Dagur - 11.08.1932, Blaðsíða 3
32. tbl.
DAGHR
127
Hvert stefnir ?
Miklar framfarir hafa orðið í landi
voru á seinni árum. En þegar rennt
er augum yfir framfarirnar, verður
mörgum á að spyrja: Hvernig skyldi
sumum þessum framförum reiða ai?
A það einkum við um húsabygg-
ingar í sveitum. Hús eru reist á
prestssetrum yfir 5 — 6 manns og
kosta 20-30 þúss kr. Og rétt og
slétt bændabýii eru húsuð fyrir 8
—12 þús. og susnstaðar mikið
meirá. í þessu efni sýnist ekki
vera hörgull á fé. En hverjir eiga
féð og hver er leigan eftir það?
Mun það ekki að mestu vera lánað
frá útlendum auðfélögum með 6 —
7% vöxtum? Eg væri nú ekki
lengi að verða vel stæður, ætti eg
svo sem 50 þús. og lánaði það fé
út með 6% vöxtum. Verkamenn í
kaupstöðum geta ef til vill tekið
slík lán til húsabygginga, en mér
þykir ekki trúlegt að sveitabúskapur
þoli slíkt. — Eg drap á 50 þús. kr.
eign. Mér virðist sú upphæð með
6% vöxtum vera orðin 200 þús. kr.
eftir 24 ár. Vaxtarmagn auðsins er
mikið, þegar leigan er 6% og
undravert ef nokkur atvinnuvegur
þolir slíkt. Mig minnir að sparifé
landsmanna sé talið vera eitthvað
um 30 miljónir i Landsbankanum.
Pað er mikið fé og há verður sú
upphæð orðin eftir 24 ár. Þetta
mega atvinnuvegir landsmanna
burðast með og þræla undir.
En auðgast þá ekki bankarnir
hóflaust? Óneil Óskilsemin er býsna
mikil og bankastjórarnir nógu marg-
ir, en við það dvínar ábyrgðartil-
finningin. Pað er alþjóð kunnugt
að bankatöpin eru alveg hroðaleg.
Hvað myndi jóni Sigurðssyni for-
seta verða að orði, mætti hann lita
upp úr gröf sinni og sjá aðfarirnar?
Eitt sinn mun hann hafa skrifað
greinarkorn um gjöf Jóns Sigurós-
sonar á Böggversstöðum. Ef mig
minnir rétt gaf hann 2 eða 3 smá-
kot til uppeldis fátækum börnum í
Eyjafirði. Skipulagsskrá fylgdi gjöf
þessari og mun hafa verið á þá
leið, að sjóð þenna mátti ekki nota
fyr en hann var orðinn, að eg held,
ein miljón dala. Út af þessu stór-
reiddist Jón gamli forseti og féliu
orð eitthvað á þá leið, að þetta
gætu þessir samansaumuðu raaura-
púkar, að kvelja og pína nútiðar-
kynslóðina og niðja hennar i marga
liði með því að láta þá rogast með
þessa voða-skuldabyrði og ávaxta
fé þetta, en fá einskis að njóta af
þessum mikla auð. Pað væri sann-
arlega of þung byrði fyrir þjóðina.
Að vísu er mörgum sinnum meiri
þörf fyrir mikið fjármagn nu en þá
var, en að hinu leytinu þreifum
við á þeim sannleika í orðum Jóns
forseta, að það er vanalega ónota-
lega þung byrði að ávaxta annara
fé, og þess gæta menn ekki sem
skyldi, þegar þeir eru að leita láns-
fjár, og hætt við að slikt riði flest-
um að fullu fjárhagslega, einkum sé
um háar lánsupphæðir að ræða.
Bankarnir fá lika margan stórskell-
inn og verða þvi að hækka leiguna
upp í 8%, til þess að pína sem
mest fé út úr þeim, sem í lengstu
Iðg reyna að standa i skilum. En
þá fara nú þægindin að minnka, og
mörgum skilvísum viðskiftamanni
verður þá á að hrópa: Fari þá allir
bankar norður og niður, géti þeir
ekki lækkað leiguna allverulega.
En er nú ekki eitthvað af þessu
ólagi bankastjórunum sjálfum að
kenna? Stjórna þeir peningastofn-
ununum með nægilegum hyggind-
um og hag fjöldans fyrir augum ?
