Dagur - 03.11.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 03.11.1932, Blaðsíða 4
172 Ð'AGUR 43, tW. M. G. hafi þá afhent Behrens bókina, enda þótt það hlyti þá að vera ljóst að Behrens var langsamlega gjaldþrota. Peningum þessum eyddi Behrens síðan, svo að þegar umráðamaður búsins, herra cand jur. Ólafur Þorgrímsson, fjekk að vita um þetta og náði í bók- ina, voru aóeins í henni 2 krónur. Einn af umbj. okkar, firmað Brödrene Juste- sen í Köbenhavn, hefir krafist þess að þetta atriði yrði rannsakað sjerstak- lega fyrir lögreglurjettinum og verð jeg því að beina þessari ósk firmans til lögreglunnar. Firma þessu þykir það sem sje ótrúlegt að bókin hafi verið af- hent Behrens á þessum tíma og óskar því að fá sem gleggstar upplýsingar um þetta við lögreglurannsóknina. Ef til vill finnur lögreglan ástæðu til að gera mér aðvart er væntanleg rannsókn fer fram, svo að jeg geti verið viðstaddur prófinc. u A Siðasta íslendingi hefir orðið svo mikið um birting kærunnar á hendur M. G., sem Tíminn hefir knúð fram, að »ísl.« kallar Tím- ann »saurblað«. íhaldsblöðin hafa rætt máls- höfðunina gegn M. G. á þeim grundvelli, að hún væri eingöngu byggð á umræddri kæru í sam- bandi við gjaldþrot C. Behrens. En þetta mun vera mikill mis- skilningur. Eæran frá skrifstofu Péturs Magnússonar og Guð- mundar ólafssonar er aðeins ein af fleiri ástæðum fyrir því, að réttvísin ákvað málssókn á hend- ur Magnúsi Guðmundssyni. En ofsareiði ihaldsblaðanna og ljótur munnsöfnuður getur á engan hátt bætt málstað M. G. ■ '■ o ‘y R i t f r e g n. Ræktunarmöguleikar íslands og ræktun pess. Pessi tvö aðalskilyrði fyrir tilveru- rétti vórum, sem eru borin og barnfædd á binu kalda en sögurika Islandi, koma mér í hug, sem aðal- innihald fjögurra smárita, sem mér bárust með pósti 9. þ. m., þá ný- komnum hingað til Akureyrar eftir ferð mína héðan til Reykjavikur og þaðan til Hlíðarenda og Heklu, dagana 29. sept. til 7. þ. m. Nýnefnd smárit bera fyrirsagn- irnar: 1. Ræktunarmál. Endurpr. úr Bún- aðarritinu 45. árg. 1931, 12. mo, 32 bls. 2s Áburður og spretta. 12, mo. 16 bls. Reykjavík 11. nóv. 1931. 3. Um heyskap og heyverkun. 32 bls. Reykjavik 11. nóv. 1931, 4. Tvær stefnur. 12. mo. 32 bls. Reykjavík 27. apríl 1932. Öll eftir Árna O. Eylands, jarðyrkju- fræðing, og öll snildarlega samin af viðtækri þekkingu, nákvæmri at- hugun og margra ára reynslu. Ættu að vera á hverju sveitaheim- ili. Fæst hjá böfundii Sveilavinur. Látinn er í Eeykjavík Sigurður Þórð- arson, fyrv. sýslumaður í Borgarfjarð- ar- og Mýrasýslu. Peir sem vilja taka að sér tlutning i mjólk úr Arnaness og Skriðu sam- lagsdeildum fyrir árið 1933, skili tiiboðum þar að lútandi, til undirritaðs fyrir 20. nóv. n- k. Þrastarhóli 2/. okt. 1932. Pórh. Ásgrímsson. Bækur og rit. Nýjar Kvöldvökur, síðustu tvö hefti, flytja sögu eftir hinn góð- kunna rithðfund Kristmann Ouð- mundsson. Pá eru og tvær sögur frá Færeyjum, báðar frá fyrri tim- um og mjög einkennilegar. Enn- fremur framhald af hinni ágætu sögu: »Og hann sveif yfir sæ« og fleiri skemmtilegar sögur. Síðast en ekki sízt flytja N.-Kv. framhald af hinni prýðilega vel rituðu Fnjósk- dælasögu eftir Sigurð Bjarnason. Fróðleiksfúsir menn byrja á Iestri þeirrar sögu, þó hún sé aftarlega í ritinui Bakkabrœður kannast hvert is- lenzkt barn við, sem komið er til vits og ára. Sögurnar af þeim bræðrum hefir Porsleinn M. Jóns- son gefið út. Nú geta börnin feng- ið að sjá þá bræður, þvf að sög- urnar eru með myndum. Sunna, timarit fyrir skólabörn, er byrjað að koma út. Útgefendur eru Aðaisteinn Sigmundsson og Ounnar M. Magnússon kennarar f Rvík. Ritið á að koma út mánaðarlega að vetrinum og kostar árg. 2 kr. Efnið á að vera við barna hæfi og hðfundarnir