Dagur - 18.08.1932, Síða 2
130
33. tb!.
pHWWnHHWHWg
Nykomið
Emailleraðir katlar, Kaffikönnur,
Pottar, Mjólkurfötur,
Vaskaföt og skálar.
Blikkfötur og Pvottabalar.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeildin.
mmmimmmmmm
framt var ákveðið með lögum
hvernig láninu skyldi varið. Var
þetta allt samþykkt með samhljóða
atkvæðum f báðum deildum. Á
þinginu 1930 var svo þessi heim-
ild endursamþykkt. Pegar svo lán-
ið hafði verið tekið hjá Hambros
Bank í London, var því skift eins
og Alþingi hafði fyrirskipað með
iögum þannig:
Tii Landsbankans
— Búnaðarbankans
— Síldarbr.stöðvar
— Landsspitalans
— Arnarhvols
— Súðarinnar
— Útvarpsstöðvar
kr. 3,000,000
- 3,600,000
—- 1,300.000
- 874,000
- 351,000
- 231,000
- 151,000
Eftirstöðvar lánsins, að upphæð
1,300,000 kr>, voru, að frádregnum
fyrirfram greiddum vöxtum og af-
föilum, lagðar inn í ríkissjóð til
geymslu til bráðabirgða.
í hverju eru þá >svik« Fram-
sóknarstjórnarinnar fólgin?
Þau geta ekki verið fólgin í öðru
en þvi, að stjórnin varði láninu ná-
kvæmiega samkvæmt því, sem Al-
þingi einróma, að íhaldsliðinu með-
töldu, hafði fyrirskipað með lögum.
Alþingi hafði ákveðið, að nokkur
hluti lánsins skyldi hverfa til Lands-
bankans. Bankinn fékk sinn skerf.
Pað voru »svik«, segir ísl.
Pingið hafði ákveðið, að síldar-
bræðslustöð skyldi byggð fyrir
part af láninu. Ríkisstjórnin
lét byggja stöðina. Pað voru lika
»svik€, segir Isl.
Loks hafði þingið fyrirskipað, að
verja skyldi nókkrum hluta til
Landsspítalans, byggingu Arnar-
hvols og útvarpsstöðvar og til kaupa
á strandferðaskipi. Ríkisstj. breytti
samkv. þessum fyrirskipunum Al-
þingis. Pað voru allt tóm >svik€,
segir ísl.
pessi svikabrígzl ísl. eru nú svo
heimskuleg, að það er ekki eyð-
andi að þeim fleiri orðum.
III.
Framkoma blaða íhaldsflokksins
í sambandi við lántðkuna 1930 var
langt fyrir neðan allt velsæmi.
Vinna þeirra var tvfþætt: Pau
reyndu að rægja lánstraust lands-
ins erlendis með þvi að hrópa há-
stöfum um gjaldþrot íslands. Jafn-
framt héimtuðu þau ákaft að lánið
yrði tekið og þóttust gera það af
ást til bændanna. Hvað liður lán-
tökudni? var daglegt viðkvæði í-
haldsblaðanna. En það var öllum
vitanlegt, að þau vonuðu i lengstu
lög, að ekkert lán fengist, svo þau
gætu baft það að árásarefni. Svo
þegar það vitnaðist að lánið var
fengið, ætluðu íhaldsblöðin að rifna
að endilöngu af reiði. Peim hafði
ekki tekizt að rægja lánstraustið af
landinu.
Einu sinni sögðu ihaldsmenn
satt um hug sinn til landbúnaðar-
ins og bændanna. Pað var þegar
þeim datt f bug að brjóta niður
bændavaldið á Alþingi með aðstoð
sósíalista. Pá glopraðist það upp
úr einu fhaldsmálgagninu, að það
væri Framsóknarfiokknum >að kenna
að miljónum a( peningum láfæks lands væri
veill i deyjandi fyrirtækk Petta deyj-
andi fyrirtæki var landbúnaðurinn.
Blaðið taldi viðreisn landbúnaðar-
ins of »dýru verði keypta^ og vildi
láta draga þann stjórnmálaflokk til
ábyrgðar, sem veitt hafði pening-
um inn i landbúnaðinn islenzka,
þetta >deyjanda fyrirtækk En til
þess að þetta gæti náð fram að
ganga, varð fyrst að taka af byggð-
um landsins valdið til að ráða úr-
slitum i löggjöf Iandsins. Petta átti
að gerast með nýrri kjördæmaskip-
un. Að því búnu átti að draga for-
ingja Framsóknarfiokksins til á-
byrgðar fyrir að hafa starfað að
viðreisn sveitanna og veitt pening-
um inn f landbúnaðinn.
