Dagur - 15.09.1932, Blaðsíða 3

Dagur - 15.09.1932, Blaðsíða 3
) 37. tbl. DAGUR' 147 . .. . . ........ . « • >•••« Hver stjórnmáiamaður verður að vera brot úr spámanni. Hann verður að sjá fyrir, hvaða stefnur og stofnanir eiga fyrir sér vöxt og viðgang. Þeir reyndust óheppnir í spádómum um nemendafjölda Ak- ureyrarskóla, stjórnmála- og menntamennirnir í efri deild. Kristján Jónsson áætlaði, að þeir yrði að meðaltali um 50.1) Júlíus Havsteen, Jón Jakobsson og séra Sigurður Jensson þykjast áætla liann »all-ríflega«, »þótt vér setj- nm hann eigi meiri en 60—70 manns á ári«.2) Níu árum síðar, haustið 1912, eru nemendur skól- ans taldir 118. Ári síðar, eður 10 árum eftir spádóm þennan, eru þeir skráðir 109. Haustið 1928, 20 árum síðar eru þeir skrásettir 110, og 27 árum seinna, haustið 1930, eru þeir skrásettir 178,s) eður 108 nemendum fleiri en menntamála- nefnd hafði gert ráð fyrir þeim flestum, og þóttist hún þó áætla »ríflega«. Þá er frumvarpið hafði misst fyrir borð 46 heimavistir og tapað 13 þúsundum króna á ferðinni til efri deildar, reri það aftur til neðri deildar. (Framh.). Sigurður Guðmundsson. •---0---- Jarðeitrun. Niðurlag. jarðyrkjan ér að langmestu leyti háð lifskilyrðum örsmæðarveranna, eða gerlanna. Með þvi að hverfa aftur til eðlilegs áburðar ná þær að nýju þvi lifsmagni er tilbúinn áburð- ur svifti þær að nokkru eða öllu. Hnýðisgerlarnir aukast og margfald- ast á skömmum tíma, eins og sann- að hefir verið með smásjártalningu. Jurtakvillar réna og heilbrigði hús- dýranna fer batnandi. Komið hefir það fyrir, að skepnur, sem beitt hefir verið á velli, er daginn áður var stráður Tómasarmjöli og Kainíti, hafa beðið skjótan dauða, hafi ekki rignt frá þvi borið var á unz beitt var. Þar til má svara, að auðvitað eigi hvorki menn né skepnur að éta tilbúinn áburð. En ef vér íhug- um þann aragrúa af örsmæðarver- um, sem f jarðveginum lifa, og sem álitið er, að ráði bætiefnamagni jurtanna, þá liggur það i augum uppi, að þessar efnablöndur kremja banvænum höndum þau samstilltu öfl, er margföldum vixláhrifum ráða þroskaskilyrðum þessara biljóna af lifverum, sem i moldinni starfa. Án þess að vér fáum við ráðið, hafa eiturefnin, sem vér ár frá ári kúgum f jarðveginn, gagnger áhrif á þær. Af þvi leiðir að gróðurmold jarð- hafa sýnt það ótvíræðlega, að þeir vilja í sannleika vera framfara- »penn«, í Jið með »ákveðnustu aftur- haldsmönnum landsins«. Hneykslast blaðið á, hve efri deild sótti fast »að afstýra því, að skólinn yrði smnl- lega úr garði gerður«, t) Alþt. 1903 A. d. 503. *) Alþt. 1903 C„ bls. 776, b) Nemendafjöldann má sjá í skýrslum skólans þau ár, er getið er. vegsins fer þverrandi, en við það sirénar lifsgildi jurtanna, svo að þeim hrakar stöðugt sem manna- og skepnufóðri. Pá rekur að þvi, að brautryðjendur menningarinnar, er sjálfir hafa fundið þær ræktunar- aðferðir, er nú eru í méstum heiðri hafðar, bera úr býtum æ skornari skammt uppeldi síns frá þeirrl jörð, er þeir i sifellu eitra ráðnum ráðum. Pessvegna ætti hið tvisýna ástand landbúnaðarins, ásamt siðferðislegri ábyrgð á lífi og heilsu náungans, að knýja jarðyrkjumenn til þess að taka til dóms þær hugmyndir, er leitt fá til bóta. * * * * Tilbúinn áburð fengum vér frá Þýzkalandi og þaðan kemur líka bót þeirra meina, er hann hefir valdið. Þjóðverjar hafa lengur en vér kingt eitri í jarðveginn, og hafa því lengri reynslu fyrir á- hrifunum. Margir jarðyrkjumenn, er skilizt hefir hvert stefnir, hafa