Eg var að minnast á húsabygg-
ingar félitilla bænda á sveitabæjum,
en skrapp frá því efni í bili. Tökum
dæmi af bónda, sem ætlar að byggja
vandað steinsteypuhús og fær sér
gott lán úr Byggingar og landnáms-
sjóði, við skulum segja 6000 kr.
lán til 42 ára gegn 5% greiðslu á
ári. Petta finnst nú ekki ýkjamikið
í fljótu bragði og kjörin góð, það
er aðeins 300 kr. greiðsla á ári; en
gefur búið það af sér, að hann geti
greitt það ? Eg er að vísu ekki svo
mjög hræddur um hann, þó hann
eigi tvo eða þrjá krakka, þvi þó
heimtufrekja Reykvíkinga krefjist —
eg veit ekki hve margra hundraða
króna — frádráttar við skattaniður-
jöfnun vegna ómagaframfærslu, þá
fá sveitabörn að vinna fyrir sér frá
þvi þau eru 8 — 9 ára. En það er
300 kr. leigugjaldið. í 42 ár verður
það 12600 kr. bein greiðsla. En
þar að auki verður bóndinn að öll-
um líkindum að leggja fram 3000
kr. frá sjálfum sér til viðbótar fyr-
greindri upphæð. Hvað þessi upp-
hæð yrði nú há að 42 árum liðn-
um, væri bætt við rentum og rentu-
rentum, geta reikningsfróðir menn
reiknað út, en svo mikið er vist,
að há verður hún. Og miklu fé
hefði bóndinn átt að geta stungið
niður hjá sjálfum sér, ef hann hefði
ekki verið svo óheppinn að þurfa
að byggja og taka fé til láns.
En sé aftur vikið sérstaklega að
6000 kr. lántökunni, þá held eg að
mönnum reiknist svo til, að fé, sem
lánað er gegn 5% leigugjaldi, tvö-
faldist á 15 árum. Eftir 42 ár munu
þá 6000 krónurnar vera orðnar full
40 þús. Laglegur skildingur! Skyldi
nú lántakanda ekki hálft í hvoru of-
bjóða, þá hann fer að gá að þessu,
ef hann hefir ekki gert það þegar
í upphafi?
Hér hefir nú verið miðað við
byggingarkostnað á fremur smáum
sveitabýlum. En hvað er þá að segja
um hýsing prestssetra, sem líklega
kosta fímmfalt meira? Mikið mega
prestarnir vinna fyrir þjóö sína fyrir
að fá að búa i slíkum stórhýsum.
Pó eru þetta allt smámunir móts
við byggingarnar í Reykjavik. Pað
er ekki fyrir smámenni að búa þar,
þegar 5 raanna fjölskylda verður
að greiða i húsaleigu 115 kr. á
mánuði (eftir hagstofunni) eða 276
kr. fyrir manninn á ári, en þar í
er þó vatn og rafmagn. Gjald þetta
sýnist hóflaust á fjölskylduna, 1380
kr. um árið, og ekki boðlegt erfið-
isfólki. Myndarleg upphæð verður
þetta húsaleigugjald frá öllum Reykja-
vikurbúum og trúlegt, að sumir
auðmenn nái þar töluvert drjúgum
tekjum. Sé ibúatala Reykjavíkur á-
ætluð 28 þús. og á hvern ibúa
komi 276 kr. húsaleigugjald, þá
verður þessi leiguupphæð 7.728.000
kr. Parna bætist svo við umfram-
húsaleiga hálaunaóra embættismanna
og annara starfsmanna og allar
verztunarbúðir kaupsýslumanna, svo
ekki mun of mikið í lagt þó fyr-
greind tala sé tvöfölduð, og veröur
þá öll húseleiga í Reykjavík ekki
innan við 15 miljónir króna. Petta eru
svo þung útgjöld á þjóóinni, að eg
held eg hætti að kenna í brjósti um
bændur fyrir að þurfa að byggja yfir
sig. En efnin hljóla pó alitaf að ráða.
Gamall sveitamaöur.
----0---
Samsæti.
Ungmennafélag Akureyrar hélt
Lárusi j. Rist sundkennara samsæti
á laugardagskvöldið var, í minningu
þess að þá voru liðin 25 ár frá þvf
hann synti yfir Eyjafjörð, 6. ágúst
1907.
íþróttasamband íslands sæmdi
heiðursgestinn minjagrip, til/ marks
um þá virðingu, er það vildi votta
honum fyrir sundið, og afhenti for-
maður íþróttaráðs Akureyrar — Axel
Kristjánsson — honurn gripinn og
mælti um leið nokkur orð.til Lárusar
fyrir hönd í. S. í.
Formaður U. M. F. A. flutti
heiðursgestinum kveðju og árnaðar-
óskir frá Benedikt G. Waage, for-
seta (. S. í. og sðmuleiðis frá U.
M. F. Ai
Allmargar og snjallar ræður voru
fluttar við þetta tækifæri og luku
allir upp einum munni um að Ak-
ureyri, og þjóðin öll, ætti mikið
að þakka Lárusi J. Rist sem braut-
ryðjanda að sundi og fþróttum yfir-
höfuð.
Gripurinn frá í. S. í. var fagur-
Iega gerður silfurskjðldur. Efst á
honum stóðu stafirnir í. S. í., þá
mynd af sundmanni og þar næst
nafn Lárusar J. Rist, ásamt ári og
degi, er hann synti yfir Eyjafjörð.
Samsætið var hið ánægjulegasta,
og að lokum fylgdu menn heiðurs-
gestinum heim og kvöddu hann
við búsdyr bans.
