Dagur - 11.08.1932, Qupperneq 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfiröinga.
Afgreiðslan
er hjá J6ni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
» > > • • -• •••
XV
/. ár. | Akureyri 1L ágúst
1932.
32. tbl.
Fyrirmynd
kommúnista
Fyrir nokkrum dögum skeði sá
atburður á Siglufirði, að verka-
menn þar ráku Svein Benedikts-
son framkvæmdastjóra á brott úr
bænum, frá starfi sínu ög atvinnu
þar. Þóttust þeir eiga honum grátt
að gjalda frá ríkisverksmiðjudeil-
unni og fyrir níðgreinar um
verkalýðsforingjann Guðmund
Skarphéðinsson. Til brottrekstrar
Sveins var stofnað í hefndarskyni.
íhaldsblöðin nefna þessar aðfar-
ir með réttu »ofbeldisverknað«, og
menn þá, er að ofbeldinu stóðu,
»ofstækismenn«.
Fleiri atburðir hafa skeð nú ný-
lega, sem benda á, að ofbeldis- og
hnefaréttarstefna sé efst á baugi
meðal kommúnista hér á landi. í
fersku minni eru frásagnirnar um
uppþotið, sem varð í sambandi við
bæjarstjórnarfund í Reykjavík
fyrir skömmu, þar sem ráðist var
með grjótkasti á hús það, er bæj-
arstjórn Reykjavíkur átti setu í,
kastað sandi og salti að lögreglu-
liðinu og trélurki beint að höfði
borgarstjórans o. s. frv.
Allar þessar aðfarir kommún-
ista dæma foringjar íhaldsflokks-
ins mjög svo hart í viðræðum og í
blöðum sínum og heimta öfluga
vernd sér til handa gegn yfirgangi
og ofstopa kommúnistaforingj-
anna. íhaldsmenn krefjast þess
hástöfum, að ofstopamenn komm-
únistaflokksins verði slegnir nið-
ur vægðarlaust.
En íhaldsmenn virðast ekki
gæta þess, að þeir hafa hvað eftir
annað staðið í sporum kommún-
ista og gerzt lærifeður þeirra og
fyrirmynd í ofbeldisframferði og
æsingamálæði. Eftir þingrofið í
fyrra lögðu íhaldsmenn Alþingis-
húsið undir sín yfirráð með of-
beldi og fluttu svæsnustu æsinga-
ræður af svölum þess og eggjuðu
lýð sinn beint og óbeint til margs-
konar hryðjuverka. Þeir söfnuðu
umhverfis sig æpandi götulýð og
tilkynntu honum, að Framsóknar-
flokkurinn væri mein, sem skera
þyrfti í burtu af þjóðarlíkaman-
um. Þeir bentu áheyrendum sínum
á, að Englendingar hefðu eitt sinn
hálshöggvið konung sinn og að
einum Skálholtsbiskupi hefði ver-
ið drekkt í Brúará. Þeir fóru með
dreggjarnar úr liði sínu heim að
húsum aðalandstæðinga sinna á
náttarþeli; þar voru kveðnar níð-
vísur, hrópuð ókvæðisorð og jafn-
vel brotnar rúður. Konur og börn,
er fyrir þessum heimsóknum
urðu, urðu yfirkomin af hræðslu
sem von var til. Foringjum íhalds-
manna var þá þegar á það bent að
þetta skrílsæði, sem þeir hefðu
komið á fót, gæti haft alvarlegar
afleiðingar í för með sér fyrir
seinni tíma og komið þeim sjálf-
um í koU. Það er hægra að koma
lýðæsingum á fót en að kveða þær
niður aftur. Á því hafa íhalds-
menn nú þegar fengið að kenna
að nokkru og eiga að líkindum
eftir að bíta betur úr nálinni.
Það er að vísu ekkert skemmti-
legt að vera að rifja þessa leiðin-
legu atburði upp, en það er þó
nauðsynlegt að gera það, því á
því er enginn vafi, að í þeim
felast ræturnar að margskonar of-
beldisverkum, er framin hafa ver-
ið og framin munu verða af æs-
ingamönnum, hvort sem þeir
nefnast kommúnistar eða eitthvað
annað.
