Dagur - 24.11.1932, Page 4

Dagur - 24.11.1932, Page 4
184 46. tbl. — Ljóðaljóðin. — Arfur norrænn- ar heiðni, eftir Arnór Sigurjóns- son. — Fræðslukerfi íslands. — Læknar og prestar. — Laun opin- berra starfsmanna. — Frelsið mikla. — Kristur á vegum Ind- lands. — Þrifnaður I, eftir Snorra lækni Halldórsson. — í gamla daga V—VII, eftir ólaf Stephen- sen præd. hon. og Erling Filippus- son. — Tídægra IV, saga eftir Giovanni Boccaccio. — Fegurð ís- lands, eftir Magnús Gíslason. — Fossarnir í Skógá, eftir Sigurjón Kjartansson. — Litil munnmæla- saga, eftir Ara Hálfdánarson. -- Andrea Delfin, saga eftir Paul Heyse. — 'Jólaveizla hjá Jónasi Lie, eftir Karl Konow. — Fæðing- arréttur hennar, írsk saga (niður- lag). — Fagnaðarerindið og trúin á samfélagið«. — Rökkurskraf o. m. fl. smávegis. »Jörð« ber það með sér, að rit- stjóri hennar er mikill áhugamað- ur um andleg: mál og menningu þjóðarinnar. Miklum erfiðleikum hlýtur það að vera bundið fyrir síra Björn að leggja út í annað eins bókmenntastarf og þetta, meðal annars fyrir þá sök að hann er búsettur suður í Skaftafells- sýslu, en rit hans er prentað hér á Akureyri. En þar á hann að vísu hauk í horni, þar sem er faðir hans, Oddur Bjömsson prent- smiðjueigandi. Hjá honum er rit- ið prentað og ekkert til sparað að gera það vel úr garði. Ódæðisverk. Sá atburður gerðist í Reykjavík á miðvikudagskvöldið í síð- ustu viku, að tveir menn komu' inn á skrifstofu Fiskifélags íslands, og var þá skrifstofustjórinn, Sveinbjörn Egils- son, ritstjóri Ægis, þar einn fyrir. Þóttust gestirnir eiga við hann eitt- hvert meinlaust erindi, en þegar hann var í undirbúningi með að afgreiða þá, var hann sleginn höfuðhögg svo mikið, að hann hneig í ómegin. Bundu ódæðis- seggirnir hann síðan og kefluðu og stálu úr peningakassanum því, er í honum var, en það var nokkuð á þriðja þúsund krónur. Nokkru síðar komu synir Sveinbjarnar á skrifstofuna og fundu hann í því ástandi, sem áður er lýst. Sveinbirni varð furðu lítið meint af hinni þrælslegu meðferð, en ekki hefir lögreglunni enn tekizt að hafa hendur í hári óbótamannanna. Dánardæg'ar. Nýlega er látin hér í bænum Sigríður Bjamadóttír, tengda- móðir Sigurðar Jóhannessonar skó- smiðs. — f Reykjavík er nýlega látin ekkjan BjÖrg Guðmundsdóttir, er lengi átti heima á Eyrarlandi. Var hún nær nír»ð. „Pelíkan“ sjálfblekungarnir margeftirspurðu eru nú komnir aftur; Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin. Sjóvetlingar. Peir viðskiptamenn okkar sem eiga tilbúna sjóvetl- inga ættu að koma með þá strax. Kaupfél. Eyfirðinga. Millisíldarnetaslöiigor ,mjög ódýrar nýkomnar. Kaupfélag Eyfirðitiga Járn- og glervörudeild. Árni Kristjánsson pianosnillingur hélt hljómleika s. 1. þriðjudagskvöld í Nýja Bíó fyrir því nær fullu húsi áheyrenda. Listamaðurinn lék þar hvert tónverkið öðru stórfelldara og- sýndi þar afburða leikni og kunnáttu. Auðheyrt var á undirtektum áheyrenda að þeir voru stór-hrifnir, því sjaldan eða aldiei hef- ir listamaður hlotið annað eins kíapp hér á Akureyri. Sonata, b. moll op. 35 eftir Chopin og Ballade g moll eftir Grieg eru stórkostleg og fögur tónverk og einnig er Etude eftir Scriabine af- burða skemmtileg, en yndislegast var þó litla lagið, »Tunglskin«, eftil Palm- gren. Árni Kristjánsson er listamaður í orðsins fyllstu merkingu. Ofsnrok var víða um land síðastl. föstudagskvöld og laugardagsnótt, kvað einkum mikið að ofviðrinu á suður- og vesturlandi og olli þar allmiklum skemmdum. í ofviðrinu tók stýrispall ofan af norsku flutningaskipi, er var um miðja vegu milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur og jafnframt tók út skip- stjóra, stýrimann og einn háseta c.g fórust þeir allir. Önnur skip komu til hjálpar og fluttu hið laskaða skip til Reykjavíkur. / gær andaðist hér á sjúkrahúsinU, eftir holskurð, Jakob Jónsson bóndi í Miðgerði I Saurbæjarhreppi. Hann var * fllðfÍF Framsóknarfélag Akureyrar. Fundur á laugardaginn kemur (19. þ. m.) í Skjaldborg og hefst kl. 81/2 e. m. — Málshefjendur á fundinum verða alþingis- mennirnir Einar Árnason og Bemharð Stefánsson. Framsóknarmenn fjölmennið! Tilkynning. Þann 28. f. m. framkvæmdi notarius publicus á Aknreyri útdrátt á skuldabréfum stúknanna Íssfold-Fjallkonan nr. 1. og Brynja nr. 99 f hús- eigninni >Skjaldborg< við Hafnarstræti, og voru útdregin þessi: Úr I. fl. nr. 22, 27, 28 og 35. - H. - - lö, 23, 24, 27, 33, 42, 55, 83, 87 og 99. - III. - — 3, 52, 61, 76, 83, 88, 101, 102, 108, 111, 112, 118, 135, 137 og 150. - Bréf þessi verða greidd við sýningu eftir 1. desember n. k., af undir- rituðum, ásamt áföllnum vöxtum af öðrum skaldabréfum stúknanna. Akureyri 11. nóvember 1932. Guðbjörn Björnsson. Höfum til: Handverkfæri allskonar og garðyrkjuverkfæri. Samb. ísl. samvinnufélaga Vagnar og vagnhjól bezt, traustast og ódýrast hjá Sambandi ísl.samvinnufél. * Allt með íslenskum skipnrn! * Prentsroiðja Odds PjörBSíonar. Ritetjóri: Ihfiaw Eydal.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.