Dagur - 07.04.1932, Blaðsíða 3

Dagur - 07.04.1932, Blaðsíða 3
14. fbl. DAGUR 55 áður en útvarpið kom til sögunnar. En hvað mun þá vera nú, þegar ekki þarf annað en að styðja á hnapp heima hjá sér tii þess að fá fullnægju sína af messugerðum og meira en það, eða í hæsta lagi að skreppa til næsta bæjar. Mun óhætt að fullyrða, að engum hefði dottið í hug, ef útvarpið hefði verið til á undan pjestunum, að reisa kirkjur og setja prédikara í hverja sveit, er allir gátu með marg- falt minni fyrirhöfn og tilkostnaði hlýtt á gnægð prédikana frá einum stað. Ekki fremur en mönnum dett- ur nú í bug að gera ráðstafanir til, að veðurfréttirnar séu kallaðar upp f hverjum hreppi, jafnframt þvl, sem veðurstofan hér í Reykjavík les þær svo skilmerkilega í útvarpið, að heyrist um allt iand. (Framh.) ■■ ft ■ ■ ■' Minningarorð. Hinn 16. nóv. s.I. andaðist að Skriðu í Hörgárdal, bóndinn þar, Jón Steinberg Priðfinnsson. Bana- mein hans var taugaveiki, eða af- leiðingar hennar. Steinberg heitinn var fæddur 31. okt. 1901, og var þvf aðeins vel þritugur að aldri, er dauða hans bar svo sviplega að. Hann var sonur hinna góðu og velmetnu hjóna, Steinunnar Jóns- dóttur og Friðfinns Pálssonar, er mestallan sinn búskap bjuggu f Skriðu. Var heimili þeirra hjóna hið bezta, og viðar en héraðsfrægt fyrir sæmd Og risnu. Hlaut Steinberg, i föðurgarði, ásamt systkinum sfnum — eldri systur d. og yngri, eftirlifandi bróð- ur — fyrirmyndar, prýðilegt uppeidi, og báru þau systkini þess órækt vitni siðan. Faðir Steinbergs andaðist vorið 1917, en móðir hans hélt áfram búskap. Pessa vetur stundaði hann nám i gagnfræðaskólanum á Akur- eyri — tók þaðan próf vorið 1918.— Var annars heima með móður sinni. Haustið 1922 ferðaðist hann þó tii Danmerkur og dvaldi þar vetrarlangt að búgarði nokkrum á Jótlandi, en kom heim að vori og tók við bús- forráðum. Bjó siðan með móður sinni fram til ársins 1927, að hann giftist Sumarrósu Snorradóttur, er lifir mann sinn ásamt tveim börnum þeirra. Steinberg var röskur meðalmaður að ölium vexti og svaraði sér vel, vænn að yfirliti, stillilegur og góð- mannlegur í framgöngu og bauð hinn bezta þokka. Hann var dugnaðarmaður til verka, afkastamikill og fórst vel úr hendi, enda mjög hugsunarsamur um hvað eina, er hann þurfti að sinna og athugull. Stóðu efni til að hann yrði góður og dugandi bóndi. En eigi var Steinberg miður gjör að annari atgjörfi, því hann var prýðilega greindur maður, fljótur að nema, en þó sérstaklega skýr um skilningsfar og rökvisi. Að loknu gagnfræðanámi las hann mikið, eftir þvi, er stundir unnust til, og lagði sig eftir að læra ftar- tegar, ýms þau fræði, er hann bafði Eftir að biaðið var farið f prentvélina barst því eftir- farandi sfmskeyti i sambandi við RINSO-auglýsinguna á fjórðu síðu: íSamkeppninni verður lokið 10. mai, og verður ekki tekið á móti seðlum eftir þann tfma, úrslitin verða siðar auglýst*. ELDUR getur grandað eigúm yðar, áður en varir, vátryggið þær því hjá oss, meðan tími er til. Með því styðjið þið alíslenzkt vá- tryggingarfélag og tryggið yður fljóta og góða afgreiðslu, ef tjón ber að höndum. H. f. Sjóvátryggingarfélag íslands. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. fengið undirstöðu í við skólanámið, — einkum tungumál — og þó sér- staklega móðurmálið. Var hann smekkmaður mikill á málfar og stýl og kunni líka sjálfur mjög vel með að fara. Skapgerð hans var heilli en al- mennt gerist nú. Hann var jafn- lyndur geðprýðismaður, glaður í viðmóti en gáskalaus, og þó kým- inn og smáglettinn i sinn hóp, en svo góðlátlega og hófsamlega að prýði var að, enda var tilfinninga- næmi hans svo mikið og hreinn og göfuglegur hugsunarháttur, að hann gat ekki sært eða Iítillækkað aðra. — Hann var einn af fáum, er dags- daglega ræddi helzt um mál, en ekki menn, allra sist til lasts. Sannur drengur, vinum sfnum vænn og vandamönnum ástúðlegur og um- hyggjusamur. — Heiðruð sé göf- ugs manns minning. b. <• ■ o ■ ■ Fréttir. □ Rún 59324127 = Frl.-. □ RÚN 59324128Va - Frl/. fslenzka vikan. Fyrsta dag vikunnarvar borið út hér um bæinn nýtt blað, að stærð 12 síður, sem gefið var út að tilhlutan framkvæmdanefndar >íslenzku vikunnar*, og bar blaðið sama nafn og vikan. — hann dag voru tvær samkomur haidnar í Samkomuhúsinu, önnur kl. 3 af verzlunar- manna- og iðnaðarmannafélögunum, hin að kvöldinu að tilhlutan íþróttafélagsins Þór. Á þriðjudaginn var sú tilbreyting höfð i Barnaskóla Akureyrar, að kennarar skól- ans fluttu stutt erindi í öllum deildum hans um íslenzk efni, svo sem ræktun, siglingar, móðurmálið, föt og fæði, iðnað, fánann, ættjarðarást og þjóðrækni og góða íslendinga. Var skólinn að innan skreyttur íslenzkum fánum. Nokkrir gestir voru við- staddir. Siðari hluta dags skrifuðu svo börnin ritgerðir um íslenzk efni. Þessa viku hefir mátt sjá mikið af marg- breytilegri, íslenzkri framleiðslu í búðar- gluggum hér í bæ. Látínn er á Seyðisfirði Karl jónasson fyrverandi spítalaráðsmaður þar, 67 ára gamall. Hann var Þingeyingur að ætt, prýðilega vel gefinn maður og listaskrifari. Þá er nýlega látin í Rvík ungfrú Emma Bebense héðan úr bænum. Blaöið Lögrétta breytti um snið um síð- ustu áramót og kemur nú út í timarits- formi. Er 1. hefti hingað komið og er í því margvíslegan og skemmtilegan fróð- leik að finna; Síðasta dag »íslenzku vikunnarc, sunnudaginn 10. þ. m., efnir söngfélag- ið >Geysir« til al-íslenzkrar söng- skemmtunar í Nýja Bíó kl. 4. e. h. Verða þar sungin 15 lög eftir íslenzka lagasmiði og aðgangseyrir verður að- eins 1 króna, til þess allir geti átt kost á að njóta þessarar góðu skemmtunar. Drukknun. Tveir menn féllu út úr bát við Vestmannaeyjar í síðustu viku og drukknuðu: Voru báðir ungir og efnilegir menn. Verkamaðurinn biður þess getið, að höfundur greinarinnar um kembivélarnar ð Húsavík, sem birtist i blaðinu, hafi ekki verlö Arni Jónsson, fást í Lyfjabúðinni. Dánarfregn. Jón Þ. Björnsson, skólastjóri á Sauðárkróki, hefir orðið fyrir þeirri miklu sorg, að missa konu sína, Geirlaugu Jóhannesdóttur, 39 ára, frá 10 börnum. Fimleikasýningar IL A. es kom UPP í fimleikahús, þar sem þessir flokkar