Dagur - 05.01.1933, Síða 3
I. tbl.
DAGUR
3
Magfiúsarmálið.
Eins og áður hefir verið frá
skýrt hér í blaðinu, féll dómur
hæstaréttar í máli Behrens og M.
G. 19. f. m. og það á þá leið, að
báðir voru alsýknaðir.
Eftir að hæstiréttur hafði á
þenna hátt hreinsað Magnús af
öllum syndum í gjaldþrotamálinu,
steig hann aftur upp í ráðherra-
stólinn, hvítur og fágaður eftir
sápuþvott réttarins; var til þess-
arar uppstigningar M. G. valinn
messudagur hins heilaga Þorláks
biskups.
Saga þessa gjaldþrotamáls var
rækilega rakin hér í blaðinu með
birtingu undirréttardómsins. Til
glöggvunar almenningi skulu enn
dregin fram nokkur aðalatriði
málsins.
Behrens var verzlunarstjóri fyr-
ir’ Höepfnersverzlun til ársins
1925. Þá stóð fjárhagur hans
þannig, að hann var eignalaus, en
skuldaði Höepfner um 14 þús. lcr.
Hann var því þá þegar raunveru-
lega gjaldþrota. Þá stofnar B.
heildverzlun og semur jafnframt
við Höepfner um að greiða gömlu
skuldina smátt og smátt, en i'á
aftur hjá honum vörur að láni.
Mátti þó skuldin ekki fara fram
úr 20 þús kr., en seinna var þó
hámarkið sett upp í 35 þús. kr.
Leiga af útibúum Höepfners
hér á landi var greidd til Behrens,
en hann notaði sumt af því, er
honum þannig áskotnaðist, í þágu
heildverzlunar sinnar. Hinn 28.
okt. 1929 er skuld hans við H. orð-
in nálega 49 þús. kr., auk vöru-
skuldar rúml. 14 þús. kr., eða alls
um 63 þús. kr. Þá sendir Höepf-
ner Tofte, fyrv. bankastjóra ís-
landsbanka, til samninga við Beh-
rens. Tofte hótar B. gjaldþroti, ef
ekki fengist greiðsla og fullnægj-
andi trygging fyrir skuldinni.
Þá leitaði B. til M. G. N. Man-
scher endurskoðandi gerir upp
efnahag Behrens, og sýndi sá
efnahagsreikningur nærri 26 þús.
kr. skuld umfram eignir. Samkv.
því var Behrens greinilega gjald-
þrota.
Eina vörn M. G. hefir verið f
því fólgin, að Behrens hafi sagt
sér að ekki þyrfti að telja 23 þús.
kr. ættingjaskuldir með, og að
Tofte hafi gefið honum eftir 6000
krónur af skuldinni við Höepfnei,
og því hafi hann álitið, að B. ætti
fyrir skuldum, þegar hann aðstoð-
aði við eignayfirfærsluna til
Höepfners. En 6 mánuðum síðar
skrifaí’ M. G. skuldheimtumönn-
um Behrens og telur þá með
skuldunum allar ættingjaskuldir
B. með nafnverði, enda búið að
veðsetja innanstokksmuni B. þeim
til tryggingar. Þá voru ættingja-
skuldirnar ekki útstrikaðar í vit-
Uhd M. G.
f þessu bréfi til skuldheimtu-
mannanna upplýsir M. G., að Beh-
rens muni ekki geta greitt nema í
hæsta lagi % af skuldunum, þó
eignunum verði komið í peninga
með frjálsri sölu, telur jafnvel, að
ættingjar B. verði að hlaupa und-
ir bagga, til þess að hægt verði að
greiða einn fjórða hluta. Biður M.
G. alla skuldheimtumenn að
ganga að þessum kostum.
Af þessu er augljóst mál, að
Behrens var langsamlega gjald-
þrota, þegar Magnús Guðmunds-
son aðstoðaði hann við eignayfir-
færsluna til Höepfners í nóv.
1929. Enda hefir sá eini lögfræð-
ingur (Garðar Þorsteinsson), sem
leitazt hefir við að verja M. G.,
reynt að leiða rök að því, að B.
hafi átt aðeins 68,9% fyrir skuld-
um í nóv. 1929 — verið með öðr-
um orðum gjaldþrota.
Ef Behrens hefði orðið gjald-
þrota innan 6 mán. frá því, að
samningurinn við Höepfner var
gerður, þá hefði samningurinn
orðið ónýtur, og allir skuldheimtu-
menn hefðu því fengið jafnan
hlut af kröfum sínum. En allt árið
1930 dregst gjaldþrot B. fyrir
milligöngu M. G. Fyrst þann 16.
jan. 1931 kom gjaldþrotið, og átti
B. þá aðeins eina ritvél og úti-
standandi skuldir, sem varla
munu hafa svarað innheimtu-
kostnaði. Enginn fékk neitt, nema
Höepfnersverzlun ein, fyrir milli-
göngu Magnúsar GuðmuruLssonar.
