Dagur - 29.09.1932, Síða 3

Dagur - 29.09.1932, Síða 3
39. tbl. DAGUR 155 Að utan Hér eru stödd um þessar mund- ir sr. Benjamín Kristjánsson og kona hans, frú jónfna Björnsdóttir, nýlega alkomin tii íslands frá Vest- urheimi. Nýkomið eintak af ,Heimskringlu' minnist þeirra hjóna á eftirminni- legan hátt, að þeim nýförnum frá Wmnipeg eftir fjögra ára dvöl. Allan þann tíma þjónaði sr. Benja- mín >SambandssöfnuðÍ€ f Winni- peg. Eftirfarandi ummæli, er eg hefi leyft mér að taka úr >Hkr.«, sýnir bezt hvernig honum hefir farizt það starf úr hendi. Var þó allt annað en vandalaust að taka við þeim söfnuði af sr. Ragnari E. Kvaran, er þar hafði getið sér al- veg sérstakan orðstir sem ræðu- maður og við prestverk öll. Höfðu menn engar vonir gert sér um að jafn hæfur maður myndi setjast i það sæti, sem raun varð þó á, er sr. Benjamfn tók við. Svo kemst sr. Ragnar að orði, m. a„ i ávarpi er hann sem for- seti kirkjufélagsins biður >Hkr.< að birta við burtför sr. Benjamins: »Þakklæti vort er einlægt og óskorað fyrir starfið, sem leyst hefir verið af hendi. Á herðum þínum hefir hvílt starfsemin í stærsta og umfangsmesta söfnuði bræðrafélags vors. Vér erum þakklátir fyrir þá alúð og- vandvirkni, sem þú hefir lagt í starf þitt. Oss er ljóst, að þú hefir verið öðrum prestum fyrirmynd að því hugarfari, sem ætti að vera aðalhróður frjálslyndrar kirkju — því hugarfari, er ,telur samvisku- samlega leit eiga að vera undanfara kennimennskunner. Pú hefir lagt kapp á að auðga anda þinn, þú hefir setið við brunna þekkingarinnar, þú hefir íhugað hinar ólíkustu stefnur, borið þær saman, lagt dóm gáfna þinna á'þær og fyrir bragðið auðnast að gera flutn- ing kristindómsins börnum vorrar aldar arðberandi f kirkju þinni. Vér erum þakklátir fyrir íhyggli gáfna þinna, einarðleik skapferlis þíns og hreinskilni boðskapar þíns«, r En svo minnist dr. Rðgnvaldur Pétursson, yfirumsjónarmaður* og æðsti maður Sambandssafnaða Vestur-tslendinga — og einhver ramm-islenzkasti maður vestra — sr. Benjamfns i þvi tölubh >Hkr.<, er út kom næst eftir burtfðr þeirra hjóna: »Það þarf ekki að taka það fram, að kveðjan að þessu sinni var blandin þessum söknuði. Séra Benmjamín og kona hans hafa eignast marga vini yfir þessi fjögur ár sem þau hafa dvalið hér. Þeir finna allir til þrautarinnar að kveðja. Verkahringur hans hefir verið víðtækur. Hann hefir starfað hér sem blaðamaður, rithöfundur og prest- ur. Verk hans hafa náð út til margra. Fleiri hafa átt leið með honum en hann ber nokkur kennsl á. Allir bera þeir margskonar minningar í sjóði, frá þeim samfundum og samstarfi, en skarðar nú, sökum skilnaðarins. En þó þær minningar verði skarðar hér eftir, þegar hver hlýtur að njóta þeirra einn og út af fyrir sig, fellur þó enginn * Svarar helzt tll biskupiembættis hér á íslandi, S. H, f. H. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦+♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦++♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦+♦+♦♦+ Nýkomið: Hv. lérell frá 0.65 m. — Tvistlau frá 0.75 m. - Flónel irá 0.80 m. — Næríatalérett margir litir. - Kápufóöur margir litir. — S æ n ö u r v e r a e f n i hvít og misiit. - l) n d i r sængurdúkar, þeir langbestu, sem fást. - F i ð U r Ofl d ú n- léreít. — Fiður og dúnn, hreinsað. — BláCheviot. — | Fiauel - AIkIæði, góða, gamla sortin. - Divanteppi | frá kr. n.50 - Sporfbuxur frá kr. n.oo - Mannchelt- j ► S k y r t U r frá kr. 6,75. — B e 11 i, herra og dömu. — T Ö S k U r stórar og smáar og margt fleira nýkomið. