Dagur - 10.11.1932, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum íimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan '
er hjá J6ni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
Uppsögn, bundin vió ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XV. ár.
í
Akureyri 3. nóvember 1932.
44. tbl.
Árásir Morgunblaðsins
á fónas Porbergsson.
Eins og áður er getið hér f blað-
inu, hefir Mbl. hafið ákafar árásir
á Jónas Porbírgsson útvarpsstjóra
og heldur þeim látlaust áfram. Eitt
árásarefnið er í því fólgið, að J. P.
hafi 2000 þóknun fyrir vinnu sína
við Viðtækjaverzlunina, auk útvarps-
stjóralaunanna, og átelur blaðið
þetta harðlega. Er ekki annaðhægt
að sjá af skrifum Mbl. en að það
sé einsdæmi, að nokkur fái þókn-
un fyrir aukastðrf, sem unnin eru
utan aðalstarfsins. Er hér um stór-
fellt fals að ræða, og um leið sýni-
legt, að árásir Mbh á J. P. eru
sprottnar af pólitískri hefndargirni
en ekki sparnaðaranda. Mbl. hefir
sem sé alltaf steinþagað yfir
stórfelldum fjárgreiðslum fyrir auka-
störf, hafi þær fjárgreiðslur fallið
ihaldsmönnum i skaut. En nú ætlar
blaðið að rifna af vandlætingasemi
yfir þvi að útvarpsstjóranum séu
greiddar 2000 kr. á ári fyrir þau
störf, er hann lætur Viðtækjaverzl-
uninni i té.
Jónas Porbergsson hefir svarað
árásum Mbl. i langri grein i Tfm-
anum. Fer hér á eftir kafli úr þeirri
grein, sem einkum snýr að þessu
árásarefni.
J. P. segir:
>Eg mun þessu næst hverfa að
hinu fyrra ádeiluefni Mbl. Blaðið
átelur, að eg hafi féngið sérstaka
þóknun fyrir starf mitt við viðtækja-
söluna. Eg hefi áður sannað, að
samkvæmt lögurn fylgdi þetta starf
ekki útvarpsstjórastarfinu. Bæði fyr-
vérandi atvinnumálaráðherra og eg
sjálfur gerðum okkar ítrasta til að
Sambandið tæki að sér þessa einka-
sölu, eins og áburðarverzlunina.
En Sambandið færðist undan og
neitaðí að lokum. Tók eg þá starf-
ið að mér eftir tilmælum stjórnar-
innar fyrir umsamda þóknun.
Ádeila blaðsins út af þessari
þóknun ætti að réttu lagi að byggj-
ast á þeim skoðunarhætti, að mér
hafi borið að láta landinu f té alla
vinnu mfna fyrir útvarpsstjóralaun-
in. Jafnvel er stundum svo að sjá
sem Mbl. telji, að mér beri af sömu
ástæðu ekki réttur til þingfararkaups.
Nú mætti ætla, að blaðið geti
hér gilt úr flokki talað og að slikar
þóknanir fyrir aukastörf fyndust
ekki f fari fhaldsins meðan það
stýrði embættum f landinu og mót-
aði opinber verkbrögð án íhiutunar
annara stjórnmálaflokka. Aðfinnslur
blaðsins og vandlætingasemi verður
vitanlega að háðung ef annað skyidi
sannast. Nú mun eg, lesendum til
hægðarauka, fletta upp í gerðabók
rlkisgjaldanefndar er skipuð var 8.
sept. 1927 og athuga nokkra liði í
>skrá um starfsmenn ríkisins og
laun þeirra með fl«, árið 1926«,
sfðasta árið, sem fhaldið fór með
völd. Verður þar fyrir mér á bls.
228 Einar Arnórsson fyrv. prófessor, en
núverandi hæstaréttardómari. Aðal-
starf hans var að vera prófessor i
lögum og fyrir það fær hann full
embættislaun, 9030 kr. Auk þess
borgaði ihaldið honum fyrir frítíma-
vinnu hans i stjórnarráðinu 2575
kr. Fyrir málafærslu vegna landsins
fékk hann 66 kr., fyrir nefndarstörf
550 kr., fyrir setu- og varadómara-
störf 803 kr., fyrir vinnu við laga-,
safn (slands 1500 kr. Aukallsþessa
hafði hann nægilegar frfstundir til
þess að vera skattstjóri i Reykjavík
og fær fyrir það 4183 kr.
