Dagur - 14.04.1932, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júli.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ&r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrii- 1. des.
XV. ár. "
Akureyri, 14. apríl 1032.
" 15. tbl.
Framsókn
og verndun kjördœmanna.
Pess var getið í síðasta blaði, að
stjórnarskrárnefndin f efri deild Al-
þingis hefði klofnað, og að Fram-
sóknarþingmennirnir Einar Árnason
og Ingvar Pálmason hefðu borið
fram breytingartillögu* við frumvarp
það, er þeir Jónarnir, Porláksson
og Baldvinsson flytja, og jafnframt
skrifað sérstakt nefndarálit um frum-
varpið.
Til þess að Iesendur þessa blaðs
fái sem skýrasta hugmynd um
stefnu og vilja Framsóknarflokksins
á þingi f kjördæmamálinu, fer breyt-
ingartillagan og nefndarálitið hér á
eftir f heilu lagi.
„Breytingartillaga
við frumvarp til stjórnarskipunarlaga
um breyting á stjórnarskrá konungs-
rfkisins Islands, 18. maf 1920.
Frá minni hluta stjórnarskrárnefndar.
Við 1. gr.
Qreinin orðist svo:
26. gr. stjórnarskrárinnar verði
þannig:
Á Alþingi eiga sæti allt að 45
þjóðkjörnir þingmenn, kosnir með
leynilegum kosningum.
A. 32 þingmenn skulu kosnir
með óhlutbundnum kosningum, og
þeir eða sá kosinn, sem flest fær
atkvæði f þessum kjðrdæmum:
Tvímenningskjördæmi:
Skagafjarðarsýsla,
Eyjafjarðarsýsla og Siglufjörður,
Norður-Múlasýsla,
Suður-Múlasýsla og Neskaupstaður,
Rangárvallasýsla,
Árnessýsla.
Einmenníngskjördæmi:
Hafnarfjarðarkaupstaður,
Qullbringu- og Kjósarsýsla,
Borgarfjarðarsýsla,
Mýrasýsla,
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla,
Dalasýsla,
Austur og VesturBarðastrandarsýsla,
Vestur ísafjarðarsýsla,
ísafjarðarkaupstaður,
Norður-ísafjarðarsýsla,
Strandasýsla,
Vestur- Húnavatnssýsla,
Austur- Húnavatnssýsla,
Akurcyrarkaupstaður,
Suður Pingeyjarsýsla,
Norður Pingeyjarsýsla,
Séyðisfjarðarkaupstaður,
AusturSkaftafellssýsla.
Vestur- Skaftafellssýsla.
Vestmannaeyjar.
Ákveða má *með lögum að skipta
tvfmenningskjördæmi i einmennings-
kjðrdæmi.
Deyi þingmaður, kosinn í þess-
um kjðrdæmum, á kjörtímanum eða
fari frá, þá skal kjósa þingmann i
hans stað fyrir það, sem eftir er
kjðrtímans.
B. 8 þingmenn skulu kosnir með
hlutbundnum kosningum f Reykja-
'vík og jafnmargir til vara samtímis.
Ef þingmaður Reykjavíkur deyr
eða fer frá á kjðrtímanum, tekur
sæti varaþingmaður hans, það sem
eftir er kjörtfmans.
C. Ákveða má með Iðgum, að
bætt verði við allt að 5 landkjðrn-
um þingmðnnum, ásamt varamönn-
um þeirra. Skal þá þeim þingsæt-
um varið til jðfnunar milli stjórn-
málaflokkanna í þeim kjördæmum,
þar sem kosið er óhlutbundnum
kosningum. Um úthlutun þingsæt-
anna skal miða við samanlagða
kjósendatölu stjórnmálaflokkanna
við kosningarnar í hlutfalli við tðlu
kosinna þingmanna i þeim kjðr-
dæmum. Varamaðurlandkjðrins þing-
manns tekur sæti eftir sömu reglu
og gildir um varamenn Reykjavíkur-
þingmanna.
