Dagur - 03.11.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 03.11.1932, Blaðsíða 2
170 DAGUR 43.'tbl, BWtWHHHHWWHWfHi m® ®m w að >Freyju«-kaffibætirinn|er fullt eins góður og nokkur annar kaffibætir, sem hér er á boðstólum: »Freyju«-kaffibætirinn kostar aðeins 55 aura llt kg. stykkið, hvort heldur er i dufti eða stöngum, Látið^ VERÐIÐ og OÆÐIN ráða um kaffibætiskaupin en ekki æfa gamla venju, — Biðjið kaupfélag yðar eða kaupmann um Freyju“-kaffíbæti. »« •w mm MMiMHHHMHIMHMlS Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. lögin sjálfum sér og félagsmönn- um nærri 45 prc. En það sýnir, að ef Sambandsfélögin eru tekin sem ein heild, gátu þau I árslok 1930 greitt allar skuldir sfnar utan félaganna, þar á meðal skuldina við Sambandið, þó að skuldir þeirra hefðu rýrnað um allt að 45 prc, Og skuldir sínar við félagsmenn gátu þau líka greitt, þó að ekki hefðist upp úr eignunum nema 2h þess verðs, sem þær eru taldar á efnahagsreikningnura. Pá er vert að athuga að allar skuldir félaganna við banka óg sjóði eru 2.402.000 kr. eða nokkru minna en sjötti hluti af skuldunum. Ennfremur að sjóðirnir samanlagð- ir eru aðeins bærri en allar úti- standandi skuldir hjá félagsmönn- um. Samkvæmt því, sem hér hefir verið bent á, virðist hagur Sam- bandsfélaganna, þegar þau eru tek- in sem ein heild, hafa verið vel tryggur f árslok 1930. En nú er það vitanlegt, að hagur þeirra hefir versnað mikið árið sem leið. Eg hygg þó, að efnahagsreikningur félagannna frá 1930, þótt tekið sé tillit til versnandi hags sl. ár, sýni, að mikill hluti skulda þeirra við Sambandið hljóti að vera tryggur. Og eg vil halda því fram, að félögin semheild standi enn fullkom- lega fyrir öllum sínum skuldum<. Sérstök athyggli skai vakin á þessum sfðast tiifærðu orðum for- stjórans. Hann heldur þvf fram, að félögin i heild standi enn íullkomiega fvrir ðllum sínum skuldum. Má af þessu marka hvort forstjórinn lítur svo á, að sjóðir félaganna séu hvergi til, »neraa á pappfrnumt, eins og Mbl. og ísl. segja. Oeta nú lesendnr blaðanna ráðið það við sjálfa sig, hvort þeir trúa betur forstjóra S. í. S. eða rægi- tungum íhaldsblaðanna. ’ Dánardxgur. Látin er við Leslie 1 Saskatchewan í Kanada frú Guðný Friðbjamardóttir Steinssonar, bóksala á Akureyri, 69 ára gömul. Hún var gift Páli Magnússyni trésmið, og fóru þau hjón héðan vestur um haf fyrir 30 áruni slðaa. Kafli úr ræðu skólastjóra. Kæru börn og samverkamenn! Virðulegu gestir! Velkomin öll hingað til að heilsa nýju skólaári. — Skólasetningardagurinn er merkisdagur í lífi kennarans. Það er helgur dagur, vígður von og trú. Alvörudagurinn mikli, þegar kennarinn stendur frammi fyrir stóru verkefni og göfugu. Þegar leggja á upp í stóran áfanga á hinni torsóttu leið, er hann hefir heitstrengt að ryðja eftir fremstu getu. Þann dag stendur hann á sérstakan hátt frammi fyrir þeim örðugleikum, er fylgja starfi veg- sögumannsins. Hann veit að mænt er til hans eftir hjálp í alls- konar vanmætti eftir fróðleik, eftir hlýju og skilningi, eftir rétt- læti og fyrirgefningarhug og um- burðarlyndi, — einkum af þeim smæstu meðal hinna smáu, þeim, sem á einhvern hátt hafa lent í skugganum og mæta varbúin og vopnafá. Hann veit og þekldr kröfurnar, sem til hans