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson. fölskvi á þær fyrir það. Þær eru og þær verða, bjartar og hreinar eins og innræti og upplag mannsins er sjálfs. Af minni reynslu, af því litla samverki sem eg hefi átt með honum, treysti eg mér til að segja, að þær minningar er eg hefi eignast með honum muni verða mér kærar, og þegar syrtir á veðurfari félagslífsins muni þær: >Fyrir gluggann minn ganga sem glaða-sólskins dagar og bera af ylgeislum yddum örvamæli fullan«. Yfir þessi ár sem hann hefir starfað hér með oss hafa margar breytingar gerst á högum manna, bæði ytra og innra. Við öllum þessum breytingum hefir hann brugðist mannlega og drengilega. Minnist eg þar sérstaklega verka þeirra er hann hefir unnið sem prestur þessa safnaðar. Við samkomu- höld hafa ræður hans verið lausar við þau geðbrigði og það fálm, sem auð- kennir þá er eigi skynja annnað en það sem á yfirborðinu gerist. Þær hafa sótt niður í djúpið, þar sem hafið er lygnt, þó boðar brjóti hið efra. Þær hafa verið sérstaklega lausar við æðru og öfga hversdagsskoðananna en sótt til lífssannindanna sjálfra sem jafnan eru söm og ein. Við skilnaðar athafnirnar hefir hann staðið styrkur og öruggur. Hann hefir kvatt þá vini vora aldna og unga, er frá oss hafa horfið yfir tímans haf, til hinnar ósýnilegu strandar, með alúð og kærleika, virðulega og fagurlega, svo að héðanför þeirra hefir ekki ein göngu varpað kveldskini yfir hinn hrellda huga ættingja og vandamanna, heldur og fögrum morgunroða. í því efni hefir hann reynst verkefni hinnar almennu kirkju trúr. Því það er verk- efni kirkjunnar að gera mannlífið dýrð- legt á allan hátt, í lífi og dauða - að blessa og fagna komu mannanna í heiminn, leiðbeina þeim meðan þeir dvelja hér, eftir þeirri þekkingu, sem hún hefir yfir að ráða og að lokum kveðja þá, er þeir fara héðan, með virðingu, vináttu og kærleika. Prédikanir hans hafa jafnan verið sanngjarnar, viturlegar og gagnhugsað- ar. Með þeim hefir hann fremur leit- ast við að fræða en kenna, í full- komnu samræmi við stefnu hinna frjáls- lyndu trúarskoðana. Það er létt verk og vandalítið að kenna, en það er erfitt verk og torsótt að fræða. Það er létt verk að lesa mönnum fyrir, bönn eða boðorð og nefna í það vætti, kenni- setningar fornar er Iífið hefir gert mönnum ljóst að á engu eru byggðar. Það er eins og að kenna mönnum að telja. Allir geta lært að telja. En það er erfitt verk að vekja hugsunina og styrkja hana svo hún ekki þreytist, þroska skilninginn og skýra dóm- greindina, svo að menn geti verið sjálfum sér lögmál og valið sér veg til gæfu og göfgunar. En það er lífið. Eg þarf ekki að fara fleiri orðum um störf séra Benjamíns. Þau hafa verið untíin af alúð, með trúmennsku og með glöggum skilningi og dreng- skap. Vér þökkum þér fyrir þau öll góði vinur, og söknum þess, að ástæð- urnar skuli varna því að vér getum orðið þess Iengur aðnjótandi að þú starfir vor á meðal, í þarfir þeirra mál- efna, sem eru æðst og bezt og sem ein eru virði æfidagsins alls, En sér- staklega vil eg flytja þér þakklsti raitt Fyrir þær ánægjustundir, sem fólk mitt og eg sjálfur hefi átt með ykkur, frá því fundum bar saman fyrir fjórum árum síðan. Eg þakka þér vináttu þína og drenglund. Eg sakna þín héðan, en ann þó jafnframt íslandi þess að eign- ast þig að nýju, og njóta verka þinna er vér óskum að verði mörg og giftu- drjúg. Því er einhvernveginn svo farið, að frá því, fyrir það og til þess hneigj- ast hugsanir vorar, — jafnvel þeirra er búið hafa fjarvistum við það lengstan hluta æfinnar. Fylgi ykkur heill, sæmd og heiður æfina á enda. Góða ferð. Guð blessi ykkur. R. P.