Dagur - 02.02.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 02.02.1933, Blaðsíða 2
18 DAGUR S. tbl. • #-• #■••• Flóra smjörlíki kostar nú í smásöiu hér á staðnum aðeins kr. 1,50 kg. — Heildsöluverð lækkað tilsvarandi. — Biðjið aðeins um Flóra smjörlíki. Það er unnið í vönduðum nýtízku vélum, undir lækniseftirliti. — Flóra smjörlíkið hefir nýlega verið endurbætt, svo óhætt má fullyrða, að nú fáið þér hvergi betra smjörlíki en FLÓRA. Kaupféiag Eyfirðinga. Smjörlíkisgerðin. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiib m #8 Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. Á vidavangi. >>Skyldmennaskuldirnar«. Síðasti ísl. er að myndast við að verja dóm hæstaréttar í máli M. G. og Behrens. En vörnin ferst ó- fimlega sem von er til. Það er erf- itt að vera í varnaraðstöðu fyrir illan málstað. Um »skyldmenna- skuldirnar« segir Isl., að M. G. hafi talið heimilt að strika þær út, »og sækjandi málsins gegn hon- um í Hæstarétti féllst algerlega á þá skoðun hans«, bætir blaðið við. Hér skýrir ísl. rangt frá, af hvaða ástæðum, sem það kann að ver-a. Sækjandi málsins hélt því fram, að skuidir Behrens umfram eignir hefðu verið a. m. k. 18 þús. kr., þegar eignayfirfærslan til Höepf- ners var gerð 7. nóv. 1929, þó skyldmennaskuldunum væri sleppt, sem hann. kvaðst »leggja á vald rétlarins« að dæma um. E:;ns og allir viti bornir menn sjá og skilja, er þetta allt annað en að »fallast algerlega« á þá skoðun M. G., að heimilt hafi ver- ið að strika út skyldmennaskuld- irnar, eins og ísl. segir. Sækjandi málsins taldi þessar skuldir ekki skifta miklu máli, því þrátt fyrir útstnkun þeirra hafi gjaldþrotið verið bersýnilega yfirvofandi hverjum skynbærum manni. En hafi M. G. talið heimilt að strika þessar skuldir út í nóv. 1929, hversvegna taldi þá M. G. þessar sömu útstrikuðu skuldir sem kröfur á verzlun Behrens, þegar hann sendi skuldheimtu- mönnum B. tilboð um 25% greiðslu í maí 1930? Þetta á ísl. eftir að skýra. Um þessar skuldir segir ísl. ennfremur: »Enda liggur það í hlutarins eðli að skyldmenni Behrens hafa veitt honum þessi lán til styrktar en ekki falls«. Hver skilur þetta? Hvaða lán eru veitt til falls þeim, er lán taka? Helzt er svo að skilja, að ísl. skifti lánum í tvo flokka; í pðruíft jElokW eru lán til styrktar. í hinum lán til falls. Lán til styrktar eru þá þau, sem ekki er ætlazt til að séu greidd aftur, og er þá ekki um lán að ræða heldur gjöf. Lán, sem ætlazt er til að greiðist, eins og algengast mun vera, eru þá að skoðun ísl. veitt til þess að fella þá, er taka þau. Veitti þá Höepfner Behrens lán, til þess að fella hann? Áreiðan- lega ætlaðist H. til þess að B. stæði í skilum, enda heppnaðist honum að ná skuld sinni með að- stoð Magn, Guðm. Húseign Behrens. ísl. segir, að húseign Behrens hafi staðið honum í kr. 58,500, og finnst blaðinu þá »eðlilegt« að hann teldi sér hana 60 þús. kr. virði, ekki sízt fyrir það að hún hafi gefið af sér svo »góða leigu«, og á þessu hafi hæstiréttur byggt. Um »góðu leiguna« er það upp- lýst, að hún er þannig til komin, að fyrri eigandi hússins sagði B., að hann hefði reiknað hana sjálf- um sér(!) 