Dagur - 15.09.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1932, Blaðsíða 2
146 DSGIJE 37. tbl. gw»»H»»gtitft!ffi<fffa | •Nykomið# | gj Kaffistell í fjölbreyttu úrvali, SJ5 K Leirvörur allskonar, JJÖ S Vatnsglös á feti. Jg JBP® **^****** g* Kaupfélag Eyfirðinga. Jg Járn- og glervörudeildin. ■UHHUUUHMHUttUi M y ndastofanœ Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. í staðinn fyrir framkvæmdaverk núv. stj., nýja vegi, hús, sfma, ræktun, og byggingar, kemur í hlut fyrrv. stj. fátæktin og skuldirnar, togara- útgerðin »mergsogin ogmáttvana«, eins og hv. þm. sagði. Eg hefi sýnt á þessum stutta tfma í kvöld, að það er lfkt þvf og gengið hafi eldgos og harðindi yfir þjóðina, að Copland skuli hafa skaðað þjóðina hátt upp í 4 millj. kr., Sæm. Halidórsson um 700 þús. kr, og Stefán Th. 1 lh millj. kr., og svo skuli ofan á þetta allt koma leiðandi maður frá einu stærsta út- gerðarfélaginu hér á landi og segja þessa hörmulegu sögu af útgerð- inni, þar sem Rvík lifir af 26 göml- um togurum og 10 gömlum Ifnu- bátum, sem ekkert hefir verið gert til að endurnýja nú f mörg ár. Nú skýt eg þvf til hinnar ágætu dómgreindar hv. 2. þm. Skagf., sem tók enska lánið og veðsetti toll- tekjurnar, hvort honum finnist ekki mögru kýrnar vera farnar að ganga óþægilega nærri hans heimatúnií OapfræQaskólamál Norðlendinga fyrir 30 árum. Frh. III. Á alþingi 1903 var enginn skoð- anamunur um skólasetur né skipu- lag skólans og ekki heldur um, að nokkrar heimavistir skyldu vera í skólanum. Raunar sat landshöfð- ingi enn fastur við sinn keip og kvaðst enn vera þeim mótfallinn. Hannes Þorsteinsson-^ vildi og »byrja með heimavistarlausum skóla«, sem stækka mætti og »færa út kvíarnar og þá síðar bæta við heimavistunum«: En hvorugur þeirra, Hannes né landshöfðingi, fékk nokkru á orkað. Kvað lands- höfðingi og til lítils að vera að þrátta um þessar heimavistir.1) En allt fyrir þetta reyndist það enginn hægðarleikur að fá frum- varpið samþykkt, eins og stórhug- uðustu formælendur skólamáls vors vildu hafa það úr garði gert. Því var þvælt og þeytt fram og .áftur milli þingdeildanna, unz það að lokúm lenti í sameinuðu þingi og var samþykkt þar degi á undan þinglausnum. Hefir því mátt litlu muna, að frumvarpið yrði »óút- rætt«. Og þó að þetta skóla-frum- varp væri hið gerðarlegasta, eftir því sem títt var á þeirri tíð, tókst konungkjörnum þingmönnum í efri deild að stýfa það og rýja. Skorti því nokkuð á, að það yrði eins stórmannlegt og Stefán Stef- ánsson hafðjl stofnað til og fengið í fyrstu samþykkt í neðri deild. Ágreinhagsefnið var, hve marg- ar heimavistir skyldu vera og um leið, hve miklu fé skyldi varið til að reisa skólahús. Neðri deild fól 5 manna nefnd að athuga frumvarp stjórnarinn- ar, og voru í henni úr Heima- stjórnarflokknum Hannes Haf- stein, Hannes Þorsteinsson, rit- stjóri, nú þjóðskjalavörður, og Björn Bjarnason, sýslumaður, en úr liði Valtýinga, sem þá kallaðist Framsóknarflokkur, Stefán skóla- meistari Stefánsson og séra Ein- ar Þórðarson. Hannes Hafstein var formaður hennar, en Stefán framsögumaður og skrifari. Nefndin flytti mjög