Dagur - 09.02.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 09.02.1933, Blaðsíða 2
22 ÐAGUR ð. tbl. gWHWitwmwmwwa Vefnaðarvöru- deildin hefir nú fengið mjög fjölbreytt úrval af Ullarkjólatauum Flauelum Léreftum hvítum og misl. Flónelum Oardínutauum. Alt selt með okkar viðurkenda lága verði Kaupfélag Eyfirðinga, ðiiiiiftftiftiiiiiiftiiiiiiifii My ndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Eftir brunann fór hann inn á Ak- ureyri með amtmanni og dvaldist þar með honum fram á haust. Var Akureyri óþjóðlegt kauptúnskríli í þann tíma, og má gera ráð fyrir, að Baldvin hafi orðið feginn að komast þaðan. Utanför og háskólanám. Haustið 1826 sigldi Baldvin til Hafnar með briggskipinu Hertha, er Gudmann kaupmaður átti, frá Akureyri, þá hálfþrítugur að aldri. Kom hann ekki til Hafnar fyrr en seint í nóvember. Gat hann því ekki gengið upp til fyrra lærdómsprófs fyrr en eítir nýáv. Gekk það bærilega, en síðara lær- dómsprófið tók hann haustið 1827, og gekk það prýðilega. Upp úr því tók Baldvin að lesa lög- fræði. Lauk hann prófi í henni 21. okt. 1831, og fékk hann fyrstu einkunn. Var hann þá þrítugur. — Þessi námsár hafði Baldvin ekki alltaf setið yfir lagalestri. Það er merkilegt, hve miklu hann kom í verk. Hann skrifar margar ritgerðir, fer til fslands eitt árið, gefur út allumfangsmikið tímarit, skrifar það| einn að mestu leyti, ritar kynstur af bréfum, er í þjón- ustu Bókmenntafélagsins, les fjölda rita utan námsbóka, setur á stofn félag með íslendingum.í Höfn og er lífið og sálin í því, rit- ar Skírni eitt árið, annast um heimili og fylgist hið bezta með I öllu því, er gerist í stjórnmálum Evrópu. — En að loknu lagaprófi færist hann það í fang að hefja nám enn á ný, við hinn nýstofn- aða fjöllistaskóla í Kaupmanna- höfn, undir stjórn hins fræga náttúrufræðings, H. C. örsted. Hafði Baldvin enn sem fyrri mik- inn áhuga á búnaðarmálum og öðrum verklegum efnum, og ræðst hann í nám þetta til þess að geta orðið að sem mestu liði á íslandi, einnig á þessu sviði. Hann sá, að endurreisn atvinnuveganna á ís- landi var óframkvæmanleg, ef ekki nyti við verklærðra manna. Byrjaði hann námið þegar í nóv- jemþermánuði, og átti hann þá engan styrk vísan, en hann félaus og hafði fyrir konu og barni að sjá. Má af þessu marka, hvílíkur ofurhugi hann var. Baldvin er fyrsti íslendingur, sem nám hef- ir stundaö í fjöllistaskólanum danska. Einnig á því sviði er hann brautryðjandi. Vorið 1832 fékk hann 350 rd. styrk til námsins og litlu síðar 300 rd. styrk á ári í tvö ár úr íslenzka jarðabókarsjóðn- um, til þess að leggja stund á náttúrufræði við skólann og búa sig undir próf í skólanum. Jafn- framt náttúruvísindum, einkum eðlisfræði og stærðfræði, lagði hann sig eftir fornri, íslenzkri lög- fræði. Las hann Grágás eða hin fornu íslenzku lög gaumgæfilega veturinn 1831—1832, en þau höfðu þá verið gefin út fyrir skömmu. Ritaði hann langa rit- gerð um Grágás, og var hún prentuð í Juridisk Tidsskrift 1834. Hann lagði og kapp á að auðga sig að þekkingu á sögu landsins, en einkum um atvinnu- vegi og efnahag íslendinga. Rit Hannesar biskups Finnssonar »Um mannfækkun af hallærum« hafði þá verið þýtt á dönsku, og skrifaði Baldvin