Dagur - 02.06.1932, Side 3

Dagur - 02.06.1932, Side 3
22. tbl, DAGUR 87 svar hins flokksins. er ekki vitað, þegar þetta er ritað. Ný stjórn myndast. Um það leyti, er blaðið var að fara í pressuna, er því tilkynnt úr Reykjavík að ný stjórn sé að mynd- ast og verði hún þannig skipuð: flsgeir flsgeirsson, forsætis- og fjár- málaráðherra. Magnús Guðmundsson, dómsmáiaráð- herra- Síra Dorsleinn Briem, kirkju- og kennslumálaráóherra. Atvinnumálunum munu ráðherr- arnir skifta á milli sín. Síra Porsteinn Briem er eindreg- inn Framsóknarmaður. -----o Sakamálshöfðun. Á siðastliðnu ári var að undan- genginni opinberri kæru og að til- hlutun rikisstjórnarinnar skipuð nefnd manna til að rannsaka rekst- ur íslandsbanka undanfarinn áratug. í nefndina voru skipaðir Einar Arn- órsson prófessor og málafærslu- mennirnir Stefán Jóh. Stefánsson og Pórður Eyólfsson. Nefndin hefir getið skýrslu um rannsókn sína á rekstri og útlánastarfsemi bankans, og er hún þannig vaxin, að ríkis- stjórnin taldi annað óverjandi en að höfðað yrði sakamál á hendur fyrverandi bankastjórum íslands- banka, þeim Eggert Ciaessen, Sig- urði Eggerz og Kristjáni Karlssyni, fyrir stjórn þeirra á bankanum. Hefir því ríkisstjórnin nýlega fyrir- skipað sakamálshöfðun gegn fyr- verandi íslandsbanka-stjórum. Á orði er, að ýmsum íhalds- mönnum í Reykjavík leiki mjög hugur á að koma þeim mönnum i landsstjórnina, sem helzt er treyst- andi til að stöðva sakamálshöfðun þessa, en ekki munu þeir hafa hug á Einari Arnórssyni til þeirrahluta. Eftir þvi að dæma lízt þeim miður vel á aðstöðu sakborninganna. -----o------ Frá Tengchow. (Niðurl.). En á siðustu forvöðum komu nokkrar sveitir úr ríkishernum og stugguðu við þeim með failbyssun- um. En ennþá leika allir þessir ræn- ingjar lausum hala, og fá sjálfsagt að fara sinu fram þegar búið er að reka þá hæfiiega langt fráaðseturs- stað stjórnarinnar. Vegna óeirðanna í fyrrahaust skyldi eg fjölskyldu mina ettir á Kúlingfjalii. Er það i Kiangsihéraði, en skammt frá Hankow. Nú hafa kommúnistar gerzt þar svo nær- göngulir, að samgöngur hafa tepzt um tima. Frá fjölskyldu minni hefi eg engar fréttir fengið siðan um miðjan janúarmánuð. Hér færist nú brátt allt i samt lag aftur. Samkomuhöld, námskeið og skólar hafa byrjað, eins ogekk- ert hefði í skorizt. Ræningjarnir gerðu sér far um að eyðileggja sem mest af matvöru manna og fatnaði. Var það gert til þess að >búa i haginn< fyrir her- mennina, sem komu i hælana á þeim. Hungursneyp vofir þvi yfir fjölmðrgum stöðum hér í nágrenn- inu. Við hðfum veitt um 150 manna ofurlitla bjðrg, og var nokkuð af því, sem við höfum til að miðla, gjafir frá íslandi. Væri betur ef öllu fé, sem út úr landinu fer, væri eins vel variö. Tengchow 28. febrúar 1932. Úlafur Úlafsson. o Fr éttir. Stúdentspról f Menntaskótanum á Akur- eyri hófat í dag, kl. 8 árdegis. Byrjað var á íslenzkri ritgerð, tem varið er til 5 kUt. Stúdentaefni mega velja um þrjú verkefni, eitt náttúrufræðilegt, annað sagnfræðilegt, þriðja almenna eðlis. Að þessu sinni fengu brottfarendur þessi verkefni, er þeir kjósa um: 1. Hetjuhugur og bieyðimennika. 2. Kol. 3. Rússlandsför Napoleons mikla. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er prófdómandi um íslenzka ritgerð, og hefir hann valið þessi verkefni. Jóhannes Sigurðsson, formaður Sjó- mannastofunnar í Reykjavik, flytur erindi í Samkomuhúsinu kl. 8.30 á föstudags- kvöld, sem hann nefnir; Á hafi og í höfn. Stúlkubarn, tveggja ára gamalt, lenti undir bifreið á Hverfisgötu í Reykjavík og andaðist á leiðinni til sjúkrahúss. Esja Strandar.