bundizt samtökum til þess að starfa samkvæmt nýjum aðferð- um, sem nefndar hafa verið hinar aflvaka-líffræðilegu (dynamisk- biologiske). Með tíu ára reynslu að baki, hefir árangur þeirra í stuttu máli orðið þessi: Að þarflaust er að nota tilbúinn áburð; að frjómoldargæðin auk- ast, jurtakvillar fara þverrandi, og að jafnmikill afrakstur fæst, en mun betri, gegn örlitlum hluta af því fé, sem nú er greitt fyrir tilbúipn áburð. Hin nýja áburðaraðferð byggist á skilningnum á (því, að eðlileg jarðyrkja eigi að vera sjálfstætt heildarkerfi, er lítt þurfi að að fá. Eins og venjulegri ábýlisjörð fylg- ir, auk akranna, engi skógar, girð- ingar og gafðar, eins fylgir henni samsvarandi kvikfénaður, og sá áburður, sem hann framleiðir. Sé jörðin rétt setin, að því leyti, verð- ur áburðar-eftirtekjan með réttum hlutföllum. Ekki má heldur gleyma því, að skordýralífið, fugl- arnir, blómjurtimar, og um fram allt morlíf örsmæðarveranna í jarðveginum, er einn meginþáttur heilbrigðrar jarðræktar. Kynstur af eiturefnablöndum hefir kopað lífsstarfinu er fram fer í jarðveg- inum. Hin nýja áburðaraðferð sannar, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Með því að bæta í peningsáburðinn sérstökum efn- um, sem fengin eru frá líffræði- legum afurðum, koma menn fram aflvekjandi áhrifum, er marg- falda eðlilegar verkanir áburðar- ins, og af þessu dregur aðferðin nafn sitt. En með því að á bak við þessar hugmyndir er heimsskoð- un, sem fer algjörlega í bága við hina algengu efnishyggju, þá er ekki að undra, að fulltrúar efnis- hyggjunnar, sem nú ráða öllu, rísi á móti henni. En hagsýnn jarð- • yrkjumaður getur hér farið þá leiðina er honum lízt bezt, hvað sem sérfræðingarnir segja. Hann hefir átt því að venjast undan- farna áratugi, að það sem í dag stendur verði á morgun í ofn kast- að. Blöð og tímarit ausa árlega yf- ir hann vísindalegum uppgötvun- um, »er gagnger áhrif munu hafa á landbúnaðinn«; hann er umset- inn af umboðssölum — eða þá að hann hefir, eins og á sér stað hér í Danmörku, bundizt félagsskap, er heldur hlífiskildi yfir honum, með fulltrúum sínum, er vinza kjarnann frá hisminu. Ein mótbáran, sem þeir menn oftast etja gegii hinni nýju aðferð, er sú, að tilraunastöðvar ríkisins hafi að baki meira en 30 ára reynslu fyrir áhrifum tilbúins á: burðar á eftirtekjumagnið. En er sú reynsla sönnun fyrir öðru en lífseigju jarðarinnar? í meira en 30 ár hefir hún hraustlega staðið af sér eitrunina. Það sem úr sker, að því er land- búnaðinn snertir, er það, hvað sparast kann við þessa nýju að- ferð og hver fríðindi fást í stað- inn. Fyrra atriðinu má svara með búreikningum þýzkra bænda, er notuðu báðar aðferðir meðan þeir voru að fika sig. áfram til fullviss- unnar. T. d.: Kostnaður tilbúins áburðar á hektara 53 mörk Kostn. hins nýja áburðar 4 mörk Eftirtekjan (hér er að ræða um sumarbygg), var af hverjum hektara með tilbúnum áburði 46.73 vættir Af hverjum hektara með nýja áburðinum 47.57 vættir Þessir reikningar sýna árangur einnar uppskeru. En til þess að, ganga úr skugga um þetta verður að gera slíkar tilraunir 6—8 ár samfleytt, Bóndi, er ræktar jörð sína eins og nú tíðkast bezt, notar tilbúinn áburð sem nemur um 160 krónum á hvert tunnuland* á 8 ár- um, auk peningsáburðar, en með hinni nýju aðferð notar hann sem nemur 24 krónum á hvert tunnu- land á sama tíma ; eftirtekjumagn- ið verður mjög svipað, en gæðin mun meiri, og verð því hærra, að maður nú ekki tali um lækningu