Dagur - 26.05.1932, Qupperneq 1
D AGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlf.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin viö ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XV
. ár. |
Akureyri, 26. maí 1032.
" 21. tbl.
Jónas Porbergsson þingmaóur
Dalamanna ber fram á Alþingi til-
lögu til þingsályktunar, sem hljóöar
um meðferð lánsfjár og starfsfjár,
og er aðalefni hennar að skora á
ríkisstjórnina að undirbúa og leggja
fyrir næsta reglulegt Alþingi frv. til
laga um meðferð lánsfjár og starfs-
fjár bæjarfélaga, stofnana og at-
vinnufyrirtækja, þar sem ríkissjóður
hefir hagsmuna og fjár sfns að
gæta, og þeirra stofnana, sem eru
að meira eða minna leyti reknar
með fé rikisins og á ábyrgð þess.
í framsöguræðu sinni um þetta
mál segir tlutningsmaður tillögunn-
ar, að samkvæmt landsreikmngum
1930 séu samanlagóar ábyrgðirrík-
issjóðs fyrir banka, bæjarsjóði,
sveitatélög og ýms félög og siofn-
anir, alls nokkuð á 12. mil. kr., en
auk þess standi rikissjóður i ábyrgð
fyrir eigin lántökum og starfstjár-
lánutn handa bönkum, svo sem
eftirstöðvum af enska láninu frá
1921 og veðdeildariáninu til Lands-
bankans. Stærstu ábyrgðirnar, sem
hér um ræðir, eru vitanlega fyrir
bankana, þar næst fyrir Reykjavíkur-
bæ og loks fyrir Eimskipatélag Is-
lands. J. P. farast svo orð um
Eimskipaíélag íslands:
>Rikissjóósábyrgðir fyrir það eru
um bálf miij. kr. Petta télag er
samkvæmt uppruna og ætlunarverki
sínu að háifu leyti rikisstofnun. Pað
er stofnun þjóöarinnar. Rikið legg-
ur því árlega mjög mikið té og af
staða þess til lands, þjóðar og rikis-
sjóðs er sú, að það mundi aldrei
verða látió bera upp á sker, heldur
mundi Alþingi telja sjálfsagt, að taka
á sig, eg vil segja næstum þvi hve
þunga fjárhagslega byrði sem væri,
til þess að forða þvi frá hruni eða
að verða að hætta störfum, vegna
þess að félagið er littaug þjóðannn-
ar og einn meginþátturinn í sjá f-
stæöisbaráttu íslendinga. En um ieið
og það er athugað, hve mikils virði
Eimskipafélagið er fyrir þjóðina og
afstaða þess til ríkisins, sem eg
áður gat um, verður það ljóst, að
rikið hefir þarna mikilia hagsmuna
að gæta og það getur ekki verið
þvf óviðkomandi, hversu þessu
fyrirtæki er stjórnað og hvernig
með fjárreiður þess er farið, Nú er
það vitað, að félagið er f stöðugum
fjárhagsvandræðum eins og eðlilegt
,er, ekki sízt nú á tímum. En þrátt
fyrir þau vandræði sem að þvi hafa
steðjað, eins og öðrum stofnunum
rikisins, og þau vandræði sem hafa
knúð fram hér á Alþingi þær ráð-
stafanir, sem gerðar hafa verið til
að draga úr útgjöldum rikisins, hefir
þessi sama nauðsyn ekki haft nein
áhrif á stjórn Eimskipafélags íslands,
að þvi er snertir launagreiðslur, hlið-
stæðar þeim, sem mest hefir verið
talað um hér i þinginu við rekstur
rikisins sjálfs og stofnana þess. Eg
skal til fróðleiks telja hér upp helztu
og hæstu launagreiðslur þessa fé-
lags, svo að hv. þingmenn geti
haft það til athugunar og saman-
burðar við launagreiðslur rikisins
og þær tölur, sem hefir verið verk-
efni fjárveitinganefndar og allra hv.
deildarmanna, að hugsa einna mest
um á þessu þingi.
