Dagur - 08.09.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 08.09.1932, Blaðsíða 2
142 DAGUK 36. tbl. BfffffffffffffffffffffffB "" Nykomið "" Kaffistell í fjölbreyttu úrvali, Leirvörur allskonar, Vatnsglös $ fæti. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. My ndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. í ársbyrjun fær félagið bjá bankanum 200 þús. 5. maf víxil að upph. 80 — kr. 8. júní — — — 50 — — 22. - - - - 50 - — 8. júlí - — — 50 — — 23. — - - - 150 - — 5. ágúst — — — 100 — — 13. — - - - 100 — — 30. - - - - 150 - — 4. sept. — — — 100 — — 24. - - — - 100 - — 22. okt. -r- - - 70 - — Alls námu þessi lán á árinu 1 millj. og 200 þús. kr. Af þessari upphæð var trygging fyrir 200 þús. krt, en án tryggingar lánaði bank- inn félaginu eina miiljón króna. Þetta var ein af feitu kúm íhaldsins á þeim árum. Allir víxlarnir féllu svo I gjalddaga á þessu sama ári, en voru framlengdir jafnóðum og allir án afborgana, og oft varð bankinn að greiða vextina líka. í árslok 1928 er skuld h/f And- vara við íslandsbanka að verða um Vh millj. kr., og upp úr því fer svo félagið á hausinn. Á þessari einu feitu kú hefir þvf íslandsbanki tapað, fyrst á Sólbakkafélaginu 350 þús. kr. og síðan á Andvara 1157 þús kr., eða samtals rúmlega einni og hállri milljón króna. Þá kem eg að nr. 2, eða næstu feitu kúnni, sem íhaldið beitti á akurlendi sitt. En það er Copland. Hann var í striðslokin stór við- skiptamaður íslandsbanka, en mynd- ar siðan hlutafélag og gefur þvi nafn sitt. Hafði það félag mikið fé í veltu, eins og bezt sézt á því, að árið 1920 á timabilinu frá 1. mai til 1. júli falla i gjalddaga 12 víxlar, og er upphæð þeirra samanlögð 9 milljónir kr. Sama ár getur Copland hvorki borgað höfuðstól né vexti, eins og honum þó bar. Pá um baustið fara þeir utan Tofte banka- stjóri og þáv. fjmrh., núv. hv. 2. þm. Skagf., til þess að reyna að hjálpa Copland. Litlu síðar biður íslandsbanki Copland að greiða sem fyrst 4 til 41/2 millj. utanlands tii þess að greiða úr vanda bankans og landsins yfirleitt. En það gekk illa og allt sat við sama. Er svo skemmst frá að segja, að árið 1922, þegar hv. 2. þm. Skagf. fer úr fjjár- málaráðherrasætinu, eftir að vera búinn að steypa í íslandsbanka drjúgum hluta af enska láninu, þá gerir bankinn Copland upp, og er þá skuld hans orðin 4,3 milljónir. Bankinn skrifar þá af þeirri upph. sem algerlega tapað 2 millj. kr., en rúmum 2 millj. er skipt á ábyrgðar- mennina og Copland. En svo fara ábyrgðarmennirnir út úr, þvl að þeir voru yfirleitt góðir íhaldsmenn Og ekki nema sjálfsagt að losa þá við skuldbindingar og bankana munaði svo sem ekki um að tapa 2 millj. I viðbót. Copland er nú orðinn einn í félaginu, og reynist hann bankanum Iftil féþúfa. Við árs- lok 1922 skuldar Copland bankan- um 1464000 kr. Við árslok 1923 er skuldin orðin 1894000; og næsta ár hækkar skuldin enn, svo að við árslok 1924 er bún orðin 3858000 kr., eða um það leyti, sem hv. 2. þm. Skagf. kemur aftur i stjórnina. Árið 1926 er svo Copland gefið upp af bankanum allt, sem hann skuldar þá, nema 500 þús. kr., en samhliða er svo