hins sýkta háræðakerfis jarðarinn- ar. Að sinni fæst hærra verð fyrir kartöflur og kálmeti, en er fram líða stundiiy fer eins með kornið. í Þýzkalandi hafa jarðyrkjumeim, er nota hina nýju aðferð, bundizt félagsskap. . Þeir hafa sínar eigin mylnur og brauðgerðarhús, og selja brauð sitt, hið svonefnda Demeter-brauð, sem heilbrigðis- brauð, enda mælir fjöldi lækna með því, sökum þess að það sé auðmeltara. Jafnvel brauð- og kexgerðarhús, sem ekki eru í þess- um félagsskap, sækjast eftir De- meter-mjölinu, sem er því í hærra verði. Bændur, sem í þessum fé- lagsskap eru, sendu kornsýnishorn til efnarannsóknarstofu ríkisins, . án þess að láta getið um fram- leiðslustaðinn, og hlutu umsögn- ina: »príma amerískt«, þ. e. a. s., að mjöl úr þessu korni má nota í brauð án þess að blanda það er- lendu mjöli. Það virðist því engin fjarstæða að senda sérfróða menn — þar sem héðan frá Danmörku er aðeins um dagleið að ræða — til þeirra bænda í Þýzkalandi, er * Rúmlv 1% Valltt.vda«sl4ttft. — Þýð. þessar nýju aðferðir nota, í stað þess að vísa þeim á bug> af því að þær »koma í bága við núgildandi skoðanir, og eru með öllu óskiljan- legar á lögmálsgrundvelli efna- og eðlisfræði, svo að alveg hlýtur að ganga fram af mönnum, eins og prófessor við Landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn komst að orði í bréfi. í , Sigfús Halldórs frá Höfnvm. ------o——— Fréttir. Davíð Jónsson hreppstjóri á Kroppi í Hrafnagilshreppi varð sextugur 12. þ. m- þann dag var gestkvæmt á heimili háns og var gestunum veitt af mikilli rausn. Sveitungar Davíðs færðu honum að gjöf vandað skrifborð af eikarvið, og einn af vinum hans og nágrönnum, Jónas Rafnar læknir, gaf honum Heimskringlu Snorra Sturlusonar í bandi og vandaða skjalatösku. Mörg heillaóskaskeyti bárust afmælisbarninu. Sá á öllu að Davíð nýtur mikilla vin- sælda og virðingar sveitunga sinna og allra annara, er honum hafa kynnzt. Einn af nágrönnum hans, Jóhannes Þórðarson bóndi í Miðhúsum, flutti af- mælisbaminu eftirfarandi kvæði: Til hreppstjóra Davíðs Jónssonar á sextíu ára afmæli hans, 12. september i 1932. Eg kem til þín, vinur, að Kroppi í dag, eg kem og eg heilsa þér glaður; eg kem og eg lít á þinn heimilis hag, v þú hugprúði framsólmar-maður. Þú svafst ekki alltaf í sextíu ár, það segja mér tún þín og bærinn. Og enn ertu horskur með hjæjandi brár, þó hár þitt sé hvítt eins og snærinn. Og bændurnir vilja hér veita þér sæmd með virðingu afmælisdaginn. Sú vinátta fölskvalaus verður ei tæmd, né varpað í gleymskunnar sæiim. Þú átt hér í brjóstunum ítök svo sterk, er eining og samúðin móta, og reynir af alhug að vanda þín verk, sem vinnur þú ættjörð til bóta. Haf þökk fyrir mannkosti, drenglund og dyggð á dáðríku ævinnar skeiði. Þig vefji að hjartá sér blómfögur byggð og brosi þér sólin í heiði. Og hann, sem er æðstur og alheimsins i vöm, vor ástríkur faðirinn góði, hann styðji þig — heimilið, brúði og böm, þess biðja nú vinir í hljóði. Alþingiskosning á að fara fram í Reykjavík 22. okt. í haust og á þá að kjósa einn þingmann í stað Einars Arnórssonar, sem verður að segja af sér þingmennsku, þar sem hann er orð- inn hæstaréttardómari. > ' ' -X Félag ba/rnakennara við Eyjafjörð heldur fund á Akureyri 8. okt. næstk. Fundurinn hefst kl. 2 e. h. nefndan dag. Skrifstofnstjári í fjármálaráðuneyt- inu hefir verið settur dr. Páll Eggert ólason i stað Gísla ísleifssonar, sem ný et andaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.