Dagur - 10.11.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 10.11.1932, Blaðsíða 4
170 DAGUR 44 tbl. ÁVAR P. Við undirrituð, sem höl’um kynnt okkur stefnu og starfsemi Alþjóðasamhjálpar Verkalýðsins (A. S. V.), lýsum yfir fyllstu samúð með félaginu og viljum sérstaklega skora á allt verkafólk að hvetja börn sín til að taka þátt í barnadeildum þeim, sem A. S. V. hefir nú stofnað í ýmsum kaup- stöðum landsins eða sem stofnað- ar verða bráðlega. A. S. V. er líkn- arfélag verkalýðsins sjálfs og ó- háð öllum pólitískum flokkum, en starfar þó eindregið á grundvelli verklýðshreyfingarinnar og telj- um við það hið mesta nauðsynja- mál, að börn verkalýðsstéttarinn- ar læri þannig sem yngst að starfa fyrir verkalýðinn. Magnús V. Jóhannesson, fátækrafulltr. Finnur Jónsson, listamaður. Einarr Magnússon, memrtaskólakennari. Svb. Sigurjónsson, kennari. Jón Árm. Jakobsson, verzlunarmaður. Bína Thoroddsen, kennari. Kristín Ól. Thoroddsen, hjúkrunarkona. Sigurðwr Einarsson, kennaraskólakenn. Guðný Jónsdóttir, frú. Kristín Guðmuiuisdóttir, frú. Jakobína Jakobsdóttir, kennari. Valgerðwr Pétursdóttir, frú. Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur. Eiríkur Magnússon, stud. theol. Caroline E. R. Siemsen, húsmóðir. Guðjón B. Baldvinsson, verkamaður. Katrín Thoroddsen, læknir. Bjöm Franzson, stud. mag. Theodora Thoroddsen, rithöfundur. TJnnur Skúladóttir, frú. Pábmi Hannesson, rector. R. Á. Ivcursson, sjómaður. Benedikt Elfwr, söngvari. Marteinn Bjömsson, járnsmiður. v Einar Bjamason, járnsmiður. Erl. Guðmundsson, skrifstofumaður. Ben. Stefánsson, gjaldkeri. M. Stefánsson, búnaðarmálastjóri. Lára Pálsdóttvr, frú. Sverrir Thorodd&en, skrifstofumaður. Birt samkv. beiðni. mánuðina á þessu ári hafa Rússar flutt út fjórðungi minna en á sama tíma í fyrra. Af þessum or- sökum hafa þeir orðið tilfinnan- lega að skera við neglur sér kaup erlendra nauðsynja, svo að nemur þriðjungi. Þó hafa þeir, á þessum fimm mánuðum keypt af öðrum þjóðum um 325.000.000 króna, virði meira en þeir hafa aftur selt erlendum viðskiftamönnum. Færeyjar. Norska blaðið »Tidens Tegn«, flytur þá frétt, að um miðjan fyrri mánuð hafi hneykslisatburður sá orðið í Færeyjum, að æðsti valds- maður eyjanna, Ringberg amt- maður, hafi eigi boðið formanni heimastjórnarflokksins (Selvstyre- partiet), Patursson kóngsbónda í Færeyjum, í hina árlegu miðdegis- veizlu, er amtmaður, venju sam- kvæmt, heldur lögþingmönnum Færeyinga. Danska blaðið »Poli- tiken« fékk það svar við eftir- grennslan sinni að amtmaftur hefði viljandi sett Patursson hjá af því að hann hefði undanfarið neitað ókurteislega munnlegu boði. Þessu neitar Patursson. En afleið- ingin varð sú, að þingflokkur heimastjórnar tilkynnti amt- manni, að hann sæi sér eigi fært að sitja veizluna, er formanni flokksins hefði ei verið boðið. — Svíþjóð. Frú Amia Borg, eða réttara sagt, frú Anna Reumert, er var fulltrúi íslenzkrar leiklistar, ís- lenzku vikuna i Stokkhólmi, var á mánudagskvöidið 19. september sæmd heiðurspeningnum úr gulli: Litteris et artibus (fyrir bók- menntir og listir). Þann dag bauð Gústaf Adolf krónprins henni til hádegisverðar, og var Friðrik krónprins þar einn gestanna. Síð- ar um daginn bauð Gústaf kon- ungur henni til tedrykkju, og um kvöldið, er hún við hátíðahljóm- leika á Konunglega söngleikhús- inu hafði flutt íslenzka þjóðsöng- inn, færði konungur henni sjálfur heiðurspeninginn. * * * Við þingkosningar, er fram fóru í Svíþjóð síðari hluta september- mánaðar fóru svo leikar að sósíal- demóhratar fjölguðu atkvæðum sínum úr 873,931 í 1.013.176, en þingmannafjölda úr 90 í 104 — miðað við síðustu kosningar áður. Bændaflolchitrmn fjölgaði atkvæð- um úr 263,501 í 351,055, en þing- mönnum úr 27 í 36; atkvæði hægrimanna fækkuðu úr 692,434 í 563,743, en þingmenn úr 73 í 58; atkvæði hins frjálslynda. þjóö- flokks fækkuðu úr 303,995 í 247,092, en þingmenn úr 28 í 20; atkvæði frjálslynda flokksins (de liberala), fækkuðu úr 70,820 í 40,859, en héldu 4 þingsætum; at- kvæði hinna svokölluðu Kilbom- kommúnista fækkuðu úr 151,567 í 130,882, en þingmenn úr 8 í 6, en Sillén-kommúnistar (kommúnista- flokkurinn sænski er klofinn og nefnist eftir foringjum sínum) fengu 73,508 atkvæði