Skugginri af atferli hans í þessu
gjaldþrotamáli fylgir honum þrátt
fyrir sýknudóm hæstaréttar.
o
Að utan.
Óskaplegt verðfall varð á des-
emberhveiti nýlega í Winnipeg og
Chicago. Fór niður í 42 cent mæl-
irinn (um 30 kg.), og hefir aldrei
skeð í manna minnum áður. Ekki
er þó svo vel að bændum sé einu
sinni boðið það verð, heldur að-
eins 20 cent og sumstaðar jafnvel
alls ekkert. En 80 cent kostar að
meðaltali framleiðsla hvers mæl-
is bóndann. Er því eigi kynlegt
þótt æ fari versnandi hagur
bænda þar vestra, enda mun á-
stand þeirra þar nú alveg dæma-
laust.
Frakkland.
Um mánaðamótin október og
nóvember skauzt Lebrun Frakka-
forseti til St. Nazaire við Leiru-
mynni til þess að hleypa af stokk-
unum stærsta skipi heimsins, er
þar hefir verið í smíðum. Forseta-
frúin skýrði skipið Normandie,
um leið og hún braut sex potta
kampavínsflösku á stefni þess. —
Normandie er 73,000 tonn, og því
langtum stærra en Majestic, er
Bretar tóku af Þjóðverjum eftir
ófriðinn mikla og lengi hefir ver-
ið stærsta skip heimsins, 56,621
tonn.
Ekki var vandalaust að hleypa
þessu bákni af stokkunum. T. d.
varð að rjóða 43 tonnum af tólg
á skrokkinn (sem er lengri en
Eiffelturninn) og auk þess 2/2
tonni af svínafeiti og meira en
tonni af grænsápu á stokkana.
Vélar Normandie framleiða
16j),000 hestöfl. Eru það raf-
magnsvélar. Þykir því líklegt að
það verði einnig hraðskreiðasta
skip heimsins, því vélar Bremen,
þýzka skipsins, er nýlega setti
hraðamet yfir Atlantshaf, á A/2
degi, er »aðeins« knúið 100.000
hestöflum. Að vísu er óreynt enn
um hin nýju skipsbákn ítala, Rex
og Conte di Savoia (54,000 tonn),
er eiga eftir að spreyta sig á
þeirri ferð, en vitanlegt er, að
Mussolini hafði skipað verkfræð-
ingunum að sjá svo um að þau
yrðu hraðskreiðari en Bremen.
Eigi er þessi franski dreki þó
líkt því kominn i gagnið, því 18
mánuði enn er. talið að þurfi til
þess að ljúka við innanstokks-
smíði, siglutré, brýr o. s. frv.
Skrautið og búnaður allur fer eft-
ir stærðinni. Baðþrær með fersku
vatni fá allir klefar á 1. farrými;
stóreflis leikhús verður þar, með
föstum sætum — og er það fyrsta
skip svo búið. Tíu lyftur skjóta
farþegum af einu lofti á annað.
Skrautjurtagarður verður þar
gríðarstór, og fara í hann 150
tonn af gróðrarmold; sérstök bíl-
geymsla fyrir farþega, er þá
vilja með sér taka, og auk þess
stærsta kirkja og stærsti veitinga-
salur, er nokkurt skip hefir nokk-
urntíma getað stært sig af.
Spánn.
Hinn 25. september var mikið
um dýrðir í Barcelona; stórkost-
legasta hátíðahald í manna minn-
um. Enda var tilefnið það að þá
afhenti forsætisráðherra Spán-
verja, Manuel Azana, hinum nýja
forseta Katalóníu, Francisco Ma-
cia, afrit af lögum þeim, er veita
Katalóníuhéraði heimastjóm, og
bað þá vel með fara. — Katalóníu-
menn þykja sjálfstæðastir og dug-
legastir allra Spánverja, og tala
sérstaka mállýzku.
* * *
Fyrir ári síðan, í október, voru
í spanska þinginu samin stjórnar-
skrárákvæði til skilnaðar ríkis og
kirkju. Sama dag varð Don Ma-
nuel Azana forsætisráðherra á
Spáni. Á ársafmæli sínu sem ráð-
herra í haust lagði hann fyrir
þingið hin nýju kirkjumálalög
ríkisins. Er talið víst að þau verði
samþykkt. Samkvæmt þeim tekur
ríkið í sínar hendur öll listaverk
og skrautgripi kirkjunnar sem
metin eru til 3,500,000,000 króna,
og allar fasteignir kirkjunnar,
lönd og byggingar,. þar á meðal
dómkirkjuna miklu í Sevilla, næst
stærstu kirkju í heimi. En á hinn
bóginn mun spanska lýðveldið,
eins og hið frakkneska, leyfa ka-
þólsku kirkjunni afnot og ráðs-
mennsku mikils hluta hinna upp-
tæku eigna.
