Dagur - 29.12.1932, Page 1

Dagur - 29.12.1932, Page 1
D AQ U R iUi'Uttz:. fcemur út & hverjum fimtu- ;Jíéip' degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir júll. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þðr, Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dos. XV. ár. Akureyri 29. desember 1932. < i 52. tbl. Að utan. Bandaríkin. Engan hefir víst órað. fyrir árið 1928, er Hoover vann glæsi- legri sigur yfir »A1« Smith, en áður hafði unninn yerið við for- setakosningar í Bandaríkjunum, að hann myndi fjórum árum bíða enn hroðalegri ósigur, og draga með sér hinn volduga þingflokit sinn jafn hroðalega og raun er á orðin. — 1928 fékk Smith 87 kjöratkvæði en Hoover 444. Nú fékk Roosevelt 472, en Hoover að- eins 59. — Nú kemur flestum saman um — vinum, að segja má, sem óvinum —r að jjnegin, ástæðan fyrir þess- um hroða ósigri hafi verið skiln- ingsleysi Hooyers á kreppunni og orsökum hennar, sífelldar fullyi'ð- ingar hans ár frá ári, ársfjórðung eftir ársfjórðung, mánuð eftir mánuð. um að »nú færi að batna«, nú »væri farið að batna«; afar lé- legt mannval hans í ráðuneytið, áð Stimson ríkisráðherra ef til vill undanteknum; hóflaus trú þeirra á almætti kapitalismans, og kák þeirra, eða algjört að- gerðaleysi, við sívaxandi atvinnu- leysi og ófremdarástandi bænda og verkamanna, er óhugnanlegast lýsti sér með þrálátri hátolla- stefnu til verndar stóriðjuhöldun- um en til ómetanlegs hnekkis fyr- ir neytendur, bændur og búalýð allan, og þá ekki sízt, er ráðleysi stjórnarinnar komst í algleymmg við heimsókn uppgjafahermann- anna í Washington í sumar; t'yrst í því að flæma þá þaðan, vopn- lausa, með herliði, gasi og vítisvél- um, og síðan í þeirri reginfávizku og síðar aufjljósum ósannindum, gegn betri vútund, og skjalfestum skilrikjum, um að meginþorri þeirra hefóu verið eldrauðir kommúnis|tar. , Fjöldi merkustu stjórnmála- manna Regúþlíkana gengu á sveif Roosevelts í kosningunum, en flestir betri manna flokksins, er þó fylgúUj’hon.iJírij: grjU þjturyrtari í garð stjómaxinnar föllnu, en dæmi eru til áður. Nicholas Mur- ray Butler, æfirektor Columbia háskólans miikla, einn mælskasti og gagnmenntaðasti maður flokksins, er jafnan hefir látið stjórnmálin mikið til sín taka, hefir opinbórAega . komizt svo að prði, sð ifcflokkiiw ííep* któi aíóan □ RÚn 5933167V2—Fri.1. Hát/, st/. 1919 verið stöðugt á hraðri leið að skynsamlegu, stjórnarfarslegu og siðferðislegu gjaldþroti, og taki nú eigi hinir yngri og frjálslynd- ari menn í flokknum taumana í sínar hendur, þá muni flokkurinn brátt hverfa úr sögunni, sökum getuskorts á því að horíast í augu við framtíðina með fullu hreinlyndi og skilningi á straum- hvörfum siðustu ára í stjórn- og þ j óðmegunarmálum«. Ég gat þess hér að ofan, að Hoover hefði dregið þingflokk sinn í fenið með sér, dýpra en áð- ur eru dæmi til í Bandaríkjunum. Þá er þingið kemur saman, 4. marz í vetur, verður öldungaráð- ið, samkvæmt síðustu fréttum, skipað 59 demókrötum, 36 Rep. og einum bænda- og verkaflokks- sinna. Hefir hvorugur flokkunnn átt þar svo stórkostlegan meiri- hJuta síðan 1906, og er talið víst, að Demókratar haldi meiri hluta í öldungaráðinu til 1936, a. m. k., og líklega til 1938, hvernig sem gengnr. Ekki varð árangurinn betri í fulltrúadeildinni. 