og 2 þing- sæti • K azista-flokkurinn sænski fékk aðeins 14,845 atkvæði, og kom engum þingmanni að. Hamrin'forsætisráðherra, sá er tók við af Ekman forsætisráð- herra, er varð að segja af sér sök- um þess, að hann hafði á laun þeg- ið stórfé af miljónasvikaranum Kreuger, baðst þegar lausnar fyr- ir sig og ráðuneyti sitt. Nokkrum dögum síðar mynduðu sósíaldemókratar ráðimeyti. For- sætisráðherra er flokksforingi þeirra, Per Albin Hansson. Her- málai’áðherra varð Ivar Wenner- ström, ritstjóri, ágætur maður og íslandsvinur mikill, enda giftur íslenzkri konu, Ólafíu (Lóu) frá Nesi á Seltjarnarnesi, dóttur merkisbóndans Guðmundar Guð- mundssonar, er þar bjó. Hún. er hin mesta fríðleiks og. gáfukona, og hafa þau hjón verið mörgum íslendingum vel, er til Stokkhólms hafa komið. Stjórnin er talin föst í sessi og skipuð dugandi mönnum. ALFA LAVAL A. B. Separator í Stokkhólmi er eítt af þeim fyrirtækjum Svfa, er mest og best hefir stutt að því að gera sænskán iðnað heimsfrægan. í meira en háifa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem bestu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir versmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN. Reynslan, sem fengist hefir við að smíða meira en 4.000.000 Alfa- Laval skilvindur, er notuð út i æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstólum: Alfa Laval Nr. 20 skilur 60 litra á klukkustund — > — - 21 - 100 —> — - 22 - 150 — }— - 23 - 525 Varist að kaupa lélegar skilvindun — Biðjið um ALFA LAVAL. Samband ísl. samvinnufélaga. Allt með íslenskum skipum! «fí Smælki. Amei'íkumaðurinn Gar Wood hefir á Michiganvatni náð nýju hraðameti með mótorbát sínum, Miss America X. Nam hraðinn 231.5 kílómetra á klukkustund. Áður átti Englendingurinn Kaye Don mótorbátametið. Náði hann 192.7 kílómetra hraða í júlí i sum- ar, svo met hans hefir eigi gamalt orðið. S. H. f. H. ■o-- ■ Eg sakna þín sumar. Eg sakna þin sumar með svana-klið og samhljóma röddum í fossa nið, meðregnbogaskrúði og skógarangán skini um nætur og daginn langan. —O— — 0— —0— —o — Eg fagna þér vetur, þó frjósi hver lind, og fannirnar breiðist um dali og tind. Pótt elfurnar hyljist und is fram að ægi, þá enn tendrar norðurljós fornhelgur Bragi. Sigfús Elíasson. -----o------- F r é t|t i r. □ Rún 59321188 - Frl.\ Vélbáturinn Þorsteinn Svörfuðnr frá Dal- vík sökk á fimmtudaginn var undan Hnífs- dal. Orsökin var árekstur við bát frá ísa- firði. Mannbjörg varð með naumindum. Vélbátur sá, er sökk, hafði nýlega verið seldur vestur. lörubíll lagði af stað frá Hornafirði á- eiðis til Reykjavíkur á föstudaginn var. Tíu manna voiu i förinni. Bíllinn kom til Rvíkur heilu og höldnu laust fyrir hádegi á mánudaginn. Er þetta fyrsti billinn, er fer alla jjiessa leið. Auglýsendur eru vinsam- lega beðnir að koma auglýs- ingum í Dag á framfæri daginn áður en blaðiö kemur út, að svo miklu leyti sem hægt er. Eru það mikil þægindi fyrir blað- ið að fá auglýsingarnar fyr en á siðustu stund. Hjúnaband: Ungfrú Heba Sæmundson og Skúli V. Ouðjónsson iæknir i Kaup- mannahöfn. Dánardægur. t>ann 19. þ. m. andaðist að heimili sínu Pálmholti í Arnarneshreppi Ólafur Ólafsson fyrrum bóndi þar. Hann var nokkuð hniginn að aldri, vinsæii og vel látinn dugnaðarmaður. Drukknun. Maður að nafni jón Karlsson á Skálum á Langanesi féll út úr bát nú nýskeð og drukknaði. Fundur verður haldinn næstk. föstudags- kvöid, kl. ðVs, í Iðnaðarmannafélagi Akur- eyrar. Leikurinn > Alt Heidelberg. hefir verið sýndur hér níu sinnum, ailt af við góða aðsókn. Oert er ráð fyrir að sýna Ieikinn enn um næsiu helgi, Horúanhrið aitmikn var hér á sunnudag- inn og setti niður nokkurn snjó. Penna dag var óiátaveður á Siglufirði og sjó- gangur svo mikill, að bryggjur skemmdust. Falliö höfðu Úr í prentun í skólasetning- arræðu í síðasta blaði, á eftir orðinu >starisaðferðir« á 2, siðu, 4. dálki, 31.— 32. línu að neðan, þessi orð: UppeldisviBindi nútimans fullyrða, að gamii skólinn með öiium ítroðningnum og iexíuþvarginu, köldu og daufu yfir- heyrslunum, þurfi og verði að breyta ali- mjög til um starfshætti. í >Ritfregn< í sama tbl. hafði misritast orð í síðustu setningu: Fæst fyrir fást. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.