600 kr. á mánuði. Að fasteignamati var húsið ekki helmingsvirði þess, er B. reiknaði sér það, enda kom það í ljós, að húsið seldist 7000 kr. neðan við það verð. Hæstiréttur segir, að þetta komi ekki málinu við og ísl. étur það eftir. Lífsábyrgö Behrens. Um hana segir ísl. þetta: »Þá segir Dagur að Behrens sé oftalið til eigna 3400,00 kr. lífs- ábyrgð. — Þetta er rangt hjá blaðinu. Behrens átti lífsábyrgð upp á þessa upphæð, eins og greinilega kemur fram í forsend- um Hæstaréttardómsins«. Um lífsábyrgð B. er þetta að segja: Lífsábyrgðarskírteinið stóð að veði í Landsbankanum fyrir viðskiftamannavíxlum. Þessa tryggingu varð B. að setja vegna þess, hve víxilsamþykkjendurnir voru ótryggir, enda féllu víxlarnir á B. og varð að greiða þá með andvirði skírteinisins. Hvorki lífsábyrgðin eða víxlarnir, sem hún stóð í ábyrgð fyrir, var talin með á efnahagsreikningi B. Samt sem áður gripu hæstaréttardóm-. ararnir til þess ráðs að draga lífs- ábyrgðarupphæðina frá skuldun- um á efnahagsreikningnum, en það var alveg rangt, Hinu hefir Dagur aldrei neitað, eins og ísl. gefur í skyn, að Beh- rens hafi átt 3400 kr. lífsábyrgð. — Sök gamla Togga lá ekki í því, að hann ætti engan kálf, heldur í því að hann seldi kálfinn fleirum en einum. Villa hæstaréttardóm- aranna liggur í því, að þeir reikna eign, sem stóð að veði fyrir skuld- um, sem ekki voru á efnahags- reikningi, til lúkningar þeim skuldum, sem voru á efnahags- reikningi. Þeim hefir því orðið svipuð skyssa á og gamla Togga. »Varasöm kenning«. Grein með þessari yfirskrift flytur síðasti fsl. og hefir tekið upp úr blaðinu »Vísir«, 23. des. 1932. Þar er mælt að Hermann Jónasson hafi fengið land á leigu með svo góðum leigukjörum að telja megi »að honum sé með því gefin stórgjöf«. Síðan er því dróttað að H. J. að hann hafi á þenna hátt þegið mútur til þess að sakfella Magnús Guðmundssou. Fyrirsögn greinarinnar er vel valin, því þetta er »varasöm kenn- ing« fyrir Vísi sjálfan. Blaðið hefir nefnilega skýrt þetta mál áður á allt annan hátt, eins og sagt var frá hér í blaðinu á fimmtudaginn var. Vísir er því orðinn tvísaga í frásögn sinni í þessu máli, og er illa gert af Isl. að vera að halda þeirri skömm á lofti. -----o---- Frá framkvœmdanefnd i „lslenzku vikunnar.u Á fundi iðnrekenda og annara áhugamanna, sem haldinn var i Reykjavík 12. þ, m., var samþykkt að halda starfsemi >íslenzku vik- unnar* áfram þetta ár. Framkvæmdanefndin gaf skýrslu um störf sin á s. I. ári, gerði grein fyrir fjárreiðum síðasta árs og skil- aði af sér störfum. Jafnframt lagði nefndin fram frumvarp til laga um framtiðarstarfsemi »íslenzku vikunn- ar«. Var framkvæmdanefndin endur- kosin til þess að annast framkvæmd- ir >íslenzku vikunnar« á þessu ári, svo og frekari undirbúning fram- tíðarstarfseminnar. Siðan hefir nefndin haldið fundi með sér og ákveðið að næsta >ís- lenzka vika« skuli haldin dagana 30. aprfl til 7. maí n. k. og heitir hún hér með á íslendinga umland allt að styðja starfsemi þessa með ráðum og dáð. Fyrst og fremst heitum vér á allar