Dagur - 24.11.1932, Blaðsíða 6

Dagur - 24.11.1932, Blaðsíða 6
186 DA6UR 47. tbl. Þurkaðir ávextir. Sveskjur JL Rúsínur Apricosur Kúrennur Blandaðir ávextir koma með Lagarfossi þann 24. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. HiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHI My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alia daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. samningaumleitana hafa sagt hvað eftir annað, að þetta mætti ekki gera vegna hinna skuld- heimtumanná C. Behrens, og hafi hann síðan aðeins verið við samn- ana með þeim H. Tofte og ákærð- um Magnúsi Guðmundssyni og C. Behrens til þess að gefa upplýs- ingar um efnahaginn. Þetta stað- festir og ákærður C. Behrens. Hinir ákærðu halda því fram að ekki hafi þurft að leggja efnahagsreikninginn til grundvali- ar eins og hann er. Telja þeir, að C. Behrens hafi haldið því fram, að skuldirnar við Lauru, Idu og Ivar Behrens og skuldin við banka- firmað Bruhn og Baastrup, sam- tals kr. 23489.93, þyrfti hann ekki að greiða nema allir aðrir fengi sitt, og því hafi þessum skuldum verið sleppt, og síðan hafi H. Tofte, fyrir hönd Carl Höepfner, gefið ákærðum C. Behrens eftir kr. 6000.00. Á þenna hátt hafi efnahagur ákærðs C. Behrens verið bættur þannig, að hann ætti meira en fyrir skuldum, og kveðst ákærður Magnús Guðmundsson þá hafa séð sér fært að ráðleggja á- kærðum C. Behrens að greiða skuldina til h. f. Carl Höepfner. Um þetta atriði hjálpaði ákærður Magnús Guðmundsson ákærðum C. Behrens til þess að koma á og ganga frá þeim samningum við H. Tofte fyrir hönd h. f. Carl Höepf- ner, sem fara hér á eftir, þýddir úr dönsku af löggiltum skjalaþýð- anda: >Samkvæmt verzlunarbókum C. Beli- rens kaupmaxms skuldar hann í dag hlutafélaginu Carl Höepfner, Kaup- hannahöfn, kr. 60805.69 — fimmtíu þúsund átta hundruð og fimm krónur og 69 aura — auk samþykktra víxla að upphseð kr. 8349.72 danskar. Um kröfu þessa hafa þeir H. Tofte bankastjóri, sem umboðsmaður skuld- heimtumanns og skuldvmautur í dag gjört m«ð aér ivofalldM SAMNING 1. Ég, C. Behrens, afsala hérmeð hluta- félaginu Carl Höepfner vörur fyrir kr. 27836.33. Vörur þessar skulu vera góðar, ó- sviknar verzlimarvörur og verðið skal vera það, sem tilfært er í vörutalning- unni frá 28. f. m. Vörurnar afhendist í umbúðum og ábyrgist seljandi að vöru- magn sé samkvæmt hinum afhentu vörureikningum. Farmgjald og vátrygg- ingu fyrir vörumar til Akureyrar greiðir seljandi. 2. Ég, C. Behrens, framsel hlutafélag- inu Carl Höepfner útistandandi kröfur að upphæð kr. 19100.00 (góðar, tryggar kröfur, sem fallnar eru í gjalddaga). Framseljandi ábyrgist að kröfur þessar séu réttar, sem og að af þeim fáist, að minnsta kosti kr. 15447.30, skuldheimtu- manni að skaðlausu. Komi það í ljós, að einhver skuldunautur sé ekki greiðslufær, er hr. Behrens strax skylt að láta aðra góða kröfu í staðinn. Um kröfur þessar hefir verið gjörð skrá, og hafa báðir aðiljar fengið afrit af henni, en frumritið er afhent Magnúsi Guð- mundssyni, hæstaréttarmálaflutnings- manni, en honum hefir verið falið að sjá um innheimtu á kröfum þessum fyrir reikning framseljanda. 3. Fyrir afgangi skuldarinnar skal gefa út skuldahréf, og skal það ákveöið hvernig sá afgangur greiðist og ávaxt- ist. 4. Þess skal getið, að upphæð kröfunnar er í samningi þessum tilfærð samkvæmt bókum skuldunauts, en það er skýrt tekið fram af hálfu umboðsmanns skuldheimtumanns, aö skuldunautur beri ábyrgð á því, sem hann auk þess sannanlega kann að skulda. 6. Áðurgreinda víxla lofar skuldunaut- ur að greiða á gjalddaga. 6. Aðiljar hafa komið sér saman um, að skuldheimtumaður skuli ekki verða fyrir neinu gengistapi vegna skulda- skipta þessara, ef íslenzka krónan skyldi falla. Reykjavík, 7. nóvember 1929«. Fyrir því, sem eftir stóð auk víxilskuldanna, gaf ákærður C. Behrens úr skuldabréf kr, 5500.00 til h, f. Carl Höepfner, en síðar reyndist skuldin að vera kr. 5000.00 of hátt reiknuð svo sem fyrr segir. Um þær eignayfirfærslur, sem fram fóru samkvæmt þessum samningi var öðrum viðskipta- mönnum ekkert tilkynnt, og skuldararnir, sem ákærður C. Behrens framseldi skuldir á, fengu heldur enga tilkynningu um það fyrr en um áramótin. Ákærður C. Behrens hélt nú