Dagur - 03.11.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 03.11.1932, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga. Áfgreiðsian er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XV. ár. i Akureyri 27. október 1932. 43. tbl. Blöð íhaldsflokksins eða sam- keppnismanna eru sí og æ að fræða lesendur sína um fjárhagsástand Sambandsins og kaupfélaganna og lýsa því eftir sfnum eigin geðsþótta. Morgunblaðið segir t. d., að sjóðir félaganna séu >gersamlega tapaðir* og hvergi til »nema á pappfrnum*. íslendingur lepur sfðan upp ummæli Mbl. og vitnar nú síðast til ræðu forstjóra S. 1. S., er hann hélt á sfðasta aðalfundi þess. Úr því fsl. er farinn að vitna til orða forstjór- ans máli sfnu til stuðnings, skulu hér birtir kaflar úr ræðuhans, sem fjalla um þessi efni. Eftir að forstjórinn hefir gert grein fyrir verðfalli afurðanna og vöru- sölu Sambandsins, snýr hann sér að fjárhagsástæðum þess og farast svo orð: iEins og að undanfðrnu varð Sambandið að taka stór lán í Dan- mörku og Bretlandi sl. ár til vöru- kaupa f þessum löndum. Hinir brezku viðskiftabankar Sambands- ins veittu Sambandinu jafnhá lán og árið áður. Hinsvegar var lán það, er Sambandið fékk f viðskifta- banka sinum f Kaupmannahöfn, raikið lægra en árið 1930. Þegar kom fram f júlf var búið að nota lánið f danska bankanum að fullu og var bankinn mjög tregur til að bæta nokkru við. Að Iokum fór þó svo, að hann gaf heimild til að lán- ið mætti hækka um 150.000 kr. En sem betur fór þurfti ekki að nota þá lánsheimild, því að þegar kom fram í ágúst var hægt að nota and- virði fiskjar, sem þá var seldur, til að kaupa fyrir vörur f Danmörku. Eins og undanfarin ár, voru hin erlendu bankalán veitt með þeim skilyrðum, að þau yrðu greidd að fullu fyrir áramót. Lánin i brezku bönkunum voru greidd upp á til- settum tfma, en af iáninu hjá hin- um danska banka stóðu eftir tæpar 946.000 d. kr., eða fslenzkar krónur 1.157.433.85. Pessi mikla skuld staf- ar fyrst og fremst af þvi, hve lítið seldist af saltkjöti fyrir áramót og svo af hinu, hve verðfall á fsl. vör- um var mikið á árinu. Siðan árið 1923 hefir Sambandið verið skuld- laust við erl. banka um hver ára- mót þar til nú. Eg vil geta þess um Ieið, að á þessu ári hefir Sam- bandið þegar greitt hinum danska banka 3OQ.000 d. kr. af skuld sinni. 1. janúar 1931 skuldaði Samband- ið Landsbankanum 3.800.000 kr. En frá 25. marz til 30. maí greiddi það bankanum 35.000 sterlingspund i London, eða um 770.000 fsl. kr., sem inn komu um það leyti fyrir seldar vörur i Englandi. Petta varð til þess að i maímánuði komst skuld Sambandsins við bankann niður i 3.150.000 kr. En sfðan fór húnaftur að hækka og var í ágúst komin upp f 3.800.000 kr. og fór ekki hærra á árinu. Fyrir áramótin var svo hægt að greiða bankanum 100.000 kr., svo að skuldin var kr. 3.700.000 f lok ársins. Innieign sambandsins á hlaupareikningi i bankanum var rúmar 212.000 kr., á móti 153.000 kr. árið áður og var þvf raunveruleg skuld Sambands- ins við Landsbankann tæpl. 3'/2 millj. kr. f lok síðasta árs, eða 159.000 lægri en 31. des. 1930. Hinsvegar er rétt að geta þess, að Sambandið átti inni i Útvegsbanka ísiands 102.000 kr. í árslok 1930, en ekkert nú um áramótin. Skuld Sambandsins við Búnaðar- bankann var 1. janúar 1931 1.500.- 000 kr. Greiddi það af þeirri upp- hæð 250.000 á árinu og skuldaði þvi bankanum 1.250.000 kr. nú um áramótin. Sambandið hefir að sjálfsögðu árlega sent aðalviðskiftabönkum sín- um innanlands og utan efnahags og rekstrarreikning sinn. Pá er 7. liður: sjóðir. Sjóðir þeir, sem búið var að mynda f árslok 1930 hafa hækkað árið sem leið um kr. 132.122,61 og við hafa bæzt sjóðir klæðaverksmiðjunnar 79.800 kr. Hafa þvf sjóðeignir Sambandsins aukizt alls um 211.922,61 á árinu. Eins og efnahagsreikningurinn ber með sér, hefir hagur Sambands- ins enn versnað mikið út á við árið sem leið. í iok siðasta árs voru skuldir við banka, innlenda og erlenda viðskiptamenn, samvinnu- félög utan Sambandsins og Innláns- deild samtals kr. 6.483.600 00, en um næstu áramót á undan 5.529.000 kr. Hafa þvf skuldir Sambandsins út á við hækkað um 954.600 kr. á árinu. Hinsvegar voru innieignir Sambandsins i bönkum 93.000 kr. hærri um siðustu áramót en f árs- lok 1930 og hefir þvi hagurinn versnað um tæpar 862.000 kr. frá árinu áður. Við skuldir Sambands- ins bætast nú skuldir klæðaverk- smiðjunnar »Gefjun«, svo að allar skuldir þess út á við voru um ára- mótin 6.697.400 kr. Af þvf að ástæður Sambandsins Og félaganna hafa versnað svo mik- ið tvö siðastl. ár, tel eg rétt að gera nokkru nánari grein fyrir hinum Jarðarför dóttur minnar og dótturdóttur okkar, Hrefnu Ögmundsdóttur, sem andaðist 17. þ. m., er ákveðin laugardaginn 29. þ. m. kl. 1 e. h., að Kaupangskirkju. Kjarna 25. okf. 1932. Ögmundur Ólafsson, afi og amma. Jarðarför Stefáns Guðjónssonar, sem andaðist að heimili sínu, Gröf í Kaupangssveit 25. þ. m., fer fram að Kaupangi fimmtud. 