æfðu af kappi undir sýningarnar. Fyrst horfði eg á Jdrengina, kornunga og hreystilega. Voru þeir merkilega langt komnir í leik- fiminni, og má mikið vera ef þeir geta ekki skemmt áhorfendum sínum rækilega. — Þá komu stúlkurnar frægu. Eg hef oft séð þær áður og oft dást að þeim, en þó sá eg glöggt, að þeim hafði enn farið fram og aldrei haft svo skemmtilegt >pro- gram*. Það er dásamlegt að sjá hvað þær eru orðnar þjálfaðar og eiga létt með að hlýða hinum erfiðu skipunum stjórnand- ans, sem er Hermann Stefánsson, eins og áður. Útlendir íþróttamenn, sem séð hafa flokkinn, hafa látið í Ijósi, að hann gæti sýnt listir sínar hvar sem væri. — Þjóð- dansana sá eg ekki, en eflaust er mjög gam- an að þeim. Það eru 4 pör sem dansa í litklæðum, sem eru sérstaklega búin til fyrir þetta. — Mun margt manna koma í Samkomuhúsið þetta kvöld, enda er hollt að gleðjast með góðum. X. Útvarpsnofendafélagið á Akureyri heldur aðalfúnd sinn í Skjaldborg, sunnudaginn 10. þ m„ kl. 5 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. AUir velkomnir á fundinn. Leikfélag Akureyrar gengst fyrir skemmt- un í Samkomuhúsinu í kvöld. Verður þar fluttur fyrirlestur um merkiiegt efni, sung- in íslenzk lög og sýndur einn þáttur úr Skugga-Sveini — Grasafjallið. Úttar Rist, sonur Lárusar Rist, kennara hér í bæ, andaðist í Reykjavík sl. sunnu- dag eftir mjög stutta legu f máttleysis- veikinni. Hann var aðeins tvítugur að aldri og leit út fyrir að verða nýtur mað- ur. Um allmörg ár dvaldi hann í Ameríku. Horöanstórhríð var hér í fyrrinótt og framan af deginum í gær og dreif niður allmikla fönn; birti upp seinni hluta dagsins, Skip. Dettifoss og ísland eru bæði væntanleg hingað á næstunni. Nova kom hingað í morgun að austan og frá útlöndum. Eldtlúsumræöunum á mánudaginn og þriðjudaginn var útvarpað, Próf stendur nú yfir í Gagnfræðaskóla Akureyrar. ARSMANN vantar á gott sveitaheimili. Upplýs- ingar hjá Árna Jóhannssyni í K. E. A. Tilkynning. Föstud. 1. apríl 1932 framkvæmdi not. publ. útdrátt á vinningum í happdrætti Kvenfélags Hðrgdæla og komu upp þessi númér: 00070, 00201, 00240, 00006, 00689, 00961. — Handhafar vitji vinning- anna til undirritaðrar. Pt. Akureyri 1. apríl 1932. Anna Einarsdóttir Auðbrekku. Austfirðingamót verður háð i Samkomuhúsi bæjar- ins laugardaginn 9. apríl 1932, kl. 9 siðdegis stundvislega. Þátttakendur geta verið allir þeir, sem bornir eru eða uppaldir austan- lands á svæðinu frá Gunnólfsvíkur- fjalli til Hornafjarðar. Giftar og trú- lofaðar persónur geta tekið með sér eiginkonur, eiginmenn, unnustur, unnusta og börn sin. Til skemmtunar verður: Ræðu- höld, söngur, músik og dillandi dans. Veittverður: Kaffi, te, kökur o.fl. Aðgöngumiðar að mótinu kosta 2 kr. fyrir hvern og verða þeir seldir í þókaverzlun Rorsteins M. jónssonar á laugardaginn. Framkvœmdanefndin. Býlið MÓLAND í Glerárþorpi er til sölu og laust til ábúðar á næsta vori. Góðir borgunarskilmálar. — Semja ber við undirritaðan. Mólandi s. apríl 1932. Árni Þórgrlmsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.