eru gerð- ar, kröfurnar um að mikið sé lært og lesið, að allir viti mikið og fái háar einkunnir, að Pétur verði ekki hærri en Páll í röðinni, og að allt gangi eins og í sögu bletta- og lýtalaust. Og hann finnur það bezt sjálfur á slíkri stund, að þessum kröfum öllum er honum um megn að fullnægja. Hann veit og finnur að sumar þeirra eiga fullan rétt á sér en sumar ekki, að af honum er oft og tíðum heimtað það, sem hann hvorki getur né rná fullnægja, nema til þess að brjóta á móti boði skyld- unnar og helgri réttlætiskennd. Þessvegna mætir hann lika þenn- an dag með þrá í hug og hjarta um það, að starf hans sé litið með samúð og skilningi af þeim, er það þiggja. Hann óskar eftir sam- starfi við þá og hjálp þeirra, er senda honum til umönnunar ó- þroskaðar sálir og vanmáttka iík- ami lítilla barna. Hann óskar eft- ir að fá sem bezt að þekkja heilsu- far og alla aðbúð og fortíð þeirra, til þess að geta frekar skilið þau og sýnt þeim sanngirni og rétt- læti -og með því rutt margskonar misskilningi og hindrunum úr vegi. Hann þekkir veikleika sinn og vanmátt við hið veglega stárf, er hann hefir þó að sér tekið, starfið, sem er vandasamast allra: að sá með skilningi og næmleika hinu góða sæði í akur lífsins, svo það megi bera sem mesta og feg- ursta ávexti. Já, hví skyldi hann ekki þekkja örðugleikana alla cg þann ómöguleika, að gera svo öll- um líki? — Þó hefst hann handa, byrjar ótrauður og ákveðinn, sterkur í trúnni á þann veruleika, að erfiðari yrði sóknin fram í birtuna, ef enginn vildi hafa veg- söguna á hendi, og fullur vonar um að Drottinn kærleikans og kraftarins og ávaxtarins sé í verki með honum. íslenzk fræðslu- og menningai'- mál eiga i ár merkilegt afmæli. Fræðslulögin, lögin sem skylduðu hvert barn til skólagöngu á vissu aldursskeiði, eru nú 25 ára gömul. Haustið 1907 byrjuðu fyrstu skól- arnir að starfa undir þeim merki- legu lögöm. Eins og kunnugt er, var svo háttað þessum málum, áð- ur en fræðslulögin voru sett, að hver mátti ráða því sjálfur hvort og hvernig og hvað hann kenndi barni sínu; hið opinbera skifti sér lítið af því og kom þar lítið nærri, annað en láta fram fara eitthvert málamyndarpróf að vorinu, nokk- ur síðustu árin, yfir þeim börnum, er fermast áttu, því auk kversins áttu þau að kunna eitthvað í reikningi og geta skrifað nokkuð. Annars var ekki krafizt og taldist frekara nám til undantekning- anna. Varð mörgu barninu, sem ekkert hafði fengið að læra, þung gangan til prófsins, þar sem átti að jafna því við þau börn, er höfðu þá aðstöðu að geta fengið að læra mikið og margt, af því að foreldrar þeirra eða aðstandend- ur voru svo efnum búin eða áhuga gædd, að þau höfðu vilja eða getu, eða hvorttveggja, til að veita þeim meiri uppfræðslu en allur almenn- ingur naut í þá daga. Og þó marg- ur gáfaður og ötull unglingurinn, er ekkert hafði fengið að læra sem barn, bryti sér braut til menning- ar og frama, þá eru ótaldir þeir ágætu hæfileikar, er aldrei komu í ljós eða fengu að njóta sín eða grotnuðu niður af þvi að engínn hirti um að vekja þá til lífs og starfa, eða hlúa að þeim þegar mest á reið.