Dagur - 11.08.1932, Page 4
128
DXGUB
32. tbl,
Eg, hinn ameríski skatt-
þegn, krefst að fá orðið.
Maður heitir B. C. Forbes; hann er al-
kunnur amerískur fjármálafræðingur og
blaðamaður. Fyrir skömmu síðan ritaði
hann eftirfarandi grein í biaðið >San
Franclico Examiner..
Eg er hinn atneríski skattþegn,
sá hornsteinn, sem stjórn og þjóð-
skipulag byggist á; án mín væri
engin stjórn, því hún getur ekki
starfað án mín.
Mér er farið að gremjast með-
ferð sú, er eg hefi orðið að sæta
af þeim, sem að réttu lagi eru þjón-
ar minir, en sem hafa tekið sér
húsbóndavald yfir mér og skella
daufum eyrum við bænum minum
um brýnustu nauðsynjar.
Pjónar minir hafa lagt á mig
þyngri byrði, en eg er fær um að
bera. Peir hafa eytt og bruðlað
efnum rainum.
Peir hafa lifað í >prakt og vel-
listingum*. Peir hafa svikið þá sem
treystu þeim. Peir hafa þrýst mér,
— sem ér uppspretta þeirrar auð-
legðar, sem þeir Iifa af, — til að
spara alla hluti við mig, unz eg lið
harðrétti. En sjálfir neita þeir að
spara nokkurn hlut við sig.
Pó er annað verra: þeir hafa
haft tillögur minar að engul Verra
en það, þeir hafa gert þær hlægi-
legar. Pegar eg hefi sýnt fram á,
hvaða leiðir væri bægt að fara til
viðreisnar, þá hafa þeir dregið dár
að mér, og blátt áfram neitað að
spara.
Eg, skattþegninn, sem borga
eyðslureikninga þjóna minna, hefi
verið settur á bekk með afglöpum,
og mér er sagt að eg hafi ekki og
eigi ekki að hafa tillögurétt um það,
hvernig fjármálavandræði verði leyst.
Mér er skipað, Og mér er hótað
að eg skuli verða látinn kenna á
hörðu, ef eg ekki finni í mínum
vösum vissar fjárupphæðir, þrátt
fyrir að minir vasar geyma ekki og
geta ekki geymt þær upphæðir, sem
eg er krafinn um, því þeir eru fyrir
löngu tæmdir af undangengnum
kröfum þrálátrar heimtufrekju. Eg
hefi sýnt fram á, á hvern hátt eg
gæti mætt sanngjðrnum kröfum, án
þess að sökkva dýpra í skuldafenið,
en það er að engu haft.
Pjónar minir hafa sett sig á háan
hest! Peir hafa hagað sér líkt og
hinn siðasli czar f Rússlandi. Jafn
blindir og fávisir eru þeir, og hug-
ur þeirra jafn hlaðinn óréttmætum
og óréttlátum vilja og skipunum.
Sem betur fer, er vistartimi þjóna
minna bráðum úti.
Pá verður hinum ótrúu meðal
þeirra kastað í hin yztu myrkur —
nema þeir iðrist meðan enn er tfmi
til, Hlustið þvi á tillögur mínar.
Takið þær tii greina, vandið breytni
ykkar og gerið það, sem rétt er,
svo að eg geti uppfyltt skyldur
rainar sæmiiega og landið og þjóð-
in endurheimt tapaða hagsæld og
velmegun.
Eg, upphaf og uppspretta alls
þjóðskipulags og stjórnarvalda, eg,
skattgreiðandinn, sem allir stjórnar-
þjónar nærast af, hefi látið álit mitt
uppi. Ykkar er hagurinn, ef þið
takið það nú til greina.
Eg er hinn ameríski skattgreiðandi.
>Alþýðumaðurinn< 30. júli s. I.
skýrir frá fangelsun nokkurra komm-
únista í Reykjavík fyrir það að neita
að svara spurningum dómarans við
réttarhöld, er haldin voru út af ó-
spektum, er áttu sér stað í sam-
bandi við bæjarstjórnarfund 7. júli
s. I. Farast blaðinu svo orð um
þetta: >Fer vitleysan þá að verða
á nokkuð háu stigi, þegar menn,
sem eru sfkjaftandi hvar sem þeir
eru annars, skuli iáta fangelsa sig
fyrir að verða klumsa þegar fram
fyrir dómarann kemur. . . Komm-
únistar hafa verið að reyna að koma
á fundahöldum út um land i mót-
mælaskyni gegn fangelsun þegjandi
mannanna, en ekkert orðið ágengt,
sem von er. Fólkið sér að þetta er
tómur fíflaleikur, sem bezt er að
láta kommúnistana eina um<.