Á föstudaginn var strand- aði Esja við Höskuldsey á Breiðafirði. Yfir 100 farþegar voru með skipinu, og voru þeir fluttir til Stykkishólms. Skipið losnaði af grunninu um kvöldið og komst til Stykkishólms og þaðan til Reykjavikur. Við strandið laskaðist Esja nokkuð, og fer bráðabirgðaviðgerð fram í Rvik, en síðan fer hún til útlanda til fullnaðarvið- gerðar. Hautgripasýningarfara fram í.Húnavatns- Skagafjarðar- Eyjafjarðar- og Suður-Þing- eyjar-sýslum á þessu sumri. Bærinn að Þönglabakka i S. Þingeyjar- sýslu brann til kaldra kola hér um nóttina. Kaupdeílunni f Vestmannaeyjum er lokið. Oánardægur.27. þ. m. andaðist Vilhjálmur Þorsteinsson fyrv. bóndi í Nesi í Höfða- hverfi, nær hálfáttræður að aldri. Þá er og nýlega látin hér á sjúkrahús- inu ungfrú Klara Karlsdóttir, Quðmunds- sonar verkamanns hér í bæ, ung stúlka og efnileg. Bilslys fara mjög í vöxt í ýmsum lönd- um; þannig hafa 6691 maður farizt af umferðaslysum í Englandi á siðasta ári og það að langmestu leyti af bilslysum og margfalt fleiri særzt af sömu orsökum. Þó eru Bandaríkin tiltölulega hærra á blaði, þegar um bílslys er að ræða, en England. 1 Englandi er nú talað um að herða mjög á bifreiðaumferðalögum og fara með slys, sem orsakast af ógætni bilstjóra, eins og um morð væri að ræða. Samsæri allviðtækt gegn stjórninni i Bolivíu í Suður-Ameríku hefir nýlegavitn- ast. Voru sjóliðsforingjar einkum við það riðnir. Ýmsir fyrirliðar samsærisins hafa verið teknir til fanga. Japanar hafa nýlega unnið stórsigur í Mandsjúríu. Japanar segja tölu fallinna og særðra Kínverja skifta þúsundum. RÓStur allverulegar urðu nýlega milli kommúnista og Hitlersmanna í prússneska þinginu. Var barizt í þingsalnum og stól- ar og allt annað lauslegt, sem fyrir hendi var, haft að vopni. Linnti þessum látum ekki fyr en allt, sem brotnað gat, var mulið niður. Margir meiddust og þrír liggja þungt haldnir af meiðslum. Sagt er, að kommúnistar hafi átt upptökin að þessum leik, en ekki hafi staðið á hinum að taka á móti. LagarlOSS var hér í vikunni á austurleið og Súðin á vesturleið. Ljósmóðurstarfið hér í bænum hefir nú verið veitt ungfrú jórunni Bjarnadóttur, sem hefir gegnt þvi að undanförnu. Lysligaröur bæjarins var opnaður fyrir almenning á sunnudaginn og verður fram- vegis opinn hvern dag í sumar frá kl. 9 —12 f. h. og frá 1 Va—6‘/a e. h. - Sigvaldi Porsteinsson kaupmaður er ný- lega kominn i bæinn eftir langa dvöl i útlöndum. MagnÚS Pétursson fimleikakennari lagði af stað 24. f. m. til Reykjavikur með 8 manna flokk frá Leikfimisfélagi Akureyrar. Fóru þeir í bifreið og óku leiöina á 23 stundum. Var þetta fyrsti bíllinn, sem farið hefir milli Akureyrar og Reykjavíkur á þessu ári. Málverkasýninp Sveins Þórarinssonar var miður sótt en skyldi, þvi þar var margt girnilegt og merkilegt að sjá. Listamenn eiga erfitt uppdráttar nú í kreppunni ekki síður en aörir. Bjami Bjðmsson gamanleikari hefir haft þrjú skemmtikvöld í Samkomuhúsinu, á fimmtudags- laugardags- og sunnudags- kvöldið. Aðsókn var misjöfn, stundum góð og stundum léleg. B. B. söng ýmsar gamanvisur, las upp skritiur, útvarpsfréttir og fleira og hermdi eftir nokkrum alþingis- mönnum. Hann er, eins og þjóðkunnugt er, leikari með afbrigðum og hermir eftir af mikilli list. Sérstaklega er það undrunar- vert, hversu hann getur sett upp andlit þeirra manna, sem hann hermir eftir. Á- horfendur skemmtu sér hið bezta. Kona B. B. var með f förinni, og aðstoðaði hún mann sinn við hljóðfærið, Eggert