-----o———
... w J
Tímaritid Lögrétta,
2.—3. hefli þ. á., er út komið og
flytur margvíslegt efni, fræðandi og
skemmtandi. Fyrst er langur bálkur,
er nefnist Um VÍða veröld, og kennir
þar margra grasa eins og eftirfar-
andi undirfyrirsagnir bera vott um:
Skuldir og skaðabætur; orsakir
kreppunnar; kreppan og framleiðsl-
an; kreppan og vísindin; kreppan
og heimsverzlunin; kreppan og
rfkissjóðir; kreppan og konurnar;
er kreppan að þverra? — Land-
búnaður f Sovjetríkjunum. Nýtt
páfabréf. Kreuger. Orkuver í Jórdan.
Fjallgðngur. Hraðfrysting. Nýjar
vitamfnrannsóknir. Fornfræðinga-
fundur. Loftlagsbreytingar. Ný
manntegund. Kololía. Líf á stjörn-
unni Venus. Palestína fyrir Hebrea-
tima. Kristnar kirkjur. Nýjar atóm-
rannsóknir. Lausanne. Austurlönd.
Afvopnunin.
Pá birtist í ritinu fyrirlestur um
Sigurð Breiðfjörð, eftir Porstein
Gislason, þýdd ritgerð, er nefnist
Ný heimsskoðun, Iryggð við andann, Gothe-
minning, eftir Gunnar Gunnarsson,
Pólárið 1932—1933, Varasjóðir hreppanna,
eftir Ói. B. Björnsson, Einn ðrgangur
í Latfnuskólanum, eftir Porst. Gisiasonk
Heilsuhælið í Kristnesi
kaupir ný egg
hæsta verði.
Menn sem eg man, eftir Sigurð Sigurðs-
son trá Arnarholti, liu ára áætlun um
sparnað, ettír Halldór Jónsson frá
Keymvöiium. Næst er menntamálabálkur
þá búnnðarbálkur, þá bókmenntabálkur, um
íslenzkar og erlendar bækur. Pá er
Geitlandsjökull (leikur), eftir Benedikt
Gróndai, sem ekki nefir veriö prent-
aö áður. Brétið, þýdd smásaga. Tinda-
IjÖII, eftir Oiat ísleifsson. Pá koma
ýmsar gremar, er nefnast Menn Ofl
máleini Og loks eru nokkur kvæói.
Að utan.
Tekjuhalli á íjárlögum Banda-
rikjanna telur fjármálaráðherr-
ann, Ogden Mills, að muni verða
3.788.000.000, eða tuttugu og þrjú
þúsund fjögur hundruð áttatíu og
fimm miljón og sex hundruð þús-
und krónur.
* * *
Síðustu árin hafa fáar raddir í
Evrópu heyrzt andæfa að nokkru
marki hinum síhækkandi tollgörð-
um, er allstaðar hafa risið, og óð-
fluga nú í kreppunni. Þó er nú
svo komið, að jafnvel sumum
þeim er ákafast hafa unnið að því
að reisa þá, er nú farið að skiljast,
að þeir muni ekkert allsherjar
meðal við henni vera. Frakkar
hafa hér í álfu gengið einna ákaf-
ast að því að girða sig svimháum
tollmúrum. Hefir svo virzt að
þessu, að stjórninni hafi þar al-
þjóð fylgt að máli. En nú eru
stjórninni farnar að berast tölu-
verðar kvartanir yfir tollgörðun-
um og þá auðvitað frá þeim, er
fyrst verða tilfinnanlega fyrir
barðinu á allsherjar tollastyrjöld,
en það eru einmitt framleiðendur
útflutningsafurða. Herma fréttir
frá París, að þeir hafi lýst því yf-
ir nýlega við stjórnina, að frakk-
neskur iðnaður sé í »dauðans
hættu staddur«, sökum þess hve
útflutningur hafi hríðminnkað.
Segja þeir að nú sé »aldauða það
áberandi viðskiftafjör, er heilum
vögnum velmegunar hafi ekið
heim í franskar hafnir með
frönskum skipum, og gert París-
arborg að alþjóðlegri höfuðborg
lista og íburðarmikillar viðhafn-
ar«. Þetta er auðvitað eðlileg af-
leiðing þeirrar stefnu, er hyggst
að »vernda« heimaiðnað sinn með
svo óhagsýnni pólitík, Því svo
virðist sem flestar stjórnir nú á
dögum fái ekki skilið, að þegar
hvert stói-veldið á fætur öðru reis-
ir æ hærri tollgarða um tún sitt,
svo að smáþjóðirnar verða nauð-
ugai', viljugar að dansa með, þá
er eigi langt að bíða, unz búið er
að stemma stign fyrir þeim við-
skiftum, sem eru einmitt fjöregg
stóriðj uf ramleiðslunnar.
Siglús Halldórs frá Höfnum.