-------Fræðslulögin, lög um almenna skólaskyldu, voru því merkilegt tímanna tákn í þá daga. Tákn þess hugsunarháttar, að hollast yrði heildinni allri, að veita hverju barni þjóðarinnar kost á þeirri fræðslu, er þá var nauðsynleg talin, án tillits til þess hvort þau væru vel eða illa efnum búin. Þau vitna um þá jafnréttis- hugsun, að allir eigi sama rétt til lífsins gæða og fái sömu aðstöðu til að neyta hæfileika sinna og manndóms. En þau eru jafnframt talandi vottur um þá skoðun þings og þjóðar, að heimilunum yfirleitt sé um megn, að veita þá almennu fræðslu, er lögin heimtuðu, og að óbærilegur kostnaður fylgi því fyrirkomulagi að kosta kennara á heimilunum yfir fáum hömum. Þessvegna sé af praktiskum á- stæðum nauðsynlegt að hópa bömin saman, búa til skóla, því vitanlega er skóli, í þessari merk- ingu, ekki annað en stofnun, þar sem neytt er þeirra hagnýtu vinnubragða að kenna stærri eða minni hóp saman í einu. Og þó nokkrir skólar væm til 1907, ann- arstaðar en í s kaupstöðunum, þá eiga nú margir fslenzku skólarnir 25 ára afmæli á þessu hausti, þó flestir þeirra séu ennþá yngri. — Það mátti að vísu margt að fræðslulögunum finna frá 1907. En þau voru að flestu leyti vitur- lega samin, eins og þá var ástatt. Þau voru rammi, er héruðin áttu að fylla upp í. Og það var heppi- legt eins og á stóð. Allar heimild- irnar til héraðanna og vægu tökin voru sjálfsögð fyrst, meðan þjóð- in var að átta sig, en það tímabil stóð of lengi. Lögin þurftu gagn- gerða breytingu eftir 5 ár, en hún kom ekki fyrr en eftir 20 ár. Þar liggur meinið. Markmið þeirra og kröfur var einfalt og óbrotið eins- og eðlilegt var: eingöngu bók- leg fræðsla. Um annað var varla að ræða þá. En verst er að þetta sjónarmið hins eldra skipulags hefir tollað of mjög í tízku fram á þennanj dag. Það hefir varla verið um annað nám að tala í barnaskólunum en bóklegt nám, hitt, sem ekki var í bækur sótt, beinlínis, varla nefnt því nafni. Og á meðan við létum, og Iátum, börnin eyða því nær öllum sínum dýrmæta námstíma í lexíuþulur, er oftast að mjög litlu leyta verða þeim samvaxnar, eru fyrir utan þau og ofan, opna þeim að mjög litlu leyti veginn að lífi og starfi, eða verka e. t. v. neikvætt í þá átt, á meðan hefir umheimurinn snúið þessu í annað horf, breytt stórum til um allt nám og starfs- aðferðir, að leggja verði að veru- lega miklum mun meiri rækt við sjálfsnám og starf og líkamsrækt nemendanna en verið hefir, að sinna þurfi meira einstaklingseðli þeirra, hvötum og áhugaefnum, og færa allt nám og starf nær hinu daglega, praktiska lífi. — En enda þótt sjónarmið hinna eldri fræðslulagahöfunda væri mjög einhæft og á allan hátt mót- að hinum eldri skoðunum; í þess- um málum, ber þó að þakka þeim ötulu forvígismönnum ágætt starf og viðurkenna, að það hafi borið íslenzkri menningu hina blessun- arríkustu ávexti. Því hvað sem annars sagt er, hversu margir sleggjudómar sem felldir eru um skólana og fræðslumálin, og þó fúslega skuli játað að betur hefði mátt ganga og meiri árangur nást, og þó nútíminn telji að hann hafi ráð á betri og hagfelldari starfsháttum og krefjist marskon- ar umbóta, eins og í mörgum öðr- um greinum, þá vil ég fullyrða af- dráttarlaust, að hin almenna fræðsla hafi mannað þjóðina stór- um og þokað henni í átti'na tií hins fyrirheitna lands. — En um

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.