3. nóv., og hefst með húskveðju á heimili hins Iátna kl. 11 f. m. sama dag. fiðstandendur. einstöku liðum efnahagsreiknings- ins, þvf nauðsynlegt er að reyna að gera sér Ijóst, hvort eignirnar muni i raun og veru vera þess virði, sem þær eru taldar.c Eftir að forstjórinn hefir sundur- liðað fasteignirnar og gert glðgga grein fyrir þvf, að þær séu varlega metnar, heldur hann áfram á þessa leið: »Og þá kem eg að 8. lið: »»YmSÍr Skuldunautar«, sem vitanlega er sá eini af eignaliðunum, sem er veru- lega athugaverður. Eg geri þó ekki ráð fyrir, að á skuldum erlendra og innlendra við- skiptamanna verði rnikið tap, enda hafa þær, teknar saman í eitt, lækk- að nokkuð frá fyrra ári. Eg vonast lika eftir, að skuldatöp hjá félögum utan Sambandsins verði ekki sér- lega mikil. Hafa og skuldir þeirra ekki vaxið nema Iftið eitt frá árinu áður. Pá eru eftir skuldir Sam- bandsfélaganna Og er auðséð að á þeim hljóta að verða mikil töp á næstu árum. Fer það þó sjálfsagt mjög eftir þvf, hve kreppan stend- ur lengi, hve mikil þau verða. Samkvæmt þessum lið eru skuldir Sambandsfélaganna kr. 6.370.356,61 og skuldir annara samvinnufélaga, sem eg ætla að taka hér með, kr. 361.258 03, eða samtals 6.731.614.64 kr. En frá þessu ber að draga: 1. Vextir til endur- greiðslu . . . . kr. 49.838.00 2. Af eftirstöðvum sölu- verðs innl. vara . — 350 000 00 Samtals kr, 399.838.00 Til skýringar skal það tekið fram, að á skuldahlið efnahagsreiknings eru eftirstöðvar söluverðs innlendra vara taldar 474.864 kr., en frá þvi verður að draga greitt fyrir inn- lendar vörur, rúmar kr. 61.000.00, og það sem Sambandið á sjálft og þau félög, sem ekki skulduðu um áramót. Hygg eg að varlega sé farið með því að áætla félögum þeim, sem skulda sambandinu kr. 350 000 af upphæðinni. Pegar búið er að draga fyrnefnd- ar 399.838 kr. frá skuldum félag- anna, verða eftir tæpar 6.332.000 kr. Nú hafði Sambandið f vörzlum sfnum óseldar innlendar vðrur I lok síðasta árs, fyrir 1.251.600 kr. með áætluðu verði. Eftir því sem eg kemst næst, átti Sambandið sjálft af þessu vörur fyrir cai 112.000 kr. og félög, sem ekki skulduðu Sambandinu, vörur fyrir ca. 100.000 kr. Verður þá eftir tæplega 1.040.000 kr., sem þau félög eiga, sem skulda Sambandinu. Pessa upphæð ber að að draga frá skuldum félaganna og ennfremur Sambandsstofnsjóð þeirra kr. 564.000.00, sem inni stendur hjá Sambandinu. Verða þá eftir kr. 4 728.000, sem er hin raunverulega skuld samvinnufélaganna við Sam- bandið nú um áramótin. Petta er þungur skuldabaggi, sem erfitt verður að ná inn og langan tima þarf til, en þess ber þó að geta, að mikið stendur þarna á bak við. í fyrsta lagi má benda á, að allir félagsmenn í Sambandsfélögunum, sem eru um 8,100, standa á bak við skuldirnar og aðrir viðskipta- menn félaganna, að þvi leyti sem þeir geta greitt skuldir sínar við þau. Ennfremur má benda á, að skuldir félaga, sem ekki eru í Sambandinu, eru taldar með f þessum skuldum, og eru félags- menn og viðskiftamenn þeirra félaga ábyrgir fyrir þeim. f öðru lagi eignir Sambandsfé- laganna og er þá rétt að gera sér ljóst svo sem föng eru á. hvernig hagur þeirra stendur.c Par næst greinir forstjórinn frá samaiginlegum efnahagsreikningi Sambandsfélaganna f áralok 1930, og eru niðuratöðutölurnar eigna Og- * skuldamegin rúmlega 15.6 millj. kr. Að því búnu segir svo forstjórinn f ræðu sinni: iSamkvæmt þessum efnahags- reikningi voru san.eignarsjóðir fé- laganna i árslok 1930, ásamt tekju- afgangi, að frádregnum tekjuhalla kr. 2.902.000.00 Séreignasjóðir . — 2.230 000.00 og inneignir félags- manna f reikning- um og innlánsdeild — 1.746.000,00 Samtals kr. 6.878.000.00 Sézt á þessu, að af upphæðum þeim, sem færðar eru skuldamegin á efnahagsreikninginn, skulda fé-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.