugt er liggur nú fyrir Alþingi frv. um breytingu á stjórnarskránni, og eru flutnings- menn þess þeir jón Þorláksson og Jón Baldvinsson. Fyrsta grein frv. er um skipun þingsins og hljóðar svo: »Á Alþingi eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar. Alþlngi skal svo skipað, að hver þingflokkur hafi þingsæti i samræmi við atkvæðatölu þá, sem greidd eru frambjóðendum flokks- ins samtals við almennar kosn- ingar<. Samkvæmt frumvarpi samherj- anna á þá höfðatölureglan að ráða í framtiðinni um skipun þingsins. Mál þetta var sett i nefnd i efri deild, og klofnaði nefndin þannig, að i minni hluta eru þeir Einar Árnason og Ingvar Páimason; hafa þeir lagt fram sérstakt nefndarálit og bera fram breytingartillögur i þá átt, að núverandi kjördæmaskipun og kosningatiihögun haldist óbreytt að þvi undanteknu, að Reykjavik fái 8 þingmenn í stað 4 nú, er kosnir verði hlutfallskosningu ásamt jafnmörgum varamönnum, landkjör- ið falli niður, en heimild sé til 5 uppbótarþingsæta. Verða þá sam- kvæmt þvi 32 þingmenn kosnir utan Reykjavíkur, 8 í Reykjavik, og þegar svo 5 uppbótarþingmenn bætast við, er hámarkstala þing- manna ákveðin 45, i stað þess að eftir tiilögum Jóns Porlákssonar og félaga bans i kjördæmanefndinni á hámarkstala þingmanna að vera takmarkalaus. Málið var til 2, umræðu i efri deild á mánudaginn. Var umræð- unum útvarpað. Aðeins 3 þingmenn tóku til máls, þeir Jón Porláksson, Jón Baldvins- son og Tryggvi Pórhallssoni Eitt af því, sem Jón Porl. héit fram, var það, að sveitirnar lifðu á kaupstöðunum og þá einkum á Reykjavlki Reykvíkingar keyptu fram- leiðslu bændanna, svo að þeir gætu Iifað. Par sem Reykvikingar væru svona góðir við sveitafólkið, ættu þeir skilið að fá að hafa meiri áhrif á Alþingi, en Framsóknarmenn vildu veita þeim. Reykvikingar láta ekki gera sig að annars flokks kjósend- um, sagði J. P. Jón Baldvinsson harmaði það, að Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum nær og fjær, að konan mín, Geirlaug fóhannesdóttir, andaðist að heimili okkar » dag. Sauðárkróki 6. apríi 1932. Jón Þ. Björnsson. ekki væri hægt að fá þingið til að fallast á að gera landið allt að einu kjördæmi og að ailir þingmenn væru kosnir hiutfallskosningu I einu, því þá yrði hreppapólitíkinni útrýmt úr þinginu. Hann hélt því fram, að Reykjavik ætti heimtingu á miklu fleiri en 8 þingmönnum. Jafnframt spurði hann hvernig Framsókn gæti varið það að fjölga þingmönnum Reykvíkinga upp í 81 Tryggvi Pórhallsson ræddi nokk- uð um kjördæmaskipun og kosn- ingatilhögun i öðrum löndum og sýndi fram á, að höfðatölureglan hefði ekki gefið fulla reynzlu, en sú litla reynzla, sem fengin væri um hana, væru litil meðmæli með henni. Astandið i þeim löndum, sem hún væri giidandí í, væri verst. Hún skapaði marga flokka og vekti sundr- ung. Pannig hefðu t. d. 7 flokkar keppt í Danmörku við síðustu kosn- ingar þar. Kvað ræðumaður Jón Porl, hneykslast i hvert skífti og honum væri á það bent, að höfða- tölureglan væri ekki ein látin ráða f móðurlandi þingræðisins, Englandi, og víðar. Pá minnti forsætisráðherr- ann Jón Porl. á það, að á þingi 1930 hefði hann haft allt aðra skoðun á höfðatöluréttlætinu en nú væri komið fram, en ekki vildi J. P. við það kannast, og varð þvi Tr. P. að að lesa upp kafla úr þingræðu til þess að sanna mál sitt. Pá minnti ræðumaður Jón Porláksson á, að hann væri nú á fáum árum bú- inn að bjóða sig fram til þings fimm sinnum, fyrst sem heimastjórnar- maður, þar