stórfelldar breytingar-tillögur. Bætti hún í frv. ákvæði um, að vera skyldu í skólan- um »60—70 heimavistir«. í sam- ræmi við þá breytingar-tillögu lagði hún til, að húsgerðarkostn- aður yrði færður úr 57 þús. kr., sem stjórnarfrumvarpið ákvað, upp i 70 þús. kr. Upp í 100 þús. kr. fóru þeir nú hvorugur, Hannes Hafstein né Stefán, þó að hvorug- um blöskraði slíkt norður í landi i'yrir 2—3 - mánuðum. Hefir Stefán án efa séð, að meiri hluti þings væri ófáanlegur til slíkrar f járveitingar. — Breytingartillög- ur nefndarinnar voru allar sam- þykktar með miklum meiri hlúta atkvæða. Breytingar-tillagan um 60—70 heimavistir var samþykkt \ með 17 atkvæðum. Enginn greiddi atkvæði á.móti.1) Svo rækilega hafði tekizt að kveða niður mót- spyrnuna gegn þeim. Hafði' Stef- án Stefánsson unnið hér glæsileg- an sigur. Hefir hann verið, er hann beitti sér, eigi síður laginn í þingsölum1 en í skólastofum, eins og eðlilegt er og auðskilið. Umræð- ur í neðri deild voru litlar og ill- indalausar, og er slíkt eitt vitni um lipurð hans og lag. Þetta norðlenzka skólafrum- varp var hið höfðinglegasta, er það sigldi við blásandi byr til efri deildar. En því miður kom það aftur þaðan miklu skarti og skrúða rúið, sem því, af sjónar- hæð vor Norðlendinga, varð aldrei að fullu bætt. Stefán Stefánsson kvaðst, við 3. umr. í neðri deild, hafa »heyrt því fleygt, að einhver þm. í Ed. hafi látið sér um munn fara, að ekki sé rétt að verja miklu fé til að koma upp skóla á Norðurlandi«. Réttara væri að »koma heldur upp sem fullkomnustum skólaíReykja- vík, en aftur á móti setja upp ein- hverja skólanefnu nyrðra«. Von- aði hann, að þetta væri »flugu- fregn«. En ekki varð honum að öllu leyti að þeirri von. Efri deild vísaði' frumvarpinu til menntamálanefndar, sem þeir skipuðu Júlíus Havsteen, amtmað- ur, séra Sigurður prófastur Jens- son og Jón Jakobsson. Féllst hún á frumvarpið, nema ákvæðið um heimavistirnar. Hún »viðurkennir að vísu« gagnsemi heimavista, en telur ólíklegt, að þörf sé á þeim jafn-mörgum og frumvarpið fer fram á. Flutti hún því breytingar- tillögu, sem færði þær úr 60—70 ofan í 35—40 og samkvæmt því færði hún húsgerðarkostnað úr 70 þús. kr. ofan í 57 þús. kr. En hér þótti Kristjáni yfirdómara, syni gamals og góðs forvígismanns skólans, Jóns á Gautlöndum, of skammt farið. Hann flutti breyt- ingartillögu um að færa þær oían í 24, og var hún samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5. Var viðhaft nafnakall, og er næsta fróðlegt að virða það fyrir sér. Með breyting- ar-tillögu Kristjáns Jónssonar greiddu átkvæði: Jón Jakobsson, bókavörður í Reykjavík, Eiríkur Briem, prestaskólakennari, Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Stranda- manna, Hallgrímur Sveinsson, biskup, Jónas Jónassen, landlækn- ir, og flutningsmaðurinn sjálfur.1) Allir þeir, sem tillögu þessa sam- þykktu, voru því Reykvíkingar, nema Guðjón Guðlaugsson. Hann var eini þingmaðurinn utan Reykjavíkur, sem henni var sam- þykkur. Aðéins einn Reykvíking- ur, er sæti átti í déildinni, kvað n^i við tillögunni. Það var gamall yfirötjórnandi skólans, Júlíus