« Persónulega er mér kunnugt ura að þessi umraæli dr. Rögnvalds eru skrumlaus. Eg hefi kynnst býsna mörgum mönnum um æf- ina — >a11ra landa, Iits og blands< — en ekki gæti eg með góðri sam- vizku úr þeim flokki dregið fram betri dreng — meiri heiðursmann i hvívetna — né frjálslyndari f þessa orðs b e z t u merkingu — lausari við hverskyns öfgar, ofstæki og >isma< — en séra Benjamfn. Qáf- um hans, ritfærni og ræðumennsku mun eg eigi þurfa að lýsa, frekar en að framan er gert. Er það mikitl ávinningur íslandi, að heimta heim aftur svo vel gerða menn, á blóma- skeiði, eftir stórþroskandi utanför til míkilla menningarþjóða, er lifa jafn stórfelldu athafna- og hugsana- lífi, til allra handa, og Engil-Sax- neskar þjóðir. En óhætt mun að fullyrða að rithöfundar þeirra og spekingar hugsi, riti og tali skii- merkilegar og Ijósar, a. m. k< i vor eyru, norrænna manna, en allar aðrar þjóðir vestrænar, að Frökkum e. t. v. undanskildum, en standi sennilega öllum framar um nor- ræna brjóstgreind (.common sense ). Margir nafnkunnir guðfræðingar, íslenzkir, hafa þá einnig sömu leið farið, sér til frama, og sn Benja- min. Nægir að minna á sr. Ás- mund Ouðmundsson, prestaskóla- kennará, sr. Jakob , Kristinsson, skólastjóra á Eiðum, sr. Friðrik Hallgrímsson, sr. Ragnar E. Kvar- an, sr. Friðrik A. Friðriksson, sr. Porgeirjónsson, skólastjóra á Reykj- um, o. fl. reyndar, ef þörf gerðist. En eigi fáum vér betri fréttir að utan, en þann orðstfr, er góðir ís- lendingar hafa þar getið sér. Eg má bæta: þvf við, að eigi varð frú Jónfna að sfnu leyti sfður viniæl manni sfnum i sðfnuði V etrarstulku vana hússtörfum, vantar mig nú þegar. Þortíjörg Halldórs frá Höfnum. Oddeyrargötu 38. þeirra hjóna, fyrir drenglyndi, ósér- plægni og ötulleik. Eru slík hjón íslandi stórum velkomin heim. Akureyri, 28. *ept. 1932. Siflíús Halldórs fró Hðfnum. Litli maðurinn við stóra húsið. (Qrein með þessari yfirskrift birtist í blaðinu >Einherjic á Siglufirði 21. þ. m. Er hún eftir Þormóð Eyjólfsson konsúl og er svar gegn árásargrein á Þ. E., er birt- ist í »Siglfirðingi« 17. þ. m. Upphafgrein- ar Þormóðs bregður ljósi yfir þá bardaga- aðferð, er lakari hlutf íhaldsmanna temur sér, og fer það hér á eftir). >Eg veit, að margir hafalitiðsvo á, að eitt hið allra lúalegasta og auðvirðilegasta f hinni skipulags- bundnu ofsókn, sem hafin var í sumar á hendur eins hins mætasta manns þessa bæjar, O. S., hafi ver- ið smáatvik, er kom fyrir f sambandl við myndasöfnunina. — Fyrverandi ritstjóri >Siglfirðings«, Jón Jóhann- esson, tókst það meðal annars á hendur að safna rayndum af O S og húseignum hans. Hann kom þá til myndasmiðsins og bað hann að taka fyrir sig mynd af nýja húsinu við Pormóðsgötu og láta lítinn mann standa við húsið, þegar hann tæki myndina. Petta gerði mynda- smiðurinn þó ekki. Var það víst hvorttveggja, að hann hafði þá ekki nógn Iágvaxinn mann við hendina, enda mun honum bafa virzt tilmæl- in næsta einkennileg og grunað að að eitthvað væri gruggugt við þau. Hvaða þýðmgu gat það haft að láta Iítinn mann standa við húsið? Átti húsið að sýnas! stærra en það f raun og veru var ? í hvaða tilgangi var það gert ? Parna kemur fram glögg spegilmynd af bardagaaðferðinni. — Það var ekki hirt um hvernig hlut- irnir voru I raun og veru, heldur hvernig hægt var að iáta þá sýnasl vera. — Sú saga er ekki lengri og varpar skiru Ijósi á innræti Jóns Jóhannessonar. En vopnið snerist f höndunum á honum eins og svo ofl áður. Húsið sýnist ekki stærra en áður, en Jón mínnkaði. Fyrir hug- skotssjónum Siglfirðinga stendur hann nú jafnan með stórhýsi f baksýn, minni og pésalegri en nokkru sinni fyr . . . . ,<

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.