gerður samningur við hann, þar sem hann fær að greiða 5% vexti af þessari 1/2 millj., en það var 3% lægra en öðrum dauðlegum viðskiptaraönnum bank- ans var gert að skyldu að greiða á sama tíma. En samtfmis og þessi samningur var gerður, lánar bank inn Copland 125 þús. kr., svo hann geti byrjað þriðju tilveru sfna. í samninginn setur Eggert Claessen, að þessi ágæti viðskiftamaður bank- ans megi f þessu nýja félagi reikna sér 35 þús. kr! f kaup á ári, og annað eins mun hafa verið talið leyfilegt að Copland mætti reikna sér f ferðakostnað. Petta minnir á söguna um einn Noregskonunga, er gaf islenzkum bónda við til kirkjubyggingar, Þegar konungur komst að þvf, að fslenzki bóndinn hafði valið viðinn með það fyrir augum, að kirkjan yrði að lengd og stærð eins og konungskirkjan, þá fannst konungi nóg um stórhug bónda og lét saga af viðunum, svo að kirkjan yrði minni en hans. Sama hefir vakað fyrir Claessen, er hann gerði samninginn við Cop- land. Af þvf að árslaun Claessens voru 40 þús. kr., mátti Copland ekki reikna sjálftkm sér nema 35 þús. kr. f kaup á ári. En af Cop- land er það að segja og þessu nýja fyrirtæki hans, að hann greiddi hvorki >/3 miljónina eða 125 þús. krónurnar, í febr. 1931 varð Cop- lund gjaldþrota og tapaði Islands- banki þá öllu, sem hann átti hjá honum, og er sú upphæð talin nema 704 þús. króna. En ailt tapið, sem bankinn hefir orðið fyrir vegna Coplands og féiaga hans, er 3250 þús. kr. og er það '/o hluti allra afskrifta bankans. Pegar Copland hefir verið gefið upp V0 af því, sem bankinn hefir tapað á samskonar fólki, sem allt eru íhaldsmenn, og töpin nema alls um 20 millj. króns, er öll þjóðin sýpur nú seyðið af, sýnir það bezt, hvað íhaldinu hefir orðið hált á þessu svelli. Minn tími er nú þrotinn að þessu sinni, en seinna f kvöld ætla eg að segja frá fleiri feitum kúm, sem íhaldið hefir beitt á engi sitt. Framh. ----o Gagnfræðaskólaoiál Norðlendinga fyrir 30 árum. (Framh.). Landshöfðingi réð stjórninni til að fresta framkvæmdum á frum- varpi þingsins 1902 um smíð skólahúss, unz fengnar væri áætl- anir frá »byggingafróðum mönn- um á Akureyri« um kostnað við slíkt. Áætlanir húsgerðarmanna á Akureyri bárust svo seint í hend- ur stjórninni, að eigi var hægt að reisa skólahús sumarið 1903. Sam- kvæmt áætlun varð og skólahús eftir tillögu neðri deildar tvöfalt dýrara en alþingi ætlaði. Skóla- hús án heimavista varð 6 þúg. krónum dýrara. Sjálf vinstri stjórnin synjaði því frumvarpi þingsins staðfestingar, en lagði fyrir alþingi 1903 frumv. um gagnfræðaskóla á Akureyri, þar sem gert var ráð fyrir, að hann yrði heimavistarlaus, en að öðru leyti skyldi honum hagað sam- kvæmt óskum aukaþings 1902. Skóli vor hefir án efa grætt á biðinni. Fyrsta vetur hans á Ak- ureyri leiddi reynslan í ljós, hve örðugt var að útvega nemendum hans boðlegt húsnæði á Akureyri. »Norðurland« lét það mál nokkuð til sín taka, enda var Stefán Stefánsson formaður þess hlutafé- lags, sem gaf það út. Skýrði blað- ið frá því, að 22 piltar hefði kom- ið sér fyrir í tveimur húsum. »Þeim var veitt húsnæðið af góð- vild, og húsráðendurnir urðu