Fleiri syndir íhaldsmanna koma
hér og til greina, sem bera í sér
frækorn ofbe'disverka og ofstopa-
yfirgangs. Eitt málgagn íhalds-
flokksins skoraði á Reykvíkinga
að segja sig úr lögum við aðra
landsmenn og stofna fríríki.
Sama íhaldsblað skoraði á Reyk-
víkinga að hætta öllum viðskiftum
við Framsóknarbændur í því
skyni að skaða þá fjárhagslega.
Ber þetta hvorttveggja svo mik-
inn vott um ofstopa æsingamanns-
ins að lengra verður ekki komizt.
Þessi hótun um innanlands við-
skiftastríð og klofning þjóðfélags-
ins í tvennt gengur langtum
lengra í áttina til æðisgenginna
hugsana en heilbrigðrar skyn-
semi. Geta má nærri að eftir
svona lagaða íhaldssáningu muni
upp vaxa ofsafenginn byltinga-
gróður.
Þá hefir áður hér í blaðinu ver-
ið getið að nokkru þess fordæma-
lausa ásetnings íhaldsmanna á
síðasta þingi, að ætla með ofbeldi
að kúga andstæðinga sína tii fylg-
is við íhaldsstefnuna í kjördæma-
málinu, og þar sem íhaldsmenn
ætluðu ekki að kveinka sér við að
drepa mál, sem þeir í hjarta sínu
voru í öllum aðalatriðum sam-
þykkir. Ef Framsóknarmenn
hefðu ekki komið í veg fyrir, að
sá ásetningur kæmist til fram-
kvæmda með því að lofa íhalds-
flokknum að fá ráð á einum ráð-
herrastól, þá hefði verið stofnað
til fullkomins stjórnleysis í land-
inu. Enn munu flestir minnast
þess, að íhaldsmenn hótuðu því
fyrir síðustu alþingiskosningar að
grípa til sinna ráða og gera Al-
þingi óstarfhæft, ef Framsóknar-
menn yrðu í meiri hluta á þinginu.
Þessi hótun gat ekki byggst á
öðru en því, að íhaldsmenn ætluðu
að gera ofbeldisfulla byltingu og
virða lög landsins og réttarfar
þjóðarinnar að engu. Þessi fram-
koma löggjafanna í íhaldsflokkn-
um er dálagleg fyrirmynd bylt-
ingasinnaðra óeirðarseggja í öðr-
um flokkum.
Það situr því illa á íhaldsmönn-
um að ámæla kommúnistum þung-
lega fyrir ofbeldisverk þeirra.
Hliðstætt ofbeldisverk því, sem
framið var á Siglufirði, þegar
Sveinn Benediktsson var rekinn
þaðan á brott, framkvæmdu í-
haldsmenn i Keflavík í vetur og
síðar í Bolungavík. í hvorttveggja
skiftið hrósuðu íhaldsblöðin þeim
ofbeldisverkum og tóku upp
snarpa vörn fyrir þá, er þau
frömdu. En þegar íhaldsmenn sjá,
að eldurinn er kominn að þeirra
eigin dyrum, þá kveina þeir og
berja sér á brjóst yfir ranglætinu,
er haft sé í frammi, en sem þeir
sjálfir hafa áður gerzt brautryðj-
endur að.
Sannleikurinn er sá, að íhalds-
menn hafa á síðustu tímum verið
með annan fótinn inni á leiðum
ofbeldis og byltinga, en hinn á
kyrrstöðugrundvelli. Hvenær, sem
þeir hyggja sér hagsmunavon af,
eru þeir fúsir til að stofna til bylt-
ingar á hinn ofstækisfyllsta hátt.