verzlanir f Iandinu að gera sitt ýtrasta til að kynna almenningi fs- lenzkar vörur þessa viku, bæði með þvi að sýna aðeins íslenzkar vörur f verzlunargluggum sínum og með þvf að benda á og bjóða fremur fram islenzkar vörur en erlendar, þar sem um hvorttveggja er að ræða. f öðru lagi heitum vér á alla skólastjóra i landinu, að gera sitt til að vekja áhuga nemenda sinna fyrir nauðsyn landsmanna á þvf að efla þjóðarhaginn með þvf að búa sem mest að sínu. Öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu og samúð, við andlát Svanfriðar M. Jónsdóttur, og heiðr- uðu útför hennar með návist sinni, minningargjöfum og krönsum, vott- um við okkar innilegasta hjartans þakklæti. Eíginmaður og fósturbiírn. í þriðja lagi heitum vér á alla góða íslendinga að nota fyrst og fremst fslenzkar vörur þessa viku, og styðja starfsemina á allan hátt, svo að íslendingar læri að nota ein- göngu sínar elgin vörur, og sín eigin skip, svo sem kostur er allar vikur ársins. Eins og s. I. ár ætiar nefndin að gefa út allsherjar vöruskrá yfir ís- lenzkar framleiðsluvörur, — en skilyrði fyrir þvi að sú vöruskrá geti orðið fullkomin heimild á þessu sviði er, að a 11 i r framleiðendur sendi framkvæmdanefndinni ná- kvæma upptalningu allra þeirra ísl. vörutegunda, er þeir framleiða hver um sig. Má slík upptaluing vera í auglýsmgarformi, og gefst framleið- endum þá jafnframt tækifæri til að sýna smekkvísi sfna f þvi að koma auglýsingum vel fyrir. Fyrir því heitum vér á alla þá, er framleiða fsl. vörur til sölu, að senda oss þessa upptalningu eða auglýs- ingu fyrir 20. febr. n. k. og munum vér þá sjá þeim fyrir rúmi í vöru- skránni gegn sanngjörnu gjaldi. Pegar vöruskráin er fuligerð, verður hún send öllum verzlunum á land- inu og fleirum, til þess að gera þeim auðveldara að afia sér vöru- birgða fyrir næstu >íslenzku viku«. Jafnframt notum vér tækifærið til að þakka þann ágæta stuðning og velvilja, er framleiðendur og aðrir landsmenn létu oss f té s. I. ár, og hefjum vér nú undirbúning undir næstu >íslenzku viku< i því örugga trausti, að verða sama stuðnings og velvilja aðnjótandi á þessu ári. Skrifstofa nefndarinnar er: Lækjargölu 2, Reykjavík. Sími 4292. Reykjavík 23. janúar 1933. Framkvæmdanefnd »fslenzku vikunnar« Heigi Bergs. Brynjóifur Porsteinsson. Gisli Sigurbjörnsson. Aðalst. Krlstinsson. Halldóra Bjarnadóttir. Sig. Halldórsson. Sigurjón Pétursson. Tómas Jónsson. Tómas Tómasson. Verkamannafélagið »Dagsbrún« í Reykjavík hélt aðalfund sinn á sunnu- daginn. Við stjórnarkosningu höfðu sósíalistar um 300 atkv. en kommúnist- ar um 100. Héðinn Valdimarsson var kosinn formaður. — Á fundinum voru þeir Brynjólfur Bjamason, ritstjóri Verklýðsblaðsins, og bræðurnir Guðjón og Gunnar Benediktssynir reknir úr fé- laginu. Látinn er í Reykjavík ólafur Jóns- son, læknir, maður á bezta aldri. Hann var sonur síra Jóns heitins Arasonar, prests á Húsavík. Inflúenza hefir að undanförnu geis-> að í nágrannalöndunum og gerir enn, Nú er veikin komin til Hafnarfjarðar, en mun enn ekki hafa breiðzt þar út.,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.