Pannig hefir þessi maður samt.
rúml. hálft 19. þús kr. i laun alls
bjá fhaldinu og þar af meira en
heiming, eða 9628 kr„ fyrir störf utan
við embættið.
Enginn mun vera svo fróður að
hann viti til þess, að vandlætarar
viðMbl., hafi vitt þessa ráðsmennsku
fhaldsins eða talið eftir þessar 9628
kr., sem Einari Arnórssyni voru
þetta ár greiddar i >þóknanir< fyrir
aukastörf. Liggur þegar i augum
uppi hræsni og hlutdrægni blaðsins
i þessu efni.
Eg fletti upp á bls. 232. Par vérð-
ur fyrst fyrir mér Guðmundur Sveín-
björnsson skrifstofustjóri. Laun hans
eru 9030. Fyrir aukavinnu á skrif-
stofunni fær hann 2100 kr., fyrir
að endurskoða reikninga Áfengis-
verzlunarinnar 2400 kr4, fyrir að
hafa með höndum reikningshald
kirkjujarðasjóðs i sinni eigin stjórn-
ardeild 3000 kr. og fyrir að annast
skeytasendingar frá ráðuneytinu til
varðskipanna 4000 kr. Alls fær
Ouðm. Sveinbjörnsson þannig hjá
íhaldinu árið 1926 20.530 kr. og
þar af 11.500 i póknanir fyrir »frístunda-
Vinnu« utan við embættið.
Ekki hefir þess orðið vart, að
Mbl. hafi talið óviðeigandi, að Ouðm.
Sveinbjörnsson taki þannig háift
12. þús. kr. i aukaþóknanir. Er
þetta því furðulegra, sem telja verð-
ur að flest þessi umræddu störf
verði trauðlega greind frá störfum
þeirrar stjórnardeildar, er hann veitti
forstöðu. — Pað mætti halda áfram
að draga fram sviplík dæmi frá
stjórnartíð íhaldsins. Morgunblaðið
hefir látið sér þetta allt vel lynda
og ekki talið það aðfinnsluvert.
Pað er ekki fyr en við mig er sam-
ið um 2000 kr. þóknun fyrir auka-
vinnu, að btaðið vaknar upp með-
þvílíkum andfælum. Mun lesendum
Timans ekki verða skotaskuld úr
þvi, að meta réttilega heilindi blaðs-
ins og vitsmuni ritstjóranna.
Nú hafa ritstjórar Mbl. haldið því
fram jöfnum höndum, að mér bæri
ekki að fá þóknun fyrir aukavinnu
og að eg sé hæstlaunaður starfs-
maður landsins. Lítum næst á hið
fyrra atriði.
Pað væri i sjálfu sér laukrétt stefna
f fátæku þjóðfélagi, að krefjast þess
af starfsmönnum ríkisins, að þeir
létu landinu f té alla vinnu sína
fyrir ein starfslaun, sem sniðin væru
við hæfi. Hinsvegar verður ekki
fundin skynsamleg ástæða fyrir þvf
að krefjast sliks af einum starfs-
manni en láta launauppbætur og
bitlinga óátalda hjá öðrum. Nú er
þvi svo háttað um ádeilur Mbl. á
hendur mér, að þær eru byggðar á
falsi einu og yfirdrepsskap. Blaðið
veit að forstöðumenn sambærilegra
rikisstofnana fá ýmist persónulegar
uppbætur eða borgun fyrir auka-
vinnu. Pannig hefir Geir Zoefla vega-
málastjóri eftirgreindar þóknanir
fyrir aukavinnu utan við embættið:
Brunamálaaðstoð . . . kr. 2000
Vatnamálaaðstoð ... — 1000
Stjórn Landssmiðju . . — 600
Skipulagsnefndarstörf . — 500
Samtals — 4100
Gliðm. Hliðdal landssimastjóri hefir
auk embættislauna:
Persónulega launauppbót kr. 2400
Fyrir stjórn Landssmiðju — 600
Samtals — 3000
Ih. Krabbe vitamálastjóri hefir auk
embættislauna:
Persónul. launauppbót*) kr. 1200
Pá er ótalinn sá maðurinn, sem
Jón Kjartansson ritstjóri hefði, vegna
mágsemdar, sfzt átt að gleyma, en
það er
Sigurður Briem póstmálastjóri. Hann
hefir, auk fullra embættislauna, eftir-
greindar launauppbætur:
Fyrir að annast um sölu
póstávísana . . . . kr. 4000
Fyrir að annast um sölu
frfmerkja**) .... — 1000
Samtals — 5000
Jón Kjartansson hefir viljað halda
því fram, að stjórn Viðtækjaverzl-
unarinnar eigi að vera hluti af skyld-
um útvarpsstjórans, enda þótt svo
*) Hér er ótalið aðstöðuhagræði vita-
málastjórans af að selja ríkinu gas á
vita iandsins. Skortir þar upplýsingar,
sem spurst mun verða fyrir um áður
Iangt um líður. J. P.