önnur helztu atriði laganna eru
þessi:
1) Kirkjuskólum verður haldið
áfram, unz lýðveldið sér sér
smámsaman fært að taka þá al-
gjörlega í sínar hendur. (Mennta-
mál hafa öll verið í höndum kirkj-
POl 1 á kr‘ ^20 k8- fá8t hÍá
JÓNI GOfiMANN.
unnar og alþýðufræðsla afar lé-
leg).
2) Guðsþjónustur verða að öll-
um jafnaði að fara fram á þeim
stöðum, er ríkið heimilar til slíkra
afnota. En undantekningar frá
þessu má þó gera, á þann hátt að
ríkið leyfi einstöku meiriháttar
hátíðahöld undir berum himni,
eins og t. d. hinar frægu páska-
göngur í Sevilla.
3) Samþykkis ríkisins verður
að leita og það að fást, er skipa
skal meiri háttar embætti innan
spönsku kirkjunnar.
4) Meðlimir kirkjulegra stofn-
ana verða þegar útilokaðir frá öll-
um sjálfstæðum iðnrekstri —
nunnur frá hannyrðum sínum og
munkar frá kryddvínagerð og öðr-
um svipuðum sériðnaði. Hið sama
gerðu Frakkar 1904 og fluttu þá
Chartreusemunkar, er framleiða
hið fræga kryddvín, er við þá er
kennt, til Tarragona á Spáni. Er
nú búizt við að þeir muni aftur
flytja, og þá líklega ekki í annað
hús að venda en til Mussolini, eða
jafnvel til páfaríkis.
S. H. f. H.
Fr éttir.
Hljómsveit Akwreyrwr og kwrlakórinn
Geysir skemmtu bæjarbúum í Nýja-Bíó
fimmtudaginn 29. des. s. 1. Viðfangsefni
hljómsveitarinnar imdir stjórn Karls O,
Runólfssonar, voru þessi: Schubert:
Menuett, Op. 78; Mozart: Ouverture zu
Oper »Titus«; Járnefelt: Berceuse;
Svendsen: Fest-Polonaise Op. 12. —
Samvinna var með Geysi og hljómsveit-
inni um eftirgreind hlutverk: Grieg:
Konge Kvadet (einsöngur: Bjami lækn-
ir); Karl O. Runólfsson: Förumanna-
flokkar jpeysa.
Báðir flokkarnir leystu hlutverk sín
prýðilega vel af hendi, og var þessi
kvöldstund í Nýja-Bíó hin ánægjuleg-
asta. Eiga bæði hljómsveit Akureyrar
og söngfélagið Geysir skilið óskorað
þakklæti og virþingu bæjarbúa fyrir
söngmenningarstarf sitt í bænum.
Eftir að Geysir hafði orðið að endur-
taka hið ágæta lag Karls O. Runólfsson-
ar, sem fyrr er nefnt, lýsti höfundur
þess því yfir, að hann tileinkaði söng-
félaginu þessa tónsmíð sína. Stjórnandi
Geysis, Ingimundur Ámason, flutti
nokkur þakkarorð og lýsti ánægju sinni
yfir þeirri sæmd, er söngflokknum hefði
hlotnazt frá hendi tónskáldsins.
Nánar verður getið um hljómleika
þessa í aðsendri grein, sem verður að
bíða næsta blaðs vegna þrengsla.
Ókeypis hljðmleikar. Hljómsveit Akureyr-
•r ætlar að endurtaka hljómleika sina, meö aö-
stoð ,,6eysls,“ i Samkomuhúsinu annaö kvöld.
Aðgangur okeypis.
Borgarstjóm Reykjavíkur. Þann 27. f.
m. átti bæjarstjórn Reykjavíkur að
kjósa borgarstjóra fyrir það, sem eftir
er af kjörtímabili K. Zimsen. Fjórir
umsækjendur höfðu sótt og hefir þeirra
verið áður getið. Útlit var fyrir að einn
umsækjendanna, Sigurður Jónasson,
fengi meirihluta atkvæða, þar sem 7
bæjarfulltrúar, sósialistar og fulltrúar
Framsóknar, voru honum fylgjandi, og
auk þess var einn af íhaldsfulltrúunuiu,