Petta er ást thafdsins til bænd-
annai
-----o----
Húsmœðraskólinn
á Hallormsstað.
Einhver allra fegursta sveit lands-
ins eru Skógarnir i Fljótsdalshéraði.
Eru þeir þó nafnkunnastir fyrir það,
að þar vex mesti skógur Iandsins,
Hallormsstaðaskógur, enda mun
veðursæld og gróðrarríki hvergi
meiri á öllu landinu en þar. Sem
dæmi þess má nefna, að tvö s. 1.
ár hefir verið sáð byggi og höfr-
um á Hafursá, og hefur hvortveggja
náð fullum þroska.
Hallormsstaður er í stóru skógar-
rjóðri suðaustan við Lagarfljót. Er
skógurinn allt i kringum túnið og
sést grisja fljótið i gegnum hann.
Er útsýni þarna eitthvert hið feg-
ursta á öliu landinu, hvert sem lit-
ið er. Lagarfjót blasir við alla leið
upp að botni og út til Egilsstaða,
Er það lygnt, breitt og djúpt sem
fjörður og mun að allra dómi, er
séð hafa, lang fegursta og svip-
mesta vatnsfall landsins. Handan
við fljótið, út og upp með strönd
þess, blasa við blómleg býlii En
ekkert prýðir þó fjarsýnina meir
en Snæfell, sem stendur inn undir
Vatnajökli inn af Fljótsdal, og gnæf-
ir hátt yfir Fljótsdalsfjöllin, tigulegt
og svipmikið. Við austanvert Hall-
ormsstaðatún, uppundir skógarjaðr-
inum, var fyrir ári síðan reistur
húsmæðraskóli. Ekki mun það of-
sagt, að bvergi á landinu sé feg-
urra og skýlla skólastæði. Skógur-
inn er örskammt frá húsinu að
norðan og suðaustan, og fríður
lækur fellur í gegn um skóginn of-
an úr fjallinu suðvestan við skóla-
húsið. Er þarna því fuglasöngur
og fossaniður. Nú er biivegur kom-
inn frá Reyðarfirði að Hallorms-
stað og fjölgar þvi árlega þeim
gestum, er heimsækja þenna fagra
stað. og mun þó fjölga meira, þeg-
ar bílvegurinn á milii Norðurlands
og Austurlands er fullgjör, sem
verða mun innan skamms.
Skólahúsið er burstabygging, með
þrem burstum, byggt úr steinsteypu.
Par eru heimavistir fyrir 24 nem-
endur, auk ibúðar skólastýru og
kennara. Er húsið vandað og hið
smekklegasta, bæði að utan og
innan, og f ekkert skólahús hefi
eg komið, sem hefir eins aðlað-
andi heimilisbrag. Skólinn starfar i
tveim deildum. Starfar fyrri deild frá
veturnóttum til 1. mai og önnur
deild frá 15. sept. til 1. maí. ífyrri
deild er kenndur vefnaður og saum-
ur, og þar að auki bóklegt nám 4
tima á dag. Siðara árið er aðailega
kennd matreiðsla, en einnig nokk-
ur handavinna og bóklegt nám.
Vornámsskeið er haldið frá 15.
maf til júníloka. Er þákennt: Vefn-
aður, saumur, garðyrkja og mat-
reiðsla. Nemendur, sem hafa próf
frá alþýðuskólunum fá inntöku i
annan bekk. Lágmarksaldur nem-
anda er 18 ár. Skólagjald um árið
er 100,00 kr. Siðast liðinn vetur
kostaði fæði 1,25 kr. á dag og má
það ódýrt heita. Skólastýra er frú
Sigrún Blöndal. Maður hennar,
Benedikt Blöndal, kennir bókleg
fræði við skólann. Er hann einn
með nafnkunnustu alþýðukennur-
um landsins, vinsæll, skemmtinn
og vel menntaður. Var hann lengi
kennari við Eiðaskóla og hefir jafn-
an verið dáður af öllum nemend-
um sfnum. Á hann bókasafn svo
gott, að hvergi mun finnast jafn-
gott á landi hér. Frú Blöndai mun
af flestum, er þekkja hana, talin
einhver gáfaðasta og menntaðasta
kona landsins. Er henni áhugamál
að gera skólann sem bezt úr garði
og láta námið verða hagnýtt nám,
sem komi nemendum að sem mestu
gagni í lífinu. Leggur hún þvf
mikla áherzlu á vefnað, sauma og
garðyrkju, svo að nemendur að
námi loknu verði færari en ella að
klæða sig og fæða.