verzlun sinni áfram og tók tals- vert af vörum að láni og stóð hann í skuld fyrir þessum vörum, að langmestu leyti, er hann varð gjaldþrota. Peningana, er ákærður fékk fyr- ir seldar vörur og með því að inn- heimta sumt af eldri útistandandi skuldum, notaði hann til þess að greiða ýmsar eldri skuldir sínar, þar á meðal greiddi hann h. f. Carl Höepfner víxilskuldimar að miklu leyti. Um áramótin 1929 voru falinar í gjalddaga ýmsar skuldir á á- kærðan C. Behrens, sem gengið var ríkt eftir og hann gat ekki greitt, en hann kveðst hvergi hafa getað fengið lán. Kveðst hann þá þegar hafa séð að ómögulegt var að halda verzluninni áfram og sagði því upp starfsfólkinu. Fóru starfsmenn eða starfsmaðurinn úr vörubirgðahúsi ákærðs C. Behrens þegar í janúar og var því þá lok- að, en skrifstofufólkið fór í marz- mánuði og afgreiddi meðan það starfaði á skrifstofunni einnig lítilsháttar af þeim vöruleifum, sem eftir voru í birgðahúsinu. í janúarmánuði kveðst ákærð- ur C. Behrens hafa afhent ákærð- um Magnúsi Guðmundssyni ýms- ar kröfur í stað krafna, sem h. f. Carl Höepfner höfðu verið fram- seldar, en skuldaramir höfðu greitt ákærðum C. Behrens vegna þess að þeim hafði, svo sem áður segir, ekki verið tilkynnt neitt um framsalið. Þegar ákærður C. Behrens sá fram á, hve hart sumir skuld- heimtumennimir eða umboðs- menn þeirra gengu að honum og hann var alveg að verða gjald- þrota, sneri haxm sér til ákærðs Magnúsar Guðmundssonar og skýrði honum frá, hvernig komið var. Heldur ákærður C. Behrens, að þetta hafi verið í febrúar eða marzmánuði, en ákærður Magnús Guðmundsson telur að það muni hafa verið í marz. Bað nú ákærð- ur C. Behrens ákærðan Magnús Guðmundsson að leita fyrir sig samninga, við skuldheimtumenn- ina. Ákærður Magnús Guðmunds- son sneri sér þá til þeirra skuld- heimtumanna, sem voru að ganga að ákærðum C. Behrens, og óskaði þess að þeir biðu þeirra samninga- umleitana, sem væru í undirbún- ingi, og urðu skuldheimtumenn- irnir við þessu. Efnahagur ákærðs C. Behrens var nú gerður á ný og um mánaðamótin maí—júní ritar ákærður Magnús Guðmundsson skuldheimtumönnum ákærðs C. Behrens svolátandi bréf á dönsku og er það þannig á íslenzkri þýð- ingu eftir löggiltan skjalaþýð- anda: »Magnús Guðmundsson hæstaréttarmálaflutningsmaður Reykjavík. Hr. stórkaupmaður C. Behrens, hér I bænum, hefir snúið sér til mín með beiðni um að vera honum hjálplegur með að komast að greiðslusamningum við skuldheimtumenn sína, þar eð hann sjái sér ekki fært að standa í skilum. Efnahagsreikningur hans pr. 21./5, þ. á., hefir verið saminn af N. Man- scher endurskoðanda, og er hann sem hér segir: Eignir: Kr. 1. Húseignin Lindargata 14. (Fasteignam. kr. 28800.00) kaupverð 60000.00 2. Ýmsir skuldunautar 10464.66 3. Hluti í innlendum víxlum 901.00 4. 1 sjóði (bankabók) 118.60 6. Innstæða í Landmandsban- ken d. kr. 14.80 ... 18.04 6. Vörubirgðir 2088.80 7. Innanstokksmunir 1198.15 / Reikningshalli höf- Kr. uðstóls 1/1 1930 29173.28 Reksturstap 1/1— 21/5 1930 8983.66 Eigin eyðsla 1/1— 21/5 1930 4094.23 37251.17 Kr. 112030.82 Skuldi i r: Kr. 1. Veðskuldir á eigninni: Kr. 1. Landsbanki Isl. 14766.26 2. Mjólkurféiag Reykjavíkur 85233.74 60000.00 2. Skuidheimtumenn: Ýmsir d. kr. Kr. 17841.30 21761.03 — £ 160:6:4 3328.40 — R.M. 1009.26 1098.97 — ? 220.12 1004.30 — ísl. krónur 6971.24 34163.94 3. Innlendir víxlar ... 4825.00 4. Bruhn & Báastrup Kr. d. kr. 8764.35 10689.88 5 Ivar Behrens d. kr. 4000.00 4878.80 6. Laura Behrens 4672.70 7. Ida Hedvig Behrens 2800.00 23041.38 Kr. 112030.32 Við efnahagsreikning þenna vil ég leyfa mér að gera eftirfarandi athuga- semdir: a) Húseignin Lindargata 14, er til- færð á 60 þús. krónur, en er veðsett fyrir 60 þúsundum. Húseignin hefir verið auglýst til sölu, en ekkert viðun- anlegt tilboð fengizt. Þetta mat, 60 þús- und, er því sennilega of hátt. b) Ýmsir skuldheimtumenn lcr. 10454.56. Hr. Behrens álítur að ekki muni fást meira en h. u. b. kr. 2000.00 úr þessum lið. c) Vörubirgðir kr. 2088.80 eru skráð- ar af hr. Behrens, og hann álítur, að þær séu svo lágt metnar, aö þessi upp- hæð ætti að tást fyrir þær netto. d) Innanstokksmunir kr. 1198.15 er samkvæmt afriti af veðbréfi sem hr,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.