næst tiiheyrandi nýjum flokki, er nefndist »sparnaðarbanda- lag<, næst sem »borgaraflokks<- maður, þá sém fhaldsmaður og sfðast sem >sjálfstæðis<-maður, í hvert skifti i nafni nýs flokks með nýja stefnuskrá. Og svo vildi Jón Porl. hafa svona óstöðugan flokka- grundvöll að undirstöðu i framtið- inni. Eru hér aðeins gripin nokkur at- riði úr ræðum þessara þingmanna. Umræðunum varð ekki lokið að þessu sinni. ---—o------ Vilmundur Jónsson flytur á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um fækkun prestsembætta. Tillögunni lætur hann fylgja svohljóðandi grein- argerð: Mönnum vex almennt í augum fjöldi embættismanna og opinberra starfsmanna hér á landi, og eru mjög tíðar kröfur um, að þeim verði fækkað, ýmist til þess að spara rikissjóði útgjöld eða til þess að losa fé, sem verja mætti til annars þarfara. Petta eru þó óskir, sem eru ekki Hklegar til að fást uppfylltar, jþvf að jafnframt því, sem menn láta þær i ljós, er sífellt krafizt meiri og flókn- ari starfa af rikinu, sem fleiri og fleiri starfsmenn þarf til að ieysa af hendi. Hér er þó vissulega ein undan- tekning. Jafnframt því, sem menn krefjast meira af rikinu i veraldleg- um efnum, hirða menn minna og minna um, að það skipti sér af sálarheill þeirra og andlegri velferð, og kjósa nú mjög almennt að leiða þar sjálfir sjálfa sig. Prestastéttinni er frá fornu fari ætlað að sinna andlegum þörfum manna og hefir ef til vill svarað þeim kröfum allvel áður fyrri. Raunar stóð hún sig og jafnframt mjög heiðarlega i allskonar verald- legu vafstri og hefir fram undir þessa tima ekki verið síður metin á þann mælikvarða, nema fremur væri. Prestarnir voru áóur viðast hvar einu mennirnir, sem sæmilega voru að sér, hver innan sinnar sóknar. Peir leiðbeindu mönnum margvís- lega í veraldlegum vandamálum, og sæmiieg sveitarstjórn var lítt hugs- anleg án þeirra, hvað þá eriiðari umboðsstörf. Peir voru yfirleitt frömuðir i búskap og öðrum verk- legum framkvæmdum og flestir miklar sveitarstoðir fjárhagslega.Um- sjón með alþýðufræðslunni var öll í þeirra höndum, og að svo miklu leyti, sem um nokkurt framhalds- nám unglinga var að ræða, var ekki annað að Ieita en til þeirra. Pegar skipa þurfti bólusetjara eða bréfhirðingamenn, gátu jafnvel orð- ið vandræði úr, að prestinum frá- gengnum. Margir prestar voru nær- færir um lækningar og fólki til nauðsyniegrar leiðbeiningar i þeim efnum, er læknar voru óvíða. Og þannig mætti lengi telja. Nú er allt öðru máli að gegna i þessum efnum öllum, og er engin almenn þörf fyrir presta af þeim ástæðum, er nú voru greindar, Pegar ræða skal um það, hversu prestar þurfi að vera margi i land- inu, er ekki iengur við annað að miða en embættisverk þeirra, þ. e. prédikana- og sálusorgarstörf og hin svonefndu aukaverk, skirnir, fermingar, hjónavígslur og jarðsetn- ingar, Um prédikanastðrfin, eða öllu heldur um þörfina fyrir þau, hefir almenningur þegar fellt sinn dóm. Fjöldi skikkanlegra og samvizku- samr* presta víðsvegar úti um land mæna vonaraugum eftir kirkjugest- um sunnudag eftir sunnudag, en enginn kemur eða örfáar hræður. Og þar sem vinsæll prestur kemst hjá hneykslanlegum messuföllum og hefir sæmilega kirkjusókn, eftir því sem nú er kallað, er ekki ótítt, að hann fái að heyra, að það sé gert af vinsemd við hann, en ekki af neinni þörf á að heyra það, sem hann hefir að flytja, Pannig var ástandið orðið Iðngp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.