Pingmenn skulu kosnir til 4 ára«.
„Nefndarálit
um frumvarp til stjórnarskipunar-
' laga um breyting á stjórnarskrá kon-
ungsrikisins íslands, 18. mai 1920.
Frá minni hluta stjórnarskrárnefndar.
Við undirritaðir hðfum ekki get-
að orðið samferða meðnefndarmönn-
um okkar f þessu máli. Ágreining-
urinn milli nefndarhlutanna snertir
þó nær eingöngu 1. gr. frumvarps-
ins, eða sérstaklega þau ákvæði
hennar, sem rfgbinda þá ófrávíkjan-
legu reglu, að tala þingsæta skapist
eingöngu af atkvæðamagni stjórn-
málaflokkanna, án tillits til nokkurs
annars. Að vfsu skal þvf ekki neit-
að, að rétt sé að taka nokkurt tillit
til þess, að flokkar hafi þingsæti i
hlutfalli við atkvæðatölu þeirra. En
hvortveggja er, að ekki hefir verið
bent á neina viðunandi kjðrdæma-
skipun, sem tryggi þetta, enda þarf
engu sfður að gæta annara mjðg
mikilvægra atriða, þegar ákveða skal
réttláta og skynsamlega skipun Al-
þingis.
Minni hlutinn telur sjálfsagt, að
fyrst og fremst beri að taka tillit til
nauðsynjar hinna einstöku héraða
landsins til nægilegarar fulltrúatölu
og til jafnréttis allra kjósenda, hvar
sem er á landinu, um áhrifavald á
skipun Alþingis. Framhjá þessu
hðfuðatriði er að mestu gengið, ef
skapa á kosningafyrirkomulag, sem
að öllu leyti fullnægi 1. málsgr. 1.
gr. frumvarpsins, auk þess sem það
skipulag felur f sér aðra óviðunandi
galla. Pað ber því nauðsyn til að
þræða i þessu máli þá leið, sem
kemst næst því að geta fullnægt
sanngjörnum kröfum héraða og
stjórnmálaflokka.
Minni hlutinn vill með tillögum
þeim, er hann flytur á þskj. 279,
gera tilraun til að fullnægja 2 höf-
uðatriðum: í fyrsta lagi að tryggja
fornan rétt hinna einstöku héraða
til fulltrúavals og áhrifa á Alþingi.
í öðru lagi að tryggja stjórnmála-
flokkum landsins sanngjarnan rétt
til fulltrúafjðlda eftir atkvæðamagni
þeirra, svo sem við verður komið,
innan þeirra takmarka, að núverandi
réttur kjördæmanna verði ekki skert-
ur og að tala þingmanna verði ekki
óhæfilega há.
Telur minni hl., að f tillðgum
hans felist sú lausn þessa máls,
sem þjóðin megi vel við una.
Alþingi, 31. marz 1932.
Einar Árnason, Ingvar Pálmason,
frsm. minnihl.*.
Breytingar þær á stjórnarskránni,
sem Framsóknarflokkurinn telur
sanngjarnar og hæfilegar, eru sam-
kvæmt framansögðu þessar:
1. Að tala þingmanna sé fast-
ákveðin i stjórnarskránni og fari
ekki fram úr 45. Flokkurinn er því
með öllu móthverfur að þingmönn-
um megi fjölga ótakmarkað, eins
og andstæðingarnir vilja.
2. Að ákveðið sé I stjórnarskránni,
að Reykjavik skuli hafa 8 þingmenn
og að varaþingmenn séu kosnir þar.
^ 3. Að tala og þingmannafjöldi
kjðrdæmanna utan Reykjavíkur sé
fastákveðinn, svo að réttur þeirra
til að velja sér fulltrúa verði ekki
rýrður með einföldum lögum og
án þess að leita álits kjósenda.