Eins og sjá má á ofanritaðri til-
vitnun, telur Alþm. þögn komm-
únistanna frammi fyrir dómaranum
vitleysu á háu stigi og tóman fífla-
leik. Er þetta alit rétt athugað af
blaðinu.
En svo undarlega bregður við,
að Alþm. minnist aftur á umrædda
fangelsun kommúnistanna, laugard.
6. ágúst, en þá segir blaðið, að
þeir hafi verið settir i fangelsi fyrir
að þegja, >sem er ein meðal beztu
dyggða mannsins<, bætir blaðið við.
Pað er að sjálfsögðu ókostur á
hverjum manni að vera >sikjaftandi<
eins og Alþm. segir, en að það
geti talizt ein meðal beztu dyggða
mannsins að verða klumsa og að
leika fífl, það held eg hljóti að vera
mjög hæpin sannindi. Að minnsta
kosti er það talinn mikill galli, þegar
hryssur verða klumsa.
K.
-----o----
Fréttir.
Fundur á Egilsstöðum. Fyrra sunnu-
dag var haldinn landsmálafundur á
Egilsstöðum í Fljótsdalshéraði. Fund-
arboðendur voru þeir Gísli Guðmunds-
son ritstjóri og þingmenn Sunnmýlinga,
Sveinn Ólafsson og Ingvar Pálmason,
en hinn síðastnefndi var forfallaður og
gat þvi ekki mætt á fundinum. Á fund-
inum mætti múgur manns, bæði af Hér-
aði og neðan af fjörðunum. Sérstaklega
var þeim boðið á fundinn Páli Her-
mannssyni alþm. á Eiðum, Haraldi Guð-
mundssyni alþm. Seyðfirðinga og Árna
frá Múla. Mættu þeir allir.
Þeir fundarmenn, er hér hafa verið
nefndir, töluðu allir og auk þeirra
Framsóknarbændurnir Hallgrímur Þór-
arinsson á Ketilsstöðum og Sveinn
Jónsson á Egilsstöðum. Frá Árna frá
Múla, sem talaði fyrir hönd Ihalds-
flokksins, er það helzt að segja, að hann
vildi ekki ræða um kjördæmamálið og
kvað það skyldi vera i friði í höndum
þingsins, en fór í þess stað að þylja upp
rangar tölur, eftir Morgunblaðinu, úr
landsreikningnum 1930, en hann varað-
ist það ekki, að Gísli Guðmundsson
hafði hinar réttu tölur við hendina og
leiðrétti Árna og Mbl. og sannaði um
leið ranghenni þeirra,
Á fundinum voru engar samþykktir
gerðar.
Við sundstæðið. Á sunnudaginn var
fór fram sundsýning í sundpolli bæjar-
ins. Þyrptist fjöldi bæjarbúa að eins og
vera bar, til þess að sjá hina heilsusam-
legu og fögru íþrótt, enda var aðgang-
ur mjög ódýr, og rann ágóðinn til sund-
stæðisins. Voru þarna sýndar margs-
konar sundíþróttir: Telpur, 7—9 ára,
syntu bringusund og aðrar, 10—14 ára,
almennt sund og flotæfingar; drengir
10—15 ára, almennt sund og dýfingar,
og fullvaxnar stúlkur sýndu frjálsar
sundaðferðir. Þá sýndu karlmenn ýms-
ar sundaðferðir, köfun og dýfingar,
björgunarsund og lífgun og stakkasund.
Allt fór þetta fram undir stjórn sund-
kennarans, Ólafs Magnússonar.
Mesta ánægju vakti björgunarsundið,
er fór fram í leikformi á þann hátt, að
Jón Norðfjörð leikari gekk fram á
göngupall þann, sem sundmenn steypa
sér af í pollinn, og tók að flytja þar
ræðu um sundíþróttina, en skyndilega
tók hann að skjálfa og riða á pallend-
anum, sem lauk með því að ræðumaður
fýll út af honum og niður í vatnið og
lézt þá vera ósyndur. Brá þá Hermann
Stefánsson íþróttakennari fljótt við og
flutti hann til lands á bjargsundi. Síð-
an fóru fram lífgunartilraunir, og reis
þá Jón bráðlega upp og spurði eftir
haltinum sínum.
Loks má geta þess, að Lárus J. Rist
íþróttakennari stakk sér í pollinn,
klæddur á sama hátt og þegar hann
stakk sér í Oddeyrarálinn fyrir 25 ár-
um, og tíndi af sér spjarirnar á sundi
eins og þá. Er nú Lárus kominn á sex-
tugsaldur og mun lítt hafa iðkað sund-
íþrótcina síðustu árin, en sannaðist á
honum að »lengi er eftir lag hjá þeim,
sem listir kunnu til forna«.