1920 höfðu Repúblíkanar stærstan meirihluta þar, er nokkur flokkur hafði haft, eða 300 af 435, en nú skipa íulltrúadeildina 314 Demó- kratar, 111 Repúblíkanar, 4 bænda- og verkaflokkssinnar, en 6 eru vaíagemlingar, enn sem kom- ið er. — i .j* * * * Þótt nú væri minnst um bann- málið barizt, og miklu síður en 1928, er ein meginástæðan til hins mikla ósigurs Smiths var sú, að hann lýsti yfir vilja sínum til að afnema bannlögin — hafa gagn- ger straumhvörf orðið á þeim i þinginu, við þessar kosningar. Samkvæmt síðustu fréttum, eru 343 þingmenn í fulltrúadeildinui taldir ákveðnir andstæðingar bannlaganna, 63 vafasamir, en að- eins 29 ákveðnir bannmenn, en í öldungadeildinni 61 andbanning, ur, 30 bannmenn, en 5 vafageml- ingar. Að þessu hafa bannmenn verið í meirihluta í báðum þing- deildum, en nú skipa andstæðing- ar þeirra fulla % sæta í fulltrúa- deildinni og sennilega um % sæta i öldungadeildinni. í sama mund og forsetakosning- in fór fram, fór fram allsherjar atkvæðagreiðsla í ellefu ríkjum um bannlögin. Skýri ég hér frá henni, með því að ég geri ráð fyr- ir að iesendum þyki úrslitin fróð- Vinum og vandamönnum tilkynnist, að eiginkona, móðir og tengda- móðir okkar, Hólmfríður Sigurðardóttir, andaðist að heimili sínu, Draflastöðum í Sölvadal, síðastliðna jólanótt. Jarðarförin er ákveðin að Möðruvöllum miðvikudaginn 4. jan. n. k. og hefst kl. 12 á hádegi. Draflastöðum 27, deseraber 1932. Kristjdn Jónasson. Guðrún Kristjdnsdóttir. Kristinn S. Einarsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Steinunnar jónsdóttur frá Skriðu. Áðstandendurnir. leg, jafn mikið og talað og deilt er um bannið hér á landi. Lo-uisiana nam úr gildi bann- löggjöf sína, með 223.000 atkv. gegn 21.000, og skoraði á sam- bandsþingið að láta nema þau úr stjórnarskránni. Colorodo nam einnig sín bann- lög úr gildi, og er það í fyrsta sinn síðan 1914 að bannmenn hafa þar orðið undir. Þó var sam- þykkt að heimila þinginu (Colo- radoríkis) að setja skorðuð á- kvæði um hugsanlega framleiðslu og sölu áfengra drykkja. Washingtonríki nam úr gildi bannlöggjöf sína að fullu, nema það ákvæði, er bannar að selja ó- fullveðja unglingum áfengi, að viðlagðri fangelsisvist. Atkvæði: 217.075 gegn 139.895. California nam úr gildi bann- löggjöf sína með 1.385.980 atkv. gegn 630.122. Norður-Dakota, er hefir verið bannríki síðan 1889, að það var ' tekið í tölu sambandsríkjanna, nam bannlöggjöf sína úr gildi með litlum atkvæðamun. Tvisvar áður hafa bannfjendur beðið ósig- ur við allsherjar atkvæðagreiðslu (1912 og 1928). New Jersey nam sína bannlög- gjöf úr gildi. óvíst um atkvæði, en svo er að skilja sem allmikill munur hafi verið. Oregon, er bannríki hefir verið siðan 1916, nam úr gildi, með nokkur þúsund atkvæðum, þann hluta af bannlöggjöf sinni, er bannar borgurum að hafa áfengi í vörzlum sínum (en eigi bannlög- gjöfina alla). Arizona nam sína bannlöggjöf úr gildi, og heimilar læknum nú þegar að gefa ávísanir á whisky. Michigan greiddi samþykki til- lögu um að nema bannlöggjöf innilegt þakklæti vottum við þeim fjær og nær, sem á einn eða ann- an hátt sýndu okkur samúð við andlát og jarðartör okkar hjartkæra föður, Stefáns Kristins Hailgrims- sonar, og heiðruöu minningu hans. Börn hins látna. ríkisins úr gildi með 780.154 atkv. gegn 318.871. Wyoming samþykkti áskorun til sambandsþingsins um að nema úr stjórnarskránni bannlögin, með 30.008 atkv. gegn 11.867. Connecticut samþykkti sam- hljóða áskorun með 291.929 atkv. gegn 60.053. Sjö ríki af þessum ellefu hafa þá afnumið bannlöggjöf sína í nóvember og hin fjögur virðast bannlögunum andvíg. Fimm önn- ur ríki hafa áður fellt úr gildi bannlöggjöf sína: New York (1923); Massachusetts (1930); Wisconsin (1929); Nevada (1923); Montana (1926). Eu Maryland hefir aldrei bannlög- gjöf samþykkt. Eru þá, er síðast fréttist, 13 ríki alls af Bandaríkjunum, er numið hafa úr löggjöf sinni öll á- kvæði um bannlögin og eftirlit með þeim, innan sinna endimarka. Og er nú svo að sjá, sem flest meiri háttar blöð Bandaríkjanna, telji svo í pottinn búið, á sam- bandsþingi og með þessum at- kvæðagreiðslum í einstökum ríkj- um, að bannlögin muni brátt af- numin að öllu, eða a. m. k. ein- hverju leyti. — * * # Jafnaðarmenn urðu fyrir mjög miklum vonbrigðum í kosningun- um. Forsetaefni þeirra, Norman Thomag, hinn ágætasti maður, er

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.