Pið ungu meyjar, er viljið mennta
ykkur og gera ykkur færar til að
gegna siðarmeir. húsmæðrastörfum!
Ykkur kann eg ekki að ráða holl-
ari ráð, en sækja skólann á Hall-
ormsstað. Jafnframt þvi, sem þið
lærið þar að vinna, og meta þjóð-
ieg fræði, þá njótið þið þess yndis,
sem hinn fagri staður og hið fagra
og æfintýralega umhverfi hefir að
bjóða.
D. M. i.
.... o----
Nýjunpr í skóorækt.
Fram að þessu hefir skógrækt
hér og erlendis aðallega verið fram-
kvæmd á þann hátt að vernda og
friða niðurnidda og hverfandi
skóga og planta sraáplöntum til
myndunar nýrra skóga. Að planta
nýja skóga i stórum stíl er sein-
legt verk og kostnaðarsamt. Fyrst
þarf að sá til og ala trjáplönturnar
upp í gróðrarstöðvunum, og loks,
er þær hafa náð hæfilegri stærð,
taka þær upp og flytja þangað sem
rækta á hinn nýja skóg, en þar
verður að hafa farið fram undir-
búningur á hinu fyrirhugaða skóg-
ræktarsvæði. Pað gefur þvi að skilja,
að þar sem skógar hafa verið rækt-
aðir i stórum stil eins og t. d. á
józku heiðunum, f Les Landes í
Frakkiandi, á fleiri stöðum í Eng-
landi nú á seinni tíð og víðar, þá
mun svona löguð skógrækt hafa
kostað mikið fé. En það er þó ekki
sérstaklega kostnaðarhliðin á skóg-
ræktinni, sem menningarþjóðum
þeim, er mest gera fyrir skógrækt,
vex í augura, heldur miklu fremur
það, hve seinvirkar þær aðferðir
eru, sem notaðar hafa veriði Hafa
menn erlendis mikið brotið heiiann
um það, hvort ekki væri gerlegt
að framkvæma skógrækt á fljótvirk-
ari og ódýrari hátt. Sumstaðar hafa
menn tekið upp þá aðferð til hjálp-
ar, þar sem allverulegir skógar eru
fyrir, að láta þá sjálfa ala upp smá-
plöntur, sem menn hafa svo tekið,
er þær hafa náð hæfiiegri stærð,
og flutt á ný skógræktarsvæði. Pá
hafa og nú nýskeð komið fram
uppástungur um það, einkum i
Noregi, hvort ekki muni verafram-
kvæmanlegt með góðum árangri, að
sá trjáfræinu hreint og beint i skóg-
ræktarlandið óbrotið, eða þvi sem
næst. Nú er vitanlegt að náttúran
hefir sjáif ræktað skóga svo að
segja um viða veröld, án þess að
nota trjáplöntun, brotið eða bylt
land. Pað virðist því ekki fjærri að
athuga gaumgæfilega þessa fræ-
sáningarkenningu, sem, ef fram-
kvæmanleg, er margfalt ódýrari og
stórum fljótvirkari, en áður notaða
aðferðin. Eriendis hafa þegar verið
gerðar byrjunartilraunir með skóg-
sáningu og f Noregi er talið að út-
lit sé fyrir góðan árangur. Pó er
hvergi svo mér sé kunnugt um
fulinaðarreynslu að ræða utanlands,
enda getur hún tæplega fengist
nema með alllöngum tíma.
En nú komum við að því sem
kalla mætti rúsinuna i þessu máli,
og hún er sú að hér á landi, þótt
merkilegt sé, hafa þegar verið gerð-
ar ábyggilegar tilraunir með trjáfræ-
sáning í óbrotið iand og heppnast
fyrirtaksvel. Hefir sá er þetta ritar
sáð islenzku birkifræi í mismunandi
graslendi og jarðveg fyrir fáum ár-