**) Þessi upphæð fer eftir umsetningu.
Árið 1930 var hún 1765 kr, Árið
1931 ÍQQQ kr.
sé ekki að lögum og verzlunin sé
algerlega sjálfstæð stofnun. Eil hvað
má pá segja um sölu írímerkja og sölu
póstávisana i pósthúsum landsins? Ber
ekki póstraálastjóra að hafa umsjón
með öllum störfum pósthúsa? Verða
tvö aðalhlutverk pósthúsanna með
nokkrum rökum heilbrigðrar skyn-
semi greind frá embættisskyldum
póstmálastjórans? Hversvegna hefir
Jón Kjartansson ekki vandað um
slika ráðabreytni i embættisfari tenga-
föður síns?
Eigi þarf heldur langt að seilast
tii hnekkis hinni siðarnefndu stað-
hæfingu um að eg sé hæstlaunaður
starfsmaður rikisins. Parf ekki á að
halda samanburði við bankastjóra
landsins. Samanburður við tengda-
föður Jóns Kjartanssonar nægir.
Honum eru greiddar i embættislaun
og uppbætur samtals 12.780 kr. eða
2.500 kr. meira en útvarpsstjóranum.
Krafan um að starfsmenn lands-
ins láti þjóðinni f té alla vinnu sina
fyrir ein hæfileg laun, er fullkom-
lega frambærileg. Hinsvegar stenzt
hún ekki, ef hún er borin fram af
óheilindum og vegna fjandskapar á
hendur einum starfsmanni, en sams-
konar hlutir og stórum meiri látnir
óátaldir í embættisfari annara. Efl getí
pað hérmeð að tillögu minni, að pessi
regla verði upptekin. En eg geri vitan-
lega jafnframt þá kröfu, að eitt gangi
yfir alla. Eg krefst þess, að hætt
verði að greiða Ouðm. Sveinbjörns-
syni tvöföld embættislaun fyrir vinnu
i dómsmálaráðuneytinu. Eg krefst
þess að hætt verði að greiða Sig-
urði Briem 4 — 5000 kr. aukaborg-
anir fyrir að inna af höndum sjálf-
sögð embættisstörf f pósthúsinu.
Á sfðasta þingi bar eg fram til-
tögu til þingsályktunar »um meðterð
lánsfjár cy starfsfjár«. Sú tiiiaga og
framsöguræða mín mun vera eitt
af reiðiefnum ihaldsins í minn garð.
Einn þátturinn f ræðu minni var
um óhæfilegar launagreiðslur i
ýmsum stofnunum þjóðarinnar,
sem reknar eru með fé rfkisins og
á ábyrgð þess (bankar, Eimskipa-
fél. ísl., togarafélög o. fl.). Eg hafði
hugsað mér að um þetta efni mætti
f lögum setja almennar takmarkanir.
Nú hefi eg kpmist á aðra skoðun
um, hversu taka skuli fyrir þessa
meinsemd.
Eg mun styðja tillögur, er frám
koma á næsta þingi, um að taka
með sérstökum skattaákvæðum kúf-
inn ofan af launum og tekjum allra
manna i landinu og verja til við-
reisnar atvinnuvegum landsins.
Mundu þá falla undir slfk ákvæði
embættislaun, aukagreiðslur og þókn-
anir, sera Mbl. hefir gert að um-
talsefni.