langt álit um það í Maanedsskrift for Literatur veturinn 1831—1832. Einkahagir. Baldvin var heitbundinn, þegar hann sigldi haustið 1826, Krist- rúnu Jónsdóttur frá Grenjaðar- stað, systur Björns, síðar ritstjóra Norðanfara, og þeirra systkina. Hún er sögð hafa verið góð kona og glæsileg. Hafa þau líklega kynnzt árið, sem Baldvin var hér við Eyjafjörð. Sumarið 1828 kom Baldvin heim til íslands, og er haft eftir einni systurinni frá Grenjaðarstað, að hann hafi þá kvatt Kristrúnu. Er mælt að hún hafi tregað Baldvin mjög. Giftist hún ekki fyrr en löngu síðar, sr. Hallgrính Jónssyni á Hólmum, en hún hafði trúlofast Baldvin nítján vetra gömul. Talið er fullvíst, að Baldvin hafi fallið þungt skilnað- urinn við Kristrúnu, en hann hafði, þá er hann brá heiti við hana, kynnzt stúlku í Kaup- mannahöfn, þeirri, er síðar varð kona hans. Hét hún Johanne Han- sen, og hafði hún verið forkunnar fríð sýnum. Hafði Baldvin verið til húea hjá fóaturmóður hénnar, og er mælt, að hún hafi reynzt honum vel í fjárhagsörðugleikum hans. Baldvin hefir líklega kvong- azt haustið 1830. Hann segir föð- ur sínum í bréfi, dags. 21. marz 1831, að hann sé kvongaður og að konan sé þunguð. Áttu þau hjónin tvö börn, dreng og stúlku. Stúlk- an var skírð á greftrunardag föð- ur síns og hét Baldvina, en hún dó rúmu ári síðar, en sonurinn, Einar Bessi, lifði fram á tuttug- ustu öld. Ekkja Baldvins fékk dá- lítil eftirlaun, þangað til hún gift- ist aftur tollembættismanni þeirn, er Lohse hét, sumarið 1838. Fluttu þau hjónin suður í Hol- sten, og varð Lohse þar tollemb- ættismaður. Einar litli var nokk- ur ár í Enni á Höfðaströnd, hjá Lárusi sýslumanni Thorarensen, og er undarlegt, að hann skyidi ekki vera á Hraunum hjá afa sín- um. Móðir drengsins og stjúpi vildu svo fá hann til sín, og er sagt, að hann hafi skilið við Is- land með tárum. Einar varð toll- embættismaður suður í Altona. ivona hans var frá Borgundar- hólmi. Þeirra sonur er Baldvin, skrifstofustjóri í atvinnumála- ráðuneytinu þýzka (Reichswirt- schafts-ministerium). Hefir sá, er þessar línur ritar, hitt hann tvisvar í Berlín, í fyrra skiftið 1923 og í síðara sinn á íslenzku málverkasýningunni þar sumarið 1928. Ber Baldvin hinn yngri mjög hlýjan hug til íslands, en þýzkur er hann í anda. Talar hann bærilega danska tungu, en ekki íslenzku. Hann er hár maður vexti, vel limaður, ber sig vel, hinn drengilegasti í hvívetna. Vildi hann allt fyrir mig gera og spurði mig margs héðan. Varð honum tíðrætt um afa sinn. — Þótti mér fremur raunalegt að vita afkomanda Baldvins Einars- sonar svo settan, að ísland gæti ekki notið hans að ráði. Foringinn blæs i lúöurinn. Ármann á alþingi. Baldvin Einarsson var kallaður til þess að vera foringi þjóðar sinnar. Hann rís upp frá önnum námsins, félaus maður í fjarlægu landi, og tekur að blása í lúður- inn, til þess að vekja »sína dauðu landa«, eins og hann orðar það í bréfi til læriföður síns, prófasts- ins á Mælifelli. Þessi ofurhugi tel- ur sér allt fært. Hann fær Þorgeir Guðmundsson frá Staðarstað, er síðar varð prestur í Danmörku, til þess að gefa út með sér tímarit handa búhöldum og bændafólki á fslandi. Þeir skrifa boðsrit 16. apríl 1828 og senda það til