Framkvæmdastjóri félagsins hefir
19 þús. kr. föst laun, en það er 7
þús. kr. hærra en ráóherrarnir hafa.
Prátt fyrir þessi riflegu laun, virðist
svo sem stjórn Eimskipafélagsins
hafi óttast, að þessi maður myndi
tæplega geta séð sér fyrir sæmilegu
húsnæði, svo að hún hefir gert sér-
stakar ráðstafanir og látið hann hafa
4 þús. kr. i húsaleigustyrk. En til
þess að ennþá öruggara yrði að
maðurinn kæmist sæmilega af, hefir
honum verið tryggður ágóðahluti
— 3. þús. kr. á ari — hversu svo
sem rekstur félagsins gengi, hvort
sem það tapaði eða giæddi. En nú
hefir félagið, ems og kunnugt er,
tapað um margra ára skeið. Alls
nema þessi laun forstjórans 2ó þús.
kr. á ári. Aðrir starfsmenn við þetta
felag, svo sem sknfstofustjóri, aðal-
bókari og aðalritan hafa um 10 þús.
kr. á ári.
Eg hirði ekki um að íara lengra
út í einstakar upptalningar á launa-
greiðslum. Eins og gefur að skilja,
munu launagreióslur hjá þessu té-
lagi yfirleitt bera nokkurn svip af
launagreiðslum til stjórnenda lélags-
ins og helztu starfsmanna. <
Að þessu mæltu snýr J. P. sér
að Reykjavikurkaupstað. Hann segir, að
samkv. landsreikningnum 1930 sé
ábyrgð rikisins gagnvart bænum
2,550,000 kr. En auk þess hefir
verið lagt fram á Alþingi, samkv.
beiðni bæjarins, frv. til laga um
ábyrgð á 7 milj. kr. láni til Sogs-
virkjunarinnar, og má búast við að
slikar málaleitanir liggi einnig fyrir
næstu þingura. í þessu sambandi
segir svo:
»Skuldir bæjarins eru um 8 milj.
kr. Bærinn á ófullnægjandi rafveitu,
ófullnægjandi vatnsveitu, og gas-
veitu, sem llka er ófullnægjandi.
Stafar þetta af þvf, að bærinn hefir
vaxið stórum örar, en verkfræðingar
þeir, sem þessi mannvirki hafa und-
irbúið, gerðu sér f hugarlund. En
af þessum sökum er bærinn í mikl-
um vanda staddur. Vil eg sérstak-
Iega benda á það, að vatnsveitan
og rafveitan stríða hvor gegn ann-
ari. Pvf meir sem vatnsveitan er
aukin, þvi meir tæmist lindasvæði
Elliðaár. Oetur því ekki liðið á
löngu að ráða verði verulega bót
á þessu vandkvæði og stofna þannig
til gífurlega mikils kostnaðar.
Pegar litið er á helztu ytri drætti
um hag Reykjavíkur og stjórn henn-
ar, er það^eftirtektavert, að annars-
vegar virðist bærinn á undanförnum
nokkrum árum hafa lifað hið mesta
blómaskeið, svo að hann mun nú
vera með allra stærstu höfuðborg-
um, miðað við tölu landsmanna;
hinsvegar á hann þó ekkert ráðhús,
engan spitala, engan a'þýðuskóla
og enga leikvelli handa bðrnum.
Skipulagi bæjarins er mjög áfátt og
ber það vitni um megni óframsýni.
Oötugerð er skammt á veg komin,
og bærinn er í slíkum fjáihagsörð-
ugleikum, að hann hefir ekki getað
framkvæmt áætlanir sínar. Hann
hefir átt mjög örðugt uppdráttar
um lántökur. Tekur það af öll tví-
mæli um erfiðleikana, að bærinn
hlaut á síðasta ári að leita leyfis
um að fá að jafna niður sérstökum
aukaálðgum á bæjarbúa ofan á all-
þung gjöid, sem fyrir voru.