eru bæði fullorðnir og börni Ritið fer vel af stað, enda eru útgefenduruir áhugasamir skóia- raenn. Morgunn er nýkominn út. Efni ritsins er að vanda margvislegur fróðieikur um andleg mál, rneðai annars um >frægasta sannanamiðil Norðurálfunnar«, erindi eftir Einar H. Kvaran, >annað líf í íslenzkri þjóðtrú<, eftir sfra Jakob Jónsson og margt fleira. F r é 11 i r. Einar Jónsson á Geldingalæk, fyrv. al- þingismaður, drukknaði í Rangí síðastl. laugardagskvöid, Líkið fannst daginn eftlr. — Einar var nær 64 ára að aldri. Hann var mörg ár þingmaður Rangvellinga og hafði búið á Geldingalæk vestri á Rang- árvðllum milli 30 og 40 ár. Alpingiskosningin i Rvfk. Álaugardaginn var fór fram kosning á þingmanni fyrir Reykjavik í stað Einars Arnórssonar hæsta- réttardómara. Úrslitin urðu þau, að listi Alþýðuflokksins hlaut 2155 atkv., listi kommúnista 651 atkv, og listi íhaldsflokks- ins 5303 atkv. Á listunum voru Sigurjón Á, Ólafsson, Brynjólfur Bjamasón og Pétur Halldórsson. Hefir því hinn siðasttaldi hlotið kosnlngu. Togarinn Skúli fógeti, sem Ægir tók að veiðum í Iandhelgi í síðustu viku, var dæmdur i 17 þús. kr. sekt og afli og veið- arfæri gerð upptæk. Trúlolun: Ungfrú Anna Steingrímsdóttir héraðslæknii og Árni Kristjánsson píanó- leikari. Akureyrarbær. Dráttarvextir. Dráttarvextir falla á síðari hluta útsvara i Akureyrarkaupstað árið 1932, ef eigi er greitt fyrir 1. nóvember næstk. Dráttarvextirnir reiknast frá 1. september s; I. Bæjargjaldkerinn. Tvær ágætar bújarðir fást til ábúðar í n. k. fardögum. Kaup geta komið tii mála. Upplýsingar gefa hr. Ingimar Eydal ritstjóri og hr. alþm. Bernharð Stefánsson Pverá. eru þrautreyndar að gæðum og endingu. Samband ísl. samvinnufélaga. Höfum til: Handverkfæri allskonar og garðyrkjuverkfæri. Samb. ísl. samvinnufélaga Söngflokkur Áskels Snorrasonar (Karla- kór Akureyrar) söng siðasta sunnudag á Húsavík og Breiðumýri við dágóða að- sókn og ágætar viðtökur. Hjúskapur. Ása T. Kristjánsdóttir og Haraldur Kr. Jónsson bæði til heimilis hér S bænum voru gefin saman að Bægisá á laugardaginn var, af sóknarprestinum þar. Dánardægur. Þann 14. þ. m. andaðist á Siglufirði frú Sigríður Pálsdóttir, ekkja Hafliða Guðmundssonar hreppstjóra. Siðastl. þriðjudagsmorgun andaðist að heimili sínu, Gröf i Kaupangssveit, bænda- öldungurinn Stefán Guðjónsson, áttræður að aidri. Heim aö Hólum. Á miðvikudaginn i síðustu viku fóru nemendur 6. bekkjar Menniaskólans ásamt skólameistara og kennurunum Brynieifi Tobiassyni og Brynj- ólfi Svcinssyni, sem báðir eru Skagfirð- ingar, vestur að Hólum í Hjaltadal í kynnisför. Komu þeir heim aftur að kvöidi næsta dags. Förin var farin í kassabil. Prestskosningin I Grundarpingum. úrsiit kosningarinnar eru nú kunn orðin og eru á þessa leið: Af 600 kjósendum greiddu 399 atkvæði. Af þeim hlaut síra Benjamin Kristjánsson 229 atkv., en Gunnar jóhann- esson kandidat 165 atkv. Þrír seðlar voru auðir og tvelr ógildir, — Sira Benjamin er þvi löglega ko-inn. óskast til kaups Ritstjórí visar á með prjónuðum barna fötum i, fundin á göt unni. Qeymd i Litla-Qarði eru vinsam lega beðnir að koma auglýs ingum í Dag á framfæri daginn áður en blaðið kemur út, að svo miklu leyti sem hægt er. Eru það mikil þægindi fyrir blað- ið að fá auglýsingarnar fyr en á siðustu stund. Meðal farpega hingað á Dettífossi á föstudaginn voru Davíð Stefánsson tkáld, Eggert Mclstað slökkviliðsstjóri og Arthur Oook trúboði- Pingmðlafund héldu þingmenn Eyfirð- inga að Grund í Svarfaðardal 21. þ. m. og annan fund í Árskógshreppi næsta dag. Ályktanir þær, er samþykktar voru, birt- ast f næsta biaði. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonax’

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.