Is- lands, ásamt með sýnishorni af ársritinu j>Ármann á alþingi«. Kom rit þetta út samfleytt fjögur ár (1829—1832 incl.). Var ætlun þeirra félaga, að það flytti smá- ritgerðir »um það, er menn bezt þekkja og vita upp á víst, að sé eða geti orðið nytsamlegt fyrir fósturjörð vora«. Vilja þeir, »að Ármann innihaldi ritlinga frá mörgum um ýmisleg, einstök efni, því á þann hátt alleina getur hann orðið gagnligur og alþjóðligur«. Segir Baldvin, að hann sé að vísu enn ungur og lítt ráðinn, en vilji þó telja sér það til gildis, að hann hafi erfiðað og lifað meðal manna í bændastéttinni allt fram á sín fullorðinsár«. Hann segir, að »sjaldgæft dæmi foreldra sinna hafi lýst íyrir sér og haldið sér nálægt vegi«. — Ármann var nt- aður í samræðusniði um allskonar efni, sem ísland varðaði, á líkan hátt og rætt mundi vera á frjáls- legum og þjóðlegum mannfundum íslandi. Reit Baldvin Ármann einn að mestu leyti. útgefendur senda kveðju sina öllum íslendingum, en sér í lagi öllum kostgæfnum og ár- vökrum búmönnum, trúum og dyggum vinnuhjúum og auðsveip- um og námfúsum unglingum. Baldvin lætur þrjá íslenzka al- þýðumenn talast við í ritinu, og heita þeir Þjóðólfur, Sighvatur og önundur. Eru þeir ímynd þeirra flokka, sem höf. þykist sjá í land- inu um þær mundir. Þjóðólfur er úr Flóanum, gamall maður, er heldur fast við sína gömlu siði, hefir óbeit á nýjungum, er iðinn, trúr og vanafastur, en lítt fróður og ekki »fyrir bókarmennt«. Hann álítur, að bókvitið verði ekki látið í askana. — önundur er af Sel- tjarnarnesi, ungur maður, er leit- ast við að semja sig að háttum er- lendra þjóða, en hafnar gömlum landssið og óvirðir hann. Hann er lauslyndur og óþolinn við vinnu, hneigður fyrir nýbreytni og mun- að, en þó dálítið lesinn. Hann vill apa útlendinga og er sann-nefnd- ur þjóðleysingi. — Sighvatur er bóndi norðan úr Skagafirði, og sameinar hann hið bezta úr báð- um hinum flokkunum. Hann er iðinn, trúr og fróður, en heldur hvorki við gamlan landsvana í blindni né sækist eftir nýjungum að ófyrirsynju. Hann heldur fremur við forna venju en að hleypa sér út í nýbreytni, sem hann þekkir ekki til hlítar. Segir Baldvin, að hann hafi haft fyrir augum mann einn, sem enn lifi á Norðurlandi, er hann láti Sighvat tala, og mun þar vera átt við föð- ur höfundarins. En sagan er ekki öll. Baldvin lætur forna vætti, Ármann í Ár- mannsfelli, birtast þessum þre- menningum ogl ávarpa þá eftir- minnilegum alvöruorðum. Hann spyr þá, hvað sé orðið af karl- mennsku, atorku og drengskap fornaldarinnar. Hann spyr, hvað þeir hafi gert af alþingi og hinum forna skipastól. — Líklega tekur Baldvin samtals- formið eftir Magnúsi Stephensen, er notar það í Vinagleði sinni, en þar eru menn þeir, er talast við, nefndir grískum nöfnum. Sjálf- sagt er aðalfordæmi þessara manna og annarra, er nota sam- talsaðferðina, frá hinum grísku spekingum, Sókrates og Plato. Baldvin ætlaði sér í æsku að verða bóndi, en þó að sú ætlun breyttist, var bóndinn alltaf ofar- lega í honum, eins og sjá má glöggt á Ármanni, enda var hann hold af holdi bændanna og bein af þeirra beinum. Vér sjáum allan hug Baldvins í þessu merkilep

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.