Á hinn bóginn hafa þeir sýnt það
á margan hátt að þeim er mjög í
nöp við framfarirnar. Stefna
flokksins er orðið undarlegt sam-
bland af byltingaranda og kyrr-
stöðuhneigð. Slíkur óskapnaður er
ekki líklegur til að bjarga þjóð-
inni, hvorki fjárhagslega eða
menningarlega. Og það, sem flýt-
ur í kjölfarið, er byltingahugur
kommúnista. Hin tvíþætta íhalds-
stefna, eins og hún nú er, er ágæt-
ur jarðvegur fyrir hann. Kyrr-
stöðuhneigðin örvar stefnu komm-
únismans, og ofbeldisverk, ærsl og
gauragangur íhaldsmanna kyndir
undir byltingahug kommúnista.
Þar lýstur saman tveimur öfga-
stefnum. Hví skyldu kommúnistar
ekki hugsa sem svo, að þeim væri
jafnfrjálst að fremja ofbeldisverk
eins og íhaldsmönnum ? Þeir hafa
marglýst yfir þvi, að þeir væru
sérstaklega verndarar núverandi
þjóðskipulags. Þrátt fyrir það
hafa þeir hvað eftir annað ógnað
því og látizt þess albúnir að veita
því banatilræði, því í raun og
veru er það ekkert annað en bana-
tilræði við þjóðskipulagið að koma
í veg fyrir að fjárlög séu sam-
þykkt, því þegar svo væri komið,
hefir stjórnin ekki vald til að láta
fram fara neinar útborganir úr
ríkissjóði, og hlyti þá afleiðingin
að verða sú, að öll ríkisstarfsemi
yrði að leggjast niður, því þá er
ekki hægt að inna af hendi neinar
af skyldum þjóðfélagsins gagn-
vart þegnunum og þjóðskipulagið
því í raun og veru afnumið og
þjóðfélagið íeyst upp.
Þar sem nú svo er í pottinn bú-
ið af sjálfum »verndurum þjóð-
skipulagsins«, þá er ekki að undra
þó að »féndur þjóðskipulagsins«,
jafnaðarmenn, telji sér ekki skylt
að þræða alla vegferð sína eftir
löglegum leiðum. Enda skeði það
fáránlega fyrirbrigði fyrir rúmu
ári síðan, að »vei'ndarar þjóð-
skipulagsins« og óvinir þess tóku
höndum saman um að neita að
hlýða stjórnarskránni og söfnuðu
liði í því skyni að hræða pólitíska
andstæðinga frá því að standa við
löglegar ráðstafanir.
Að sönnu er það svo með jafn-
aðarmannaflokka, að þó þeir óski
einskis frekar en að gjörbreyta
þjóðskipulaginu, eru þeir andvíg-
ir því að slíkar breytingar séu
gerðar með ofbeldi, en vinna að
breytingunum á þann hátt að afla
stefnu sinni fylgis á löglegan
hátt. En það er eins og sósíahst-
arnir íslenzku hafi nokkuð vikið
út af þessum vegi á síðari tímum
vegna smitunar frá byltingasjúk-
dóm þeim, sem gert hefir vart við
sig í íhaldsflokknum eða öllu held-
ur vaðið þar uppi. Aftur á móti
er það kunnugt um kommúnista,
að þeir ekki einungis hata núver-
andi þjóðskipulag heldur og allar
löglegar leiðir til þess að fá því
breytt. Ofbeldisleiðin er sú eina
leið, sem þeir viðurkenna rétt-
mæta. Og þar hafa íhaldsmenn,
eins og áður er sagt, á ýmsan hátt
verið þeim til fyrirmyndar og leið-
sagnar. Ættu íhaldsmenn því ekki
að kasta þungum steini á komm-
únista fyrir athæfi þeirra, því
þeim, sem sjálfir búa í glerhúsi,
hæfir ekki að kasta grjóti. Það
hefir aldrei þótt fahegur siður, að
lærimeistarar berðu lærisveina
sína. Og allra síst á það við, þegar
sveinarnir taka meistarana sér til
fyrirmyndar.
'■■•0-..