Stefánsson syngur í Samkomu- húsi bæjarms á sunnudaginn kl. 9. siðd, Nokkur itölsk lög, þar á meðal Serenata eftir Tosti og Ave Maria eftir Kahn verða sungin með fiðlu* og pianó-undírspili (Karl Runólfsson og Gunnar Sigurgeirs- son). fllpingi. Þingfundir hafa staðið stutt yfir siðustu dagana, stundum aðeins eitt mál á dagskrá i hvorri deild. Meðal þeirra máia, er þingið hefir afgreitt nú síðast, er breyt- ing á fátækralögunum, lög um skipulag kauptúna og sjávarþorpa og lög um gjald- frest bænda. Mjög heyrist nú um það kvartað að þetta þing hafi verið afkastalítið. Ekki er þetta með öllu rétt, þegar miðað er við tölu þeirra mála, er það hefir afgreitt. Að aflokinni samþykkt þeirra laga, er hér voru nefnd, hafði þingið afgreitt 62 lög, og er það með mesta móti, þvi frá því 1919 og fram að þessu þingi, hefir hvert þing afgreitt aðeins 49 lög að meðaltali. Kaupdeilustapp varð á fiskverkunarstöðv- um hér í bænum laust fyrir síðustu helgi. Lýstu stjórnir verklýðsféiaganna yfir verk- banni á stöðvunum. Var þá gengið til samninga og náðist skjótt samkomulag á þá leið, að timakaup fiskverkunarkvenna verður 65 au. í dagvinnu, en ákvæðisvinna við fiskþvott er afnumin. Einnig er leyfi- legt að ráða stúikur fyrir 30 kr. um vikuna, sé um minnst fjögurra mánaða atvinnu að ræða. Kona deyr al brunasárum. Það sorgiega slys vildi til á Siglufirði fyrir fáum dög- um, er kona ein, Sesselja að nafnl, ætlaði að glæða eld í eldavél með steinolíu, að sprenging varð í vélinni, og náði eldurinn fötum hennar, sem þegar stóðu í björtu báli. Þegar hjálp kom, var konan orðin skaðskemmd af brunasárum víða um lík- araann. Var hún þegar fiutt i sjúkrahús og andaðist þar eftir miklar þjáningar. Kona þessi var gift, og var dóttir hennar viðstödd, þegar þetta átakanlega slys vildi til. Sumarbústaður fyrir börn. aö tiihiutun kvenfélagsins >Hlíf< var skemmtisamkoma haldin i Samkomuhúsinu 2. ðag hvitasunnu. Ágóðinn rann í sjóð þann, sem stofnaður er í þeim tilgangi að koma á fót sumar- bústað fyiir veikluð börn. Er ætlun félags- ins að afla sjóðnum tekna meðai annars á þann hátt að halda árlega slíka samkomu og var þessi sú tyrsta í röðinni. >Hlíf< hefir og leitað til annara félaga hér í bæ um þátttöku, og hafa sum þeirra þegar vikizt fúslega undir þá málaleitun. Sam- koman á 2. í hvítasunnu fór hið bezta fram og var að henni gerður góður rómur. Aðsókn var furðu mikil, og var hún vottur þess, að almenningur hér í bæ vill sinna þessu nauðsynjamáli og styrkja það eins og vera ber, því hugmyndin er hin ágæt- asta og verðskuldar almenna eftirtekt og óskift fylgi allra þeirra, sem eitthvað vilja á sig leggja í baráttunni við bcrklaveikina. En sumarbústaður slikur, sem hér er hugs- aður, er af þeim, sem bezt hafa vit á, talinn mikilverður þáttur í þeirri baráttu, Iryggvi Dóthallsson forsætisráðherra er nú á góöum batavegi af sjúkleika þeim, sem áður hefir verið getið hér í blaðinu. Geir Jónasson stúdent er nýlega kom- inn heim frá Noregi og dvelur helma um þriggja mánaða skeið. Að þvi búnu snýr hann aftur utan og heldur áfram námi. Ltíg um samvinnubyggingarfélög voru afgreidd frá Efri deild Alþingis í gær. Grassprettutlð góð er um þessar mundir. Þoka um nætur og hitasólskin á daginn. Qróðri fer þvi ört fram. Benedikt Bjtírnsson skólastjóri á Húsavik dvelur hér í bænum þessa dagana. DettíiOSS kemnr hingað í kvöld vestan um frá Reykjavík. Varðskipið Óðinn var hér f gær á aust- urleið i staðinn fyrir Esju. DEGI.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.