En þrátt fyrir þessa örðugleika,
hafa stjórnendur bæjarins, sjáif-
stæðismenn og jafnaðarmenn, orðið
ásáttir um það, að hann væri fær
um að greiða 40% dýrtíðaruppbót
á laun starfsmanna bæjarinsc
Pessu næst vfkur J. P. máli sínu
að bönkunum og farast meðal annars
svo oró:
Bankarnlr.
Pá kem eg að bönkunum. Peir
starfa nú beinlfnis á ábyrgð rikisins
og með fé, sem það hefir fengið
þeim sem rekstursfé eða ábyrgzt
fyrir þá út á við. Hagur þeirra er
hinn erfiðasti, sérstaklega þó Út-
vegsbankans, Snemma á þinginu
var gerð skyndiráðstöfun um að
ríkið tæki ábyrgð á innstæðufé Út-
vegsbankans, af því að þá steðjuóu
að honum sérstök vandræði.
Afskriftir af starfsfé bankanna
síðustu 10 árin nema um 35 milj.
kr., þegar með eru talin töp á göml-
um lánum Islandsbanka, sem Ut-
vegsbankinn tók við um leið og
hann tók við búi hans. Prátt fyrir
þessi fjárhagsvandræði, greiðir Út-
vegsbankinn ennþá 60% dýrtíðar-
uppbót eða laun, sem því svara.
Helztu launaflokkar bankans eru
þessir: Bankastjórar 12000 kr. árs-
laun -j- 60% dýrtlðaruppbót =
19200 kr. Bókari og féhirðir 12000
kr. hvor eða full ráðherralaun.
f Landsbankanum hafa banka-
stjórar 24000 kr. hver, en aðrir
hæstlaunaðir starfsmenn 11500 kr.
hver, og er það lægra en tilsvarandi
laun í Útvegsbankanum, en Lands-
bankinn greiðir eitthvað i lifeyris-
sjóð fyrir starfsmenn bankans, svo
að laun þessara helztu starfsmanna
munu vera lík i bönkum þessum.
I þessum þremur stofnunum, sem
starfa að mestu á ábyrgð rlkissjóðs,
eru þvi laun greidd með dýrtíðar-
uppbót sem hér segir:
Reykjavíkurbær..........40%
Eimskipafélagið.........40%
Bankarnir..........; . . 60%
Eins og kunnugt er, hefír dýrtíð-
aruppbót starfsmanna rikisins verið
færð niður í 17l/3% og hefir það
komið til orða hér i þinginu að af-
nema hana meó öllu.
í 1. tólulið tiliögu þeirrar, er hér
ræðir um, er gert ráð fyrir því, að
opinber afskifti þingsins af launa-
greiðslum i landinu nái lengra en
til þeirra stofnana einna, sem bein-
Ifnis eru á vegum rikisins og að
þau verði látin ná yfirleitt til allra
þeirra stofnana, sem starfa að meira
eða minna leyti á ábyrgð þess, i
þeim tilgangi, að samræma launa-
greiðslurnar við fjárhagslega getu
þeirra sjálfia og þjóðarinnar í heild
sinni. Launagreiðslur hjá þessum
stófnunum eru á ábyrgð ríkisins á
méðan stofnamrnar starfa á rikisins
ábyrgð og með fé þess. Par sem
svo háttar til, er það ekki einungis
réttur Aiþingis, heldur og skylda,
að hafa afskifti af slíkum málum.
(Framh.).
■'"V" o
flreyting ájkattalöggjöf.
i.
Tvéir Framsóknarmenn í éfri
deild, Ingvar Pálmason og Páll Her-
mannsson, báru um síðustu mán-
aðamót fram frv. um viðbótarskatt
á hátekjur og stóreignir. Áætlaðer,
að viðbótarskattur þessi mundi gefa
ríkissjóði að minnsta kosti 1 miij.
og 300 þús. kr. f tekjur, ef að lög-
um yrði.
Skattstigi sá, sem frv. gerir ráð
fyrir, er á þessa leið (viðbótarskatt-