4. Að núverandi landskjðri verði
breytt á þann hátt, að 5 þingsætum
sé varið til að jafna fulltrúatölu
flokkanna í hlutfalli við atkvæða-
fjölda og að úrslit kjördæmakosn-
inganna utan Reykjavíkur ráði f
hvert sinn, hverjir verði landskjörnir
þingmenn. Parf þá ekki að fara
fram sérstakt landskjör. Er i þessu
innifalin sú breyting að afnema
sameiginlegt Iandskjör fyrir Reykja-
vík og aðra landshluta. Petta er
réttláit, því Reykjavik hefir ótvírætt
miklu betri aðstöðu til kjörsóknar
en hinar dreifðu byggðir landsins.
Auk þessa vill Framsóknarflokk-
urinn, að kosningaaldur sé færður
niður í 21 ár, og að sveitastyrkur
varði eigi réttindamissi. Um þessi
siðasttöldu atriðl er enginn ágrein-
ingur milli flokkanna.
Stefna Framsóknarllokksins í kjör-
dæmamálinu, sú er fram kemur I
áður tilgreindri breytingartillögu, er
i fullu samræmi við yfirlýsingar
Framsóknarmanna i sfðustu kosn-
ingabaráttu. Peir lýstu þvi meðal
annars yfir, að rangt væri að leggja
höfðatöluna eina tii grundvallar
þingmannatölu, heldur yrði þar
einnig að taka tillit til þeirrar að-
stöðu, sem íbúar einstakra lands-
hluta að öðru leyti hafa til að gæta
hagsmuna sinna. Peir lýstu þvi yfir,
að bæjar- og sýslufélög landsins,
sem eru hagsmunaheildir út af fyrir
sig með ólikum staðháttum, mættu
ekki sviftast þeim rétti, sem þau
hingað til hafa átt til að velja sér-
staka fulitrúa á Alþingi.
Á hinn bóginn lýstu Framsóknar-
menn, yfir þvf, að þeir myndu á
engan hátt verða mótfallnir þeim
breytingum, er sanngjarnar mættu
teljast og ekki gengju á rétt hinna
einstöku kjördæma.
Samtök þau, er stjórnarandstöðu-
flokkarnir gerðu með sér í fyrra,
voru, eins og kunnugt er, á þá
leið að undirbúa með stjórnarskrár-
breytingu að hægt yrði að sam-
þykkja nýja kjðrdæmaskipun á þingi
1932, þar sem ieggja átti niður ÖIi
gömlu kjördæmin utan Reykjavikur,
en skifta í þess stað landinu niður
f 6 stór kjördæmi með hlutfalls-
kosningu og uppbótarsætum. Pað
átti með öðrum orðum að svifta
núverandi kjördæmi réttinum til þess
að eiga sérstaka fulltrúa á Alþingi.
*En þingrofið kom f veg fyrir
þessar aðfarir og gerði að engu
launmakk andstöðuflokkanna. Ef
þingið hefði ekki verið rofið, væri
nú komið I framkvæmd ráðabrugg
ihalds- og jafnaðarmanna, 00 fikkert
kjördæmi utan Reykjavikur ætti pá lengur
rétt til að hafa sérstaka fullirúa á Alpingi.
Leikfélag flkureyrar gekkst tyrir tveimur
kvöldskemmtunum í Samkomuhúsinu í
íslenzku vikunni. Var sú fyrri á fimmtu-
dagskvöidfð. Hélt Valdemar Steffensen þar
fyririestur um bætiefni i fæðunni, þá söng
ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir nokkur ís-
lenzk lög og að síðustu var sýnt >Orasa-
fjallið« úr Skugga-Sveini.
Á sunnudaginn var skemmtunin endur-
tekin, en þó þannig breytt, að hún hófst
með danssýningu (Lilla Steingrims og
Skjöldur Hlíðar). Þvínæst flutti Davíð
skáld Stefánsson erindi um >Skugga-Svein«,
leik Matthiasar og á eftir var Qrasafjalis-
sýningin eins og áður. Síðan var stiginn
dans, og spilaði Trio Karls O. Runólfs-
sonar fyrir honum.