Eftir sund Lárusar lágu stígvél þau,
er hann hafði verið í, á botni sundpolls-
ins. Kafaði sundkennarinn, Ólafur
Magnússon,- eftir þeim og kom upp með
þau bæði.
Sundsýningu þessa má óhætt telja
eina þá beztu og heilbrigðustu skemmt-
un, er bæjarbúar hafa átt völ á nú um
langa hríð.
100 kr. verðlaun hefir Guðmundur
Friðjónsson skáld hlotið fyrir ritgerð,
þar sem svarað er spurningunni: Hvað
er búskapur? Birtist grein þessi í ný-
útkomnu hefti »Freys«. Hafði búnaðar-
rit þetta heitið verðlaunum fyrir bezt
samda ritgerð um þetta efni, og varð
G. F. hlutskarpastur þeirra 22, sem
kepptu um verðlaunin.
Sjötugsafmæli átti O. C. Thorarensen
23. f. m. Dvaldi hann þá í Kaupmanna-
höfn, en kom heim með Gullfossi 4.
þ. m.
Hjónabönd: Þann 19. f. m. voru gef-
in saman í hjónaband í Aastrup á Sjá-
landi ungfrú Gerda Olsen, dóttir herra-
garðseiganda Olsens í Aastrup, og Jón
Stefánsson kaupmaður og fyrverandi
ritstjóri á Akureyri. — Fyrir skömmu
voru gefin saman í hjónaband í Beykja-
vík ungfrú Sigríður Zakaríasdóttir og
Georg Jónsson bílstjóri á Akureyri.
Endurskoðendur Búnaðarbankans hafa
verið skipaðir af ríkisstjórninni þeir
Valtýr Stefánsson ritstjóri og Pétur
Þórðarson hreppstjóri í Hjörsey.
Torfi Hjwrtwson cand. juris hefir
verið settur bæjarfógeti á Isafirði.
Atvinna.
Duglegur maður getur
fengið atvinnu á sveita-
heimili í grennd við Akur-
eyri frá 1. sept. til maí-
loka n.k; Ritstj. vísar á.
Góð, snemmbær kýr
óskast til kaups.
Ritst/óri vísar á.
matvöru.sykur,
, kaffi, export,
L. Davids, o. m. fl. er jatnan bezt
að kaupa hjá JÓNI GUÐMANN.
Blátt 1. (rússneskt) kostar
aðeins kr. 14.50 pokinn,
50 kg., hjá JÚNI GUÐMANNt
Loftur Bjamason útgerðarmaður í
Hafnarfirði hefir verið skipaður í
stjórn ríkisverksmiðjunnar á Siglufirði
í stað Sveins Benediktssonar.
Dánardægur. Hinn 27. f. m. andaðist
að heimili sínu, Naustum við Akureyri,
öldungurinn Guðmundur Halldórsson.
— Einnig er nýlega látinn Jónas Jó-
hannsson verkamaður, til heimilis í
Norðurgötu 7 hér í bænum.
Hinn 2. þ. m. andaðist að Hallgils-
stöðum í Möðruvallasókn Pétur Hall-
grímsson, er lengi bjó á Svertingsstöð-
um í Kaupangssveit. Hann var orðinn
háaldraður maður.
Eikisskattanefndin, er ákveðið var á
síðasta þingi að stofnuð yrði, hefir nú
verið skipuð af fjármálaráðherra, og
eiga sæti í henni Hermann Jónasson
lögregtustjóri, Páll Zophoníasson ráðu-
nautur og Gunnar Viðar hagfræðingur.
Einar Arnórsson prófessor og alþm.
hefir verið skipaður dómari í hæstarétti
frá 1. sept. næstk. í stað Lárusar H.
Bjarnasonar. Samkvæmti stjómar-
skránni má hæstaréttardómari ekki
eiga. sæti á Alþingi, og verður E. A. því
að leggja niður þingmennsku og kosn-
ing að fara fram í Reykjavík í stað
hans. — Heyrzt hefir, að við prófessors-
embætti Einars taki Bjarni Benedikts-
son Sveinssonar fyrv. alþm.
Jónas Jónsson fyrv. ráðherra fór fyr-
ir nokkru með fjölskyldu sinni vestur í
Dali og þaðan norður í land. Er hann
nú á ferð hér um slóðir.
Austan- og norðaustanáttin er þrálát
og úrfelli Við og við. Veldur tíðarfarið
erfiðleikum nokkrum við heyvinnu, en
grassprettan er í bezta lagi.
lngólfwr Jónsson bæjarstjóri á ísa-
firði, frú hans og tvær dætur, voru
meðal farþega hingað á Gullfossi síðast.
Látinn er hér á sjúkrahúsinu 5. þ. m.
Páll Hallgrímsson frá Sílastaðakoti 1
Glæsibæjarhreppi; aldraður maður.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg B.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.