Havsteen,amtmaður.2) Hannhafði, eins og lesendur muna, á alþingi 1891 flutt tillögu honum til rétt- i) Aiþt, 1903, b, a, m» m Alþt. 1903 B. d. 880—81. Smbr. C, 857—258, !) Alþt. 1903 C„ bls. 604—606, A„ d. 5Ö9. s) Nei sögðu, auk Júlíusar Havsteens: Séra Sigurður Jensson, dr. Valtýr Guðmundsson (aldavinuf Stefáns skólameistara), Guttormur búfr. Vigfússon (gamall kexmari skólans), og Þorgrfmui1 Þórðareon, héraðs- lsfeknir. inda-auka. Samt var fylgi þessa mikla »séntilmanns« og góðmenn- is við fornan skjólstæðing, gagn- fræðaskólann norðlenzka^ eigi fastara en svo, að hann gerðist með-f lytj andi breytingar-tillögu um að fækka heimavistum um 30 rúm. Má margt þarft nema af þessari framkomu reykvískra em- bættismanna við skóla vorn. En fróðlegast er þó að lesa um- ræðurnar í efri deild. Hvort sem slíkt er missýning mín eður eigi, get eg ekki að því gert, að mér finnst þar bóla á afbrýðissemi, fyrir hönd latínuskólans, í garð þessa rísandi Akureyrarskóla. Kristján Jónsson komst svo að orði: »Eg skal i sambandi við þetta leyfa mér að geta þess, að við höfum aðra skólastofnun, sem við ættum ekki síður að hlynna að, nfl. lærða skólann í Reykja- vík«. Bendir hann síðan á, að þar hefði heimavistir verið lagðar nið- ur fyrir nokkrum árum. Fannst honum það því »fara nokkuð í öf- uga átt«, að »taka upp þá reglu (o: um heimavistir) fyrir Akur- eyrarskólann, sem lögð hefir verið niður í Reykjavíkur skóla«. Þótt- ist hann mega vera þess fullviss, að piltum í Akureyrarskóla mundi engin vandræði verða úr því, að þurfa að fá sér þar bústaði, þótt heimavistir væru engar« (Alþt. 1903, A. d. 502—503). Þessu leyfði hann sér að halda fram þvert ofan í reynsluna af húsnæð- israunum nemenda undanfarinn vetur, spn samflokksblað hans, »Norðurland«, hafði gert grein fyrir og kallað ungum námsmönn- um óboðlegt, eins og áður er frá skýrt. En ekki virðist þessi minn- ugi maður nú muna eftir þeirri grein, eða hann hefir hlaupið yfir hana. í síðari ræðu kannaðist hann samt við, að »umkomulaus- um« piltum úr fjarlægum héruð- um geti reynzt »erfitt« að »fá sér viðunanlegt húsaskjók. Skilningur minn á þeli þessa þingmanns í garð skóla vors styrkist og á, að hann minnist skólans heldur kuldalega í annarri ræðu. Hann segir, að á Möðru- völlum hafi skólahald um eitt skeið ekki farið »neitt sérlega á- nægjulega«. »Einu sinni varð skólinn víst hér um bil að hætta, áður en skólaárið var liðið, sökum miöur heppilegs skólahalds« (á líklega við matarvetur 1881—82). Hér er, sem lesendur sjá, eigi rétt frá skýrt. Hann bætir því við, að eigi verði »vitnað í Möðruvalla- skólann til eftirbreytni, þó að allt muni hafa gengið þar allvel hin síðustu 10—12 árin«J) J) Alþt. 1903 A. d. 607. Sam-flokksblað Kristjáns Jónssonar, »Norðurland«, reit um þessa tillögu hans (7. blað, 7. nóv. 1903): »Þetta 24 heimavistar-tilboð---------er tal- , andi vottur um það, hve mikið vant- ar á, að allir heldri menn þjóðar vorrar geti gert sér grein fyrir menntamálum hennaæ«. Og blaðið kveður það »allra eftirtektarverð- ast«. að hér gangi sumir, sem >iður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.