að þrengja mikið að sér til þess að geta léð þeim húsaskjól. Urðu flestir þessara pilta að hafast við í ofnlausum herbergjum. í einu þessara ofnlausu herbergja, sem í vantaði bæði stóla 0g borð, voru »rúm 120 teningsfet af lofti á mann«. »En í Vridslöselille fang- elsi láta menn sér ekki nægja minna en 7—800 teningsfet á mann. Svona miklu verri eru þessi hýbýli skjólstæðinga landsstjóm- arinnar hér á Akureyri en fang- anna í Vridslöselille«, segir »Norð- urland« (8. nóv. 1902, II. árg., 7. blað). Reynt var að rengja frá- sögu blaðsins, en heldur virði'st það hafa tekizt ófiiplega. Það var Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför litla drengsins okkar. Ásgarði 7. september 1932. Guðrún Björnsdóttir. Sigurður Helgason. t. d. fundið að samanburðinum við fangaklefana, að þess væri ekki gætt, að fangarnir væru í klefum sínum »dag og nótt, að undantekinni lítilli stund á dag, semþeirkoma undir bert loft«. En játað var það þó rétt, að »plássið« væri »allt of lítið« (»Gjallarhom« I. 1902, nr. 2). Þessi dapurlega húsnæðis- reynsla hefir, að líkindum, skerpt skilning á heimavistarþörfinni. Þá um veturinn og vorið var háð í Eyjafirði ein hin snarpasta kosn- ingahríð. Hannes Hafstein leitaði þá þingkosningar í átthögum sínum og hafði með sér harð- snúið lið. Báru Eyfirðingar gæfu til að kjósa þetta tilkomu- mikla glæsimenni á þing, þó að mikið kapp væri á það lagt, af hálfu andstæðinga hans, að varna honum kosningar. Má margt nemr á að lesa Akureyrarblöðin vetur- inn 1902—1903, nú um 30 árum síðar. Sjaldan hefi ég séð þess á- takanlegri dæmi en þar, hve flokksfylgi getur leikið illa flug- gáfaða menn, blindað dómvísi þeirra og vitsmuni. Hnykkir manni við að sjá jafn-merki- legt og vel-ritað blað og »Norð- urland« halda því fram viku eftir viku, í hverri greininni á fætur axmarri og flestum þeirra prýðilega rituðum, að Hannes Hafstein sé ekki »framfaramaður«. En »framfaramaður« var þá eitt vígorðið í stjómmála-snerrum vor- um, þótt oss virðist það nú heldur glamurkennt orð. Við ljós sögu og reynslu sést nú, að séra Matt- hías, er aldrei gat sér orðstir fyrir stjórnmála-vit, hefir verið spá- mannlegar vaxinn, er hann kvað, þá er Hannes Hafstein hófst til ráðherradóms: ^ »Frá hans enni horfir hýr heilladagur, bjartur, nýr«. Á þingmálafundum um vetur-^ inn og vorið voru þingmannaefni Eyfirðinga spurð, að minnsta kosti á sumum fundunum, hvort þau vildu halda því fast fram, að veittar yrðu allt að 100 þús. krón- ur til að reisa gagnfræðaskólahús með heimavistum á Akureyri. Er svo að sjá, sem þau hafi öll kveðið já við henni.1) Stuðnings- blað Hannesar Hafsteins, »Stefn- ir«, kveður honum ekki hafa vax- ið í augu, »þótt til þess kynni að ganga allt að 100 þús. kr. að end- urreisa gagnfræðaskólann á Akur- eyri.2 *) Eyfirzkur bóndi, Stefán Bergsson á Þverá, hafði og ritað þá um veturinn, að eigi tjáði að horfa í kostnaðinn« við smíð skólahússins.5) Slíkur almennings-áhugi hlaut J) zNorðwland* 18. apr. 1908, 30. bl. 2) Stefnir 9. mal 1903, 15. blað. s) jStefniff 1908, 8. blað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.